Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 11
Verkefnastýrur Auður Rán Þorgeirsdóttir og Guðríður Inga Ingólfsdóttir (t.h.) bregða á leik. fjórar tegundir af síld og Sveinn ber fram sitt einstaka makrílsalat. Tengsl frændþjóðanna efld Í ár taka Færeyingar þátt í Hátíð hafsins sem er liður í nýju samstarfi Þórshafnar og Reykjavík- ur. Þeir hafa verið á ferð um landið síðustu daga og koma siglandi inn á kútternum Westward Ho klukkan 13 á laugardaginn. Verður gestum boðið að ganga um borð og skoða gripinn. Þá heldur færeyska söng- konan Guðríð Hansdóttir tónleika og stiginn verður færeyskur dans. Héðan í frá munu Færeyingar taka þátt á þriggja ára fresti og er þetta liður í að efla tengsl frændþjóðanna. Nánari upplýsingar um dag- skrána má sjá á hatidhafsins.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Marineruð síld (edik eða saltsíld), sex flök eða sem samsvarar 350-400 g 1 epli (afhýtt og skorið í bita) 4 ananashringir (skornir í bita) 1 dl majones 1 dl sýrður rjómi karríduft Aðferð Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma með svolitlu af ananassafa og kryddið eftir smekk. Sósunni er síðan hrært saman við síldina, ananasbitana og eplabitana. Með karrí og ananas EINFALT SÍLDARSALAT Landssamband ís- lenskra frímerkja- safnara heldur veglega sýningu á sjaldgæfum og óvenjulegum frí- merkjum og ýms- um sögulegum munum er tengj- ast frímerkjasöfn- un og póstsögu Íslands dagana 1. júní til 3. júní. Sýnt verður fjölbreytt úrval af íslenskum og erlendum söfnum þar sem margur áhugaverður dýrgripurinn leynist. Sýningin, Frímerki 2012, verður haldin í rúmgóðum sal KFUM og K við Holtaveg 28. Á laugardag verður haldinn safnaramarkaður þar sem frímerki og söfn ganga kaupum og sölum. Aðgangur á sýninguna er ókeypis en hún opnar á morgun, föstudag, klukkan 17:00. Endilega… …skoðið óvenjuleg frímerki Frímerki Áhugaverðir dýrgripir verða til sýnis. Kannski hljómar titillinn á þessari vefsíðu svolítið eins og nafnið á hryllingsmynd. En svo er alls ekki í raun heldur er að finna á henni ým- iss konar girnilegar uppskriftir. Efst á baugi nú eru grilluppskriftir til að mynda að hamborgurum og kjúk- lingi. Það eru hjónin Donna og Chad sem halda úti vefsíðunni en þau eru mikið áhugafólk um matargerð og Chad um ljósmyndun, en hann tekur mikið af fallegum ljósmyndum fyrir vefsíðuna. Ef þig langar að prófa nýjan kjúk- lingahamborgara í kvöld skaltu prófa bjór- og hvítlauksleginn grill- aðan kjúkling með sterkkrydduðum maísstönglum en uppskrift að hvoru tveggja er að finna á vefsíðunni. Þar er einnig að finna uppskriftir að góðum eftirréttum og ýmsu fleiru sem vert er að prófa. Vefsíðan www.theslowroasteditalian.blogspot.com Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Grill Ýmislegt girnilegt má setja á grill- ið; kjúkling, fisk, kjöt og grænmeti. Bjórleginn kjúklingur á grillið Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. HANDSKREYTT ÍANDA ÍSLENSKRAÚTSKURÐARMEISTARAFYRRIALDA EINSTAKT ÍSLENSKT ÚR VIÐ KYNNUM www.gilbert.is Eldjallaúrið Frisland Goð Viðhafnarútgáfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.