Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Ronald Reagan sagði eitt sinn að níu hræðilegustu orð- in í enskri tungu væru „I‘m from the government and I‘m here to help.“ Líklega eiga þau orð hvergi betur við en með „hjálp“ þá sem Íbúðalánasjóður veitir Ís- lendingum. Viðskiptablaðið hafði ný- verið eftir nýjasta fjár- málaráðherranum, Oddnýju Harðardóttur, undarlega frétt sem lítið fór fyrir, þess efnis að „Ekki væri búið að ákveða hvenær Íbúðalánasjóði verður lagt til aukafé, sem sjóðurinn þarf á að halda.“ Á heimasíðu sjóðsins kemur hinsvegar fram að hann „er fjárhagslega sjálfstæður og stendur undir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum“. Framangreind lýsing um sjálfstæði er því ámóta trúverðug og að forsetaframboð Þóru og Svavars sé óháð Fréttastofu RÚV, svo dæmi sé tekið af handahófi. Ef svonefndur „tilgangur“ sjóðsins er skoðaður kemur í ljós að starfsmenn hans hyggjast „stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæð- ismálum og að fjármunum verði sér- staklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“ Leið Íbúðalánasjóðs til heljar er vita- skuld vörðuð góðum ásetningi eins og „ör- yggi, jafnrétti, möguleika og viðráðanleg kjör“. Íbúðalánasjóður er hinsvegar ekk- ert annað en millilag, n.k. heildsala sem tekur peninga að láni og lánar út aftur, rétt eins og venjulegir bankar gera. Ef vaxtaþóknun sjóðsins er skoðuð mætti ætla að reksturinn ætti að vera vel „við- ráðanlegur“ fyrir bankamenn hins op- inbera en svo er hins vegar ekki. Vextir þeir sem sjóðurinn borgar eru u.þ.b. 2% en útlánin, þ.e. hin (ó)viðráðanlegu kjör“ til almennings eru hinsvegar 4,7%. Vaxta- munurinn samsvarar því ekki minna en 100% álagningu! Þrátt fyrir vaxtaokrið er rekstur sjóðs- ins hinsvegar svo galinn að skattgreið- endur þurfa að leggja sjóðnum til tugi milljarða að auki. Verðtryggð útlán sem sjóðurinn veitir almenningi bera verðból- guáhættu, sem almenningur hefur enga forsendu til að meta, í ofanálag við hæstu raunvexti í heimi. Ein afleiðing er að van- skil við sjóðinn nema nú hvorki meira né minna en 160 milljörðum! Þetta lánaform kennir sjóð- urinn við „öryggi“ en lætur þess ógetið að um öryggi fjármagnseigenda sem lána sjóðnum er að ræða. Þegar öllu er á botninn hvolft kem- ur í ljós að Íbúðalánasjóður er slæmur kostur fyrir lán- takendur en afleitur kostur fyrir skattgreiðendur en reksturinn einn og sér kostar yfir 2 milljarða á ári. Sirkus fáránleikans nær þó fyrst hámarki þegar framkvæmd mark- miðsins um að auðvelda fólki að kaupa fasteignir er skoðað. Sjóðurinn berst hat- ramlega gegn lækkun fasteigna- og leigu- verðs með því að kaupa sjálfur u.þ.b. 2000 fasteignir þeirra sem ekki hafa staðið í skilum. Markmiðið með þessum upp- kaupum er að halda uppi fasteignaverði og gengur sjóðurinn svo langt að leigja ekki út íbúðir á þeim stöðum þar sem „of- framboð“ gæti verið til staðar að mati spákaupmanna sjóðsins. Í þessu sambandi er rétt að benda á að fasteignir vega um þriðjung í vísitölu neysluverðs og að hver prósenta í verð- bólgu kostar almenning, beint og óbeint um 20 milljarða á ári. Gera má ráð fyrir að uppgreiðslur hjá sjóðnum aukist. Það kemur sjóðnum afar illa því til að tryggja velferð fjármagnseigenda er sjóðnum óheimilt að uppgreiða sín lán samsvar- andi. Varlega áætlað þyrfti um 100 millj- arða til að geta staðið straum af því mis- ræmi sem framundan er. Íbúðalánasjóður hefur nú þegar siglt á ísjaka eins og Titanic forðum. Almenn- ingur getur treyst á að stjórnmálamenn munu fumlaust endurraða þilfarsstólunum eins og sést í hinni nýju fjárfesting- aráætlun ríkisstjórnarinnar þar sem áætl- að er að leggja sjóðnum til 2 milljarða í eigið fé en breyta engu að því er starf- semina varðar. Eftir Arnar Sigurðsson » Verðtryggð útlán sem sjóðurinn veitir almenn- ingi bera verðbólguáhættu sem almenningur hefur enga forsendu til að meta í ofan- álag við hæstu raunvexti í heimi. Arnar Sigurðsson Höfundur er sjálfstætt starfandi. Íbúðalánasjóður sekkur Í Vestmannaeyjum er Sjó- mannadagurinn einn skemmtileg- asti hátíðardagur ársins og við peyjarnir sem áttum sjómenn sem feður sem og aðra ættingja vorum svo sannarlega stoltir af því að tengjast þeim og þar með Sjó- mannadeginum. Þegar ég síðar gerði sjómennskuna að ævistarfi mínu, gerði ég mér fljótt grein fyrir því að þessi dagur er miklu meira en skemmtun í tvo daga. Sjómannadagurinn er órjúf- anlegur hluti af stéttarbaráttu og kynningu á starfi sjómanna. Í Vestmannaeyjum má segja að allir tengist sjómönnum á einn eða annan hátt eins og víða í útgerðarbæjum landsins. Á Sjó- mannadaginn kynnum við sjómannsstarfið, minn- umst þeirra sem hafa látist og sérstaklega þeirra sem látist hafa í slysum á sjó, heiðrum aldna sjó- menn og ekki hvað síst gerum við okkur glaðan dag með fjölskyldum, vinum og skipsfélögum. Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sér Sjómannadaginn öðrum augum, ekki sem Sjó- mannadag heldur sem dag hátíðar hafsins. Það er óskiljanlegt að sjómenn skuli ekki mótmæla því að Sjómannadagurinn skuli vera tekinn eign- arnámi og nefndur Hátíð hafsins í Reykjavík með vitund og vilja stærstu sjómannafélaga landsins. Hafið hefur tekið líf margra sjómanna sem voru ættingjar okkar, vinir og skipsfélagar. Þess má geta til fróðleiks að á árunum 1962 til 1992 ár- in sem undirritaður stundaði sjó frá Vest- mannaeyjum, fórust 58 sjómenn sem voru á bát- um frá Eyjum, og eru þá taldir með þeir Eyjasjómenn sem fórust og stunduðu tímabundið sjó annarsstaðar á landinu á sama tíma. Þessi tala um dauðaslys á sjó er mun hærri og skiptir hundruðum ef taldir eru allir þeir sjómenn sem fórust á þessu tímabili. Það er eitt af markmiðum Sjómannadagsins að minnast þessara manna, og er minningarathöfn við minnisvarðann við Landa- kirkju ein eftirminnilegasta stund Sjómanna- dagsins í Vestmannaeyjum . Finnst mönnum það viðeigandi að minnast þeirra sjómanna sem farist hafa á hafi úti og margir þeirra gista hina votu gröf, á degi sem kallaður er Hátíð hafsins? Að mínu viti er þetta fráleitt og móðgandi fyrir ís- lenska sjómenn. Þessi gjörningur Sjómannadags- ráðs er farinn að smita út frá sér og sjómenn í hugsunarleysi farnir að breyta nafni dagsins. Í Þorlákshöfn þar sem flest snýst um sjóinn, hafa þeir á síðustu árum apað þetta eftir Reykja- víkurfélögunum og uppnefna Sjómannadaginn sinn Hafnardaga. Sjómenn gera sér ekki grein fyrir því hvað Sjómannadagurinn er sjómönnum mikilvægur hvað varðar kynningu á starfi sjó- manna, hann er okkar hátíðisdagur, ekki hátíð hafsins. Í lögum um Sjómannadag- inn segir m.a: Við tilhögun Sjó- mannadagsins skulu m.a. eftirfar- andi markmið höfð að leiðarljósi: Að stuðla að því að Sjómannadag- urinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi. Að efla samhug meðal sjó- manna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra. Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sér- staklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi. Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins. Eitt af lagaskyldum Sjómannadagsráðsins er líka: „Að beita sér í fræðslu og menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar.“ Með því að uppnefna Sjómannadaginn Hátíð hafsins er ekki verið að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verð- ugan sess í íslensku þjóðlífi, því síður eflir það samhug sjómanna eða kynnir þjóðinni áhættu- söm störf þeirra og mikilvægi. Engan starfandi sjómann hef ég hitt sem er ánægður með þessa nafnbreytingu. Nokkrir segja þetta afleiðingu þess að sum af stéttarfélögum sjómanna hafa verið sameinuð stórum landfélögum og þar með hafa tekið völdin menn sem hafa lítinn skilning og takmarkaðan áhuga á sjómannsstarfinu. For- ustumenn í stéttarfélögum sjómanna í Reykjavik hafa sagt mér að ef Faxaflóahafnir hefðu ekki tekið þátt í kostnaði við hátíðahöld Sjó- mannadagsins, hefði dagurinn sennilega lagst af. Hefur stjórn Faxaflóahafna þá sett þau skilyrði til styrkja, að nafn Sjómannadagsins verði þurrkað út og breytt í Hátíð hafsins? Samþykkti Sjómannadagsráð þessa nafnbreytingu? Hvað vakir fyrir þeim 34 stjórnarmönnum sjómanna- félaga og stjórn Faxaflóahafna að vilja breyta nafni Sjómannadagsins? Hvers vegna má hann ekki heita sínu rétta nafni, Sjómannadagur? Er þetta kannski einn liðurinn enn til þess að þagga niður í sjómönnum? Allir hugsandi sjómenn hljóta að sjá að þessi breyting á nafni Sjó- mannadagsins er niðurlægjandi fyrir sjó- mannastéttina. Eftir Sigmar Þór Sveinbjörnsson » Það er óskiljanlegt að sjómenn skuli ekki mót- mæla því að Sjómannadagur- inn skuli vera tekinn eignar- námi og nefndur Hátíð hafsins í Reykjavík. Sigmar Þór Sveinbjörnsson Höfundur er fyrrverandi stýrimaður. Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins Ómar Fögnuður Hún var mikil gleðin sem braust út meðal fagnandi áhorfenda í gærkvöldi þegar íslenska kvennalandsliðið í hanbolta sigraði Spánverja í undakeppni í EM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.