Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hafðu svör á takteinum ef þú verð-
ur spurð/ur um ákveðið mál. Þú ert með
of margt í takinu svona dagsdaglega og
það veldur of miklu álagi fyrir þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Þetta er alls ekki góður dagur til
þess að eiga í viðræðum um launahækkun
í dag. Fólk samgleðst þér innilega vegna
árangurs þíns.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt á hættu að verða fyrir
barðinu á manneskju sem á mjög erfitt um
þessar mundir. Það gengur ekki að vera í
vetrardvala lengur, enda komið sumar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú tjáir þig alla daga. Hugsanlega
ferðu út fyrir landsteinana fljótlega og það
er mikil tilhlökkun hjá þér vegna þess.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þig dreymir dagdrauma þegar þú
getur. Kapp er best með forsjá. Þú rembist
eins og rjúpan við staurinn í ræktinni – ár-
angurinn verður eftir því.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Veröldin snýst í kringum vinnuna
þessa dagana. Þú eyðir án þess að hafa
efni á því. Taktu í taumana strax.
23. sept. - 22. okt.
Vog Segðu já við beiðni sem þér virðist
pirrandi eða asnaleg. Til að eignast nýja
vini þarftu fyrst og fremst að sýna öðrum
vinsemd.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það þarf svo lítið til þess að
setja allar áætlanir úr skorðum hjá þér.
Rannsakaðu mál upp á eigin spýtur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samræður við maka eru erfiðar
núna, ekki síst ef umræðuefnið er pen-
ingar. Dagurinn í dag er kjörinn til þess að
hitta vini, skemmta sér og finna út hvernig
hægt er að bæta veröldina.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert mjög hænd/ur að vissri
manneskju, en sambandið hefur breyst.
Best er að treysta eðlisávísuninni, hversu
órökrétt, sem tilfinning þín kann að virð-
ast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fylgdu því vel eftir sem þú
skynjar sem mikilvægt. Spurningin er hvort
væntingar þínar til viss einstaklings hafi
verið raunhæfar?
19. feb. - 20. mars
Fiskar Venus er áberandi í korti þínu um
þessar mundir og gerir þig einstaklega að-
laðandi í augum annarra. Láttu tímann
ekki trufla þig, því í raun liggur ekkert á.
Helgi Seljan sendir umsjón-armanni Vísnahorns skemmti-
lega kveðju:
„Datt sú endaleysa í hug að senda
þér þetta:
Síðasta söngvaka okkar Sigurðar
Jónssonar tannlæknis og píanóleik-
ara var 23. maí. 19 söngvökur eru
að þessu sinni að baki og á þær
komu alls 1.450 manns. Þar hafa
margir lagt gott lið og ósjaldan í
vísnaformi.
Ég sagði í lokin:
Vertíðarlok nú virðast mér,
vilja því margir fagna.
Það allra bezta held þó hér,
ef Helgi verður að þagna.
Sigurður átti stórafmæli á dög-
unum sem leynt fór og ég sagði:
Afmæli um daginn átti,
enginn þetta vita mátti.
Á ’onum þó ekkert sé,
sem aldur látið gæti í té.
En af þessu tilefni og hyllingu
söngvökugesta mælti Sigurður svo:
Á söngvöku sýnist mér óhætt
að segjast nú ver’a yfir áttrætt
og í Stangarhyl,
að ég hlakki til
að spila uns nálgast ég nírætt.
Mér er áttræðum sýndur sá sóminn,
að á söngvöku hækka menn róminn,
en þess vil ég geta
að það kann ég meta,
enda sáttur við söngvökuhljóminn.
Lokaorð mín eftir góðan söng-
vökuvetur gætu svo verið þessi:
Ykkur gæfu óska nú við endalokin
haltur þó ég sé og hokinn
og húmor allur burtu fokinn.“
Höskuldur Búi Jónsson orti í til-
efni af söngvakeppninni í gær:
Ömurð sker nú eyrun mín
og inn í haus sest bræla.
Ýmsir þurfa aspirín
sem evróvisjón svæla.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af söngvökuhljómi, 1.450
manns og vertíðarlokum
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
ur
G
re
tt
ir
S
m
áf
ól
k
H
ró
lfu
r
hr
æ
ði
le
gi
F
er
di
n
an
d
JÓN, ÞÚ FERÐAST
EKKI NÓGU MIKIÐ
NÚNA ER HANN
Í TEPPALANDIÝT
EN SÚ
STELPA
EN
SÁ
HUNDUR
ÉG HEFÐI GETAÐ
SKAUTAÐ Í ALLA NÓTT
ÉG HEFÐI
GETAÐ
SKAUTAÐ Í
ALLA
NÓTT...
ÉG HEFÐI GETAÐ
SKAUTAÐ Í ALLA
NÓTT...
KANNSKI ÆTTI ÉG
AÐ GIFTA MIG...
ÉG VEIT AÐ ÉG ER EKKI
ALLTAF SAMMÁLA ÞÉR EN MUNDU
BARA AÐ ÉG MUN ALLTAF VERJA
ALLT SEM ÞÚ SEGIR, SAMA HVAÐ!
ÞAÐ
ÆTTI
AÐ BANNA
ALLA ÁFENGA-
DRYKKI!
EN ÉG GET SAMT EKKI
VARIÐ SVONA KJÁNALEGAR
HUGMYNDIR!
HVAÐ
ERTU AÐ
GERA?
SÁL-
FRÆÐINGURINN
MINN BAÐ MIG
AÐ TEIKNA TIL
ÞESS AÐ TJÁ
TILVIST MÍNA
OG
HVAÐ
ERTU AÐ
TEIKNA?
ÉG VEIT ÞAÐ
EKKI ALVEG
EN ÉG ER
ALVEG AÐ
VERÐA BÚINN
HVAÐ
HELDURÐU AÐ
ÞETTA SEGJI
UM TILVIST
MÍNA?
AÐ HÚN SÉ
EINFÖLD OG
GRÁ?
Víkverji, sem er enn að jafna sigeftir eftir taugatrekkjandi út-
sendingu RÚV frá Keflavíkur-
flugvelli síðasta föstudagskvöld,
varð fyrir enn einu áfallinu í vik-
unni. Það kom nefnilega í ljós að
Víkverji hafði farið með fleipur í ein-
um af sínum víðlesnu og vinsælu
pistlum. Villan birtist sl. fimmtudag
þegar Víkverji lét móðan mása um
ofnotkun á stórum staf í nöfnum
stofnana og hélt því blákalt fram að
sýslumaðurinn í Reykjavík væri ein
þeirra stofnana sem hefðu tekið upp
stóra-stafs-villutrúna. Sýslumað-
urinn hefur nú bent Víkverja á að
þetta sé ekki rétt, embættið noti alls
ekki stóran staf í upphafi nafnsins.
x x x
Ástæðan fyrir ruglinu í Víkverjavar líklega sú að margar aðrar
stofnanir og stjórnvöld hafa tekið
upp á því að rita nafn sýslumannsins
í Reykjavík með stórum staf, a.m.k.
stundum. Dæmi um þennan rithátt
má m.a. finna í tilkynningum frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,
innanríkisráðuneytinu, efnahags-
ráðuneytinu, Reykjavíkurborg og
Landspítalanum. Víkverji var orð-
inn svo vanur að sjá sýslumann með
stóru s-i að hann dró þá röngu
ályktun að sýslumaðurinn hefði tek-
ið upp þennan rithátt. Svo er sem
sagt ekki því embættið ritar sýslu-
maður með litlu s-i og stóri staf-
urinn er alls ekki á ábyrgð þess.
Víkverji þakkar fyrir ábendinguna
frá sýslumanninum og biðst innilega
afsökunar á þessum slælegu vinnu-
brögðum.
x x x
Undanfarna daga og vikur hefurMorgunblaðið flutt nokkrar
fréttir af umgengni hins opinbera og
almennra borgara um landið, m.a.
um algjörlega óþarfar en full-
komlega leyfilegar skemmdir á Úlf-
arsfelli, um skemmdir af völdum
aksturs á hálendinu austanlands og
um að ofbeit í hrosshögum hafi ekki
verið meiri í yfir 20 ár. Þessar frétt-
ir hafa enn staðfest þá skoðun Vík-
verja að Íslendingar gangi alls ekki
nógu vel um landið sitt.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Enginn er þinn líki,
Drottinn! Mikill ert þú og mikið er
nafn þitt sakir máttar þíns.
(Jeramía 10, 6.)
ými
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is