Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 35
og 1991, var fulltrúi við Héraðsdóm Vesturlands í Borgarnesi 1992-93, að- stoðarmaður hæstaréttardómara 1993-95, var deildarsérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu frá 1995 og síð- ar settur skrifstofustjóri þar til 1998, var saksóknari hjá ríkissaksóknara 1998, skrifstofustjóri Hæstaréttar 1998-2004, skipaður héraðsdómari í Reykjavík árið 2004 og hefur gegnt því embætti síðan. Hann er formaður dómstólaráðs frá 2005. Símon hefur setið í fjölda opinberra nefnda og situr nú í refsiréttarnefnd. Hann sendi frá sér ritið Dómar um al- mennt einkamálaréttarfar, 2002. Með fimm maraþon að baki Símon er alvöru áhugamaður um íþróttir, lauk íþróttakennaraprófi, þjálfaði yngri og eldri flokka í knatt- spyrnu, m.a. í Borgarnesi, hefur sjálf- ur stundað hlaup í meira en aldarfjórð- ung og hefur hlaupið fimm maraþonhlaup: Í Reykjavík 2007, Hamborg 2008, London 2008, New York 2009 og Los Angeles 2010. Símon hleypur ekki með hlaupahóp- um: „Ég hleyp yfirleitt einn því ég hleyp í hádeginu, frá mínum vinnustað og þangað aftur. Mér finnst ágætt að brjóta þannig upp vinnudaginn og eiga í staðinn meiri tíma með fjölskyldunni þegar vinnudeginum lýkur.“ Fjölskylda Eiginkona Símonar er Inga Dóra Sigfúsdóttir, f. 13.7. 1967, stjórnmála- fræðingur, doktor í félagsfræði og pró- fessor við Colombia University í New York. Foreldrar hennar: Sigfús Jóns- son, f. 2.2. 1930, d. 14.1. 1999, sölustjóri hjá Sölunefnd varnarliðseigna, og Guðrún Erla Sigurðardóttir, f. 12.3. 1934, ljósmóðir, búsett í Reykjavík. Dætur Símonar og Ingu Dóru eru Erla Símonardóttir, f. 6.9. 1995, Sonja Símonardóttir, f. 6.9. 1995 og Alanta Símonardóttir, f. 8.6. 2009. Systur Símonar eru Gróa Svandís Sigvaldadóttir, f. 8.7. 1960, kennari og sérfræðingur hjá RANNÍS, búsett í Kópavogi; Jakobína Björk Sigvalda- dóttir, f. 11.11. 1967, dýralæknir, bú- sett í Garðabæ; Friðrika Alda Sig- valdadóttir, f. 4.8. 1974, hjúkrunarfræðingur, búsett í Kópa- vogi. Foreldrar Símonar eru Sigvaldi Guðlaugur Guðmundsson, f. 22.4. 1936, bóndi á Kvisthaga í Miðdalshreppi, lögregluvarðstjóri í Búðardal og síðar í Reykjavík og loks dómvörður við Hæstarétt, og k.h., Sonja Sím- onardóttir, f. 24.6. 1936, húsfreyja og ljósmóðir. Úr frændgarði Símonar Sigvaldasonar Jörgen Petersen í Froba í Suðurey Elísabet Petersen húsfr. í Froba Michael Töftum sjóm. i Vogi Fredrika Töftum húsfr. í Vogi Halldóra Guðmundsdóttir húsfr. í Hamraendum Sigvaldi Valentínusarson skipstj. og hafnsögum. í Stykkish. Guðlaug Þorsteinsdóttir húsfr. í Stykkish.Símon Sigvaldason Sigvaldi Guðmundsson fyrrv. lögregluvarðstj. Sonja Símonardóttir húsfr. í Rvík. Jakobína Petersen f. Töftum, húsfr. í Vogi Símon Petersen fiskmatsm. í Vogi í Færeyjum Gróa María Sigvaldadótir húsfr. í Hamraendum Guðmundur Baldvinsson b. á Hamraendum í Dölum Baldvin Baldvinsson b. á Hamraendum Klemens Baldvinsson b. í Hvassafelli Sæunn Klemensdóttir húsfr. í Klettstíu Klemenz Jónsson leikstjóri Aðalsteinn Baldvinsson kaupm. í Brautarholti Ingólfur Aðalsteinss. forstj. Heitaveitu Suðurn. Aðalsteinn Ingólfss. listfr. og safnstj. Dómarinn „Grundar dóma, hvergi hann hallar réttu máli.“ ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 90 ára Matthildur Magnúsdóttir 85 ára Ari V. Ragnarsson María S. Júlíusdóttir Tryggvi Sigurgeirsson 80 ára Halldór Ármannsson Lára Stefanía Ólafsdóttir Ragnar Gíslason Sigurlaug Steingrímsdóttir 75 ára Arngrímur Ísberg Elís Hrafnkelsson Guðrún Ása Jóhannsdóttir 70 ára Anna Kristinsdóttir Árni Óskarsson Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Guðrún Einarsdóttir Ragnhildur Jóna Kolka Sigrún Hjartardóttir 60 ára Guðjón Jóhannsson Guðlaugur Aðalsteinsson Guðmundur St. Jóhanns- son Hjördís Bjarnason Hrafnhildur Bernharðs- dóttir Jakob Ólafsson Jón Sverrir Erlingsson Kirstín Benediktsdóttir Kristín Einarsdóttir Kristín Pétursdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Svala Haukdal Jónsdóttir Tumi Tómasson Þorsteinn Jónsson Þórarinn Örn Geirsson Þráinn Ólafsson 50 ára Chuen How Ng Ellert Sigurður Guðjónsson Haraldur B. Ingólfsson Ingibjörg K. Matthíasdóttir Jónína Ingvadóttir Kristín Kolbeinsdóttir Kristín Magnea Karlsdóttir Pétur Ingjaldur Pétursson Sigurrós Kristjánsdóttir Símon Sigvaldason Susana Turago Araojo Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Valdís Andersen Viðar Breiðfjörð Helgason 40 ára Berglind S. Harðardóttir Guðbjörg Ingólfsdóttir Helgi Ólafur Magnússon Hildur Ýr Gísladóttir Jón Árni Jóhannsson Karl Lúðvíksson Páll Þórólfsson Rony W. Echegaray Linares Ruth Ásdísardóttir Sif Jóhannesdóttir Sigurður Egill Þorvaldsson Svava Sigurðsson Braga- son Tómas Gísli Guðjónsson Virpi Tuulikki Jokinen Waldemar Andrzej Sikut Þórir Smári Birgisson 30 ára Árni Ísak Rynell Dagný Ósk Sigfúsdóttir Dejan Gabríel Kospenda Gunnsteinn Helgi Mar- íusson Karolina J. Moszczynska Mariama Bah Matthildur K. Sophusdóttir Steingrímur Davíð Úlf- arsson Til hamingju með daginn 30 ára Benedikt ólst upp á Hellu og býr í Kópavog- inum. Hann vinnur í töflu- deild í Actavis. Kona Eyja Drífa Ingólfs- dóttir, f. 1988, nemi og vinnur á leikskóla. Þau eiga von á barni í júlí. Systir Helga Björk Helga- dóttir, 1986, lögfræðingur. Foreldrar Hulda Björk Gunnarsdóttir, f. 1960, hestakona og Helgi Val- berg Benediktsson, f. 1953, vinnur á dvalar- heimilinu Lundi á Hellu. Benedikt Val- berg Helgason 30 ára Björgvin er fædd- ur og uppalinn í Reykja- vík. Hann er sjálfstætt starfandi pípulagn- ingamaður. Kona Sigríður Huld Skúladóttir, f. 1984, bóndi og viðskiptafræðingur. Dætur Embla Dís og Kristey Sunna, fæddar 2007. Foreldrar Ragnar Ant- onsson, f. 1957, bílstjóri og Kristbjörg María Ein- arsdóttir, f. 1957, aðstoð- armaður tannlæknis. Björgvin Sævar Ragnarsson Erlendur Guðmundsson fædd-ist 31. maí 1891 í Mjóstræti íReykjavík og ólst upp í Unu- húsi, Garðastræti 15, og bjó þar alla ævi. Faðir hans var Guðmundur Jónsson frá Brún í Svartárdal í Húnavatnssýslu en móðir hans var Una Gísladóttir, fædd á Stóru-Giljá í Húnaþingi. Hann var ætíð þekktur sem Er- lendur í Unuhúsi. Húsið var kennt við Unu móður Erlendar þar sem hún hafði kostgangara í fæði og leigði út herbergi. Mæðginin höfðu mikinn áhuga á listum og menningu og var Unuhús þekkt sem miðpunktur menningar í upphafi 20. aldar. Ung skáld og listamenn auk fjölda ann- arra höfðu þar aðsetur, meðal annars Stefán frá Hvítadal, Steinn Steinarr, Halldór Laxness, Þórbergur Þórðar- son, Louisa Matthíasdóttir og Nína Tryggvadóttir. Helstu rithöfundar Íslands hafa keppst við að mæra Erlend í ritum sínum. Þórbergur skrifaði um Erlend í bókinni Í Unuhúsi, 1962, eftir frá- sögn Stefáns frá Hvítadal. Í minning- arorðum Þórbergs um Erlend skrifar hann: „Erlendur var svo fágætur maður að gáfum og mannkostum að ég efast um að í allri sögu Íslendinga verði fundinn einn tugur manna sem væru honum jafnir.“ Jafnframt segir hann um persónugerð Erlendar að hann hafi verið með afbrigðum kurt- eis að eðlisfari, haft mjúka skapsmuni en búið þó yfir eitilhörku. Segja má að Þórbergur hafi átt Erlendi og Unu líf sitt að launa, því rigningasumarið mikla svalt Þórbergur nánast og tóku þau hann upp á arma sína. Útlit Erlendar varð mönnum tíð- rætt um og ber Halldór Laxness hann saman við Jesú Krist. Í Sjö- meistarasögunni, 1978, segir hann um Erlend: „Þá kunni ég ekki mann að þekkja ef þetta var ekki frelsarinn sjálfur, meira að segja kliptur útúr biflíumynd í jesúhjartastíl, nema bar ekki hjartað utaná.“ Þá finnst Hall- dóri hið mikla skegg Erlendar eigi vel við hann líkt og bláu augun sem voru skærari en önnur. Stefán frá Hvítadal sagði að Er- lendur hefði ætíð verið fyrsti maður- inn sem hann sýndi kvæði eftir sig og treysti dómum hans um skáldleg efni betur en áliti annarra. Erlendur dó 13. febrúar 1947. Merkir Íslendingar Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi Erlendur Guðmundsson 30 ára Sindri Páll er fæddur á Akureyri og ólst upp á Rifkelsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Hann er bóndi í Neðri-Mýrum, Austur Húnavatnssýslu. Kona Birna Ágústsdóttir, f. 1981, lögfræðingur. Börn Tanja Kristín, f. 2001, Atli Þór, f. 2006 og Arnór Ágúst, f. 2008. Foreldrar Bjarni Krist- insson, f. 1953, smiður og Aðalheiður Harðardóttir, f. 1958, hjúkrunarfræð- ingur. Sindri Páll Bjarnason 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.