Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 ✝ Helga Að- alsteinsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 4. nóv- ember 1946. Hún lést í Reykjavík 22. maí 2012. For- eldrar hennar Geirþrúður Stef- ánsdóttir, f. 30. október 1920 á Flugumýri í Skagafirði og Aðalsteinn Guðmundsson, f. 9. október 1923 í Reykjavík, d. 1. september 1985. Systkini Helgu eru Guðmundur Birgir Að- alsteinsson, f. 21. september 1950, Guðrún Aðalsteinsdóttir, f. 5. janúar 1952 og Stefán Að- Bjartur Logi, f. 13. nóvember 1972, kvæntur Jóhönnu Ósk Valsdóttur, f. 15. desember 1972. Börn þeirra eru: a) Frið- rik Valur, f. 31. ágúst 2005, b) Dagmar Helga, 22. október 2008, 4) Dögg, f. 10. febrúar 1976. Sonur hennar er a) Bjart- ur Eldur Þórsson, f. 9. ágúst 2004, faðir hans er Þór Jó- hannesson. Helga byrjaði ung að vinna á sjúkrahúsinu Sólheimum í Reykjavík og styrktist þá áhugi hennar á hjúkrunarstarfinu sem hafði kviknað á unga aldri. Hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1976 og starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur upp frá því, fyrst á Landakotsspítala, síðar á Borg- arspítala og loks í Seljahlíð þar sem hún var lengst af deild- arstjóri hjúkrunardeildar. Útför Helgu fer fram frá Neskirkju í dag, 31. maí 2012, kl. 13. alsteinsson, f. 28. apríl 1956. Eiginmaður Helgu er Guðni Garðarsson, f. 5. mars 1945, þau giftust 14. nóv- ember 1965. Börn þeirra eru: 1) Garðar, f. 24. maí 1965, kvæntur Önnu Jónsdóttur, f. 30. júlí 1966. Börn þeirra eru: a) Guðni, 14. desember 1987, b) Edda, f. 20. nóvember 1989, maki hennar er Theodór Gaukur Krist- jánsson, sonur þeirra er Birkir Örn. c) Auður, f. 22. maí 1997. 2) Andri, f. 28. maí 1970. 3) Kvíða ekki flestir fyrir að hitta tengdaforeldra sína, og ekki síst tengdamóður, í fyrsta skipti? Það getur ekki annað verið en að þannig hafi það ver- ið hjá mér, þó að núna, tæpum 10 árum síðar, finnist mér það varla geta verið. Samskiptin við Helgu og Guðna gengu frá fyrstu tíð eins og ég hefði þekkt þau lengi og alltaf var gott að líta inn í Einarsnesinu, sem ég eftir á að hyggja hefði auðvitað átt að gera miklu oft- ar. Þegar Friðrik Valur fæddist voru það ömmurnar tvær sem voru okkar Bjarts stoð og stytta fyrstu dagana og voru óþreytandi að elda ofan í okkur og gefa góð ráð og var ómet- anlegt fyrir mig að geta leitað til Helgu jafnt og mömmu minnar og alltaf var öllum spurningum og beiðnum jafn vel tekið. Þegar nýbakaðir for- eldrar höfðu áhyggjur af ein- hverju sem varðaði heilsu frumburðarins var gott að geta leitað til hjúkrunarfræðingsins Helgu sem leysti ljúfmannlega úr því sem upp kom og benti á lausnir og róaði niður eftir því sem við átti. Svo var Helga boðin og búin að koma að passa þegar heilsan leyfði og hún var ekkert að æsa sig yfir því þó að húsmóðurhæfileikar tengda- dótturinnar væru nú ekki upp á marga fiska. Í eitt af fyrstu skiptunum sem hún kom heim að passa Friðrik Val komst hún varla fyrir í stofusófanum vegna stærðarinnar þvottahrúgu sem hafði verið skellt þar niður og dagað uppi. Þegar ég kom heim aftur var búið að brjóta saman allan þvottinn og sor- tera í bunka á sófaborðið. „Ertu nokkuð móðguð?“ spurði Helga og brosti út í annað þeg- ar ég starði á fatabunkana á borðinu. Ég hélt nú síður, enda vissi hún sem var að húsmóð- urgenin voru af skornum skammti í mér og við hjónin auk þess alltaf á hlaupum í ým- is tónlistarverkefni og fleira og öll hjálp geysilega vel þegin. Það var svo orðið þannig að ef ekki var einhver þvottur til- tækur til að brjóta saman þeg- ar hún kom að passa sagðist hún með glotti ekkert hafa haft að gera á meðan. Börnunum fannst alltaf gaman þegar amma Helga kom að passa og bæði Friðrik Valur og nafna Dagmar Helga biðja fyrir bestu kveðjur til ömmu og segja að nú sé hún í himninum hjá Guði og ætli að passa þau þaðan. Að leiðarlokum vil ég þakka bestu tengdamömmu í heimi samfylgdina og alla hjálpina í gegnum tíðina. Jóhanna Ósk. Hann var brattur síðasti spölurinn hjá henni Helgu minni, það vitum við sem fylgd- ust vanmáttug með, en hún gekk með reisn, stóð meðan stætt var, og ég er stolt af henni. Hún var stóra systirin mín og svo miklu meira en það. Hún var athvarfið mitt í gleði og sorg, hló með mér þegar við átti, taldi í mig kjarkinn þegar þess þurfti, alltaf í mínu liði, alltaf traust, alltaf til staðar. Síðustu daga hefur hugurinn reikað, minningarnar streyma fram og mörgum fylgja bros. Helga mín, barn, foringi í systkinahópnum, stjórnar leikj- um og prakkarastrikum. Helga mín, ung stúlka, ástfangin og dularfull. Helga mín, ung kona, gift, orðin móðir, og ég komin til sumdardvalar hjá litlu fjöl- skyldunni á Fáskrúðsfirði, hún átján, ég tólf. Þá held ég að við höfum bundist þeim traustu böndum sem aldrei brustu. Helga mín flutt til Reykja- víkur, börnunum fjölgar, það skiptast á skin og skúrir. Helga mín komin í Hjúkrunar- skólann og lætur sig ekki muna um að bæta við fjórða barninu meðfram náminu. Við systurn- ar lærðum báðar hjúkrun, unn- um saman lengst af, alltaf sátt- ar alltaf vinir. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona gott samband við samferðafólk sitt eins og Helga átti, þar held ég hafi komið til einstakt jafnað- argeð, skynsemi, heiðarleiki, sáttfýsi að ógleymdum frábær- um húmor. Fjölskyldan hennar er orðin stór, komin tengda- börn, barnabörn og nú síðast barnabarnabarn. Öll voru þau henni afar kær og hún þeim. Ég var svo lánsöm að fara með Helgu í nokkur ógleymanleg ferðalög, fyrst og fremst brúð- kaupið hennar Söru á Spáni, þar sem við Helga, mamma og yngri börnin mín tvö skemmt- um okkur svo vel og þau féllu fyrir Helgu, fyrir húmornum hennar og gleðinni. Svo voru ferðirnar okkar norður á sumr- in með mömmu á æskuslóð- irnar hennar í Skagafirði þar sem var heilsað upp á frænd- fólkið og okkur allstaðar tekið með kostum og kynjum. Síð- ustu ferðina fórum við síðasta sumar og það er ómetanlegt í minningunni. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með fjölskyldunni í þessari baráttu. Guðni sem vék ekki af verð- inum, þar varð ekki betur gert, börnin hennar og fjölskyldur þeirra sem vildu allt fyrir hana gera, mamma okkar sem átti svo fallegt samband við dóttur sína, bræður okkar og þeirra fjölskyldur, vinkonurnar sem komu eða hringdu daglega, vinnufélagar og vinir sem báðu fyrir kveðjur og nú síðast starfsfólkið hjá Karitas og á 11G, að ógleymdum læknunum Elísabetu og Hlíf sem sinntu henni af virðingu og fag- mennsku. Ég bið guð að styrkja okkur öll og varðveita Helgu mína, um leið og ég kveð með síðustu kveðjunni okkar „Þú ert best“. Guðrún Aðalsteinsdóttir. Helga Aðalsteinsdóttir Það gleður mig að kynnast þér hugsaði maður stundum þegar maður sat í bílnum á leið- inni heim eftir að hafa setið kvöldstund með þér uppi á hjúkrunarheimilinu þar sem Kjartan tengdapabbi lá. Ég hafði samt þekkt þig hátt í þrjá- tíu ár en kynntist þér öðruvísi á síðustu árum þegar við hittumst á Eir. Kjartan lá þar mikið veik- ur og þú komst ótrúlega oft til hans og þú varst ekki að koma bara til að kíkja í heimsókn. Þú komst þangað til að gleðja aðra með glensi og gríni. Þú komst til að leysa aðra af þegar þess þurfti. Þú varst til staðar þegar brugðið gat til verri vegar og einnig þegar Kjartan var hress- ari. Þetta kallast á íslensku að sýna kærleik í verki og það gerðir þú svo sannarlega. Þetta gerðir þú með gleðibragði án þess að minnast á eigin veikindi. Það kemur því ekki á óvart að þú sért mikils metinn innan fjöl- skyldunnar. Jóna systir þín er þér æv- Már Hallgrímsson ✝ Már Hall-grímsson fæddist í Hafn- arnesi við Fá- skrúðsfjörð 2. ágúst 1939. Hann andaðist á Land- spítala í Fossvogi 20. maí 2012. Útför Más var gerð frá Graf- arvogskirkju 30. maí 2012. inlega þakklát fyrir hjálpina og allar góðu stundirnar. Guðjóni, Oddnýju Völu og Höllu þykir mjög vænt um þig og það þykir mér og mínum börnum líka. Ég vil senda samúðarkveðjur til allra ættingja þinna og megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Ég leit út um gluggann og sárt var að sjá síðasta blómið mitt hnigið í dá. Í frostinu hlaut það sitt helkalda sár það hnigu af augum mér saknaðartár. Samt veit ég það öruggt að vorsólin hlý vekur þig aftur til lífsins á ný. Fræ þitt er hulið í frjósamri jörð það fá ekki grandað því illviðri hörð. (Guðrún Sigurborg Vilbergsdóttir) Már Hallgrímsson, far þú í friði, það gleður mig að hafa kynnst þér. Kveðja, Þorvaldur (Þorri). „Bankinn ætlar að koma og spila með okkur golf“ hversu oft höfum við ekki heyrt föður okk- ar segja þessa setningu og ljóma af ánægju og spenningi yfir holl- inu þann daginn. Bankinn var Már eða Mási eins og við köll- uðum hann iðulega og var einn af bestu vinum pabba. Már starfaði hjá Landsbankanum og fékk þannig gælunafnið sem pabbi notaði gjarnan. Það er kannski ekki sjálfgefið að börn tengist vinum foreldra sinna sterkum böndum, en Már var þannig að okkur hefur alltaf fundist hann vera einn af fjöl- skyldunni. Hann kom í jólaboð- in, skírnir og önnur hefðbundin fjölskylduboð og við systurnar kölluðum hann oft bróður okkar svona í góðlátlegu gamni okkar á milli. Már hugsaði ákaflega vel um heilsuna og stundaði hreyfingu alla tíð. Golf, gönguferðir, sund, hann var alltaf að og alltaf vel til fara, sólbrúnn og flottur með fallegt bros sem yljaði um hjartarætur. Já, það er leitun að myndarlegri manni, en hann var sko miklu meira en það, góð- mennskan skein af honum og betri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. Það eru einmitt allar ferðirnar og sérstaklega til Flór- ída sem koma efst í huga okkar systra þegar við sitjum hér sam- an og minnumst hans Más. Már var mikill fjölskyldumað- ur og kunni því vel við sig í okk- ar stóra hóp. Honum samdi jafn- vel við alla hvort sem það voru fullorðnir eða börn, en hann var mikil barnagæla. Við systurnar fengum reglulega fréttir af einkadóttur hans á okkar aldri, henni Siggu, sem var í námi er- lendis og hann var rífandi stolt- ur af. Ekki minnkaði stoltið þeg- ar barnabörnin fóru að koma í heiminn og hann sagði okkur sögur af drengjunum hennar Siggu og kom með þau í heim- sókn þegar fjölskyldan var á Ís- landi. Afahlutverkið fór honum einstaklega vel og nutu dætur okkar systra þess í ferðum okk- ar saman. Hann gaf sér alltaf tíma til að leika við þær og segja þeim sögur og vitum við að strákarnir hennar Siggu hafa misst mikið við fráfall afa síns, en búa við margar góðar minn- ingar af frábærri fyrirmynd. Í október 2011 hittumst við í síðustu Flórídaferðinni. Það var hrekkjavaka og Már kom í heim- sókn með Siggu sína og fjöl- skylduna svo og tengdafjöl- skyldu hennar og áttum við saman ógleymanlega kvöldstund þar sem farið var í búninga, borðaður kalkúnn og bankað á dyr til að sníkja sælgæti. Allir skemmtu sér konunglega, bæði börn og fullorðnir, en sérstak- lega var Már í essinu sínu með alla ástvinina í heimsókn hjá góðum vinum. Okkur fannst meiriháttar að fá Siggu og henn- ar fjölskyldu með Má í heimsókn og geta sýnt þeim húsið sem hann hefur svo oft dvalið í með okkur. Í því húsi eru fjögur svefnherbergi og við erum fjórar systurnar, en eitt herbergið er og verður alltaf kallað Mása her- bergi. Elsku Sigga, Gunnar, Auðólf- ur Már, Árni Karl og Ásgeir Hrafn. Við systur, dætur okkar og Gummi sendum innilegar samúðarkveðjur og eigum eftir að minnast Más með söknuð í hjarta, en fallegar minningar verða dregnar fram enda þak- kæti og fegurð sem er okkur efst í huga við minningu góðs vinar. Björk, Guðmundur, Guðrún, Sigríður og Erla. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF KARVELSDÓTTIR frá Hnífsdal, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 27. maí. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Guðlaugar B. Pálsdóttur, reikning nr. 0142-15-730008, kt. 0112444759. Kristján Pálsson, Sóley Halla Þórhallsdóttir, Ólafur Karvel Pálsson, Svandís Bjarnadóttir, Guðrún Helga Pálsdóttir, Ólafía Guðfinna Pálsdóttir, Arnar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SKÚLI SKÚLASON bifvélavirki, Miðbraut 22, Seltjarnarnesi, er lést þriðjudaginn 22. maí, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 4. júní kl. 13.00. Hansína Sigurjónsdóttir, Hafsteinn Skúlason, Brynja Rannveig Guðmundsdóttir, Áslaug Ingibjörg Skúladóttir, Gunnsteinn Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, BERTHU GÍSLADÓTTUR frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Droplaugar- staða fyrir hlýhug og góða umönnun. Rósa Martinsdóttir, Ársæll Lárusson, Emilía Martinsdóttir, Sigurður Ingi Skarphéðinsson, Sigríður Sylvía Jakobsdóttir, Lárus Ársælsson, Sveinborg Lára Kristjánsdóttir, Bertha María Ársælsdóttir, Kolbeinn Gunnarsson, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, Martin Eyjólfsson, Eva Þengilsdóttir, Drífa Kristín Sigurðardóttir, Martin Ingi Sigurðsson, Anna Björnsdóttir, Hildur Erna Sigurðardóttir, Steinar Sigurðsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Hinn 27. maí varð hann afi minn Jón Jens á Munaðarnesi 100 ára. Hann lést 9. mars 2005. Minningarnar um hann afa streyma fram á þessum degi allt frá sögunni um þegar hann sótti ömmu fótgangandi um miðjan vetur á biðilsbuxum til ótrúlegra en sannra veiðisagna. Eru minningar mínar um þann tíma sem ég dvaldi hjá þeim Jón Jens Guðmundsson ✝ Jón Jens Guð-mundsson fæddist á Mun- aðarnesi í Árnes- hreppi 27. maí 1912. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 9. mars 2005 og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju 21. mars 2005. hjónunum á Mun- aðarnesi margar af mínum dýrmæt- ustu og bestu. Það sem stendur upp úr hjá mér eru seinustu ár hans, þar sem hann reyndist sterkur og góður eiginmað- ur ömmu minnar sem í veikindum sínum þurfti að treysta á fórnfýsi hans og sam- viskusemi og hann afi brást þar ekki. Hann hugsaði um ömmu eins og ungbarn og umhyggja hans gleymist seint þeim sem sáu. Ég er svo ótrúlega þakklát og stolt yfir að vera dótturdótt- ir þessa sérstaka manns. Til þín afi minn sendi ég ástarkveðjur. Steinunn B. Friðriksdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsending- armáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.