Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Samtals 162.685 manns sóttu skíða- svæði landsins í vetur. Mest var mætingin í Hlíðarfjall, en þangað mættu 59.025 gestir, og í Bláfjöll, en þangað komu 57.942 manns. Að sögn Magnúsar Árnasonar, formanns Samtaka skíðasvæða á Ís- landi, var veturinn í ár svipaður og síðasti vetur. „Árið í fyrra var svipað og núna. Það kom reyndar ekki snjór fyrr en í byrjun febrúar en eft- ir að snjórinn kom þá var þetta eig- inlega alveg eins vetur. Það var ríkjandi suðvestanátt í fyrra líka, þannig að það var mjög mikið um að lokað væri,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að samtals hafi verið opið í 78 daga í Bláfjöllum skilaði al- menningur sér ekki jafn vel á skíða- svæðið og oft áður. Magnús segir suðvestanáttina hafa fælt marga frá því að mæta á skíðasvæðið. „Ef þú horfir upp til fjallanna og það er brjáluð snjókoma og rok; það er eitt- hvað sem heillar ekki,“ segir Magn- ús og bætir við: „Fyrir norðan er það þannig að hún skilar ekki snjó en ef snjórinn er kominn þá er suðvestan- áttin slæm upp á lyfturnar að gera því að það er t.d. hvassast í Hlíðar- fjalli í suðvestanáttinni, hvassara en í norðanátt.“ Snýst um að fá tekjur í kassann „Allt byggist þetta á því að fá tekjur í kassann og það er skárra fyrir okkur að hafa opið í færri daga og fleiri gesti en að hafa opið í fleiri daga og færri gesti,“ segir Magnús. Hann segir þó að síðustu dagar tímabilsins í lok apríl, eftir páska, hafi verið einstakir. „Þá var heið- skírt, það var fínasta færi, það var alltaf frost á nóttunni og ég held að rosalega stór hópur hafi endað tíma- bilið með skíðabros í hjarta,“ segir Magnús. skulih@mbl.is Rúmlega 160 þúsund manns sóttu skíðasvæðin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Mest sótta skíðasvæðið.  Veturinn í ár svipaður og í fyrra Líf og fjör verður í Eldey þróun- arsetri kl. hálfátta í kvöld en þá fer fram kynning á fjölbreyttri hönnun. Viðburðurinn hefur hlotið yfirskriftina Heklugos á Suður- nesjum og er markmið hans að kynna og efla hönnun á Suður- nesjum en einnig verða veittir styrkir til menningarverkefna. Sett verður upp tískusýning en meðal þeirra sem sýna eru Mýr design, Spiral, Lúka Art og Líber en að auki munu nýir hönnuðir koma fram í fyrsta sinn. Boðið verður m.a. upp á léttar veitingar en sérstakur heiðursgestur er Dorrit Moussaieff forsetafrú. Heklugos haldið á Suðurnesjum í kvöld Í umsögn í Morgunblaðinu í fyrra- dag um tónleika Bryans Ferrys í Hörpu á sunnudagskvöld láðist að geta þess að þeir mörkuðu upphaf Nelson Mandela-daga á Íslandi. ÁRÉTTING Nelson Mandela- dagar Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali til vinnu og frístunda Fatnaður og skór 25180 Litir: Svartur/hvítur Kr. 7.990 25170 Litir: Ljósblátt/dökkblátt Kr. 6.990 25130 Litir: Svart/hvítt Kr. 7.690 25220 Litir: Rautt/sand/blátt Kr. 7.990 25090 Litir: Svart/hvítt/blátt Kr. 10.900 00314 Litir: Svart/hvítt/ rautt/blátt Kr. 11.900 Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2878, praxis.is Opið mán.-fös. kl. 11.00-17.00, lokað á laugard. 25200 Litir: Svart/hvítt Kr. 8.600 Erum á sama stað og Friendtex Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Steypugljái á stéttina í sumar SUPERSEAL TOP COAT Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 M b l1 35 21 46 föstudag og langan laugardag Sumar- sprengja 25% afsláttur af buxum, pólóbolum og skyrtum Laugavegi 63 • S: 551 4422 TAIFUN 20% AFSLÁTTUR Fimmtudag - laugardag (Meran – Navarra – Milano) (sjá Laxdal.is)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.