Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
Við lestur SÁÁ
blaðsins á dögunum
vakna ýmsar kenndir
og hugrenningar hjá
þeim sem hefur auðn-
ast að eiga bindindið að
lífsvali.
Vel veit ég að það er
ekki eins auðvelt öllum
og það var mér og skal
ekki í neinu gjört lítið
úr því sem veldur öðru
vali eða sem verður án þess menn
ætli sér það. Það geta ekki allir orðið
bindindismenn, sagði góðvinur minn
einn og víst veit ég það en bless-
unarlega hefi ég hitt svo ótalmarga
sem átt hafa Bakkus að vini og jafn-
vel herra, en hafa svo orðið jafngóðir
bindindismenn og við sem aldrei höf-
um ánetjast eitrinu. Þar hafa SÁÁ og
eins AA samtökin gjört afar góða
hluti og mörgu mannslífinu bjargað
og leitt fjölmarga inn á heillaríkar
hamingjubrautir.
Samhljóm með áherzlum okkar
bindindismanna er víða að finna og
það gladdi mitt gamla hjarta að lesa
viðtalið við Margréti Pálu sem er í
svo mörgu eins og endurómur eigin
hugleiðinga. Það er ekki lítið sagt
þegar hún segir á einum stað: „Gleði
sálarinnar að vera allsgáð“, en tær
sannleikur er það. Hún segir einnig í
viðtalinu orðrétt: „Íslendingar eru
margir hverjir hræsnarar sem upp-
hefja drykkju, bæði samkvæm-
isdrykkju og létta drykkju, reglu-
bundna helgar- og kvölddrykkju og
göfga hana með fallegum ímyndum.
Svo skilji þeir ekkert í þeim sem
drekki sig á botninn eða fari út í
harðari efni. Þetta byrji allt með
fyrsta glasinu“. Svo mörg voru þau
sannleiksorð Margrétar Pálu.
Hversu oft hefur mér ofboðið hin
blinda áfengisdýrkun þar sem áfeng-
ið er lofsungið ekki bara sem gleði-
gjafi heldur hamingjuauki, skreytt
með hreinum dýrðarljóma sem
hvergi ber skugga á.
En SÁÁ blaðið tekur einmitt á
þessum skuggum sem ósýnilegir
virðast vera í skrumauglýsingum lof-
gjörðarinnar og þar
kom ýmislegt þarft
fram en jafnframt
óhugnanlegt s.s. eins og
þegar Þórarinn Tyrf-
ingsson yfirlæknir seg-
ir, að samkvæmt rann-
sókn þeirra þá séu nær
43% líkur á að sonur
sjúklings á Vogi fari í
meðferð. Þetta vekur
hjá mér óhug en jafn-
framt minnir það mig á
eitt grundvallaratriði í
skoðunum okkar bind-
indismanna að aldrei sé of fast að orði
kveðið um dýrmæti fordæmisins, þó
hvergi skuli því haldið fram að ein-
hlítt sé.
Á öðrum stað í blaðinu er fjallað
um vaxandi neyzlu kvenna og beinlín-
is sagt að íslenzkar konur hafi aldrei
drukkið meira og að 30% sjúklinga á
Vogi séu konur. Bindindishreyfingin
á Íslandi var fyrsta hreyfingin til að
setja jafnrétti kynjanna í öndvegi og
þar voru konur í fremstu röð í varð-
stöðu fyrir heill heimilanna og stolt
okkar sem hreyfingar um leið.
„Jafnréttissókn“ af þessu tagi, að
konur standi jafnfætis körlum í
drykkju, er hins vegar algjör rang-
hverfa þeirrar jafnréttishugsunar
sem bindindishreyfingin byggði og
byggir á, skelfir mig sannast sagna,
en reynist víst hinn beizki sannleikur.
Áður hefur verið vakin verðug at-
hygli á því hve drykkja eldra fólks
eykst hörmulega mikið, sem m.a. er
rakið til vaxandi einsemdar og ákveð-
innar félagslegrar firringar sem er
þó fjarri því að vera einhlít skýring. Í
stuttri blaðagrein er á fáu einu tæpt
en allt ber að sama brunni að þörf er
vökullar viðspyrnu svo víða á vett-
vangi. Til hennar eru
Bindindissamtökin ávallt til reiðu
með öðru góðu fólki. Um leið og
þakkað er fyrir endurreisnarstarf
sem svo mörgu skilar á bezta veg er
þó minnt á að bindindi er bezt vina í
þessum efnum. Það minnir aftur á
orð Margrétar Pálu er hún segir að
allt byrji þetta með fyrsta glasinu. Til
varnaðar verður sú ágæta en hryggi-
lega vísa aldrei of oft kveðin.
„Gleði sálarinnar
að vera allsgáð“
Eftir Helga
Seljan » Í stuttri blaðagrein
er á fáu einu tæpt en
allt ber að sama brunni
að þörf er vökullar við-
spyrnu svo víða á vett-
vangi.
Helgi Seljan
Höfundur er form.
fjölmiðlanefndar IOGT.
Í samskiptum fólks
skiptir góð heyrn
miklu máli. Sá, sem er
heyrnarskertur er
stöðugt á varðbergi
þegar hann er að tala
við aðra og samtalið
verður slitrótt þegar
hann segir: „Ha, viltu
endurtaka það sem þú
sagðir, fyrirgefðu viltu
tala hægar, fyrirgefðu
viltu tala hærra, fyr-
irgefðu þú talar svo óskýrt.“ Þannig
samtal endar oft á tíðum með því að
viðmælandinn gefst upp eða á ein-
hverjum misskilningi.
Um 7 líða ár að meðaltali frá því
að fólk verður vart við heyrn-
arskerðingu þar til það leitar sér að-
stoðar. Líklega er það vegna þess
misskilnings að eðlilegt sé að bíða
með að fá sér heyrnartæki þar til að
maður er orðinn gamall. Hvernig
stendur á þessu? Það er alkunna að
bæði sjón og heyrn versna með aldr-
inum. Fólk, á öllum aldri, er með
gleraugu og engum dettur í hug að
segjast ætla að bíða með að fá sér
gleraugu þar til hann er hættur að
vinna, er orðinn eldri og nota pen-
inginn frekar í eitthvað annað áður
en hann fær sér gleraugu. Það sama
á við um heyrnartæki, heyrnarskert
fólk á öllum aldri hefur not fyrir
heyrnartæki.
Í mörgum tilvikum virðast áhrif
heyrnarskerðingar vera ómeðvituð.
Menn vita ekki af henni og þá grun-
ar ekki að þreyta í lok vinnudags og
kulnun í starfi geti verið heyrninni
að kenna. Ljóst er að fyrirtæki gætu
haft akk af því að hvetja og styrkja
starfsmenn til að fara í heyrn-
argreiningu.
Heyrnarskerðing er lúmsk, mað-
ur getur heyrt þrátt fyrir hana en
hljóðrófið heyrist ekki allt. Skerðing
á hátíðnihljóðum talmáls s.s. „s“ rýr-
ir talskilning og veldur einnig því að
hljóðmyndin er ekki lengur skýr,
það er erfitt að greina
hvaðan hljóð berast og
einnig er erfitt að greina
hljóð í sundur. Í marg-
menni, þar sem er
skvaldur, eða annar há-
vaði, er erfiðleikum
bundið að halda uppi
samræðum því það er
erfitt að greina tal við-
mælanda frá öðrum
hljóðum. Sá, sem þannig
er settur, virkar í sum-
um tilvikum sljór eða
utan við sig, hann hváir
oft og á erfitt með að vera í marg-
menni, í umferðinni getur hann átt í
vandræðum með að heyra hvaðan
hljóð berast en það veldur óöryggi.
Um 30% fólks, á aldrinum 40 til 65
ára, eru heyrnarskert og missa af
ýmsum hljóðum sem gefa lífinu gildi.
Í vönduðum nútímaheyrn-
artækjum er öflugur, fjölhæfur raf-
eindabúnaður sem sér m.a. um að
fyrir þá, sem nota mikið farsíma eða
hlusta með heyrnartólum, eru heyrn-
artæki engin hindrun. Tækin virka
eins og heyrnartól þegar þau eru bú-
in móttökurum sem nema merki frá
símanum, ipod, tölvu, sjónvarpi eða
hljóðnema sem geta verið í allt að sjö
metra fjarlægð.
Ef heyrnin skerðist er engin
ástæða til að fresta því til efri ára að
nota heyrnartæki sem leiðrétta
skerðinguna.
Sá sem leitar hjálpar við heyrn-
arskerðingu gefur sér, fjölskyldu
sinni og starfsfélögum veglega gjöf
þegar þeim finnst ekki lengur erfitt
að tala við hann.
Ég ætla að bíða
með að heyra þar
til ég verð eldri
Eftir Ellisif Katrínu
Björnsdóttur
Ellisif Katrín
Björnsdóttir
»Heyrnarskerðing er
lúmsk, maður getur
heyrt þrátt fyrir hana
en hljóðrófið heyrist
ekki allt.
Höfundur er heyrnarfræðingur
hjá Heyrn.
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Thermowave plötuvarmaskiptar
Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði
Eimsvalar fyrir sjó og vatn
Olíukælar fyrir sjó og vatn
Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu
Fyrir orku iðnaðinn
Glycol lausnir fyrir byggingar og
sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali
Títan–laser soðnir fyrir
erfiðar aðstæður svo sem
sjó/Ammoníak
Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði
www.frost.is