Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is Nú er æskufélagi og vinur Guðmundur Karl fallinn frá. Við ólumst upp sem nágrannar á Fá- skrúðsfirði. Ég, Gummi og Ást- valdur yngri bróður hans, vorum góðir vinir og mikill daglegur samgangur á milli fjölskyldn- anna. Það var gott sambýli og vinátta sem aldrei bar skugga á. Á unglingsárum lá leið okkar Ástvaldar suður í nám en Guð- mundur Karl hafði farið í MA og lokið þaðan stúdentsprófi. Hann kom að því loknu einnig suður og örlögin komu því þannig fyrir að við þrír leigðum saman íbúð í Dalselinu. Þar var margt brallað en alltaf reyndum við að standa okkur vel þegar sinna þurfti þeim skyldum sem fylgja því að búa í sambýli. Við studdum við bakið hver á öðrum og lögðum okkur fram um að búa okkur sem best heimili. Á þessum árum stundaði Gummi nám í flugum- ferðarstjórn sem og flugnám en Guðmundur Karl Erlingsson ✝ GuðmundurKarl Erlings- son fæddist 17. október 1954. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 20. maí 2012. Úför Guð- mundar fór fram frá Seltjarnar- neskirkju 30. maí 2012. flugið átti hug hans allan. Guðmundur Karl var vinur vinna sinna, hugmynda- ríkur, ræðinn og víðsýnn með skemmtilegan húm- or. Hann var ein- staklega greiðvik- inn og bóngóður, hann vildi allt fyrir alla gera ef hann hafði á því einhver tök. Hann var handlaginn og hafði áhuga á mörgum og ólíkum sviðum. Þess- ir eiginleikar hans komu berlega í ljós þegar hann ásamt Margréti konu sinni kom sér fyrir í Bolla- görðum ásamt þremur sonum þeirra sem alla tíð voru auga- steinar föður síns og hann þreyttist seint á að tala um. En lífið tekur oft óvænta stefnu, næsta fyrirvaralaust brá eins og skugga yfir sviðið og Bakkus togaði okkar góða vin Guðmund Karl frá því lífi sem hann hafði áður lifað. Við Gummi hittumst af og til á förnum vegi og það var sérstaklega gott að hafa tök á því fyrir nokkrum ár- um að ráða hann í vinnu um nokkurra mánaða skeið. Á þeim tíma náðum við að taka upp fyrri tengsl og allt horfði aftur til betri vegar í lífi Gumma. En því miður tók það fljótt enda. Í gegnum árin höfum við af og til talað saman í síma og símtöl- unum fjölgaði síðasta árið. Við áttum mörg góð samtöl og það var gott að tala við hann um gamla tíma, uppvaxtarárin á Fá- skrúðsfirði, pólitíkina og lífið og tilveruna. Guðmundur Karl fylgdist vel með lífi okkar, lét sér annt um það sem við tókum okk- ur fyrir hendur, gat á stundum verið kaldhæðinn en aldrei vott- aði fyrir eftirsjá þegar hann horfði yfir farinn veg. Við viljum á þessum tímamótum þakka Guðmundi Karli fyrir áratuga samveru og góða vináttu. Fjöl- skyldan á Grund sendir Huldu og fjölskyldunni allri djúpar samúð- arkveðjur. Kæri vinur, hvíldu í friði! Hörður Gunnarsson frá Grund, Fáskrúðsfirði. Fallinn er frá góður vinur, Guðmundur Karl Erlingsson. Okkar fyrstu kynni urðu fyrir rúmum 30 árum þegar við sett- umst á skólabekk á flugliðabraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Um leið og hann settist fyrir aft- an mig í skólastofunni, kynnti hann sig og sagði svo með stríðn- isglampa í augum: „Ég er kall- aður Rebbi.“ Síðar fékk ég að heyra söguna um hvers vegna hann var kallaður þessu nafni en Guðmundur Karl hafði þótt líkj- ast einhverjum sem var kallaður þessu nafni þegar hann gekk í Menntaskólann á Akureyri og fékk af því tilefni þetta gælunafn. Þegar Rebbi hóf nám í at- vinnuflugi var hann þegar orðinn flugumferðarstjóri. Við fylgd- umst að í náminu og fengu síðan flugmannsstöðu hjá Flugleiðum um svipað leyti. Rebbi var besti vinur minn í fluginu og alltaf gott að leita til hans. Hann var hvers manns hugljúfi, góður vinur vina sinna og með eindæmum greið- vikinn og hjálpsamur. Mér er mjög minnisstætt þeg- ar ég stóð í flutningum og hann mætti á dyratröppurnar hjá mér ásamt góðum vini okkar og sagði: „Við erum komnir til að flytja þig“ og síðan var hafist handa. Eins þegar hann hringdi dyra- bjöllunni eitt sinn og sagði: „Finnst ykkur ekki góður lax?“ en þá stóð hann við dyrnar með nýveiddan lax í hendinni. Rebbi varð þeirra gæfu að- njótandi að eignast þrjá yndis- lega drengi, Jón Erling, Albert og Friðrik, með æskuástinni sinni, Margréti Albertsdóttur. Hann var ákaflega stoltur af fjöl- skyldu sinni. Fyrir um það bil 10 árum veiktist Rebbi og missti starfið í kjölfarið. Veikindin reyndu mikið á fjölskyldu hans og þá sérstak- lega eiginkonu hans og syni sem hafa sýnt ótrúlegan dugnað. Þrátt fyrir skilnað þeirra hjóna studdi Margrét hann fram á síð- asta dag. Fallinn er frá góður drengur en minning um góðan vin mun aldrei gleymast. Ég sendi Mar- gréti, Jóni Erlingi, Alberti, Frið- riki og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Sigríður Einarsdóttir. Rebba kynntist ég þegar við vorum báðir í grunnnámi flug- umferðarstjóra árið 1977. Strák- ur að austan, með liðað kastaníu- brúnt hár vinalegur, vel gefinn, gegnheill. Okkur varð fljótt vel til vina. Við flugum saman að kanna nýjar slóðir. Fórum í veiði eða eggjatínslu okkur til gamans og til að færa björg í bú. Já, hann var góður félagi og eru margar ferðirnar ógleymanlegar. Eitt sinn sem oftar fórum við á gæsa- veiðar og lentum á sandfjöru. Við vorum alveg með það á hreinu að það væri að falla frá. Stuttu síðar kemur bóndinn í loftköstum á dráttarvélinni til okkar og spyr hvort við ætlum að láta vélina flæða. Víð drifum okkur í loftið og flugum í Borgarfjörð og lent- um þar á túni sem leit svo vel út úr lofti en fundum í lendingunni að það var ansi þungt. Í flugtak- inu rakst skrúfan í svörðinn svo ekki varð flugtúrinn lengri þann daginn. Þú fékkst þá lánaða skrúfu frá Guði (TF-GOD) og komst Laxinn því í bæinn nokkr- um dögum síðar. Þú hafðir alltaf lag á að gera hlutina skemmti- lega þrátt fyrir skakkaföll. Sameiginlegar tjaldútilegur með ykkur Möggu, þið á brúnum Willysjeppa sem gekk undir nafninu Vilhjálmur. Okkur er sérstaklega minnisstæð ferð um Jökulsárgljúfur, Herðubreiðar- lindir og Öskju. Ella var búin að dásama fegurð Öskju, en upplif- unin var ólík þegar við komum þar í gráu og blautu veðri. Allir þögðu þunnu hljóði um fegurð staðarins þar til Rebbi sagði: „Já, vinan ég get trúað að það sé fal- legt hér í björtu veðri.“ Að þinni áeggjan fórum við í Stýrimannaskólann. Þar naustu þín vel og fórst létt með splæs- ingar, nótavinnu og hnýtingu hinna ýmsu hnúta enda varstu óvenju hagur og vandvirkur eins og húsbyggingin í Bollagörðum bar vott um. Þú varst draumspakur maður. Þú lagðir hart að okkur að gefa drengnum okkar nafn sem þig hafði dreymt, annars gæti ógæfa dunið yfir. Við höfðum ákveðið annað nafn, en auðvitað fórum við að þínum ráðum. Þú vildir fara þínar eigin leiðir varst svolítill uppreisnarseggur eða var það ef til vill spennufíkn. Þú flíkaðir ekki tilfinningum þín- um og varst ekki tilbúinn að þiggja ráð frá öðrum þegar mest á reyndi. Fyrir okkur var ótrú- lega sárt og mikil sorg að sjá á eftir þér elsku Rebbi okkar í greipar Bakkusar. Þú sem áttir glæsta framtíð, með þinni ynd- islegu fjölskyldu. Í samtölum okkar fundum við hvað þú varst stoltur af strákun- um þínum og jafnvel rogginn hvað þeir plummuðu sig vel eins og þú orðaðir það, svo bættir þú gjarnan við að það væri nú að- allega móður þeirra að þakka henni Margréti. Þú varst alltaf til í að rétta hjálparhönd, kannski áttirðu erf- itt með að biðja um aðstoð. Veit ekki hvað gerðist með þig, Rebbi, veit bara að ég saknaði þín og þegar ég sagði það við þig þá sagðirðu að þú værir að skemmta þér. Ertu í alvörunni að skemmta þér? þá neitaðirðu dræmt og vildi ekki ræða það frekar. Það er sárt að sakna og enn sárara að missa. Nú ertu farinn, kæri vinur. Við vonuðum alltaf að þú næðir tökum á lífi þínu aftur. Við þökkum góða og trausta vin- áttu og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu þína. Elín og Snæbjörn. Við viljum minn- ast elsku föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, Svavars Kristjóns- sonar. Svavar var hvorki væminn né grátklökkur maður, hann mat mikils rökhyggju sem og stillingu og hefði því ekki kunnað að meta óhóflega tilfinningasemi í grein um sjálfan sig. Hann var ávallt forvitinn um lífið og tilveruna og vel að sér um marga hluti. Svavar var einnig ákveðinn maður sem var fullur metnaðar fyrir sjálfan sig sem og afkomendur sína. Hann vildi afkomendum sínum vel og óskaði þeim velgengni og hag- sældar. Hann fylltist ávallt stolti þegar vel gekk. En Svavar var líka maður sem lá sjaldan á skoð- unum sínum. Hann var af því hverfandi kyni Íslendinga sem metur hreinskilni og sannsögli of- ar flestu. Þó hann hafi nú ekki allt- af haft rétt fyrir sér, frekar en við öll. Minnisstæðar eru okkur fjöl- margar heimsóknir í sumarbú- staðinn sem hann Svavar byggði, Svavar Kristjónsson ✝ Svavar Krist-jónsson fæddist á Hellissandi 4. júní 1927. Hann lést á LSH 18. maí 2012. Útför Svavars fór fram frá Graf- arvogskirkju 29. maí 2012. sem var að mörgu leyti hugsaður sem miðstöð fjölskyld- unnar í sveitinni. Þar lagði hann áherslu á ræktun náttúrunnar og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir því lífi sem umlykur okkur í náttúrunni, og hafa þær skoðan- ir hans sett mark sitt á okkur öll. Svavar var ávallt sjálfstæður maður. Hann á móður á lífi, hana Guðnýju sem var honum afskap- lega kær, en hann hefði aldrei get- að hugsað sér líf á heimili aldr- aðra. Hann fékk þá ósk sína uppfyllta að búa á heimili sínu þar til veikindi hans tóku völdin. Svav- ar var stoltur af sjálfstæði sínu og var börnum og barnabörnum sín- um góð fyrirmynd að því leyti. Hann stóð sig vel og óskaði þess að börn og barnabörn hans gerðu slíkt hið sama. Hann vakti með okkur skilning á mikilvægi þess að vera fjár síns ráðandi, að geta staðið á eigin fótum, og að hugsa ávallt til framtíðarinnar. Er það ein sú besta gjöf sem nokkur mað- ur getur gefið afkomendum sín- um. Hann var sannur smákóngur í borginni og kóngur í hjarta. Og Ólína var drottning hans. Það eru nú næstum sjö ár liðin síðan Ólína kona hans lést og var Svavar aldrei samur eftir þann missi. Þau höfðu verið gift í tæp 60 ár og fullkomnuðu að mörgu leyti hvort annað. Eftir að Ólína lést var hennar sárt saknað en senni- lega hefur ekkert okkar saknað hennar eins sárt og Svavar. Hann var jú vissulega sjálfstæður, en er Ólína lést yfirgaf hluti sálar hans þennan heim. Eins og við munum öll sakna Svavars þá verðum við að muna að nú hafa hinir tveir helmingar sálar hans sameinast á ný, handan landamæra þeirrar veraldar sem okkur mannlegum verum er fært að skilja. En Svavar mun lifa áfram í okkur. Þau áhrif sem hann hafði á okkur svo lengi sem hann lifði og allt það sem hann kenndi okkur hefur að mörgu leyti mótað okkur sem einstaklinga. Við erum það fólk sem við erum í dag að hluta til hans vegna. Þó minningar okkar kunni að þverra í tíð og tíma þá mun Svavar lifa áfram í blóði okk- ar og sál. Minnumst við hans með ást, hlýju og virðingu. Megir þú hvíla í friði, pabbi, tengdó, afi og langafi. Fyrir hönd Jörundar, Sifjar, Hrannar, Hildar, Eiríks, Ásdísar, Iðunnar, Roberts og Brynju Rós- ar, Katla Jörundsdóttir. Þegar húmar að ævikveldi birt- ir yfir minningabrotum frá liðinni tíð. Ég gleymi seint þessum síð- ustu dögum sem við fjölskyldan nutum samvista við þig, Svavar. Þá voru rifjaðir upp atburðir lið- inna mánaða og ára. Þú varst óspar á þakklætið í okkar garð fyrir allar skemmtilegu ferðirnar sem við höfum farið á síðustu ár- um, í Kjósina, austur á land eða vestur á Snæfellsnes, þú varst alltaf tilbúinn til að koma með okkur hvert sem við ætluðum að fara. Þið Ólína höfðuð þann sið þegar þið komuð í heimsókn að spyrja alla hvernig þeir hefðu það og hvort eitthvað bjátaði á, sem þau gætu hjálpað til að lagfæra á ein- hvern máta. Eftir að Ólína féll frá þá hélst þú þessum sið áfram og varst tilbúinn til að hjálpa þótt þrekið væri þverrandi. Þú lagðir mikið upp úr því að kenna öllum orðheldni og virða hvert annað. Þú varst bæði vinnusamur og ósérhlífinn og gerðir allt sjálfur meðan þú hafðir þrek til. Þegar starfsþrekið minnkaði fékk ég tækifæri til að aðstoða þig við ým- islegt viðhald. Þakklætið fyrir þessa aðstoð sem ég gat veitt þér, var þér alltaf, alla daga, efst í huga og þú varst óspar á að þakka fyrir þig, alveg fram á síðasta dag. Það verður tómlegt og skrítin tilfinning að fara í ferðalög í sum- ar hvert heldur er í sælureitinn í Kjósinni eða eitthvert annað og þú ekki með. Nú er það okkar sem eftir erum að viðhalda minning- unni um þig með því að hlúa að og viðhalda því sem þér var svo kært. Takk fyrir allar samverustundirn- ar og allt sem þú hefur gert fyrir okkur Lilju og börnin okkar. Bjarni. Síðustu dagar hafa verið of- boðslega skrýtnir. Ég bjóst ekki við því að þurfa að kveðja hann strax. Ég var svo heppin að fá að kynnast afa alveg upp á nýtt þeg- ar amma lést. Ég var algjör ömmustelpa og sótti meira í hana, en þegar hún féll frá uppgötvaði ég að ég átti alveg frábæran afa sem hafði gleymst. Ég er svo þakklát fyrir það. Umhyggja er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um afa. Hann var alltaf afskaplega umhyggjusamur um fjölskylduna og vildi fá að vita hvað við værum að bralla. Hann hafði alltaf áhyggjur af því hvernig við hefð- um það og setti sjálfan sig alltaf í síðasta sætið. Það var alltaf hugs- að vel um mann í Eikjuvoginum og Kjósinni. Þetta breyttist ekk- ert þrátt fyrir veikindin. Einnig var mikið lagt upp úr menntun. Þegar ég tilkynnti hon- um síðasta vor að ég væri búin að ákveða að fara í hjúkrunarfræði næsta haust stóð ekki á viðbrögð- unum. Honum fannst þetta af- skaplega góð ákvörðun hjá mér. Hann gaf það oft í skyn að hann væri ofboðslega stoltur af mér og í þau skipti sem hann lá inni sagði hann öllum sem vildu heyra að þetta væri barnabarnið hans sem væri hjúkrunarnemi. Þrátt fyrir að sitja eftir með sorg í hjarta er ég þakklát fyrir tímann okkar saman. Ég er þó einnig glöð með það að amma og afi fái nú að vera saman, því hann fór ekki leynt með það hversu mikið hann saknaði hennar. Enda var það ekkert skrýtið. Þau voru bæði alveg hreint frábær og bestu amman og afinn sem hægt væri að hugsa sér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Takk fyrir allt, afi minn, og knúsaðu ömmu frá mér. Lilja Dögg. Elsku afi. Það eru ótal minn- ingar sem nú sækja að. Helst eru það minningar um ykkur ömmu frá því ég var barn. Heimilið ykk- ar var svo spennandi, leikherberg- ið, kjallarinn, heiti potturinn og svo Steinahlíð hinum megin við garðinn. Allt með óteljandi mögu- leika fyrir okkur uppátækjusömu barnabörnin. Það var alltaf ánægjulegt að koma í Eikjuvog- inn. Alltaf var manni boðið upp á nammi, ís og gos eins og ömmur og afar gera gjarnan. Þið báruð mikla umhyggju fyrir afkomend- um ykkar; gjafmildi, hjálpsemi og hreinskilni eru orð sem koma fyrst upp í hugann. Þið amma byggðuð svo fallegan bústað í Kjósinni en hann og umhverfið í kringum hann fá lof hvers sem þangað kemur. Það eru forréttindi að fá að njóta hans áfram. Þið amma lögðuð mikið upp úr mennt- un sem gjarnan má sjá hjá barna- börnunum, þau sem hafa aldur til hafa öll lokið háskólanámi eða stunda í dag háskólanám. Ég man að þið amma gagnrýnduð hug- mynd mína um að taka eins árs frí fyrir háskólanámið og náðuð að sannfæra mig um að rétt væri sleppa því sem ég gerði. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér á nýjan hátt eftir að amma dó, enda hafði ég sem barn oft leitað meira til ömmu. Þú varst ofsalega duglegur að hrósa fyrir það sem þér fannst ganga vel og vera vel gert. Síðustu ár ferðuð- umst við mikið saman enda voru foreldrar mínir og Auður móður- systir dugleg að skipuleggja sum- arfrí sitt saman og með þig í huga. Við fórum þvert um landið, til dæmis í bústað í Lóni fyrir austan Höfn í Hornafirði og svo vestur á Snæfellsnes þar sem við gistum tvö sumur á Gufuskálum. Það var gaman að skoða með þér gamlar slóðir á Hellissandi og heyra sög- ur af uppeldisárunum þar. Einnig voru fjölmargar ferðir farnar í bú- staðinn okkar. Yfirleitt enduðum við kvöldin á því að þú spilaðir við okkur barnabörnin. Í sumar ætl- uðum við í fleiri ferðir með þér á vegum barnanna þinna, vikuferð á Hellissand og helgarferð í Hrísa- kot. Ég er þakklát fyrir að dóttir mín hafi haft tækifæri til þess að kynnast þér, þó hún sé ekki nema tveggja ára. Þið náðuð svo vel saman. Í hvert skipti sem þið hitt- ust hrósaðir þú henni fyrir þroskaframfarir sem höfðu orðið frá því þú hittir hana síðast. Ég man eftir fyrsta skiptinu sem hún sóttist sjálf eftir því að komast í fangið hjá þér. Það var í jólaboði og hún, rúmlega átta mánaða, skreið til þín og bað um að vera tekin upp. Langi kallaði hún þig fyrst en það varð fljótt langafi. Ég man eftir einu lagi sem hún aðlag- aði, bætti þér við og söng fyrir mig: „Allir krakkar, allir krakkar eru að fara heim. Heim til afa og ömmu, líka afa langa. Allir krakk- ar allir krakkar eru að fara heim.“ Svo man ég eftir skemmtilegum leik sem hún lék við þig í vetur, en þá var hún að bregða þér þegar þú lást í sófanum heima hjá mömmu og pabba og hlóguð þið mikið að þessu. Hún skilur auðvitað ekkert aðstæðurnar í dag en ég mun sýna henni myndir og minna á þig svo hún gleymi þér síður. Takk fyrir allt, afi minn. Hafðu það gott hjá ömmu. Íris Hlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.