Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Velferð barna er eitt af því sem sam- einar okkur í sam- félagi sem stundum virðist einkennast af átökum og óeiningu. Ekki bara velferð okkar eigin barna heldur allra barna í samfélaginu og ef út í það er farið allra barna í veröldinni. Eftir hrun hefur verið skorið niður á flestum sviðum og við höfum minna milli handanna en áður. Nú er mik- ilvægara en oft áður að huga að því að börnin verði fyrir sem minnstum skaða. Í áhættuhópi eru börn efnaminni foreldra, börn lágtekjufólks sem eru oft einstæðir foreldrar, öryrkjar, innflytjendur og atvinnulausir, svo nokkrir hópar séu nefndir. Það er alvarlegt þegar börn verða fórnarlömb efnahagsástandsins og þurfa að sitja hjá í íþróttum, tónlist eða öðrum áhugamálum sem tekið er gjald fyrir. Eitt það fyrsta sem fá- tæktin tekur er sumarfríið. Börn fara á mis við að eyða vikum með foreldrum og systkinum án kvaða hversdagsins. Með þetta í huga hefur Þjóð- málanefnd þjóðkirkjunnar tekið saman nokkrar ráðleggingar og sent starfsfólki og sjálfboðaliðum í kirk- unni, leiðtogum í íþróttahreyfingu og samfélagi, s.s. sveitarstjórn- arfólki og alþingisfólki. Við biðjum þau sem við taka og öll þau sem starfa með börnum og fyrir börn að hafa hag barna alltaf í huga í starfi safnaða, skóla, íþrótta- og tóm- stundafélaga. Við hvetjum sveit- arstjórnarmenn og alþingismenn að hafa hag barna ávallt í huga við setn- ingu og framkvæmd löggjafar. Við bendum á leiðir og við hvetjum. Kirkjan á alls staðar erindi en fyrst og síðast vill hún vera rödd þeirra valdalausu í veröldinni. Börn- in eru í þeim hópi. Það er gríðarlega mikilvægt að börnin okkar, öll börn- in okkar, alist upp umvafin elsku og hlýju og eigi jafna möguleika til þroska og lífsgæða. Setjum því vel- ferð barna í forgang. Börnin okkar Eftir Baldur Krist- jánsson og Sigrún Óskarsdóttir » Það er gríðarlega mikilvægt að börnin okkar alist upp umvafin elsku og eigi jafna möguleika til þroska og lífsgæða. Setjum því velferð barna í forgang. Baldur Kristjánsson Höfundar eru prestar og fulltrúar í Þjóðmálanefnd kirkjunnar. Sigrún Óskarsdóttir Nokkrir stjórn- málamenn styðja áform sveitarstjórn- armanna um að af- henda Kínverjum Grímsstaði á Fjöllum, eina stærstu jörð á Ís- landi. Ég hef hins veg- ar áhyggjur af okkur Íslendingum. Ætlum við erlendum aðilum að hafa frumkvæði og standa fyrir fram- kvæmdum og rekstri á Íslandi? Viljum við í uppgjöf og ábyrgð- arleysi leggja allt traust á að er- lendir aðilar haldi úti atvinnu- starfsemi á Íslandi? Slíkt leiðir til vesældar og hnignunar þjóðarinnar. Það sem komið hef- ur fram um áform Kínverja á Gríms- stöðum kemur mér og mörgum öðrum und- arlega fyrir sjónir. Slegið er fram órök- studdum tölum um fjárfestingu, svo virð- ist sem engin plön liggi fyrir, aðeins talað um hótelbyggingu, starfsmannahús, golf- völl og flugvöll. Allir sjá fyrir sér að hér yrði ekki um atvinnu- uppbyggingu fyrir Íslendinga að ræða. Grímsstaðir liggja fjarri byggð og veðurfarslegir þættir skipta einnig máli. Sumir halda að ef Kínverjar nái fótfestu á Grímsstöðum fari þeir eftir íslensku regluverki hvað við- kemur framkvæmdum og öðru er snertir íslensk lög. Ég geri ekki ráð fyrir að Kínverjar geri það hér fremur en í Tíbet. Hvers vegna þurfa íslenskir stjórnmála- og embættismenn stöð- ugt að halda þjóðinni í gíslingu með málum eins og þessu? Ljúkum mál- inu á einfaldan hátt, þökkum Kín- verjum fyrir að láta í ljós áhuga sinn á Íslandi en gerum þeim jafn- framt grein fyrir að við munum sjálf byggja upp landið og þar með er Grímsstaðamálið úr sögunni. Vegna áforma um að Kínverjavæða Ísland Eftir Ólaf Kristin Sigurðsson » Slegið er fram órök- studdum tölum um fjárfestingu, svo virðist sem engin plön liggi fyrir, aðeins talað um hótelbyggingu, starfs- mannahús, golfvöll og flugvöll. Ólafur Kristinn Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Fyrir stuttu síðan tók ég þátt í mik- ilvægri umræðu á fjöl- sóttum morgunverð- arfundi um það hvort íslenskan væri lykillinn að samfélagsþátttöku. Ég fékk þá tækifæri til að deila persónulegri reynslu minni sem pólskur innflytjandi á Íslandi með þátttak- endum, en líka til að heyra sögur annarra gesta. Faglegur áhugi minn á þessum málum kviknaði fyrst þegar ég var að vinna í leikskóla þar sem voru nokkur börn af erlendum uppruna. Börnin, sem voru öll að læra ís- lensku í leikskólanum, kunnu stund- um lítið í eigin móðurmáli en rann- sóknir sýna að góð staða í móðurmáli skiptir máli fyrir börnin þegar kemur að því að læra annað mál. Á þessum tíma var ég einnig að klára meistaranám í mennt- unarfræðum og reynslan mín úr leikskólanum olli því að ég fékk áhuga á að rannsaka tungu- málaumhverfi pólskra barna á Ís- landi. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að pólska gegndi mik- ilvægu hlutverki í samskiptum for- eldra og barna heima. Viðhorf for- eldra gagnvart íslenskunni var jákvætt og alls ekki letjandi þegar kom að því að ná góðum árangri í ís- lenskunni. Það sást m.a. á því að for- eldrar, einbeittir í að nota pólsku í samskiptum við börnin, voru ómeð- vitað að hjálpa þeim að þróa tungu- málakunnáttu sem fluttist yfir í íslensk- una. Í kjölfarið fór ég, ásamt Robert Berman, dósent við HÍ og Samu- el Lefever, lektor við HÍ, að rannsaka hvern- ig eldri innflytj- endabörn viðhalda móðurmálinu sínu og hvort viðhorf þeirra til íslenskrar tungu og samfélagsins hafi áhrif á áhuga þeirra á að læra íslensku. Ungling- ar sem við töluðum við voru virkir og stoltir notendur pólsku. Jafnframt höfðu þeir jákvæð viðhorf til þess að læra íslensku, þrátt fyrir erfiðleika í byrjun. Að þessu leyti lifðu ungling- arnir í tveimur heimum, með því að halda nánum tengslum við pólskan menningararf en laga sig um leið að íslensku samfélagi. Þeir litu á Ísland sem stað þar sem þeir gætu uppfyllt væntingar sínar um sjálfa sig. Athygli vakti að í báðum rann- sóknum kom í ljós að foreldrarnir sjálfir notuðu sjaldnast íslensku. Eitt dæmi sem ég heyrði var að þeg- ar íslensk sjónvarpsstöð birtist óvart á skjánum þá sagði foreldri við barn- ið sitt að sjónvarpið væri bilað. Þá kom einnig í ljós að unglingarnir sem tekin voru viðtöl við í seinni rannsókninni voru notaðir sem túlk- ar. Mest áríðandi í ofangreindu hug- taki, „áhugahvöt“, er það sem Gardner kallar að vera „inte- gratively motivated“ en það felur í sér að einstaklingur hafi raunveru- legan áhuga á samskiptum við aðila sem talar annað tungumál ásamt því að hafa jákvætt viðhorf til tungu- Að tala eða ekki tala, Eftir Önnu Katarzyna Wozniczka Anna Katarzyna Wozniczka Landsmenn hafa orðið áþreifanlega var- ir við afleiðingar hrunsins og hrikt hefur í stoðum ýmissa þjóð- félagsstofnana. Brott- fall hefur orðið úr ís- lensku þjóðkirkjunni, m.a. vegna heima- tilbúins vanda. Hún hefur ekki farið var- hluta af fjármagns- skorti frekar en spít- alar og skólar. Nú er búið að loka Skálholtsskóla í þeirri mynd, sem gert var ráð fyrir í lögum frá 1993 um þá stofnun, en þar segir í 1 grein: Skálholtsskóli er kirkjuleg menningar- og mennta- stofnun, í eigu þjóðkirkju Íslands og starfar á grunni fornrar skólahefðar í Skálholti og norrænnar lýðháskóla- hefðar. Í grein 2 segir: Markmið Skálholtsskóla er að efla tengsl kirkju og þjóðlífs og stuðla að sem víðtæk- ustum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóð- lífi. Skólinn skal leitast við að efla þjóðkirkjuna, m.a. með fræðslu starfsmanna hennar. Einmitt vegna þessa menningar- starfs létu fyrri menn fé af hendi rakna til uppbyggingar Skálholts. Margt fólk hefur sótt sér þangað and- lega upplyftingu með því að sækja kyrrðardaga í Skálholtsskóla og ráð- stefnur, sem haldnar voru á hans veg- um. Fólki þótti gott að eiga erindi þangað, fá næðisstund frá áreiti hvunndagsins og eiga orðastað við lærða menn. Nú verður þetta fólk að fara annað. Sú frétt hefur borist að Icelandair taki við rekstri húsnæðis Skálholts- skóla og muni reka hótel í þeim húsa- kynnum. Til þess að laða túrista að staðnum er í bígerð að reisa volduga „miðalda timburkirkju“ á hinum forn- helga stað. Staðurinn verður að bera sig. Þar sem Mammon hefur nú tekið við af Kristi í Skálholti, þá sé ég ekkert því til fyr- irstöðu að reist verði vegleg stytta af gullkálf- inum í hæfilegri fjar- lægð frá henni. Síðan mætti hugsa sér að ferðamenn borguðu fyr- ir að stíga dans í kring- um þennan gullkálf. Þá gætu Biskups- tungnamenn sýnt þjóðlega hring- dansa í góðu veðri í kringum kálfinn. Það myndi bæta atvinnuástandið í byggðarlaginu. Til hægðarauka fyrir ferðamennina erlendu tel ég einboðið að setja upp túristaverslun með lopa- peysur í Þorláksbúð. Það myndi auka arðsemi þeirrar byggingar. En samt – það er eitthvað bogið við frjálshyggjugróðasjónarmið á þessu elsta biskupssetri þjóðarinnar. Lítum í Matteus 21, vers 12 og 13: „Og Jesús gekk inn í helgidóm Guðs og rak út alla, er seldu og keyptu í helgidóm- inum, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og segir við þá : Ritað er: Hús mitt á að nefnast bæna- hús, en þér gjörið það að ræn- ingjabæli.“ En þar kemur á móti að þetta er 2000 ára gamall texti. Ætli það sé nokkur ástæða að taka mark á hon- um? Þegar öllu er á botninn hvolft, höfum líklega ekki efni á öllum þessum kristindómi. Um Mammon og Krist í Skálholti Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur Vilborg Auður Ísleifsdóttir »Breytt starfsemi í Skálholti vegna fjár- hagsörðugleika. Ice- landair kemur að rekstri hótels á helgum stað. Höfundur er sagnfræðingur. Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900 Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Sjónmælingar á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.