Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Dansararnir Sigríður SoffíaNíelsdóttir og MelkorkaSigríður Magnúsdóttirauk tónlistarmannsins Valdimars Jóhannssonar eru höf- undar verksins Glymskrattinn, sem sýnt er í Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir sem hluti af Lista- hátíð. Glymskrattinn er nýstárleg leikhúsupplifun, þar sem dans og tón- list vega þyngst. Búningar og önnur umgjörð eru líka mjög mikilvægir stemningsgjafar. Leikmyndin er í raun ómissandi fyrir heildarupplifun verksins, en hún er sérstök að því leyti að hún er sett upp svolítið eins og um sé að ræða nokkra ólíka heima á sama sviðinu og minnti að því leyti örlítið á uppsetningu auglýsingar eða jafnvel tónlistarmyndbands. Danstónleikaleikhús er líklega það heiti sem kemst næst því að lýsa því sem fór fram. Nafn verksins vísar í þessa óvissu; áhorfendur ganga inn í salinn og vita í raun ekkert við hverju þeir eiga að búast en vona að það verði eitthvað gott. Það sem er gefið upp er að Glymskrattinn leggur sig fram við að bregða nýju ljósi á sviðs- framkomu og þekkt spor í poppkúltúr samtímans. Melkorka Sigríður og Sigríður Soffía sungu og dönsuðu, en Valdi- mar sá um tónlistina, auk þess sem hann brá sér í hin ýmsu hlutverk og söng. Sýningin var sett upp eins og tónleikar að því leyti að spiluð voru heil lög, svo var talað eða jafnvel skipt um föt á milli laga. Það kom sem sagt nýr kafli eftir hvert lag. Hvert lag átti að lýsa tiltekinni tónlistarstefnu sem dansararnir sögðu frá fyrir flutning hvers lags fyrir sig. Þessar lýsingar og annað sem fór fram á sviðinu á milli laga var oft á tíðum mjög snið- ugt og stundum sprenghlægilegt. En ólíkar tónlistarstefnurnar komust þó illa til skila í flutningi sjálfra laganna, hvort sem horft er til hreyfiforms eða tónlistarinnar sem slíkrar, þetta virt- ist að mestu vera sprottið af sama meiði. Þó voru undantekningar á þessu og voru lögin sem skáru sig úr einna áhugaverðust. Til að mynda má nefna sérlega góða frammistöðu Sig- ríðar Soffíu í rapplaginu ,,Skuldlaust dansgólf“ og frábæran flutning Valdi- mars Jóhannssonar í spreng- hlægilegri senu rétt fyrir hlé. Verkið er skemmtileg tilraun til nýrrar framsetningar og allir flytj- endur verksins skiluðu sínu mjög vel. Þó hefði mátt dýpka efniviðinn tölu- vert og ganga enn lengra með klisj- urnar. Verkið er frábær skemmtun og sem stemningsgjafi fær það fyrstu einkunn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skemmtun „Verkið er skemmtileg tilraun til nýrrar framsetningar og allir flytjendur verksins skiluðu sínu mjög vel“ segir m.a. í gagnrýni. Nýstárleg leikhúsupplifun Glymskrattinn bbbnn Glymskrattinn eftir Sigríði Soffíu Níels- dóttur, Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Valdimar Jóhannsson. Verk flutt af höfundum. Leikmynd: Brynja Björns- dóttir. Búningar: Ellen Loftsdóttir. Þjóðleikhúskjallarinn, 25. maí kl. 20. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS Listhópurinn Gullpensillinn opnar á laugar- daginn, 2. júní kl. 15, sýningu í Studio Safni, Ingólfsstræti 6, á myndverkum sem meðlimir hafa unnið á pappír. Sýningin ber heitið Til- einkun og er hún haldin í minningu myndlistarmannsins Georgs Guðna Haukssonar sem var félagi í Gull- penslinum en hann varð bráð- kvaddur í júní í fyrra. Gullpensill- inn var stofnaður árið 1999 sem vettvangur umræðu um eðli mál- verks og hefur haldið fjölda sýn- inga. Sýningin er opin alla daga kl. 14-17 og lýkur 16. júní. Í minningu Georgs Georg Guðni Hauksson Forsvarsmenn Þjóðleik- hússins og RÚV hafa efnt til samstarfs um útsendingar á sýningum leikhússins á ís- lenskum leikverkum. Nú þegar hefur verið ákveðið að taka upp og sýna í Sjónvarpinu Íslandsklukk- una eftir Halldór Laxness í leikgerð Benedikts Erlings- sonar og Litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Ás- laugu Jónsdóttur. Ráðgert er að sýna verkin í Sjón- varpinu næsta vetur. Í fréttatilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu kemur fram að báðar sýningar hafi notið mikilla vinsælda þegar þær voru sýndar auk þess sem rifjað er upp að Ís- landsklukkan hlaut fern Grímuverðlaun árið 2010. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Sigrún Stefánsdóttir, dag- skrárstjóri RÚV, undirrituðu samstarfssamning um útsendingu sýning- anna í gær og staðfestu þar með áform um framtíðarsamstarf RÚV og Þjóðleikhússins um upptökur á íslenskum leikverkum til sýninga í sjón- varpi. Íslensk leikverk sýnd í Sjónvarpinu LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power) MEN IN BLACK 3 3D Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:15 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 5 - 8 - 10:25 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 AFTUR TIL FORTÍÐAR... TIL AÐ BJARGA FRAMTÍÐINNI BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 Hljóðkerfi og hljóðbúnaður í miklu úrvali. Hljóðkerfistilboð á www.hljodfaerahusid.is MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SNOW WHITE AND THE... KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 SNOW WHITE AND THE... LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.4012 MIB 3 3D KL. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 THE DICTATOR KL. 3.30 - 6 - 8 - 10 12 LORAX - ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 MIB 3 3D KL. 8 - 10 10 THE DICTATOR KL. 6 12 SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 6 - 9 12 MIB 3 3D KL. 6 - 9 10 SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 8 10 THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10.30 12 GRIMMD: SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10 SVARTUR Á LEIK KL. 10 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.