Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Nemendur unglingadeildar Sala- skóla stóðu á dögunum fyrir kaffi- og kökusölu til styrktar börnum í SOS Barnaþorpum í þremur löndum í jafn mörgum heimsálfum. Salan var lokahnykkurinn á þemaverkefni sem unglingarnir unnu um þróunarsamvinnu. Auk veitinganna seldu nemendurnir pappírsfugla (trönur) sem þeir brutu saman á ákveðinn hátt og af mikilli lagni. Þá söfnuðu þau dósum og flöskum fyrir málstaðinn. Söfnunin gekk mjög vel en alls söfnuðust um 140.000 krónur. Upp- hæðin mun renna óskipt til barna í SOS Barnaþorpunum í Cap-Haitien á Haítí, Abomey-Calavi í Benín og Phuket á Tælandi. Börnin í þorp- unum eiga það sameiginlegt að eiga ekki foreldra sem geta annast þau. Í barnaþorpunum hafa þau hins vegar fengið SOS-móður, systkini og heim- ili til frambúðar. Orri og Lovísa, fulltrúar nemenda, afhentu Ragnari Schram framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpanna styrkinn Söfnuðu fyrir börn í SOS barnaþorpum Í tilefni af komu skipsins Pourquoi- pas? til Íslands heldur fram- kvæmdastjóri Stofnunar Paul- Emile Victor, Pierre-Yves Frenot, fyrirlestur fimmtudaginn 31. maí kl. 12 í fyrirlestrarsal 132, Öskju, HÍ. Fyrirlesturinn í ár er sá fimmti í röð árlegra fyrirlestra um Charcot skipherra og vísindalega og sögu- lega arfleifð hans. Frenot flytur fyrirlestur sinn á ensku, en hann ber heitið: Starfsemi Stofnunar Paul-Emile Victor á eyjum við Suð- urskautslandið: athuganir á lofts- lagsbreytingum og áhrifum þeirra á fjölbreytni lífríkisins. Fyrirlestur um Charcot skipherra Ársfundur Byggðastofnunar verð- ur haldinn föstudaginn 1. júní nk. í Miðgarði, Skagafirði. Fundurinn hefst kl. 13 og er öllum opinn. Auk hefðbundinna ársfundar- starfa verður haldið málþing um stöðu sveitasamfélaga og hefst það kl. 14. Erindi flytja: Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra, Anna Karlsdóttir, lektor við Há- skóla Íslands, Sigurður Árnason sérfræðingur, Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtak- anna, og Hafdís Sturlaugsdóttir, bóndi í Húsavík á Ströndum. Síðan verða umræður og fyrirspurnir. Þóroddur Bjarnason stýrir fundi. Málþing um stöðu sveitasamfélaga STUTT FRÉTTASKÝRING Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Íslensk ferðaþjónusta þjáist af tölu- verðum vaxtarverkjum samkvæmt niðurstöðum kannana sem Anna Dóra Sæþórsdótir, dósent í ferða- málafræði, gerði. Morgunblaðið fjallaði í blaði gærdagsins um óánægju erlendra ferðamanna sem þykja margar af helstu náttúruperl- ur landsins of þétt skipaðar gestum. Um þriðjungi ferðamanna finnst of mikið um ferðafólk í Landmanna- laugum og heil 40% telja svo vera í tilfelli Hrafntinnuskers á Laugavegi. Hvergi eru þó uppi áætlanir um að stjórna umferðinni með markvissum hætti né sporna gegn fjölgum. Ferðaþjónustufólk er á einu máli um að fjölgunar verði víða vart og mikilvægt sé að þær væntingar sem byggðar eru upp meðal ferðamanna séu í takt við raunveruleikann. Þann- ig séu til að mynda gönguleiðir á miðhálendinu ekki lengur þeir af- skekktu, fáförnu staðir sem þær voru eitt sinn. Þetta er þó ekki algilt því sums staðar undrast menn skort á ferðamönnum eins og til dæmis í Kerlingarfjöllum og um Kjalveg. Kallar á frekara skipulag Auknum straumi ferðamanna fylgir óhjákvæmilega rof á göngu- stígum, aukin notkun á allri aðstöðu, svo sem rennandi vatni og rafmagni auk þess sem einhverjir skilja eftir sig rusl. Tekjum af fjölgun ferða- manna um svæðin verður varið til þess að bæta aðstöðu og koma til móts við gesti í meira mæli en áður hefur tíðkast. Til að mynda hefur ekki verið gert deiliskipulag fyrir Landmannalaugar, en ætlunin er að hrinda því í framkvæmd á næstu árum. Auk þess kallar aukinn fjöldi gesta á skipulagsvinnu sem fylgir atvinnugrein í svo örum vexti. Í því samhengi má nefna að Rang- árþing ytra fékk styrk fyrr á þessu ári úr framkvæmdasjóði ferða- mannastaða að upphæð fimm millj- ónir króna til að vinna samræmt ramma- eða svæðisskipulag fyrir Stór-Fjallabakssvæðið með tilliti til ferðamennsku, öryggismála, álags á náttúru og samgangna. Fulltrúar Ferðamálastofu telja að rannsóknir á borð við þá sem Anna Dóra stend- ur á bak við séu nauðsynlegur þáttur í mótun og uppbyggingu ferðaþjón- ustu á Íslandi. Móta þurfi skýra sýn út frá niðurstöðum rannsókna af þessu tagi, svara þörfum þeirra ólíku hópa sem sækja landið heim, hvort sem þeir sækist eftir að heimsækja fáfarna staði eða vera innan um aðra ferðamenn á vinsælum áningarstöð- um um land allt. Einsemd í afskekktri náttúru vandfundin Morgunblaðið/RAX Væntingar Mikilvægt er að samræmi sé milli markaðssetningar og þess raunveruleika sem mætir ferðamönnum.  Íslenskar náttúruperlur sífellt fjölsóttari  Óánægja ferðamanna eykst „Þörf er á að skoða Land- mannalaugar og verið er að hefja vinnu við skipu- lagsmál á því svæði,“ segir Ólöf Ýrr Atla- dóttir ferða- málastjóri. Hún segir að miðað við þá ímynd sem Landmannalaug- ar hafa sé ekki skrýtið að ferða- mönnum þyki þar of mikið um fólk. „Landmannalaugar eru að mörgu leyti birtingarmynd þeirrar þróunar sem varð því miður á sumum stöðum. Í byrjun var ekki hugsað nægilega heildstætt um mótun. En svo lengi lærir sem lifir og ferðaþjónusta og móttaka ferðamanna er í stöðugri þróun.“ Að sögn Ólafar byggist ímynd landa og svæða meðal annars á samspili milli ólíkra þarfa ferða- manna. „Kannski höfum við í gegnum tíðina farið örlítið fram úr okkur hvað þetta varðar. Þess vegna eru niðurstöður Önnu Dóru áhugaverðar því nú gefst tækifæri til endurskoðunar í ljósi nýrra upplýsinga.“ „Samspil milli ólíkra þarfa ferðamanna“ Ólöf Ýrr Atladóttir „Það getur enginn búist við því að fara í Landmannalaugar og eiga von á að þær séu eins og þær voru fyrir 30 árum. Þær og Laugaveg- urinn eru einfaldlega ekki lengur fáfarnir staðir. Fjölfarnir vegir af þessu tagi eru til úti um allan heim,“ segir Ólafur Örn Haralds- son, forseti Ferðafélags Íslands. „Þeir sem ganga slíka vegi verða að gera sér grein fyrir að þar er ekki að finna það fámenni sem margir þeirra leita að. Þeir eru þó ekki verri fyrir vikið.“ Ólafur telur óánægju með þessa breytingu óþarfa. „Margir hafa ánægju af að ganga fjölfarnar leiðir og þiggja góða þjónustu. Ef eitthvað er kalla okkar viðskiptavinir eftir meiri þjónustu. Við erum óskaplega leið og þreytt á ósanngjarnri umræðu og óhróðri um Landmannalaugar, að þar sé allt í skít og skömm, það er einfald- lega ekki tilfellið.“ Þreytt á óhróðri um Landmannalaugar „Erlendis hafa menn brugðist við mannmergð á gönguslóðum með því að setja upp einstefnugöngu. Þannig verður göngu- fólk minna vart við umferðina því allir ganga í sömu átt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, for- seti Ferðafélags Ís- lands. Hann segir að þetta sé raun- hæfur kostur hér á landi. „Mér finnst koma mjög sterklega til greina að taka þetta fyrirkomulag upp hér á landi, að minnsta kosti á Lauga- veginum,“ segir Ólafur. „Um Laugaveginn fara 9-12 þúsund manns á ári hverju og það eru ekki margir miðað við það sem gerist á þekktustu gönguleiðunum erlend- is. Við erum á ágætri leið og þurf- um bara að auka og bæta þjón- ustuna, en ætlunin er að nýta tekjurnar sem skapast af aukinni aðsókn í það.“ Einstefna á Laugaveginum BREGÐAST VIÐ FJÖLDANUM Á FRUMLEGAN HÁTT Ólafur Örn Haraldsson Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Veggfóður frá Prestigious Úrval - gæði - þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.