Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
✝ Ólafur EinarÓlafsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
mars 1958. Hann
lést 17. maí 2012.
Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur
E. Einarsson, f. 4.6.
1910, d. 5.11. 1996,
og Guðrún Þ. Sig-
urðardóttir, f. 4.3.
1928, d. 11.9. 1990.
Hálfsystkini Ólafs
Einars eru þau Einar G. Ólafs-
son, f. 19.8. 1937 og Alda Stein-
unn Ólafsdóttir f. 27.5. 1944.
Ólafur Einar kvæntist þann 7.
ágúst 1982, Þorbjörgu Jóns-
dóttur lífeindatækni f. 28.12.
1958. Foreldrar hennar eru Jón
Björn Helgason f. 16.7. 1929, d.
30.12. 1997 og Kolbrún Gunn-
laugsdóttir f. 7.7. 1934. Systir
Þorbjargar er Kristín A. J. Sed-
skóla Íslands 1982. Ólafur var
stundakennari við Mennta-
skólann í Kópavogi á árunum
1981-1983. Hann starfrækti
verslunarfélagið Festi hf. frá
árinu 1978 fram til 1985. Hann
var skrifstofustjóri hjá versl-
uninni Víði sf. þar til hann tók
við starfi sem markaðsstjóri hjá
Osta- og smjörsölunni haustið
1986. Hann varð síðar fram-
kvæmdastjóri markaðs- og sölu-
sviðs fyrirtækisins. Hann starf-
aði þar í um 20 ár þar til hann
tók við stöðu framkvæmdastjóra
Golfklúbbs Kópavogs og Garða-
bæjar GKG árið 2007 þar sem
hann starfaði allt til dauðadags.
Ólafur var meðlimur í Rotary
International frá 1989 til ársins
2010. Hann gekk í Frímúr-
araregluna á íslandi árið 2007
og gegndi þar ýmsum embætt-
isstörfum. Þá var Ólafur Einar
upphafsmaður og einn stofn-
enda Stangveiðifélagsins V.D.D.
árið 1992.
Útför Ólafs Einars fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 25.
maí 2012, og hefst athöfnin
klukkan 13.
ney, f. 23.11. 1962.
Hún er gift Rene U.
Sedney, f. 26.6.
1969 og eiga þau
tvö börn, Jón Karel
og Natani Rós.
Dætur Ólafs Einars
og Þorbjargar eru;
Ásdís Ýr f. 30.11.
1983, gift Svavari
Stefánssyni f. 24.2.
1984. Dætur þeirra
eru Laufey Rán f.
20.3. 2005 og Kristín Ylfa f.
20.10. 2008. Kolbrún Ýr f. 13.3.
1987 í sambúð með Ólafi H.
Torfasyni f. 30.4. 1987.
Ólafur Einar lauk landsprófi
frá Ármúlaskóla 1974 og varð
síðan stúdent frá Mennta-
skólanum í Kópavogi 1978.
Hann nam viðskiptafræði og út-
skrifaðist sem viðskiptafræð-
ingur af markaðssviði frá Há-
Elsku pabbi, ég sakna þín
meira en orð fá lýst. Það sem ég
vildi að þú værir hjá okkur. Ég
vona að þú sért á betri stað og er
viss um að þú ert jafn hress og
glaður og þú hefur alltaf verið.
Ég er þakklát fyrir svo margar
góðar minningar og mun ávallt
hafa þig með mér í hjartanu og
draumum mínum. Ég vona að ég
verði jafn hamingjusöm og lífs-
glöð og þú varst og mun aldrei
gleyma því að „þetta reddast“.
Ef tár mín gætu myndað stiga sem
teygðist út í geim,
myndi ég ganga upp til himna og fylgja
þér aftur heim.
En engan veg ég sé með augun svo full
af tárum,
og ekkert gengið get með sál svo fulla‘
af sárum.
Svo þerra verð ég tárin og brosið láta
skína,
því ég veit ég sé þig aftur, einn dag,
einhvern tíma.
(Kristín Helga Torfadóttir)
Litla bumban þín,
Kolbrún Ýr.
Elsku pabbi.
Ég vona að þú hafir það jafn
gott þar sem þú ert núna og þú
hafðir það á meðan þú varst hjá
okkur. Eftir á að líta er það ekki
svo slæmt að fá að fara svona
eins og þú gerðir, í góðra vina
hópi, frábæru veðri og spilandi
golf! Er það ekki draumur hvers
golfara? Ég er samt ekki búin að
átta mig á því að þú sért farinn.
Ég bíð alltaf eftir því að þú komir
heim, setjist í stólinn þinn, kveik-
ir á sjónvarpinu og lokir aðeins
augunum. En þú sofnaði aldrei í
stólnum, var það nokkuð? Alltaf
vakandi, bara aðeins að hvíla
augun en eyrun voru vakandi.
Ég er búin að spila allt líf mitt
með þér aftur og aftur. Alltaf
enda ég á einni af mörgum minn-
ingum þar sem þú söngst fyrir
mig lagið Amazing Grace, á
ensku. Hvort sem það var þegar
ég var að reyna að sofna, í bílnum
á leiðinni í skólann eða bara upp
úr þurru, þá söngst þú þetta lag,
nú já eða flautaðir. Ég lærði það
utanbókar mjög ung og kann það
enn.
Ég man þetta allt pabbi og
mun ávallt gera það. Verst þykir
mér að þú varst tekinn frá okkur
svona ungur. Þú áttir enn eftir að
fá að sjá og upplifa með mér,
Svavari og stelpunum allt það
sem við ætluðum að gera í lífinu.
Ég er hvergi nærri hætt. Laufey
og Kristín eiga allt eftir, skólann,
dansinn, já bara allt. Laufey seg-
ir að nú munir þú bara fylgjast
með frá himnum og passa að hún
fái ekki Berlínarveikina. Endi-
lega gerðu það, það mun ekki
veita af. Kristín skilur þetta ekki
enn og mun ekki gera það strax.
Það er voðalega erfitt að þurfa að
útskýra þetta aftur og aftur fyrir
henni. Hún talar enn um þig eins
og þú munir koma og ná í hana
einn daginn í leikskólann.
Elsku pabbi, farðu vel með
þig.
Þín main man cutie pie,
Ásdís Ýr.
Elsku Óli, mig tekur það sárt
hvað þú kvaddir þenna heim
snöggt einungis 54 ára gamall.
Mikið á ég eftir að sakna þín og
allra góðu stundanna sem við átt-
um saman. Aldrei á ég eftir að
geta þakkað ykkur Krúsu al-
mennilega fyrir það hversu vel
þið tókuð vel á móti mér þegar
Ásdís Ýr fangaði hjarta mitt. Þú
varst alltaf svo jákvæður og
hress, bauðst mig velkominn í
fjölskylduna fyrir 12 árum og þá
var ég einungis 16 ára. Við áttum
oft ógleymanlegar stundir fyrir
framan grillið, þú að leggja mér
lífsreglurnar og kenna mér að
grilla steikur. Fljótlega eftir að
ég kom í fjölskylduna fórum við
að fara saman heim í sveitina á
gæsaveiðar og alltaf var það jafn
fyndið þegar þú sofnaðir í skurð-
inum og misstir stundum af flug-
inu, sennilega hefur það verið
ferska sveitaloftið sem þú and-
aðir að þér sem lét þér líða svona
vel. Þú kveiktir áhuga minn á
veiðum á rjúpum. Þú varst sér-
fræðingur í að veiða alltaf 1 rjúpu
og alltaf náði ég að veiða það sem
vantaði upp á í jólamatinn. Núna
síðustu ár þegar þú fórst ekki til
rjúpna en ég fór var það alltaf
mitt fyrsta verk eftir fyrsta dag
þegar ég kom í bílinn að hringja í
þig og færa þér þær fréttir að við
værum komnir með í matinn.
Alltaf er það minnisstætt hvað þú
varst ánægður með mig þá. Þú
varst nú ekki alltaf fyrsti mað-
urinn á fætur um helgar en einn
morguninn 2005 varst þú sá
sneggsti á fætur, það var þegar
stóra stundin í lífi mínu og þínu
var runnin upp, Laufey Rán vildi
komast í heiminn. Þú varst svo
snöggur að hringja á fæðingar-
deildina og tilkynna að dóttir þín
væri að fara að eignast barn og
hún væri á leið niður á fæðing-
ardeildina og ég var varla vakn-
aður. Svo fæddist Kristín Ylfa
2008 og þær systur eru heppnar
að hafa átt eins einstaklega góð-
an afa eins og þú varst. Alltaf sá
ég glampann í augum þínum þeg-
ar þú hittir þær, þú varst alltaf
svo stoltur af þeim. Þær munu
aldrei gleyma því hvað það var
alltaf notalegt að koma í Stara-
rimann til afa og ömmu í mat því
þar gátu þær alltaf stólað á að afi
þeirra myndi færa þeim ís ef þær
væru duglegar að borða matinn
sinn. Ég hafði alltaf áhyggjur
þegar ég og Ásdís vorum að
kaupa okkar fyrstu íbúð að dæm-
ið mundi ekki ganga upp en þú
varst alltaf svo jákvæður og
sagðir alltaf að þetta mundi allt
reddast. Ég gæti sagt endalaust
frá góðum stundum með þér,
elsku Óli. Hér heima eru tvær
skottur sem sakna afa síns svo
mikið að orð fá því ekki lýst.
Vona svo innilega að þér líði vel
þar sem þú ert núna. Elsku Óli,
þú trúir því ekki hvað ég sakna
þín mikið.
Þinn tengdasonur,
Svavar.
Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu
luku
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt
struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var
gefið,
og einnig ég.
Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
(Steinn Steinarr.)
Steinunn systir.
„Sic Transit Gloria Mundi“
Þannig hverfur dýrð heimsins.
Þessi orð komu í hugann þegar
ég horfði á kæran vin minn og
raungóðan félaga til margra ára,
Ólaf Einar Ólafsson, hverfa mér
úr greipum til nýrra og betri
heima.
Þetta var ósköp venjulegur
sólríkur vordagur. Við félagarnir
á leið á golfvöllinn. Allt eins og
það átti að vera spjall, hlátur og
innilegar umræður um lítið sem
ekki neitt. Á vellinum lét árang-
urinn á sér standa hjá sumum og
aðrir léku á als oddi. Við áttum
örfáar holur eftir þegar Óli rétt
missir pútt fyrir pari á 15 flötinni
eftir gott innáhögg og vorum að-
eins ósáttir yfir því. „Skiptir ekki
máli, ég para bara næstu“ var
það síðasta sem hann sagði þegar
við gengum af 15. flötinni í síð-
asta sinn saman.
Mikið óskaplega er ég búinn
að hugsa mikið undanfarna daga.
Ég er búinn að rifja upp mikið af
minningum um okkar kynni allt
frá upphafi. Rifja upp marga
veiðitúra, golfferðir, matarboð,
rjúpnatúra, grillveislur, gæsa-
ferðir svo maður tali nú ekki um
ógleymanlegar aðalfundarferðir
VDD víðs vegar um heiminn.
Mikið óskaplega eru allar þessar
minningar ánægjulegar, og ein-
hvern veginn er Óli alltaf miðjan
í þeim öllum. Þar sem lífsgleðin
var til staðar þar var Óli fremst-
ur í flokki
Leiðir okkar lágu fyrst saman
í gegn um VDD í einhverjum
veiðitúrnum. Fljótlega sá maður
að Óli var límið sem hélt hélt öllu
gangandi og sá til þess að það
lifði í glæðunum þegar illa gekk
og bætti síðan í þegar vel gekk.
Óli fékk mig í stjórn GKG á sín-
um tíma og þannig inn í golfið.
Hann kenndi mér listina að veiða
lax á maðk sem ég hafði ávallt lit-
ið ákveðnu hornauga, enda flugu-
veiðimaður. Óli vatt ofan af þeirri
firru minni.
Ég starfaði í nokkur ár sem
framkvæmdastjóri GKG. Vorið
2007 ákvað ég að leggja út á nýj-
an starfsvettvang nokkuð
skyndilega. Ég benti formannin-
um á afbragðs mann sem ég vissi
að gæti stokkið í verkefnið og
klárað það. Hann var ráðinn til
klúbbsins síðar það sama ár og
hefur lyft Grettistaki í rekstri
GKG
Það var mér mjög kært þegar
Óli bað mig um aðstoð við að
ganga í Frímúrararegluna á Ís-
landi og kom Óli eins og storm-
sveipur þar inn og varð á auga-
bragði stór partur af því góða
starfi sem þar er unnið.
Óli fékk mig oft á tíðum til að
líta lífið gagnrýnni augum en ég
hafði áður gert. Hann var hjálp-
samur og raunagóður, skipulagð-
ur og umfram allt sannur vinur
vina sinna. Hann var staðfastur,
skynsamur, réttsýnn og traustur
í þeim verkefnum sem hann tók
sér fyrir hendur. Ég er sann-
færður um að Óli hefur gert mig
að betri manni en ég var.
Ég er þess fullviss að hinn
hæsti höfuðsmiður hlúir vel að
þessari fallegu og góðu sál sem
fór frá okkur allt of snemma. Ég
geri fastlega ráð fyrir að Óli hafi
parað næstu holu eins og hann
sagðist ætla að gera þegar hann
gekk af 15. flötinni.
Ég syrgi góðan vin minn sem
hefur reynst mér vel. Ég á góðar
innilegar og ljúfar minningar um
þennan yndislega mann sem ég
mun geyma með mér um aldur
og ævi.
Krúsa mín, Ásdís, Kolbrún,
Svavar og Ólafur. Missir ykkar
er mikill en minningin lifir að ei-
lífu.
Jóhann Gunnar Stefánsson.
Mér finnst alveg ótrúlega erf-
itt að setjast niður og skrifa
minningargrein um Óla. Ekki
vegna þess að erfitt sé fyrir mig
að minnast míns góða vinar,
heldur vegna þess að hann
kvaddi þetta líf alltof snemma og
ég vissi að hann átti svo margt
ógert enda maður á besta aldri.
Auðvitað er fráfall hans mestur
harmur fyrir fjölskyldu hans, en
það eru örugglega allir fé-
lagsmenn í GKG sem sakna hans.
Ég man að Jóhann Gunnar, fyrr-
um framkvæmdastjóri GKG og
æskuvinur Óla, sagði við mig
þegar við leituðum að nýjum
framkvæmdastjóra að við fengj-
um ekki betri mann í þessa stöðu
en Ólaf Einar, því hann væri svo
skipulagður og pottþéttur í öllu.
Þetta voru orð að sönnu því allt
reyndist þetta satt og rétt. Óli
var ráðinn framkvæmdastjóri
GKG í október 2007. Á þeim tíma
var reksturinn mjög erfiður og
fjárhagsstaða klúbbsins slæm.
Það var því ekkert annað í stöð-
unni en að bretta upp ermar og
reyna að bæta allt rekstrarum-
hverfið. Okkur tókst að rétta
fjárhag GKG við á næstu tveimur
árum og þar var hlutur Óla mest-
ur. Hann var stöðugt að velta
þessum málum fyrir sér og var
alveg ótrúlega duglegur við að
finna leiðir til að bæta rekstur-
inn. Það var tvennt sem hann
lagði strax mikla áherslu á í
rekstrinum, annað var að lækka
yfirdráttinn sem klúbburinn var
með og hitt var að greiða alla
reikninga á gjalddaga og losna
þannig við dráttarvexti. Þetta
eru kannski engin geimvísindi,
en það sem skipti öllu var stað-
festa Óla í að fjárfesta ekki fyrr
en hægt væri að greiða reikning-
inn. Þessi ásetningur Óla átti eft-
ir að gjörbreyta viðhorfum fyr-
irtækja og viðskiptavina til GKG
því þeir vissu að óhætt væri að
treysta orðum hans. Þetta skiptir
félagsskap eins og golfklúbb afar
miklu máli, því orðsporið fer víða.
Þetta skildi Óli manna best. Óli
skildi við GKG í mjög traustri
fjárhagsstöðu og síðustu tvö árin
hefur GKG verið rekinn með góð-
um tekjuafgangi. Mikill tími fór í
viðræður við sveitarfélögin
Kópavog og Garðabæ um fram-
tíðaruppbyggingu fyrir golf-
klúbbinn og í þeim viðræðum var
gott að hafa Óla. Nú hafa þessar
viðræður leitt til þess að vinna er
að hefjast við deiliskipulagningu
á athafnasvæði GKG og staðsetn-
ing nýs skála hefur verið ákveðin.
Fljótlega eftir að hann tók við
framkvæmdastjórastöðunni lét
hann gera skoðanakannanir um
vilja félagsmanna til hinna ýmsu
framkvæmda á vellinum og leit-
aði stöðugt að því sem betur
mætti fara í starfsemi klúbbsins.
Hann lagði mikla áherslu á að
heyra skoðanir félagsmanna og
vildi fá fram þeirra viðhorf til
hlutanna.
Hann var einstakur snyrti-
pinni sem lagði mikla áherslu á
að vellirnir væru vel hirtir og
honum tókst að bæta alla um-
gengni um velli GKG. Takk fyrir
þetta, Óli minn. Þó því fari auð-
vitað víðs fjarri að við dauðlegir
mennirnir fáum nokkru um það
ráðið hvar við eigum okkar síð-
ustu andartök í lífinu, þá finnst
mér ekki ólíklegt að Óli hafi
einna helst viljað eiga þau á völl-
um GKG, sem og varð. Ég vil að
lokum þakka fyrir frábært sam-
starf og veit að ég mæli fyrir
hönd allra félaga í GKG um leið
og við sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Guðmundur Odds-
son, formaður GKG.
Ólafur Einar
Ólafsson
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Einar Ólafsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR,
Reykjadal 2
í Mosfellsdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
14. maí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Birgir J. Sigurðsson, Ágústa Þóra Kristjánsdóttir,
Baldur Sigurðsson,
Guðlaug Sigurðardóttir,
Bára Sigurðardóttir, Jón Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
ómetanlegan kærleik, stuðning og samúð
við andlát og útför ástkærs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
TRYGGVA KARLS EIRÍKSSONAR,
Hjálmholti 10.
Sérstakar þakkir til starfsmanna Land-
spítalans fyrir einstakan hlýhug og umönnun.
Ágústa Tómasdóttir,
Erla Berglind Tryggvadóttir, Þórður Ófeigsson,
Ragnhildur Ýr Tryggvadóttir,
Ástþór Hugi Tryggvason,
Jónína Margrét Þórðardóttir,
Steinunn Ágústa Þórðardóttir,
Þórdís Erla Þórðardóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNAR B. HÁKONARSON
vinnuvélastjóri,
Strikinu 4,
Garðabæ,
lést laugardaginn 12. maí.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. maí
kl. 13.00.
Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir,
Hákon Gunnarsson, Guðný Helgadóttir,
Helga Gunnarsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Unnar Reynisson,
Hrefna Gunnarsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÓLBORG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bogga,
Erluási 2,
Hafnarfirði,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi miðvikudaginn 16. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. maí kl. 13.00.
Auðun Óskarsson, Anna Margrét Ellertsdóttir,
Herdís Óskarsdóttir, Gunnar K. Aðalsteinsson,
Eygló Óskarsdóttir, Gunnar Gunnlaugsson,
Friðrik Óskarsson, Ólöf Unnur Einarsdóttir,
Gunnar Rúnar H. Óskarsson, Ingunn Bjarnadóttir,
Auður Óskarsdóttir, Reynir Bess Júlíusson,
ömmubörn og langömmubörn.