Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útlit var í gær fyrir að strandveiðar yrðu leyfðar í dag, síðasta dag maí- mánaðar, á suðursvæðinu, en sjó- menn þar voru í gær komnir nálægt aflahámarki mánaðarins. Gangi það eftir fá sjómenn frá Norðurfirði að Borgarbyggð, eða á norður-, austur- og suðursvæðum, að veiða 16 daga í mánuðinum, en sjómenn á svæðinu frá Arnarstapa að Súðavík aðeins í sex daga. Verði umframafli í einum mánuði kemur hann til skerðingar í þeim næsta. Náist ekki afli eins mánaðar bætist hann við mánuðinn á eftir. Þannig verður skerðing í júní á svæði A, frá Arnarstapa að Súðavík, þar sem maíaflinn fór um 45 tonn fram yf- ir. Á þessu svæði mátti aðeins stunda veiðar í sex daga í maí þar sem vel afl- aðist og margir voru um hituna. Strandveiðimenn á norður- og aust- ursvæðum eiga talsvert í að ná há- marki maímánaðar. Alls hafa 617 bátar fengið leyfi til standveiða og 556 hafa nýtt leyfin. Flestir hafa landað á svæði A eða 226 talsins. Veiðarnar eru leyfðar fjóra daga í viku frá maí fram í ágúst og í fyrra fékkst mestur meðalafli á svæði C, frá Húsavík að Djúpavogi, eða 15,2 tonn að meðaltali. Meðalbáturinn landaði 14,1 tonni á svæði B frá Norð- urfirði að Grenivík, 11,4 fengust að meðaltali á svæði A og 9,5 tonn á svæði D, frá Hornafirði í Borgar- byggð. Ekki breytt í sumar Fram hefur komið gagnrýni á hversu misjafn afli er á milli svæða. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarút- vegsráðherra, sagði um helgina að fyrirkomulag veiðanna myndi leita jafnvægis yfir einhver ár. Í öllu falli yrðu strandveiðar með óbreyttu sniði í sumar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að sambandið geri ekki athuga- semdir við núverandi kerfi. Með því að skipta miðunum í fjögur aflasvæði, setja hámarksafla á hverja veiðiferð, að hver veiðivika sé einungis fjórir dagar, hafa mest fjórar rúllur um borð og vera ekki yfir 14 tíma á sjó á dag séu verulegar takmarkanir komnar á veiðar. Sóknin ráðist síðan verulega af veðri og afli af fiskgengd. Þannig jafnist þetta út og hann sé ekki hlynntur því að hafa öll svæði í einum potti. Slíku geti fylgt of mikil samþjöppun og ekki megi gleyma því að menn hafi val um það hvar þeir skrá sig til strandveiða í upphafi ver- tíðar. Veður og fiskgengd „Sannarlega vonum við að fisk- gengd verði alltaf eins góð og und- anfarið, en það er bara því miður ekki þannig,“ segir Örn. „Sem dæmi get ég nefnt að er leið á síðasta sumar voru menn að fá innan við 10 fiska í Faxaflóa yfir daginn. Þegar verið er að tala um meðalafla mega menn ekki gleyma tilkostnaði sem er eðlilega verulega meiri hjá þeim sem róa flesta dagana með tilheyrandi olíu- kostnaði og þurfa alla 14 tímana til að ná skammtinum og dugir stundum ekki til, eins og fram kom. Stóra breytingin sem við viljum sjá á kerfinu er að hætt verði við 8.600 tonna aflahámarkið, slíkt þak og afla- skipting á svæði er óþarft. Breytingin yrði skilyrt við að afli í strandveiðum skerði ekki aðrar heimildir. Þá ræðst það af fyrrnefndum takmörkunum, fiskgengd og veðri hvernig gengur og þó góðu árin gefi eitthvað meir þá skaðar það ekki þorskstofninn, né hefur áhrif á uppbyggingu hans og gott orðspor þjóðarinnar varðandi stjórnun fiskveiða,“ segir Örn. Sextán dagar á móti sex  Afli og úthald mismunandi í strandveiðunum  Sjómenn á suðursvæðinu komnir nálægt hámarki mánaðarins  Skerðing í júní frá Arnarstapa að Súðavík Morgunblaðið/Alfons Finnsson Strandveiðar Nóg hefur verið að gera við höfnina í Ólafsvík og strandveiðibátar þurft að bíða eftir löndun. Oddný G. Harð- ardóttir iðnaðar- ráðherra og Charles Hendry, orkumálaráð- herra Bretlands, undirrituðu í Hellisheiðar- virkjun í gær viljayfirlýsingu um aukið sam- starf ríkjanna á sviði orkumála og er sérstök áhersla lögð á hagnýtingu end- urnýjanlegra orkugjafa. Í vilja- yfirlýsingunni eru tilgreind sér- staklega fjögur svið sem ríkin leggja áherslu á, m.a. að kanna möguleika á sæstreng milli Íslands og Bretlands. Samið við Breta í orkumálum Oddný G. Harðardóttir Samkvæmt nið- urstöðu nýrrar könnunar á veg- um Stöðvar 2 á fylgi stjórn- málaflokkanna mælist Sjálfstæð- isflokkurinn með langmest fylgi eða 43,7%. Um 40% þjóðarinnar vildu ekki taka af- stöðu til þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til næstu alþingiskosn- inga. Var greint frá þessu í kvöld- fréttum Stöðvar 2 í gær. Ríkis- stjórnarflokkarnir mældust samanlagt með um 23% fylgi. Sjálfstæðisflokkur með 43,7% fylgi Fíkniefnahund- urinn Buster sannaði enn og aftur gildi sitt í gær þegar tveir lögreglumenn á Selfossi fóru með hann í göngueft- irlit. Þegar geng- ið var framhjá húsi einu í bænum gaf Buster merki um að hann fyndi lykt af fíkniefn- um, við leit lögreglu fundust tvær kannabisplöntur í ræktun. Þegar Buster gaf lögreglumönn- unum merki bönkuðu þeir á dyr og kom umráðamaður hússins til dyra. Lögreglumenn fengu að leita í húsakynnum hans og fundu þá plönturnar, sem voru rúmlega hálfs metra háar. Húsráðandi var í kjöl- farið handtekinn og tekin af honum skýrsla. Hann játaði að rækta kannabis til eigin neyslu. Buster fann tvær kannabisplöntur Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það fellur ekki undir valdsvið Per- sónuverndar að ákveða með hvaða hætti önnur stjórnvöld ákveða að rækja hlutverk sem þeim hefur verið falið með lögum,“ segir í minnisblaði sem efnahags- og viðskiptanefnd barst nýverið frá Seðlabanka Íslands vegna athugasemda Persónuverndar við frumvarp efnahags- og viðskipta- ráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Þar segir einnig að Seðlabankinn hafni athugasemdum Persónuverndar um að ekki liggi fyrir í hvaða tilgangi upplýsinga á grund- velli ákvæðis 14. gr. laganna er aflað. Í minnisblaðinu, sem er dagsett 23. maí 2012, kemur fram hörð gagnrýni Seðlabankans á umsögn Persónu- verndar en í þeirri umsögn kom m.a. fram að Persónuvernd teldi það vera verðugt umhugsunarefni hvort svo sé komið að upplýsingasöfnun Seðla- bankans fái ekki samrýmst nútíma- sjónarmiðum um einkalífsrétt í lýð- ræðisríki og að Persónuvernd sé ekki kunnugt um að nokkur annar seðla- banki á Vesturlöndum safni jafn víð- tækum persónuupplýsingum um borgara ríkisins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um þessar fullyrðingar Persónu- verndar segir í minnisblaði Seðla- bankans jafnframt: „Af orðalaginu verður ekki annað ráðið en að Per- sónuvernd sé að leggja mat á nauðsyn Seðlabankans til þess að safna þeim upplýsingum sem bankinn hefur og er að safna og þeim upplýsingum sem bankinn kann að koma til með að safna vegna eftirlits síns. Telur Seðla- bankinn að slíkt sé í fullkominni mót- sögn við hlutverk og almenna afstöðu Persónuverndar, sem ítrekað hefur komið fram í úrskurðum stofnunar- innar sjálfrar, um að það falli ekki undir valdsvið stofnunarinnar að meta nauðsyn gagnaöflunar stjórn- valda.“ Aðfinnsluverðar fullyrðingar Varðandi fullyrðingar Persónu- verndar, að stofnuninni sé ekki kunn- ugt um að nokkur annar seðlabanki á Vesturlöndum safni jafn víðtækum persónuupplýsingum um borgara rík- isins og frumvarpið gerir ráð fyrir, segir í umræddu minnisblaði Seðla- bankans að mat bankans sé það að að- finnsluvert sé fyrir eftirlitsstjórnvald að halda fram slíkum fullyrðingum án undangenginnar skoðunar á efninu. SÍ hafnar athugasemdum  Seðlabanki Íslands gagnrýnir umsögn Persónuverndar í nýlegu minnisblaði til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Morgunblaðið/Júlíus Minnisblað Seðlabankinn gagn- rýnir umsögn Persónuverndar.                               ! " # $% & & '(' )*++  '(' )**+! ,   -. /     0     Stöðvarfirði | Mikið er um að vera við höfnina á Stöðvarfirði en þar var landað um 70 tonnum af bol- fiski í gær. Gert er ráð fyrir svip- uðum afla í dag. Þarna eru á ferð- inni línuveiðibátar að landa úr byggðakvóta, 15-20 tonnum af blönduðum afla, þó aðallega þorski. Einnig hafa strand- veiðibátar verið að koma að landi. Bátar sem veiða byggðakvóta þurfa að vera skráðir á Stöðvar- firði, en þeir koma víða að. Mjög margir bátar eru gerðir út frá staðnum og hefur myndast lönd- unarbið þrátt fyrir tvo krana. 70 tonnum landað á dag MIKIÐ LÍF VIÐ HÖFNINA Á STÖÐVARFIRÐI Morgunblaðið/Albert Kemp Stöðvarfjörður Mikið er um að vera við höfnina þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.