Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012
Sigyn Jónsdóttir
sigyn@mbl.is
Hljómskálamennirnir Sigtryggur
Baldursson, Bragi Valdimar Skúla-
son og Guðmundur Kristinn Jóns-
son halda stórtónleika Hljómskál-
ans á Listahátíð um helgina. „Við
höldum áfram með konseptið sem
Hljóm- skálinn snýst um nema í
þetta skiptið er það á tónleikaformi.
Helstu út- gangspunktarnir eru
kynslóðablöndun og ný íslensk mús-
ík,“ segir Sigtryggur Baldursson
um þessa miklu tónleikaveislu.
„Þetta er svolítið svipað og Ára-
mótamót Hljómskálans þar sem
hugmyndin var eins og áður sam-
starf milli ólíkra kynslóða nema fólk
kom inn á svið og fór ekkert út aft-
ur svo hljómsveitin varð alltaf
stærri og stærri. Stórtónleikarnir
verða með svipuðu sniði en samt
allt öðruvísi því við viljum reyna að
endurtaka okkur ekki mikið,“ út-
skýrir Sigtryggur sem verður sjálf-
ur á sviðinu ásamt einvala liði hljóð-
færaleikara. „Við verðum með
stuttar kynningar inn á milli og
kannski greiningu á einhverjum
lögum en munum þó reyna að halda
öllu kjaftæði í lágmarki. Þetta verð-
ur í léttari kantinum enda fyrst og
fremst hugsað sem skemmtikvöld,“
segir hann og lofar spennandi og
fjölbreyttri tónleikadagskrá.
Óvæntir gestir
„Grunnurinn í prógramminu eru
ákveðin samstarfsverkefni frá vetr-
inum. Við fáum til okkar erlenda
gesti á borð við hinn finnska fjöl-
spilandi tónlistarmann Jimi Tenor,“
segir Sigtryggur en Tenor hefur áð-
ur starfað með Stórsveit Reykjavík-
ur og kemur hingað til lands til að
vinna að nýrri plötu með hinum
geðþekku Hjálmum. „Svo verða
flutt ný og eldri lög af tónlist-
armönnum sem komu fram í þáttum
vetrarins og nokkrir óvæntir gestir
kallaðir til,“ segir Sigtryggur en
bendir á að lögin verði þó ekki sam-
in á staðnum.
„Það væri kannski heldur mikið á
tónlistarmennina lagt að búa eitt-
hvað til í beinni sjónvarpsútsend-
ingu,“ segir hann hlæjandi en RÚV
kemur til með að sýna tónleikana í
beinni útsendingu.
Revía án söguþráðar
„Þessi revía verður æfð frá upp-
hafi til enda. Það verður ekki bein-
línis söguþráður í revíunni en við
munum gera okkar besta til að hafa
þetta skemmtilegt engu að síður.
Eins og allir vita er fyrsta reglan í
þeim efnum að skemmtilegt sé á
sviðinu því þá smitar gleðin út frá
sér,“ segir Sigtryggur og bætir við
að tónleikarnir muni byrja rólega
en byggjast svo smám saman upp.
„Við byrjum á lágstemmdu nót-
unum og endum í geðveiku partíi.
Prófessorinn mætir undir lokin og
þá verður aldeilis fönk og fjör,“ seg-
ir hann spenntur fyrir tónleikunum.
Stórtónleikar Hljómskálans verða
haldnir í Eldborgarsal Hörpu laug-
ardaginn 2. júní og hefjast kl. 20:30.
Morgunblaðið/Eggert
Fjörugur Sigtryggur Baldursson og félagar hans úr Hljómskálanum halda stórtónleika í Hörpu.
Fönk, fjör og fersk
íslensk tónlist
Kynslóðablöndun Hljómskálans færð í tónleikaform Norska tónskáldið og hljóm-sveitarstjórinn GeirLysne hefur vakið miklaathygli síðustu ár og
ýmsir talið stórsveit hans, Geir Lys-
nes Listening Ensemble, eina áhuga-
verðustu stórsveit djassins um þessar
mundir ásamt sveit Mariu Schneid-
ers. Nýjasta skífa hans The Grieg
Code hefur vakið mikla athygli, en
þar semur hann verk sem öll inni-
halda tilvísun í verk Griegs, þó þann-
ig að erfitt getur verið að finna tilvís-
unina. Geir flutti ekkert af þeim
verkum með Stórsveitinni, en af nógu
var að taka af fyrri plötum hans
ásamt stefi eftir Stefano Bollini,
ítalska stórdjasspíanistann, sem Geir
útsetti fyrir og notaði stundum bara
tvo þrjá takta úr penna Bollanis, sem
lét sér vel líka. „Il Domatore“ hljóm-
aði ansi ólíkt öðrum verkum á efnis-
skránni, sem flest höfðu yfir sér arab-
ískt Afríkuyfirbragð.
Hið fyrsta var „M.B.“ af skífunni
Korall en upphafsstafirnir standa fyr-
ir Modesty Balise, það breska kyn-
þokkafulla hörkukvendi. Stefið
minnti í sumu á hinn afró-asíska stíl
Ellingons – nema hrynurinn. Þar var
enginn fjórskiptur taktur heldur,
einsog í flestum verka Geirs, fjöl-
radda hrynur sem ekkert lamb er að
leika við, en hrynsveit Stórsveit-
arinnar tókst þar vel upp. Kjartan
Hákonarson blés trompetsóló með
hálftakkatækni og öllum pakkanum
og dálítið á harðbopp-línunni sem
jafnan. Blásararnir sáu á stundum
um sönginn einsog menn gerðu í
Jimmy Lunceford bandinu í gamla
daga og var það góð tilbreytni.
„Djambo“ af sömu skífu minnti á úlf-
aldalest í eyðimörk og Haukur Grön-
dal blés glæsilegan inngang á klarin-
ettið og svo glissaði hljómsveitin
skemmtilega um miðbik verksins þar
til arabíska Afríkustefið hljómaði að
nýju og Sigurður Flosason blés
spennandi sópransaxófónsóló sem
rímaði við klarinettinngang Hauks.
Auk þessara verka voru upphafs-
kaflar tveggja svíta Geirs á dagskrá.
„Aurora Borealis“ og „Nor-id“ og í
upphafi Norðurljósasvítunnar las
Geir ljóð eftir nýnorska skáldið og
vísnasöngvarann Jakob Sande.
Mögnuð uppákoma og Sammi með
básúnusólóinn. Kjartan Valdemars-
son lék sóló í eigin anda í verki Boll-
inis og Snorri blés glæsilegan inn-
gang. Jóel var harðblásandi í
„Nord-id“ sem leikið var í framhaldi
af „Il Domatore“ og hófst á söng blás-
aranna.
Ég verð að viðurkenna að ég bjóst
ekki við jafn skemmtilegum tón-
leikum og þessum, þar sem tónlist
Geirs getur verið nokkuð torræð á
stundum. Jakob Magnússon hitti
naglann á höfuðið í Lesbókargrein á
dögunum um Stórsveitina.
Stórsveit Reykjavíkur og Geir Lysne
bbbbn
Ívar Guðmundsson, Birkir Freyr Matt-
híasson, Kjartan Hákonarson og Snorri
Sigurðarson trompeta og flygilhorn;
Samúel Jón Samúelsson, Stefán Ómar
Jakobsson og Bergur Þórisson básúnur;
Einar Jónsson bassabásúnu og túbu;
Sigurður Flosason, Jóel Pálsson, Ólafur
Jónsson, Björgvin Hjálmarsson og
Haukur Gröndal saxófóna, klarinettur
og flautur, Björg Brjánsdóttir flautur,
Kjartan Valdemarsson píanó og Roland,
Eðvarð Lárusson gítar, Gunnar Hrafns-
son raf- og kontrabassa, Pétur Grétars-
son raf- og slagverk og Jóhann Hjör-
leifsson trommur. Stjórnandi: Geir
Lysne. Kaldalón Hörpu á hvítasunnudag
27. maí 2012.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Skemmtun Geir Lysne stjórnaði
stórskemmtilegum tónleikum.
Norðmaður magn-
ar arabískan seið
Sænski raftónlistarmaðurinn Mikael
Lind gaf á dögunum út aðra breið-
skífu sína og ber sú nafnið Felines
Everywhere. Eins og áður vinnur
Lind með rafræna grunna en leikur
sér einnig með lifandi hljóðfæri í
bland og spilar á flest þeirra sjálfur.
„Platan er tekin upp á nokkrum mis-
munandi heimilum í Reykjavík.
Upptökurnar fóru sem sagt fram
heima hjá mér, vinum og vanda-
mönnum. Ég tók plötuna upp sjálfur
og fékk einnig hjálp frá þeim Paul
Evans, Frank Aarnik og Hallgrími
Jóni Hallgrímssyni,“ segir Mikael
sem hefur verið búsettur hér á landi
í sex ár. „Ég kom fyrst hingað til að
læra íslensku. Ég er málfræðingur
og fannst íslenskan spennandi
tungumál. Svo fannst mér senan hér
svo skemmtileg og kynntist góðum
vinum. Á þessum tíma var líka tölu-
vert auðveldara að fá vinnu hér en í
Gautaborg svo það spilaði einnig inn
í ákvörðun mína að flytja hingað.
Núna finnst mér einfaldlega svo gott
að búa hérna,“ segir hann og bætir
við að hann vilji búa á Íslandi í að
minnsta kosti eitt ár í viðbót. Árið
2009 kom út breiðskífan Alltipop
sem fékk góðar viðtökur og vonar
Mikael að slíkt hið sama muni gilda
um nýju plötuna. „Það er kannski
ekki alveg komin reynsla á hvernig
viðtökurnar eru en ég veit að fólk í
kringum mig hefur gaman af að
hlusta á hana. Svo eru margir búnir
að hlusta á plötuna á gogoyoko.com
sem er alltaf gaman,“ segir Mikael.
Næst á dagskrá hjá Mikael er að
fylgja plötunni eftir en mikil vinna
er framundan í undirbúningi þess.
„Núna er ég að þróa tónleika-
dagskrá og finna út úr því hvernig
ég mun framkvæma plötuna á tón-
leikum. Það getur stundum verið
svolítið flókið að koma raftónlist frá
sér á tónleikum þannig að áhrifin
skili sér eins og maður vill,“ segir
Mikael sem hyggst leysa málið með
því að fá vini sína til liðs við sig á
sviðinu. sigyn@mbl.is
Heimilisleg raftónlist
Rafmagnaður Lind með nýja plötu.
Raftónlistarmaðurinn og málfræðing-
urinn Mikael Lind gefur út breiðskífuGÓÐVEISLA
Skútan
LIFIR LENGI
Veislulist hefur starfað í
veitingaþjónustu í 35 ár eða frá
árinu 1975.Við leggjumáherslu á
framúrskarandimatreiðslu og góða
þjónustu.
Hlaðborð
Tapas Pinnamatur
www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Næst þegar þið þurfið smurt brauð eða tert
ur, halda árshátíð
eða annanmannfagnað, hafðu þá samband
og fáðu tilboð í
veitingarnar þínar.
Þú getur lesið allt um
veisluna og veislusal á
heimasíðu okkar
Steikarhlaðborð
Kaffihlaðborð
Tertu og tapas borð
Pinnamatur
Smáréttaborð
Kalt borð / kjöt
Kalt borð / fiskur
o.fl. ofl.