Morgunblaðið - 31.05.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.05.2012, Qupperneq 32
Hjartkær fænka okkar hefur lokað augunum sínum í hinsta sinn. Við viljum kveðja hana með litlu ljóði. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Þökkum ómetanlega sam- fylgd okkar ástkæru Ödu frænku. Biðjum hennar fjölskyldu allrar blessunar. Ólöf (Olla) Helgi, Andrea Bóel og fjölskylda. En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar. (Hebr. 13) Ásdís móðursystir lifði sam- kvæmt þessum orðum. Þegar litið er til baka þá eru minning- arnar óteljandi og allar á eina lund. Hún bar umhyggju fyrir öllum sem voru henni skyldir Ásdís Sigfúsdóttir ✝ Ásdís Sigfús-dóttir fæddist í Vogum við Mývatn 27. nóvember 1919. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 20. maí 2012. Ásdís var jarð- sungin frá Lang- holtskirkju 30. maí 2012. og tengdir vináttu- böndum og í stóru og smáu lagði hún þeim liðsinni sitt. Við systkinin eigum öll þá barnsminningu þegar Ásdís og Sólveig komu í Voga í sumarbyrj- un. Þá kom sum- arið því Ásdís gróðursetti blóm og runna, jarðarberjaplöntur og nýstárlegt kálmeti og fegr- aði meðfram Vogahúsinu og þó sérstaklega í Húsnestá. Vel- gjörðir Ásdísar við systkini sín og börn þeirra verða aldrei nægilega þakkaðar. Barnahóp- urinn í Stuðlum átti í henni aðra mömmu; þegar mikið lá við hafði Ásdís alltaf tíma til að aðstoða. Hún kom jafnvel frá Reykjavík um miðjan vetur og annaðist heimilið meðan mamma jafnaði sig eftir fæð- ingu Birgittu og pabbi hefur sagt að engum eigi hann meiri þökk að gjalda en Ásdísi. Við Sólveig Anna bjuggum hjá henni tvo vetur hvor meðan á skólagöngu okkar stóð og fleiri systkinabörn nutu sama atlæt- is. Hún var líka önnur móðir fyrir Gumma systurson sinn sem vegna fötlunar sinnar dvaldi fjarri fjölskyldunni og þegar skólafólkið fór að búa sjálfstætt fundust matarpokar hengdir á hurðarhúninn þegar Ásdís lét okkur njóta afgang- anna frá hádegismatseld vinnu sinnar. Ekkert jafnaðist þó á við pönnukökurnar hennar og kaffiboð hjá Ásdísi var veisla bæði fyrir munn og augu. Ás- dís var mjög réttsýn og tók svari barnanna þegar hinir fullorðu átöldu þau; hún og Gunnar bróðir áttu einstakt vináttusamband frá barnæsku hans og gælunafnið Ada frænka fékk eiginnafn hjá dótt- ur hans. Ásdís fékk alnöfnu í dóttur Halla og Lillýjar sem þökkuðu henni umhyggjuna á fyrstu búskaparárunum. Hún bar velferð barnanna okkar jafnt fyrir brjósti og sinna eig- in ömmubarna; gladdist yfir verkefnum þeirra og spurði um hagi þeirra til hinstu stundar. Söngur og fögur tónlist var lífsfylling Ásdísar. Hún söng lengst í Kór Langholtskirkju og þangað fylgdi söngelskt skólafólk úr fjölskyldunni. Jón Stefánsson var einn þeirra sem hún fóstraði á skólaárum og var hún stolt af honum sem sínum eigin syni. Hún naut ómældra gleðistunda með kórnum og Langholtskirkja var hennar trúarheimili. Ásdís lifði langa og viðburðaríka ævi. Hún sá fyrir sér og dóttur sinni á tímum sem slíkt var talið nær ómögulegt og átti einnig húsa- skjól og veislukost fyrir vini sína. Þó að hún ynni hörðum höndum átti hún tíma fyrir sönginn og alltaf nægan tíma fyrir okkur öll hin. Hún hefði getað orðið listmálari og ljóð- skáld en tíðarandinn bauð ekki upp á slíkt. Staðfesta hennar í allri hógværð leyfði þó bæði ljóðasmíð og leik með pensla á efri árum. Garðurinn hennar og rósirnar báru vitni um ást hennar á fegurð náttúrunnar og nú mun fegurðin ríkja ein á himnum. Við biðjum Guð að blessa minningu einstakrar konu og styrkja elsku Sólveigu, Pétur og alla fjölskylduna í söknuði þeirra. Margrét Bóasdóttir og Stuðlafjölskyldan. Elskulega nafna og frænka. Eftir langa starfsævi og ekki alltaf auðvelda ertu komin til Draumalandsins, laus við van- líðan alla. Ég held líka að þau þarna hinum megin hafi verið farin að bíða svolítið eftir þér, það mátti alveg bæta í sópraninn í kórnum hans afa, sem ég er fullviss um að hann stjórni þar. Ég á margar og ljúfar minn- ingar um þig frá fyrstu tíð og e.t.v. vegna þess að ég fékk nafnið þitt var alltaf sérstök væntumþykja okkar á milli. Og enn styrktust böndin eftir frá- fall móður minnar, því hjá þér fann ég margt það er ég sakn- aði og eins var um dætur mín- ar, Ingu og Elvu, en þær fundu hluta af ömmu sinni í þér. Þú ólst upp við mikla elsku for- eldra í stórum hópi systkina og frændfólks. Þar var tónlistin í hávegum höfð og þú með þína fögru söngrödd naust þess ríkulega. Þú lærðir á orgel og spilaðir jafnvel fyrir dansi ásamt öðrum á böllunum sem haldin voru á háaloftinu í Vog- um og þú sagðir okkur svo skemmtilega frá. Seinna meir eignaðist þú harmonium-orgel sem var þér dýrmætt. Þú söngst í kirkjukór Reykjahlíðar um árabil og varst einn af máttarstólpunum. Svo lá leiðin á Reykjavíkur- svæðið, þar sem þú starfaðir síðan mestan part þinnar starfsævi og naust þess að syngja í Liljukórnum og síðan Langholtskórnum um margra ára skeið. Eignaðist Sólveigu Ólöfu og ólst hana ein upp á erfiðum tímum, komst henni vel til manns og hafðir hennar þarfir og óskir að sjálfsögðu ætíð í fyrirrúmi. Sólveig stundaði tónlistarnám, sem ekki var eins sjálfsagður hlutur og er nú til dags. Í minningunni komuð þið mæðgur með sumarið að sunn- an hvert vor. Hjálpfús og um- hyggjusöm vinum og ættingj- um og systkinabörnin þín mörg eiga þér mikið að þakka. Bæn- heit varstu og oft til þín leitað er erfiðleikar og veikindi steðj- uðu að. Þú varst einstaklega áhuga- söm um að snyrta og planta fögrum blómum við æskuheim- ilið í Vogum og að öðrum ólöst- uðum áttir þú stærstan þátt í að gerður var minningarreitur í Húsnestá um afa og ömmu. Þar eyddir þú ófáum stundum hvert sumar og varst sjálfskip- aður verkstjóri er ættingjarnir komu þar saman til fegrunar. Síðar er þú eignaðist þinn eigin garð var það þitt líf og yndi að rækta hann. Þar hlúðir þú að hverri jurt af alúð og upp- skarst eftir því algjöran draumareit. Á seinni árum settir þú sam- an fögur ljóð og vísur og mál- aðir fallegar myndir er prýddu notalega heimilið þitt í Hörða- landi. Þar var ætíð ljúft að koma og ekki vantaði gestrisn- ina. Dúkað borð með pönnu- kökum og hollustubrauði svo eitthvað sé nefnt, allt framreitt á smekklegan hátt. Þú naust þess að geta dvalið í þinni íbúð þar til fyrir stuttu og heimsótt- um við þig þar síðast nú í apríl, sem er eftirminnilegt. Elsku Sólveig mín og fjöl- skylda. Söknuðurinn er mikill, ég þekki það en það lagast. Guð veri með ykkur. Ásdís Illugadóttir. Elska Ásdís frænka. Í dag kveðjum við þig og upp í hug- ann koma margar minningar sem bæði tengjast Mývatns- sveit og heimili þínu í Hörða- landi. Þangað var gott að koma, þú tókst alltaf svo hlý- lega á móti manni. Ilmur af ný- löguðu kaffi og oftar en ekki heimabökuðu bakkelsi. Sest niður við eldhúsborðið og spjallað, bæði um daginn og veginn en oftar en ekki var einnig ýmislegt rifjað upp frá fyrri tíð. Þú minntir okkur allt- af mikið á ömmu Báru og við erum þakklátar fyrir að hafa í seinni tíð verið í meira sam- bandi við þig. Þú varst stolt af garðinum þínum og máttir líka vera það. Þú hafðir unun af að rækta hann og þessi annars litli garð- ur bar þess merki að eigandi hans nostraði við hann. Það var alltaf gaman að ganga með þér út og skoða rósirnar, blágresið eða annað sem fyrir augu bar. Við erum ánægðar með að hafa heimsótt þig þegar við fórum suður nú í apríl en það var okkar síðasta heimsókn í Hörðaland. Við þökkum fyrir samfylgd- ina í gegnum árin elsku frænka. Hvíldu í friði. Inga og Elva. Bleik rós og nýbakað rúg- brauð í poka hangandi á hurð- arhúninum. Þetta var merki þess að Ásdís hefði komið við. Fyrir 18 árum þegar við bjuggum í sama hverfi og ég var heimavinnandi með tvo litla stráka, löbbuðum við mik- ið hvor til annarrar. Henni þótti nú ekki tiltökumál að labba þetta þó að komin væri á áttræðisaldur og ævinlega hafði hún meðferðis nýbakað brauð eða rósir úr litla garð- inum sínum. Garðinum sem henni þótti svo vænt um og hugsaði um af alúð enda ein- staklega fallegur. Margar góð- ar stundir höfum við átt saman síðan þá, flestar á meðan ég lagaði hárið á henni. Þá var sögustund eins og við kölluð- um það. Hún var svo ótrúlega minnug og hafði svo gaman af því að segja sögur frá því í gamla daga. Hún sagði svo skemmtilega frá og lýsti öllu svo fallega að auðvelt var að gleyma sér við að hlusta á hana. Hún sýndi líka þakklæti sitt einlæglega og hér áður fyrr átti hún það til að koma með smurt nýbakað brauð handa mér í vinnuna er hún kom í hárgreiðslu. Hún vissi að það kæmi sér vel fyrir mig á annasömum degi. Ásdís var einstaklega natin við að fylgj- ast með allri stórfjölskyldunni og þótti sérstaklega gaman að tala um öll börnin í ættinni, ömmubörnin og langömmu- börnin sín og allra sinna systk- ina. Ég kallaði hana stundum upplýsingafulltrúann minn því frá henni fékk ég allar fréttir af hennar fólki og ávallt spurði hún eftir mínum strákum og vildi vita allt um hvað þeir væru að gera og hvernig þeim gengi. Það þótti mér alltaf jafn vænt um. Henni var sannar- lega umhugað um alla í kring- um sig. Ásdís var pen kona og alltaf svo fín. Hún vildi alltaf vera vel til höfð frá toppi til tá- ar og var það. Orð eins og glæsileiki og ljúfmennska koma fram í hugann þegar ég minnist hennar. Sögustundirn- ar verða víst ekki fleiri, það er komið að kveðjustund. Blessuð sé minning Ásdísar. Eyja Elísabet (Daddý). Elsku Laddý amma, við áttum margar góðar stundir saman í gegnum árin. Þegar við fjölskyldan bjuggum í kjallaranum í Kotinu og við Njörður vorum svo heppin að geta farið upp til ykkar á efri hæðina og fengum alltaf góðar móttökur, sérstaklega þegar maturinn á neðri hæðinni var ekki í uppáhaldi á þeim tíma. Við Njörður vorum oft í pössun þegar mamma og pabbi voru að byggja húsið og mín fyrsta minning var þegar ég sat við gluggann og grenjaði á eftir mömmu og pabba þegar þau löbbuðu yfir grasið á leiðinni yfir á Grundarveginn en þá komst þú, tókst mig í fangið og róaðir mig niður eins og þú gerðir svo oft áður. Þú fylgdir mér í gegnum bernskuárin og eftir skólann trítlaði ég oft yfir til þín og alltaf varstu tilbúin að aðstoða mig við heimalær- dóminn eða að kenna mér ým- islegt eins og að sauma. Arndís Lára Tómasdóttir ✝ Arndís fæddistí Reykjavík 10. febrúar 1932. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 20. maí 2012. Útför Arndísar fór fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 29. maí 2012. Það er mér of- arlega í huga hversu ákveðin þú varst og hversu mikinn drifkraft þú hafðir, þú varst harðákveðin í því að mæta í brúð- kaup okkar Örvars þrátt fyrir veikind- in og ég gleymi aldrei hversu ánægð ég var að sjá þig við enda gangsins. Þú varst búin að tala um að koma í kirkjuna og þrjóskan dreif þig áfram í þetta skiptið, fyrir það er ég þér þakklát, að hafa gefið mér þessa dýrmætu minningu. Ein helsta minning okkar systkina um þig er hversu hjartahlý og góð þú varst við okkur öll. Það var alltaf jafn yndislegt að geta hlaupið yfir í Kotið þar sem þú beiðst með eitthvert gotterí úr búrskápn- um handa okkur. Svo var sest niður við eldhúsborðið með rás eitt í útvarpinu á meðan þú réðst hverja krossgáturna á fætur annarri og við furðuðum við okkur á því hvernig í ósköpunum þú gast fundið öll þessi orð svona fljótt á sama tíma og þú spjallaðir við okkur. Tilhlökkunin um jólin í Kotinu var alltaf mikil og við munum sérstaklega eftir öllu pakka- flóðinu undir stóra trénu og jólaandanum sem ríkti í Kotinu. Ég man hversu mikið við söknuðum þess að vera ekki hjá ykkur afa á aðfanga- dag eins og hefðin var ætíð í þá daga. Alltaf var jafn gott að leita til þín og fá ráð við hinu og þessu og það sem einkenndi þig, elsku amma mín, var þol- inmæðin og tíminn sem þú gafst þér til að hlusta og ræða málin. Þú tókst alltaf jafnvel á móti okkur öllum og hafðir svo mikinn áhuga á öllu því sem var að gerast í okkar lífi. Svo þegar barnabörnin bættust í hópinn var svo gaman að koma með þau í heimsókn til þín og sjá hvernig þú ljómaðir í návist þeirra. Þú varst svo barngóð og hlý, þau fundu það svo sannarlega. Það skipti ekki máli hvort um þína eigin af- komendur var að ræða eða þau börn sem þú hugsaðir um í gegnum tíðina, alltaf varstu jafn yndisleg og góð við þau öll. Það er erfitt að lýsa því hversu þakklát við erum öll fyrir að hafa kynnst þér og þín verður sárt saknað. Það er svo erfitt að kveðja þig, elsku amma, en við vitum að þú vakir yfir okkur öllum. Hvíldu í friði. Þín barnabörn, Eva, Njörður, Arnar og Helga Björk. Laddý, eins og hún var gjarnan kölluð, var alveg ein- stök kona. Hún bar hag lít- ilmagnans ætíð fyrir brjósti og hún gaf sér alltaf tíma fyrir þá sem voru hjálparþurfi. Hjá Laddý var aldrei neitt mál. Þeir voru ófáir sem fengu kær- leiksloga frá hjarta hennar. Æðruleysi var aðalsmerki Laddýjar. Hún var til staðar og eyddi hvorki tíma né orku í það sem hún með sinni skyn- semi skynjaði að ekki væri á hennar valdi að leysa. Þetta var mikil upplifun fyrir mig og mikill skóli. Ég kynntist þess- ari merku konu fyrir 30 árum síðan þegar ég sjálf var hjálp- arþurfi. Það sem hún gerði fyr- ir mig var mér ómetanlegt og ég mun aldrei gleyma. Upp frá þeirri stundu urðum við góðar vinkonur. Við hittumst ekki oft hin síðari ár þar sem m.a. höf og lönd skildu okkur að en ég fann oft hlýju og nærveru hennar frá kærleiksloga henn- ar sem ég hef alla tíð varðveitt. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég þakka Laddý allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Ég kveð kæra vinkonu með söknuði.Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og megi almáttugur Guð styrkja þau í sorginni. Ingibjörg Stefánsdóttir. Laddý er dáin. Þó að ljóst hafi verið í hvað stefndi kom andlátsfregnin eins og þungt högg. Við kveðjum nú elsku- lega manneskju sem svo sann- arlega setti svip á samtíð sína. Laddý var mikilhæf kona sem skar sig úr fjöldanum og var óhrædd við að berjast fyrir málstað þeirra sem standa höllum fæti. Eftir spjall við Laddý sá maður lífið frá öðru sjónar- horni og veröldin varð ný og betri. Hún hafði heimspekilega sýn, var fordómalaus og raun- góð manneskja, tók á móti manni með opinn faðminn og eins og henni væri „virk hlustun“ í blóð borin. Hlátur hennar og bros gátu dimmu í dagsljós breytt. Hennar er sárt saknað. Hún þurfti ekki í skóla til að læra jákvæða sálfræði eða hug- ræna atferlismeðferð. Hún var vinur í raun og hafði lag á að miðla af reynslu sinni á kær- leiksríkan hátt. Hún var mér sem önnur móðir og mikill fjöl- skylduvinur okkar. Fyrir það vil ég þakka. Hún var mynd- arleg húsmóðir og fagurkeri. Allt lék í höndunum á henni og hún bjó sér og fjölskyldunni fallegt heimili búið öllum þeim tækjum og tólum sem hægt var að hugsa sér til að auðvelda störfin. Sérvalin falleg húsgögn og gluggatjöld sem hún saum- aði sjálf af mikilli smekkvísi í hvert herbergi. Laddý eignaðist 8 börn og var fyrst og fremst fjölskyldu- manneskja, úrræðagóð og framkvæmdasöm skipstjórafrú sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. „Það er enginn eins góður og almenningsálitið segir og enginn eins vondur og það sem sagt er,“ sagði Laddý stundum. „Það sparkar enginn í hundshræ,“ var svo viðkvæðið hjá henni ef hún varð fyrir óvæginni gagnrýni. Varðandi börn sagði hún að afskiptaleysi gæti verið verra en hatur. Hún hafði trú á fólki og í viðtali sem hún veitti þekktu tímariti var yfirskriftin: „Mér er ekkert mannlegt óviðkomandi.“ Laddý lét til sín taka í póli- tíkinni og starfaði að sveitar- stjórnarmálum, barnaverndar- málum og með ýmsum líknarfélögum. Stundum fannst manni málin leysast auðveldar í eldhúskróknum hjá Laddý en í málaflækjum kerfisins. Hún fór í framboð fyrir Borgara- flokkinn á sínum tíma og um árabil vann hún ötult sjálf- boðastarf innan AA-samtak- anna. Heimili hennar og Gæja stóð opið fyrir þeim sem þurftu skjól um skemmri eða lengri tíma og oft á jólum. Laddý rétti fólki hjálparhönd og veitti því stuðning út í sam- félagið aftur. Hún vildi standa vörð um fjölskyldugildin og stofnaði grasrótarsamtök heimavinnandi fólks og félag um heilbrigðismál á Suður- nesjum þar sem hún var í for- ystu í hagsmunabaráttu sem oft á tíðum olli miklu fjaðra- foki. Hún var einstök mann- eskja sem sýndi hugrekki á ög- urstundum svo óháð almenningsálitinu, hugsjóna- rmanneskja sem stóð og féll með málstað sínum. Það var hennar hugsjón að fólk fengi að fæðast, lifa og deyja með reisn innan um sína nánustu í sinni heimabyggð. Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum samúð og þökk- um Gæja, elskulegum eigin- manni hennar, þá ástúð og um- hyggju sem hann sýndi Laddý í veikindum hennar. Hún dó með reisn í faðmi fjölskyld- unnar. Helga Margrét Guðmundsdóttir. 32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.