Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 málaaðstæðna. Á þeim sex árum sem ég hef búið á Íslandi hef ég kynnst mörgum fullorðnum innflytj- endum sem vilja taka þátt í sam- félaginu, hvort sem það er í gegnum sjálfboðavinnu, með þátttöku í nám- skeiðum, verkefnum eða öðru en af því mætti ætla að „áhugahvötin“ til þess að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu væri til staðar. Margt gott er að gerast í mál- efnum innflytjenda á Íslandi. Nokk- ur dæmi um það eru Þjóðlegt eldhús sem Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi standa fyrir, Söguhringur kvenna – samstarfs- verkefni Borgarbókasafns og Sam- takanna og Félagsvinur – mentor er málið hjá Rauða krossi Íslands. En við getum öll gert svo miklu meira dagsdaglega til að ýta undir áhuga- hvöt innflytjenda til þess að læra ís- lensku og öðlast um leið fleiri tæki- færi til að vera þátttakendur í samfélaginu:  Erlendir foreldrar – ekki gleyma móðurmálinu ykkar en hafið jafn- framt jákvætt viðhorf til íslensk- unnar. Þið eruð fyrirmynd barnanna ykkar.  Fjölmiðlafólk – megi fjölmenning- ardagur á Íslandi vera 365 daga á ári.  Valdhafar – styðjið og styrkið góð málefni sem geta eflt samfélagið og fylgið því eftir.  Skólar, stofnanir og fyrirtæki – viðurkennið menntun fólks sem sækir um nám eða vinnu.  Yfirmenn – hvetjið starfsfólk til að tala íslensku, en ekki bara til að fara á tungumálanámskeið.  Við öll, tölum íslensku, þótt við vitum að manneskjan á móti okk- ur talar kannski annað sameig- inlegt tungumál. Spyrjum ekki „Ha?“ en frekar „Geturðu sagt þetta aftur?“ ef við skiljum ekki alveg.  Verum einnig vakandi, það er örugglega einhver í kringum okk- ur sem vill koma í kaffi, fara í göngutúr eða bara spjalla, en er of feiminn til að taka fyrsta skref. Ég heyrði eitt sinn að til að læra annað tungumál þyrfti maður fyrst að verða ástfanginn af landinu. Ég viðurkenni að það er ekki alltaf ein- falt. Kannski gildir það hjá börnum, þar sem þau þroskast í tveimur, stundum ólikum, heimum á svo já- kvæðan og sjálfsagðan hátt. En fyrir okkur fullorðna fólkið, sem er vant ákveðnum hefðum, reglum og jafn- vel eigin mat, er þetta menning- arlegt áfall. Ég held að þó íslenskan sé lykill að samfélaginu, þá sé vilji, áhugi og ákveðni okkar til að snúa þessum lykli, opna dyrnar og jafn- framt okkur sjálf forsenda þátttöku í samfélaginu. En til þess að svo megi verða er best ef gestgjafarnir myndu taka vel á móti okkur og sýna okkur stuðning í verki. Við viljum öll búa í landi þar sem fólk skilur hvað annað frekar en aðgreinir. er það spurningin? » Að sögn fræði- mannsins Howard Gardner er „áhugahvöt“ (motivation) til að læra annað tungumál flókn- ara fyrirbæri en bara löngun til að læra tungumál… Höfundur er verkefnastjóri þjálf- unarmála og varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Gæti ekki verið að sjúkleg heift sumra samfylkingarþingmanna í garð Geirs H. Haarde sé tilkomin vegna samkomulagsins við ríkjasambandið Kanada sem hann undirritaði fyrir ekki svo mörgum misserum? Það framtak var að vísu svolítið eins og að „halda framhjá“ Evrópusambandinu, líkt og slíkt var kallað í mínu ung- dæmi, ýmsum til uppnáms. Ég hef sjálfur ekki orðið var við neitt annað en aukna hamingju vegna samskiptanna við Kanadabúa. Ice- landair er vitaskuld sjálfur að- altengiliðurinn og gaman er að taka á móti öllu þessu ágæta fólki sem streymir þaðan til landsins. Auðvitað á maður yfirleitt ekki að alhæfa um þjóðir – en samt … (Kanadabúar eru yndislegir). Við Íslendingar erum í eðli okkar skyldari Kanadabúum (Vestur- Íslendingum m.a.) og Bandaríkja- mönnum en Evrópubúum, held ég, að Bretum náttúrlega undanskildum, einnig að ógleymdum hinum Norð- urlandaþjóðunum, ekki síst Norð- mönnum sem seint mun teljast leitt að líkjast. (Ekki stefna þeir á ESB!) Þungbært mun vera fyrir sumt sam- fylkingarfólk að kyngja þessu og lengi getur það þráast við að vinna gegn þjóðarviljanum – ef ekki þjóð- areðlinu (frelsisástinni). Flest okkar af íslensku bergi brot- in erum alin upp í anda kristilegrar kenningar (mikil blessun), líkt og ná- grannaþjóðirnar – en ugglaust erum við efasemdagemlingarnir of margir, eða þá að eitthvað er að sjálfu „forrit- inu“, því það er varla einleikið hve helstu trúarbrögðin hafa „fokkast illa upp“ á síðustu árum, hérlendis sem erlendis. Ekki bara kristnin og gyð- ingdómurinn – múslimaheimurinn virðist vera að liðast í sundur vegna ofstækis sumra og flestir ættu að þekkja klofning búddatrúarmanna í óteljandi greinar. Fjarlægari trúar- brögð hljóta að eiga jafnerfitt upp- dráttar á öld alnetsins. Evrópusam- bandstrú Samfylkingarinnar er síðan allra neðst, sannkölluð villutrú. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON leigubílstjóri. Samfylkingin varpi frá sér villutrúnni Frá Páli Pálmari Daníelssyni BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 25. maí var spilað á 15 borðum hjá FEBH með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 450 Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 363 Örn Einarss. – Friðrik Hermannsson 360 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 343 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 341 A/V: Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafsson 354 Erla Sigurjóns. – Jóhann Benediktss. 353 Tómás Sigurjónss. – Björn Svavarsson 347 Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 346 Sigrún Andrewsd. – Jórunn Kristinsd. 345 Þriðjudaginn 29. maí var spilað á 15 borðum hjá félaginu með eftirfarandi úrslitum í N/S: Örn Einarss. – Friðrik Hermannss. 384 Óskar Ólafsson – Magnús Jónsson 363 Björn Karlsson – Jens Karlsson 339 Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 330 Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 326 A/V. Sigurður Tómáss. – Guðjón Eyjólfss. 394 Tómás Sigurjónss. – Björn Svavarss. 380 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 359 Nanna Eiríksd. – Oddur Halldórss. 357 Oddur Jónss. – Hrólfur Guðmundss. 336 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðjunni ELKO Byggt og Búið Geisla Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.