Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
Með hækkandi sól
fara lax og silungur að
gera vart við sig í ám
hér á landi. Á leið
sinni í og úr ánum
ferðast laxfiskar með
strönd landsins og þá
eru einhver brögð að
því að lögð séu silung-
anet fyrir framan þær
landaeignir, sem til
þess hafa rétt, en það
eru eingöngu þau lög-
býli, sem nýttu slíkan rétt á árunum
fyrir gildistöku laxveiðilaganna
1957. Laxveiðar í sjó hafa hins veg-
ar verið bannaðar frá 1932 og öll
slík veiði fyrir löngu af lögð. Lax
getur á hinn bóginn flækst í silung-
anet og því hafa silungsveiðar í sjó
verið bannaðar á göngutíma laxa á
nokkrum stöðum umhverfis landið.
Slíkar reglur eru t.d. í gildi í 1,5
mánuði yfir sumarið við Faxaflóa og
Þistilfjörð. Reglurnar og tengd lög
nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði
má finna á vefsíðu Fiskistofu,
www.fiskistofa.is undir slóð lax- og
silungsveiða.
Nú í vor setti sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið nýja reglu-
gerð um búnað og frá-
gang neta vegna veiða
göngusilungs í sjó (nr.
402/2012). Þessi reglu-
gerð, sem byggist á 32.
grein laga nr.61/2006
um lax- og silungsveiði
kemur í stað reglna,
sem Fiskistofa gaf út á
síðasta ári (nr. 331/
2011). Nýja reglugerð-
in er efnislega mjög
samhljóða fyrri reglum
en reynt að hafa hana
einfalda og auðskilj-
anlega. Helstu ákvæði
reglugerðarinnar eru sem hér segir:
1. Ákvæði um lengd og dýpt nets.
2. Fyrirkomulag nets í sjó.
3. Möskvastærðir og girnisþykkt
nets.
4. Bil á milli neta í sjó.
5. Ákvæði um merkingu neta með
nafni eiganda.
Þessu til viðbótar vil ég minna á
þau ákvæði, sem almennt gilda
samkvæmt lögum um lax- og sil-
ungsveiði, varðandi friðun gagnvart
allri netaveiði í fersku vatni og sjó
frá kl. 22.00 á föstudagskvöldi til kl.
10.00 á þriðjudagsmorgni. Einnig
skal minnt á að allar ár, sem sil-
ungur gengur í, hafa 1,5 km frið-
unarsvæði fyrir framan ós í sjó og
þar er ekki heimilt að leggja net af
neinu tagi. Gangi lax í viðkomandi á
er friðunarsvæðið hins vegar 2,0
km.
Eftirlitsmenn Fiskistofu munu í
sumar eins og undanfarin ár fylgj-
ast grannt með því að öll net í sjó
séu í samræmi við lög og reglugerð-
ir. Ómerkt net, sem ekki eru í sam-
ræmi við ofan nefnda reglugerð eða
landslög verða tekin upp, afhent
lögreglu og kæra gefin út. Sér-
staklega er vakin athygli á því að
merkja net rækilega með nafni
veiðiréttarhafa, því sárt er fyrir
landeiganda að láta fjarlægja
ómerkt net, ef það er að öðru leyti
löglegt.
Varðandi upplýsingar er að öðru
leyti vísað á vefsíðu Fiskistofu,
www.fiskistofa.is.
Ný reglugerð um búnað og
frágang silunganeta í sjó
Eftir Árna
Ísaksson » Ómerkt net, sem
ekki eru í samræmi
við reglugerð eða lands-
lög verða tekin upp, af-
hent lögreglu og kæra
gefin út.
Árni
Ísaksson
Höfundur er forstöðumaður lax- og
silungsveiðisviðs Fiskistofu.
Ég hef hlotið þá
miklu ábyrgð ásamt
öðru góðu fólki að koma
af stað hóp til stuðnings
ungu fólki sem greinst
hefur með gigt-
arsjúkdóm. Af því til-
efni ákvað ég að skrifa
smá grein til að vekja
athygli á hópnum.
Hér áður fyrr var ég
á þeirri skoðun að gigt
væri sjúkdómur sem aðeins eldra
fólk, yfir fimmtugu, greindist með, að
þetta væri svona gamalmenn-
issjúkdómur ef svo má til orða taka.
En ég hafði rangt fyrir mér.
Þegar ég var 24 ára verkjaði mig
alls staðar í líkamann, ég reyndi að
hrista það af mér, en fór að lokum til
læknis.
Ég var send í blóðprufu og þegar
niðurstöðurnar komu var ég greind
með iktsýki, sem kallast liðagigt í
daglegu umtali.
Þetta var mikið áfall,
og ég vissi eiginlega
ekkert hvað ég átti að
gera.
Þar sem ég greindist
með hana á mjög háu
stigi var ég strax sett á
mjög sterk lyf. Bæði lyf
sem ég þarf að fá í
sprautuformi einu sinni
í viku, og svo fer ég upp
á spítala á 7 vikna fresti
þar sem mér er gefið lyf
í æð.
Litla ég, sem var
staðföst á þeirri skoðun að þetta gæti
ekki hent svona unga og hrausta
stúlku sem hafði nánast aldrei verið
veik á ævinni, að litla ég skyldi grein-
ast með gigt.
Í fyrsta sinn þegar ég fór og fékk
lyf í æð var bara fullorðið fólk uppi á
spítala, þá er ég að tala um 50+, og
mér leið eins og ég væri eina unga
manneskjan sem væri með þennan
„gamalmennissjúkdóm“. Ég grét all-
an tímann í það skipti.
Í dag veit ég að það eru því miður
miklu fleiri ungmenni sem að hafa
verið greind með gigtarsjúkdóm.
Gigtarsjúkdómar eru margs konar
og í flestum tilvikum sjást þeir ekki
utan á fólki. Sem því miður gerir það
að verkum að maður mætir ekki mikl-
um skilningi frá samfélaginu.
Algengur fylgikvilli gigt-
arsjúkdóma er mikill þreyta, og það
að leggja sig á daginn misskilja marg-
ir sem leti.
Ég fékk oft mikið samviskubit yfir
því að ég gæti ekki gert hluti sem aðr-
ir geta, og það leiddi til andlegrar
vanlíðanar. Í dag hef ég sætt mig við
að ég verð að taka mark á minni getu
og hætta að bera mig saman við full-
frískt fólk.
Það er mikið áfall að greinast með
krónískan sjúkdóm, og þess vegna tel
ég það mjög mikilvægt að kynnast
öðrum sem eru á svipuðum aldri.
Góð andleg líðan skiptir miklu
máli, og ég tel að með endurvakningu
þessa hóps getum við stutt hvert við
annað og skemmt okkur vel saman.
Gigtarfélag Íslands samanstendur
af mörgu góðu fólki, og margir mis-
munandi hópar hittast reglulega til
að deila sögum og fræðast.
Hópurinn ungt fólk með gigt sam-
anstendur af ungu fólki á aldrinum
18-40 ára hvort sem það er í árum eða
anda.
Við hittumst einu sinni í mánuði
uppi í Gigtarfélagi að Ármúla 5, 2
hæð.
Við erum með Facebook-síðu, sláið
inn ungt fólk með gigt í leitarglugg-
ann, eða farið á þessa slóð http://
www.facebook.com/gro-
ups/144190209034907/.
Ef þú ert með gigt, vertu með í
hópnum, því að andlegur stuðningur
getur breytt öllu.
Ungt fólk með gigt
Eftir Ingibjörgu
Magnúsdóttur » Litla ég, sem var
staðföst á þeirri
skoðun að þetta gæti
ekki hent svona unga og
hrausta stúlku sem
hafði nánast aldrei verið
veik á ævinni, að litla ég
skyldi greinast með
gigt.
Ingibjörg Magnúsdóttir
Stjórnarformaður Ungs fólks með
gigt
4. útdráttur 24. maí 2012
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 1 8 1 5
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
1 3 6 3 0 2 0 7 3 3 5 6 4 4 1 7 3 3 7 9
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1372 11822 21279 42117 51657 64355
3167 18606 38739 47078 64178 74511
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
9 7 5 1 3 5 5 9 2 6 1 5 5 3 2 4 2 4 4 7 1 4 1 5 3 4 2 2 6 0 8 8 5 6 8 6 6 8
4 5 0 7 1 6 2 7 8 2 6 4 7 8 3 4 4 5 7 4 7 3 9 4 5 3 6 9 2 6 1 7 1 7 6 9 1 7 4
6 9 4 1 1 6 7 0 1 2 7 1 8 9 3 7 7 2 6 4 7 9 2 4 5 3 8 5 4 6 3 1 7 5 6 9 7 1 7
7 7 4 8 1 6 9 0 0 2 8 1 5 3 3 7 8 8 1 4 8 9 8 9 5 4 4 4 3 6 3 4 9 6 7 2 4 0 5
8 1 1 1 1 8 9 5 6 2 8 9 8 7 3 9 2 0 5 5 1 0 2 9 5 5 4 8 7 6 3 9 4 7 7 3 9 9 8
8 3 9 4 2 0 5 4 4 3 0 2 6 3 4 0 8 5 5 5 2 2 9 9 5 6 0 2 2 6 4 2 6 8 7 4 7 3 9
1 0 3 7 7 2 1 2 2 8 3 1 0 0 6 4 2 1 5 6 5 2 6 5 0 5 6 3 9 5 6 4 3 9 0 7 7 4 1 0
1 1 1 6 0 2 3 9 1 2 3 1 0 4 0 4 4 4 2 7 5 2 6 9 1 5 7 2 1 2 6 6 8 3 4 7 7 5 8 9
1 2 4 8 1 2 4 4 5 5 3 1 6 4 5 4 4 8 5 1 5 2 9 9 8 5 9 2 2 0 6 6 9 0 4 7 8 3 1 8
1 3 5 0 1 2 5 7 0 4 3 2 2 8 8 4 5 1 8 4 5 3 0 9 4 6 0 4 0 9 6 8 2 3 3 7 9 2 8 9
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
8 8 4 1 0 0 8 0 1 8 6 5 1 3 3 3 0 1 4 4 3 1 2 5 3 7 1 8 6 3 7 9 0 7 2 8 6 1
1 2 6 1 1 0 0 8 7 1 8 7 6 5 3 3 3 2 2 4 4 5 1 4 5 4 1 2 8 6 4 1 5 1 7 3 1 6 0
1 4 8 9 1 0 2 0 3 1 9 4 7 3 3 3 5 0 8 4 4 5 5 2 5 4 1 8 9 6 4 5 8 9 7 3 2 1 1
2 2 3 8 1 0 4 2 0 1 9 5 2 5 3 3 7 3 3 4 4 7 9 1 5 4 4 0 9 6 4 6 0 4 7 3 2 5 5
2 5 3 1 1 0 8 0 3 1 9 7 7 2 3 5 0 5 4 4 5 0 0 3 5 4 5 6 6 6 5 3 0 6 7 3 5 2 7
2 5 3 5 1 0 8 8 2 2 0 0 0 9 3 5 3 4 5 4 6 2 7 1 5 4 6 2 9 6 5 5 8 0 7 3 5 2 8
2 6 0 3 1 1 0 9 7 2 0 4 7 1 3 5 5 9 2 4 6 7 3 4 5 5 2 8 2 6 5 5 9 0 7 3 8 3 5
2 9 7 8 1 1 2 7 4 2 1 0 5 7 3 5 6 8 6 4 6 8 0 1 5 6 1 6 4 6 6 3 5 0 7 3 8 6 0
3 0 4 6 1 1 9 8 9 2 1 8 0 1 3 6 0 1 9 4 7 0 6 1 5 6 3 0 6 6 6 4 3 6 7 4 0 6 3
3 2 4 6 1 2 1 7 9 2 2 9 2 5 3 6 4 0 9 4 7 7 0 0 5 6 7 4 6 6 6 5 5 1 7 5 0 3 2
3 3 0 5 1 2 4 0 3 2 3 4 2 6 3 6 7 2 8 4 7 9 2 9 5 6 9 8 7 6 6 7 3 4 7 5 2 8 7
3 3 3 3 1 2 7 5 8 2 4 1 8 2 3 7 0 1 8 4 8 3 8 4 5 7 3 1 1 6 7 1 7 9 7 5 5 3 0
3 4 6 4 1 2 9 0 7 2 4 6 8 9 3 7 0 6 7 4 8 9 2 8 5 8 0 0 0 6 7 6 6 2 7 6 2 6 6
3 8 1 8 1 3 1 9 7 2 4 7 6 5 3 7 3 1 2 4 9 4 0 7 5 8 3 0 4 6 7 9 5 9 7 6 6 1 0
3 8 4 5 1 3 4 8 2 2 5 2 4 3 3 7 3 8 8 4 9 5 2 0 5 8 3 7 6 6 8 3 8 6 7 6 8 4 9
5 3 2 7 1 3 5 7 7 2 5 3 1 0 3 7 9 6 3 4 9 8 3 2 5 8 4 6 8 6 8 6 0 1 7 7 1 7 4
5 3 3 5 1 4 0 2 0 2 5 8 4 3 3 8 0 3 4 5 0 2 6 6 5 8 4 9 6 6 8 6 5 2 7 7 4 2 2
5 5 5 9 1 4 1 3 7 2 6 1 4 3 3 8 7 1 7 5 0 6 3 8 5 8 8 2 8 6 8 7 4 1 7 7 7 3 5
5 9 0 0 1 4 3 0 3 2 6 6 6 4 3 9 0 0 6 5 0 7 3 0 5 9 1 0 1 6 9 1 3 2 7 7 7 5 9
6 0 5 1 1 4 4 2 7 2 7 0 9 6 4 0 0 4 6 5 0 8 9 5 5 9 5 0 4 6 9 4 8 2 7 8 5 2 7
6 2 6 5 1 4 8 4 7 2 7 9 4 5 4 0 5 8 4 5 1 0 8 7 6 0 0 6 1 6 9 9 9 1 7 8 5 4 0
6 9 7 8 1 5 1 9 0 2 8 5 8 7 4 0 7 8 5 5 1 4 7 9 6 0 4 4 2 7 0 2 8 0 7 8 6 6 2
7 9 8 7 1 5 2 3 4 2 9 1 7 6 4 1 2 2 7 5 1 8 3 1 6 0 4 4 9 7 0 6 3 9 7 8 7 1 5
8 0 5 6 1 6 3 1 0 2 9 6 4 0 4 2 1 0 4 5 1 8 7 2 6 0 5 8 2 7 0 7 0 5 7 8 8 9 5
8 0 6 3 1 6 4 9 9 2 9 6 8 0 4 2 5 3 0 5 1 9 8 1 6 0 8 9 5 7 0 7 2 2 7 9 5 6 8
8 2 8 1 1 6 5 0 6 3 0 2 5 7 4 2 7 2 3 5 2 1 4 3 6 1 0 1 1 7 1 1 5 8 7 9 9 9 2
9 0 7 6 1 7 3 3 8 3 0 7 0 0 4 3 0 4 2 5 2 2 4 7 6 1 6 4 0 7 1 2 6 9
9 1 8 1 1 7 6 3 1 3 0 7 3 9 4 3 0 7 7 5 2 3 3 9 6 2 0 3 5 7 1 8 8 2
9 2 6 8 1 7 6 3 8 3 0 9 5 7 4 3 1 5 7 5 2 4 0 2 6 2 3 3 3 7 1 9 2 5
9 3 5 8 1 7 8 5 9 3 1 1 9 6 4 3 3 8 8 5 2 9 2 7 6 2 5 2 5 7 1 9 7 7
9 4 3 6 1 8 4 5 9 3 1 2 9 4 4 3 6 7 6 5 3 1 7 3 6 3 1 3 8 7 2 3 0 1
9 7 3 7 1 8 6 4 5 3 2 4 8 2 4 4 2 4 5 5 3 6 4 9 6 3 1 4 5 7 2 4 3 4
Næsti útdráttur fer fram 31. maí 2012
Heimasíða á Interneti: www.das.is
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Fataskápar í miklu úrvali