Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Virkjaðu þjónustu- kortið og þér opnast nýr heimur tilboða! Taktu þátt í happdrætti HEKLU með því að virkja þjónustukortið þitt á www.hekla.is fyrir 1. júní ÞÚ GÆTIR UNNIÐ: 2x ferð út í heim með Smurþjónustu fyrir bílinn Umfelgun Laugavegi 170–174 • 590 5000 • hekla@hekla.is • umboðsmenn um land allt Reynslan er góð! Þröstur Þórhallsson vann Braga Þorfinnsson í afar æsilegu úrslita- einvígi um Íslandsmeistaratitilinn sem lauk ekki fyrr en á tíunda tím- anum í gærkvöldi. Afar hressilega var teflt og hver skák tefld í botn, að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambandsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Þröst- ur verður Íslandsmeistari í skák en hann tók fyrst þátt árið 1985. Titill- inn tryggir Þresti keppnisrétt í landsliði Íslands á Ólympíuskák- mótinu sem fram fer í Istanbúl í haust og jafnframt keppnisrétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem fram fer í Póllandi í apríl 2013. Þröstur og Bragi komu jafnir í mark á Íslandsmótinu sjálfu sem fram fór í apríl. Þeir þurftu því að heyja fjögurra skáka einvígi um tit- ilinn með hefðbundnum umhugs- unartíma. Því lauk með jafntefli, 2-2, á mánudag. Teflt var til þrautar í gærkvöldi og þar tefldu þeir eins margar skákir og mögulegt var sam- kvæmt reglum þar um. Jafnt var eft- ir tvær atskákir og síðan tvær hrað- skákir. Var þá komið að bráðabana- skák, sem kallast Armageddon, og þar hafði Þröstur loks sigur. Æsilegt úrslitaeinvígi Morgunblaðið/Ómar Þrátefli Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson sátu lengi við í gær.  Þröstur Þórhallsson Íslandsmeistari í skák í fyrsta sinn  Þröstur og Bragi enduðu í bráðabana eftir mörg jafntefli Forsetaefnin sjö mættu öll til borgarafundar sem haldinn var í Iðnó í gærkvöldi og stóð Stjórnarskrárfélagið að honum. Fundurinn bar yfirskriftina „Forsetinn, forsetaembættið og nýja stjórnarskráin“ og gafst frambjóðendum til embættis forseta Íslands kostur á að flytja ávarp um hlutverk og stöðu forseta verði stjórnar- skrárfrumvarpið samþykkt. Nokkur fjöldi fólks mætti í húsnæði Iðnó til þess að fylgjast með um- ræðum en Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur sá um fundarstjórn. Mbl.is fylgdist náið með og er lesendum bent á fréttavef mbl.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsetaefnin mættust á borgarafundi í Iðnó Líflegar umræður mynduðust á fyrsta sameiginlega fundi allra forsetaframbjóðenda Háskólanemum gafst aftur kost- ur á því að tryggja sér iPad- Moggann og nýju iPad-spjaldtölv- una á sérstöku tilboðsverði eða á einungis 2.990 kr. á mánuði í 30 mánuði. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og við erum í skýj- unum yfir því hvað fólk hefur tekið þessu tilboði vel,“ segir Magnús Eð- vald Kristjánsson, framkvæmda- stjóri markaðs- og sölumála hjá Morgunblaðinu. „Um daginn gekk þetta algjörlega vonum framar og svo þegar við gátum fengið meira magn þá finnum við fyrir því að þessu er aftur gríðarlega vel tek- ið,“ segir Magnús Eðvald en fyrra iPad-Mogga-tilboð seldist upp á einungis einum degi. iPad-Mogg- inn vinsæll meðal nema  Mogga-tilboðið rýkur út í annað sinn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Óverulegar breytingar verða gerðar á fyrir- liggjandi frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem kynnt var á fundi í gærkvöldi. Meirihluti nefndarinnar ákvað að ljúka umræðu um veiðigjaldafrumvarpið og vísa því til annarrar umræðu í þinginu. Ekki er vitað hvenær málið verður sett á dagskrá þingsins en framsögumaður nefndarinnar seg- ir að það ætti að vera tilbúið til umræðu á morgun. Sérfræðingar meti efnahagsleg áhrif Atvinnuveganefnd fundaði tvívegis í gær um sjávarútvegsfrumvörpin. Daði Már Kristófers- son, annar tveggja sérfræðinga sem atvinnu- veganefnd fékk til meta áhrif upphaflegu frum- varpanna á efnahagslífið og fyrirtækin, kom á fund nefndarinnar. Hann taldi erfitt að leggja mat á tillögur meirihlutans um veiðigjöld nema vita hvaða breytingar yrðu gerðar á lögunum um stjórn fiskveiða. Ákvæði þess gætu haft af- gerandi áhrif á getu útgerðarfélaganna til að greiða veiðigjald. Í ljós kom í gærkvöldi, þegar meirihlutinn kynnti breytingar sínar á því frumvarpi, að þær eru flestar tæknilegar. Frumvarpið stend- ur að mestu óbreytt frá fyrri gerð. Björn Valur Gíslason, framsögumaður málsins í atvinnu- veganefnd, hefur þó þann fyrirvara að málið sé enn til umræðu í nefndinni og geti breyst. Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir að sér- fræðingarnir yrðu fengnir til að leggja mat á málið í heild. Búist er við því að þeir komi á fund nefndarinnar í dag eða kvöld. Tími til að opna umræðuna „Það kom í ljós að öll sú vinna sem hefur far- ið í þetta mál í nefndinni, öll vinna umsagnar- aðila og þess fólks sem kom til fundar með nefndinni, var til einskis,“ segir Jón Gunnars- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann segir að fulltrúar meirihlutans séu með vinnubrögðum sínum að vanvirða það fólk sem haft hefði fyrir því að leggja vel rökstudd álit fyrir nefndina. „Ég tel að kominn sé tími til þess að þingið ræði þessi mál og þar með opnast þau fyrir samfélaginu öllu; hagsmunaaðilum og öðrum þeim sem hafa áhuga á því. Það er óþægilegt að hafa umræðuna lengi lokaða í þröngum hópi,“ segir Björn Valur. Ekki er ljóst hvort frumvarpið um stjórn fiskveiða verður afgreitt út úr nefndinni í dag. Jón og Björn Valur eiga von á að mikil um- ræða verði um bæði málin í þinginu. Litlar breytingar á frumvarpi  Atvinnuveganefnd vísar veiðigjaldafrumvarpi til umræðu á Alþingi  Meirihluti nefndarinnar leggur til sáralitlar breytingar á fiskveiðistjórnarfrumvarpi  Vanvirðing við fólk, segir fulltrúi minnihluta Morgunblaðið/Ómar Atvinnuveganefnd Hluti fulltrúa stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar á fundi í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.