Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 19
sem ella hefðu farið til landanna fjög- urra. Sigurður bendir þó á að við- skiptasambönd skipti miklu máli í þessu samhengi, einkum og sér í lagi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. „Það er því hætt við því,“ segir Sig- urður, „að það verði hægara sagt en gert að koma útflutningsvörum Ís- lands að hjá nýjum kaupendum, án þess að þurfa að sætta sig við verri viðskiptakjör frá því sem nú er.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að íslensk stjórnvöld vinni nú að við- bragðsáætlunum vegna mögulegs efnahagshruns á evrusvæðinu. Sig- urður telur þó ólíklegt að slíkar áætl- anir stjórnvalda – þó nauðsynlegar séu – geti gert mikið gagn til að stemma stigu við þeim skaðlegu áhrif- um sem samdráttur í Evrópu mun hafa fyrir íslensk útflutningsfyrir- tæki. „Mestu máli skiptir að íslensk fyrirtæki bregðist sjálf við þessum breyttu aðstæðum sem eru í vændum í gegnum markaðsstarf sitt.“ Áhrifin gætu orðið víðtækari Sem fyrr segir er ljóst að útflytj- endur sjávarafurða eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart efnahagsham- förum á evrusvæðinu. Þetta á ekki síst við um útflutning til jaðarríkja myntbandalagsins – en þau eru öll í suðlægari hluta álfunnar – sem eiga það flest sameiginlegt að kaupa mikið af fiski frá Íslandi. Að sögn Sigurðar er líklegt að stór efnahags- og fjár- málaáföll leiði til verðlækkunar á sjávarafurðum samhliða almennri verðlækkun á hrávörum á alþjóða- mörkuðum. „Eftirspurn eftir íslensk- um sjávarafurðum, sem eru seldar á háu verði á alþjóðamörkuðum, gæti ennfremur dregist fyrr og meira sam- an við erfiðar efnahagsaðstæður í Evrópu.“ Þótt ástandið sé sýnu verst á meðal jaðarríkja evrusvæðisins um þessar mundir er engu að síður ljóst að önn- ur ríki álfunnar og mun stærri, til að mynda Þýskaland og Frakkland, munu verða fyrir miklum áföllum ef greiðsluþrot Grikklands og brott- hvarf úr evrusvæðinu verður að veru- leika. „Þetta hefði áhrif á alla en ekki aðeins einstök lönd í Evrópu. Áhrifin á Ísland gætu að sama skapi orðið mun meiri fyrir vikið,“ segir Sigurð- ur, en útflutningur Íslands til Þýska- lands og Frakklands nam tæplega 117 milljörðum króna á síðasta ári. Evrukreppa og útflutn- ingur Íslands » Útflutningur Íslands til Grikklands, Ítalíu, Portúgals og Spánar nam 52 milljörðum á síðasta ári. » Ef sá útflutningur myndi dragast saman um fjórðung gæti það þýtt þriðjungi minni hagvöxt á þessu ári en spár gera ráð fyrir. » Landsframleiðslan myndi aukast um 28 milljarða í stað 41 milljarðs króna. » Mikilvægt fyrir íslenska út- flytjendur að bregðast við með því að leita á aðra markaði. FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Fasteignafélagið Reginn, sem m.a. á Smáralind, verður skráð á hluta- bréfamarkað í næsta mánuði. Þetta verður í fyrsta skipti sem hreint fasteignafélag er skráð í Kauphöll- ina. Öll hlutabréfin eru til sölu en framkvæmdastjóri Regins segir að ekki sé búist við að þau seljist öll í fyrstu atrennu. Landsbankinn stofnaði Regin eft- ir bankahrunið til að halda utan um fasteignir og fasteignafélög. Stefnt er að því að ráðast í tveggja daga útboð á bréfunum dagana 18. og 19. júní, og svo í kjölfarið fer fasteigna- félagið á hlutabréfamarkað. Helgi S. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Regins, segir að fast- eignafélög henti vel til skráningar á hlutabréfamarkað enda sé rekst- urinn stöðugur og hægt sé að sjá eignirnar. Fyrir skömmu voru þróunar- verkefni, sem eru áhættusamari eignir en fasteignir í leigu, seld frá félaginu til Landsbankans til að sníða það betur að vilja fjárfesta. Landsbankinn hefur áhuga á að selja öll hlutabréf sín í félaginu. Að- spurður hvort hugmyndin sé að fleyta félaginu á markað án þess að hafa kjölfestufjárfesti segir hann já, hugmyndin sé að hafa breitt eignarhald á félaginu. Verðið sem Reginn keypti fast- eignirnar á byggist á sjóðsstreym- ismati, það var sem sé horft til leigu- tekna á árunum eftir hrun en ekki t.d. fermetraverðs. Helgi segir að þess vegna séu eignir Regins færðar í bókhaldið á tiltölulega lágu verði. Hagnaður Regins á fyrsta árs- fjórðungi nam 138 milljónum króna. Eiginfjárhlutfallið er 30%. Útleigu- hlutfallið er 94%. helgivifill@mbl.is Fyrsta fasteigna- félagið á markað  Öll bréfin í Regin til sölu                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./+ ,0+.// +,1.12 ,+.// ,+.2-1 +/.3- +42./4 +.5,05 +31.4, +5+.- +,3.0, ,0,.,5 +,1.3+ ,+.-42 ,+.1,- +-.044 +41.++ +.5,14 +31.3 +5,.,1 ,,2.,53, +,3.44 ,0,./1 +,5.,- ,+.-3- ,+.13+ +-.0-5 +41.23 +.54 +35.2- +5,./ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí lækkaði um 0,03% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,08% frá apríl. Greiningardeildir höfðu spáð því að vísitala neysluverðs mundi hækka um 0,4-0,5% í mánuðinum. Verð á bensíni og dísilolíu lækk- aði um 3,9% en flugfargjöld til út- landa hækkaði um 7,6% . Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,4% og vísitalan án húsnæðis um 5,5%. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8%. Það jafngildir 7,5% verðbólgu á ári. Verðbólga 5,4% STUTTAR FRÉTTIR ræða. Sjóðurinn einbeitti sér að tæknifyrirtækjum og fyrirtækjum sem byggðu á útflutningi á hugviti og sköpun. Enda benti hún á að í raun væru engar fræðilegar takmarkanir á hugviti sem auðlind. Passað upp á sjóðstreymið Eftir framsögu Orra Haukssonar og Helgu Valfells flutti Svíinn Mats Johansson frá Spintop Ventures er- indi. Johansson er með víðtæka reynslu frá Bandaríkjunum og Evr- ópu. Hann sagði frá ýmsum vandræð- um sem Svíar ættu í nú um stundir. Hann benti á að ef farið væri yfir 100 stærstu sænsku fyrirtækin hefðu að- eins 4 þeirra verið stofnuð á síðustu 40 árum. Til samanburðar hefði af 100 stærstu bandarísku fyrirtækjunum 31 þeirra verið stofnað á síðustu 40 árum. Hann sagði að samkvæmt sænsku hefðinni væri um þetta rætt en minna væri um að eitthvað væri gert í vandamálinu. Hann lýsti síðan fjárfestingarstefnu sjóðsins sem hann stýrir og sagði að Íslendingar gætu lært af honum. Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, hélt síðan erindi um hvernig þeim hefði tekist að fjármagna sig í mjög örum vexti fyrirtækisins, en það stækkaði að jafnaði um 30% á hverju ári en Hjörleifur vildi meina að mik- ilvægt hafi verið að samhliða stækk- uninni hafi þeir einnig aukið rekstr- arhagnað um 30% á hverju ári. Hann sagði að það hefði verið mjög mik- ilvægt að passa alltaf upp á sjóð- streymi og hagnað. Þannig hafi fyr- irtækið alltaf verið spennandi fjárfestingarkostur, enda hafi þeir aldrei átt í vandræðum með að fjár- magna sig. Hann sagði að fyrsti er- lendi fjárfestirinn hefði komið inn í fyrirtækið árið 2002. Um tíma hefði síðan verið slegist um það milli dansks og sænsks fyrirtækis að vera stærsti hluthafinn og sagði hann það hafa verið ánægjulegt að það danska varð ráðandi enda sé samhljómur um stefnuna milli þess eiganda og fram- kvæmdastjórnar fyrirtækisins. Hann sagði að Össur hefði aldrei getað náð svo góðum árangri á alþjóðavettvangi nema vegna erlendrar fjárfestingar í fyrirtækinu. Í dag er Össur með starfsemi í 15 löndum með 2000 starfsmenn og veltan var í fyrra um 50 milljarðar íslenskra króna. Morgunblaðið/Golli Ársfundur Orri Hauksson hjá NSA sagði að þrátt fyrir tap í fyrra megi slá því föstu að í ár verði hundraða milljóna króna hagnaður af rekstri NSA. Aðalfundur Haga hf. 8. júní 2012 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 8. júní 2012 og hefst hann kl. 10:00 á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi í Kópavogi. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu ári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samfiykktar. 3. Ákvörðun um greiðslur til stjórnar- og skoðunarmanna. 4. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2011/12. 5. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 6. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu. 7. Heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ársreikning og önnur gögn ásamt upplýsingum um rafræna atkvæðagreiðslu er að finna á vefsíðu félagsins, www.hagar.is Stjórn Haga hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.