Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 ✝ Sóley Odds-dóttir fæddist í Móhúsum í Garði 13. febrúar 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð á Vífils- stöðum 16. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Hreið- arsdóttir húsmóðir, f. 19. ágúst 1888, d. 1. október 1989 og Oddur Jónsson útvegs- bóndi, f. 25. október 1886, d. 31. ágúst 1977. Heimili fjölskyld- unnar var í Presthúsum í Garði. Sóley var ein af fjórum börnum þeirra hjóna og einnig ólu þau upp fósturson. Systkini hennar voru Júlíus Guðjón, Sólveig Sig- rún og Ingimar og eru þau öll látin. Fósturbróðir er Eyjólfur Gíslason og er hann búsettur í Garði. Sóley giftist árið 1942 Sæ- mundi Þorláki Jónssyni, f. 22. febrúar 1915, d. 18. október 1980, þau eignuðust þau þrjú börn: 1) Sigurveig, f. 9. júní 1944, gift Halldóri Snorrasyni. Börn þeirra eru: a) Björg El- í sambúð með Eddu Björk Pét- ursdóttur, dóttir þeirra er: Saga Björk. 3) Jóna, f. 19. mars 1958, var gift Grétari Leifssyni, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: a) Sóley, f. 1980, gift Edu- ardo Miguel, sonur þeirra er: Er- ik. b) Sigurveig, f. 1985, í sam- búð með Gísla Jóni Jónssyni. c) Leifur, f. 1988, í sambúð með Láru Sif Christiansen. Sóley og Sæmundur bjuggu á Framnesvegi 14 í Keflavík. Þar starfaði Sóley meðal annars við verslunarstörf og fiskvinnslu. Hún var félagi í Kvenfélagi Keflavíkur og tók virkan þátt í starfi félagsins. Sóley og Sæ- mundur slitu samvistum. Sóley fluttist ásamt börnum sínum til Reykjavíkur árið 1965. Seinni eiginmanni sínum, Birni Kjart- anssyni, f. 9. febrúar 1925, d. 8. desember 1998 giftist Sóley árið 1966. Í Reykjavík starfaði Sóley við verslunarstörf og rak um tíma Hannyrðaverslun Þuríðar Sigurjónsdóttur ásamt Sig- urveigu dóttur sinni. Síðustu starfsárin starfaði Sóley í mötu- neyti Landsbanka Íslands. Eftir að hún lét af störfum tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldr- aðra. Hún spilaði félagsvist, var í púttklúbbi og vann að ýmiss kon- ar listsköpun. Útför Sóleyjar verður gerð frá Garðakirkju í Garðabæ í dag, 31. maí 2012 og hefst athöfnin kl. 13. ísabet, f. 1968, gift Hjalta Bjarnfinns- syni, synir þeirra eru: Ari Halldór og Elías Bjarnfinnur. Sonur Ara Halldórs er Kristófer. Dóttir Hjalta er Karlotta. b) Jónína Sóley, f. 1975, gift Þórmundi Jónatanssyni, dæt- ur þeirra eru: Sig- urveig og Sólveig. c) Björn, f. 1978, kvæntur Berg- lindi Birgisdóttur, sonur þeirra er: Ólíver Elí, dóttir Berglindar er: Ísabella Líf. Dóttir Halldórs er Unnur Fríða, börn hennar eru: Guðbjörg Arney og Einar Guðjón. 2) Oddur Kristmann, f. 12. maí 1950, kvæntur Jónínu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru: a) Helga Jóhanna, f. 1973, var gift Hjalta Páli Sigurðssyni, synir þeirra eru: Oddur Fannar og Tómas Ingi. Helga og Hjalti Páll slitu samvistum. Helga er í sambúð með Einari Jónssyni. b) Guðmundur Jóhannes, f. 1975, kvæntur Guðrúnu Mjöll Ólafs- dóttur, börn þeirra eru: Hulda Sóllilja, Ólafur Oddur og Jónína Sóley. c) Sæmundur Jón, f. 1981, Hún var góð kona og glæsileg á velli. Hún hafði stórt hjarta og stór- ar tilfinningar sem hún bar þó ekki alltaf á torg. Hún var til staðar í gleði og sorg og vílaði ekki fyrir sér að renna til okkar í Keflavík hvenær sem var, til að samgleðjast eða hugga. Hún var dugleg kona. Hún var tryggðatröll. Hún var tengdamóðir mín, sem ég á svo margt að þakka eft- ir langa samveru á þessari jörð. Það var fyrir um 44 árum að ég hitti Sóleyju fyrst, er ég hafði kynnst einkasyninum hennar, Oddi. Hún tók mér strax opnum örmum og lét mér líða sem einni af fjölskyldunni. Kannski var það sumpart af því að ég var bara unglingur og kom við móður- hjartað stóra. En okkur samdi ætíð vel og komumst oft nærri kjarnanum hvor hjá annarri. Árin liðu og samgangur var mikill. Hún fylgdist vel með sín- um. – Það er svo margs að minn- ast. – Heima og heiman. Gleði og hnyttni ber hátt. Hún elskaði sólarstrendur og fór oft. Við Oddur nutum slíkra ferða með henni, en hæst ber í minningunni fallega heimilið hennar sem alltaf stóð opið. Sunnudagssteik í stofu er komið var úr sveitinni með börnin, eða kaffi og með því í hversdags- heimsóknum. Þá var henni um- hugað um að fjölskyldan ætti stórhátíðir saman í dýrindis- veislu í hennar ranni. Gjarnan var þá tekið í spil þannig að vel mátti heyra í nágrenninu, enda margir raddsterkir í fjölskyld- unni. Þá var Sóley í essinu sínu. Hún var góð amma og þökkum við Oddur á kveðjustund velvild hennar í garð sonarbarna og langömmubarna. Sérstaklega þökkum við skjólið sem hún og Bjössi veittu Guðmundi, ungum skólanema í borginni á heimili sínu. Seinni árin átti tengdamóðir mín við heilsubrest að etja, en lífsviljinn var mikill. Hún dvaldi í Holtsbúð, síðast til húsa á Vífils- stöðum og naut þar frábærrar umönnunar þess góða starfsfólks sem þar vinnur. Sóley naut mikillar umhyggju barna sinna. Einkum þess elsta, Siggu sem umvafði móður sína af einstakri natni og hlýju alla tíð. Það telst hár aldur að eiga 92 ár og nú hefur amma Sóley kvatt okkur að sinni. Síðasta daginn sem við áttum saman á meðan hún mátti enn mæla, var eins og hún fyndi kveðjustundina nálg- ast. Hún hvíslaði að mér fallegum orðum og strauk vanga minn í síðasta sinn. Þessa yndislegu kveðju mun ég ætíð geyma í hjartanu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Jónína Guðmundsdóttir. Elsku amma Sóley, mikið óskaplega er erfitt að skrifa til þín þessa hinstu kveðju. Ég man eftir góðu stundunum með ykkur afa, ferðalögum og ótal jóla- og páskaboðum í Máva- hlíðinni. Alltaf nóg til af mat og svo eftir matinn var hitað súkku- laði sem aldrei mátti kalla kakó, það var móðgun við þann sem lagaði súkkulaðið. Þið mamma gátuð spilað kasínu öll kvöld og fátt gat truflað ykkur. Þú og afi voruð alltaf með opnar dyr handa fólkinu ykkar og það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn. Þegar ég fékk að koma í vinnuna með pabba þá þótti mér alltaf jafn gaman að fylgjast mér þér baka í eldhúsinu. Þú reyndist mér, Berglindi og krökkunum alltaf vel, þú varst fyrirmyndaramma og -langamma. Þegar ég kynntist Berglindi þá man ég þegar ég kynnti Ísabellu Líf fyrir þér. Þú varst svo stolt að fá annað lang- ömmubarn. Allar ferðirnar okkar Berglindar í Holtsbúðina með krakkana eru dýrmætar minn- ingar. Þú leyfðir Óliver Elí að sitja í stólnum þínum og við keyrðum ykkur um húsið. Þetta er það sem krakkarnir tala um og muna. Nú situr þú við hliðina á afa Bjössa og þið fylgist með fjöl- skyldunni. Þið fylgist með hvern- ig okkur tekst til með uppeldið á börnunum okkar og leiðbeinið okkur í gegnum bænir og drauma. Elsku amma, við fögnum þeim tíma sem við áttum með þér og minning þín lifir í hjörtum okkar. Björn, Berglind, Ísabella Líf og Óliver Elí. Hún amma mín var eina amma mín sem ég fékk að kynnast og hún var einstök. Það eru margar minningar um hana sem fara í gegnum hugann. Við amma eyddum miklum tíma saman og vorum mjög nánar og það togast á bæði sorg og gleði, sorg yfir því að hún sé farin og gleði vegna minninganna sem eftir sitja. Ég var svo heppin að fá að búa að hluta til í Mávahlíðinni hjá ömmu og afa þegar ég var í MH og það var alltaf glatt á hjalla hjá okkur og svo síðustu árin áður en hún flutti í Holtsbúð bjuggum við báðar í Hrísmóunum og horfðum hvor yfir til annarrar. Þegar amma flutti úr Hrísmóunum spurði Elías minn mig: Og hver á þá að gefa mér kex og svoleiðis? Ég og amma áttum margt sameiginlegt og þar stendur upp úr mikill áhugi okkar á bókum Guðrúnar frá Lundi og var Dala- líf í miklu uppáhaldi hjá okkur og það voru ekki margir sem skildu þennan mikla áhuga okkar en við gátum rætt þetta fram og aftur og hlegið mikið og nú sígum við af stað hvor í sína áttina. Hún amma mín var einstök, svo hlý og glaðvær og ég sakna hennar mik- ið. Það er skrýtin tilfinning að geta ekki skroppið til hennar upp á Vífilsstaði. En nú er hún komin til afa Bjössa og allra hinna. Við amma eyddum miklum tíma sam- an og ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta með henni, ég veit að hún verður alltaf með mér og okkur öllum. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér og ég veit að þú munt elska mig og geyma mig og gæta hjá þér. (erl. höf.) Þín Elísabet. Elsku amma, nú þegar við þurfum að kveðja þig, er svo gott að geta hugsað til baka um allar góðu minningarnar sem við eig- um um þig. Við hugsum um heimskonuna ömmu Sóley sem sagði okkur sögur úr ferðalögum sínum, sem hafði ferðast víða og næstum árlega til Mallorca eða Kanarí. Við hugsum um þegar við vorum lítil hjá þér í Mávahlíð- inni og þú kenndir okkur að spila kasínu og bakaðir handa okkur Jónína Sóley Oddsdóttir ✝ SvanfríðurBriana Rom- ant fæddist í Tex- as 6. nóvember 1999. Hún lést á Barnaspítala Hringsins 21. maí 2012. Foreldar henn- ar eru Hanna Sig- urrós Ásmunds- dóttir, f. 25. mars 1974 og Felix Ru- dolph Romant, f. 20. júní 1964. Eldri bróðir henn- ar er Vilhjálmur Nökkvi Baldvins- son, f. 14. júní 1992 og yngri systir hennar er Álfrún Embla Jónsdóttir, f. 8. nóvember 2005. Útför Svan- fríðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 31. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hún Svana litla frænka okkar og vinkona er dáin. Hún var tólf ára en búin að reyna miklu meira en flest önnur börn á hennar aldri og reyndar meira en flestir full- orðnir líka. Litla skottið fæddist með erfiðan sjúkdóm sem stjórn- aði hennar lífi frá upphafi og setti sín spor á alla í kringum hana. Þegar ég hitti Svönu fyrst var ég nýlega búin að kynnast sam- býliskonu minni, Vallý, frænku Svönu. Svana var sex ára og hafði eignast litla systur fyrir fáum mánuðum og Vallý var að passa þær. Vallý kynnti okkur og ég horfði á Svönu og beint inn í stóru fal- legu brúnu augun hennar og sá hlýlega forvitni og alveg óendan- lega mikla lífreynslu. Mér fannst eins og ég væri að horfa langt langt inn í eilífðina. Svana gaf mér stig fyrir að vera ég og eiga tvo ketti. Henni fannst gaman að fá að koma á Ránargötuna og gefa kisustrák- unum kvöldmat. Oft var það end- irinn á bíóferð þeirra Svönu og Vallýjar. Uppáhaldið þeirra var að fara saman í bíó og sjá teikni- myndir. Svana vildi popp eins og hinir, bara í smástund. Þó Svana gæti ekki borðað sælgæti spurði hún í hvert sinn sem þær fóru í bíó hvort hún mætti velja nammi af nammibarnum handa Villa bróð- ur eða Álfrúnu systur. Svönu var alltaf umhugað um aðra. Stundum gat Svana ekki beðið eftir því að Vallý frænka hringdi til að bjóða henni á nýjustu teikni- myndina. Hún tók málin í sínar hendur og bað pabba sinn um að hringja í Vallý og spyrja hvenær þær ættu að fara. Það virkaði allt- af og þær drifu sig í bíó eins og skot. Svana var ótrúlega dugleg og fylgin sér ef það var eitthvað sem hún hafði áhuga á. Einu sinni kom hún í heimsókn til afa og ömmu á Sjónarhól á Stokkseyri en þar vorum við Vallý með golfkylfur að æfa okkur. Vallý kunni trikk með að grípa golfkúluna með kylfunni og þetta vildi Svana gera líka. Nokkrum klukkutímum seinna gat Svana þetta alveg með stæl og kominn tími til að leika sér með eitthvað annað. Ekki minnkaði golfáhuginn eftir ferð þeirra á æf- ingasvæði þar sem Svana sló golf- kúlur af svo miklum móð svo Vallý þótti nóg um. Fyrir rúmlega einu og hálfu ári eignuðumst við Vallý lítinn son, Atla og komst hann í yfirmáta uppáhald hjá Svönu. Atla fannst líka mikið til Svönu frænku koma og þegar þau hittust þá færðist stórt bros yfir andlitið á Atla og það haggaðist ekki fyrr en heim- sókinni lauk. Síðasta heimsókn hans til Svönu var á Barnaspítala Hringsins en þar lá Svana síðustu mánuðina sem hún lifði. Í þeirri heimsókn var Svönu mjög um- hugað um að Atli hefði skemmti- legt dót að leika sér með. Ég er viss um að Svana er nú þegar komin með englavængina sína og ég held að hún sé farin að fljúga um og kíkja eftir Atla sín- um og Álfrúnu litlu systur og Villa sínum. Ég er líka alveg viss um að henni líður vel þar sem hún er núna og það á hún svo sannarlega skilið. Ég get verið þíðan þín þegar allt er frosið, því sólin hún er systir mín sagði litla brosið. (R. Gröndal) Katrín Jónsdóttir. Elsku fallega Svana mín. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er svo full af sorg en samt svo miklu þakklæti, elsku hjartað mitt, fyrir að hafa fengið að annast þig. Þú varst bara 20 mánaða þegar þú komst fyrst til okkar og þú vannst hug okkar og hjarta frá fyrstu stundu. Við vorum svo heppin að fá að vera stuðningsfjölskylda þín en það fengum við að vera í tæp 10 ár. Ég man eftir því þegar þú varst ekki eldri en 2 ára að þú fékkst oft illt í mallann þinn eftir matargjaf- irnar og þá lagðist þú á gólfið með ælubakka, ældir og svo bara stóðst þú upp og hélst áfram með það sem þú varst að gera. Þannig varstu. Þú vildir bara vera eins og hinir og leika þér eins og önnur börn. Og elsku Svana, þú varst fallegasta blómið í garðinum. Þú vannst hug og hjörtu allra sem kynntust þér. Ég sagði alltaf við þig að þú værir hetjan mín. Og það varstu, elsku hjartans engill- inn minn. Þú kenndir mér svo margt, hvernig maður t.d. á að njóta líðandi stundar. Þú kenndir mér að vera hugrökk og sterk. Og svo margt annað. Þú settir fót- spor þitt í hjarta okkar og auðg- aðir líf allrar fjölskyldunnar. Þú varst alltaf svo góð hjá okk- ur. En það þurfti aldrei að hafa eitthvað sérstaklega fyrir þér fannst mér. Þú varst bara ein af okkur og undir þér vel. Þú og Kristinn urðuð meira eins og systkini því það voru bara 3 ár á milli ykkar. Hann sendi þér kveðjur síðustu helgina þína þeg- ar við vissum hvað þú varst orðin veik. Hann vildi segja þér hversu mikið hann elskaði þig og saknaði þín. Þú leist líka svo upp til Söru en hún var 7 árum eldri en þú. Þú varst alltaf að segja henni hvað hún væri frábær og sæt, en Svana: Það er Sara sem hefur allt- af litið upp til þín. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að annast þig en það varst samt þú sem annaðist okkur meira. Þú hefðir ekki heldur getað fengið betri mömmu. Ég dáist að henni hvernig hún barðist fyrir þig, ástin mín, alveg fram í það síðasta. Aldrei kvartaði hún held- ur, þú fékkst þennan andlega styrk frá henni. Villi stóri bróðir var svo stoltur af þér og þú talaðir mikið um hvað hann væri góður við þig. Og þegar Álfrún litla fæddist þá varst þú svo glöð og þið voruð alltaf svo miklar vinkon- ur. Ég veit að Jesús mun annast fólkið þitt núna fyrir þig. Ég veit ekki hvernig ég á að kveðja þig, elsku hjartað mitt. Kannski er það best að við fáum að minnast þín eins og þú varst því við vorum ekki til staðar síð- ustu mánuðina þína eða frá því við fluttum til Svíþjóðar. En samt er það svo sárt að hafa ekki verið til staðar fyrir þig þegar þér leið svona illa. Þú varst og munt alltaf vera hluti af þessari fjölskyldu. Maggi pabbi saknar þín og að geta ekki kitlað og prakkarast með þér einu sinni enn og ég sakna þín meir en orð fá lýst. Ég veit að núna ertu hjá Jesú, heilbrigð og eðlileg eins og þú þráðir svo mikið. Þú syngur örugglega fallegast því núna get- ur þú talað og sungið óhindrað. Elsku Hanna, Villi, Álfrún og aðrir ástvinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið algóð- an Guð að umvefja ykkur elsku sinni og huggun eins og Hann einn getur. Við minnumst þín að eilífu. Þín Katrín mamma og Magn- ús pabbi, Sara og Kristinn. Meira: mbl.is/minningar Elsku Svana. Nú hefur þú yf- irgefið þennan heim og flutt til betri staðar þar sem sárum veik- indum er ekki fyrir að fara. Þú hefur nú hitt aftur vini þína, sem eflaust tóku á móti þér þar, afa þinn og fullt af fólki sem elskaði þig og dáði. Við erum ennþá hér, söknum þín mikið og munum alltaf gera. Þú varst okkar kennari þann tíma sem við þekktum þig og nutum samvista við þig. Þú kenndir okk- ur að hlusta á allt – líka það sem ekki heyrðist. Þú hafðir sjaldan áhyggjur af sjálfri þér. Áhyggjur þínar snerust oftast um aðra. Það var þér mikið kappsmál að fólkinu í kring um þig liði alltaf vel, vinum sem vandamönnum og ekki síst mömmu þinni og systkinum. Þær stundir sem við áttum með þér verða ekki allar tíndar til í þessum minningarorðum. Svo margar voru þær og svo gefandi og skemmtilegar. Ferðin okkar á Sigló um páskana í fyrra var ein af þessum gefandi og skemmti- legu stundum sem varði sólar- hringum saman. Sama má segja um sumarbústaðaferðina í Fljót- in. Þú varst að takast á við eitt- hvað nýtt; ansans flugurnar sem þú þoldir ekki fyrstu dagana en gleymdir brátt að voru til staðar. Fjöruferð til að tína skeljar og annað sem þar var að finna og föndrið úr hráefninu sem þú tínd- ir. Tálgaðar trjágreinar og sýndir við það mikla hæfni. Sundlaugar- ferðir nánast á hverjum degi og niður á bryggju að veiða þegar það hentaði. Ekki má heldur gleyma starfinu þínu í þessum ferðum – að passa Helga Þór, tveggja ára gutta sem elskaði þig út af lífinu. Elsku Hanna, Villi og Álfrún. Það þarf ekkert að rifja upp fyrir ykkur hversu frábær Svana var. Þessa mynd munum við geyma í hjarta okkar um ókomna tíð. Ykk- ur, sem og öðrum aðstandendum og vinum Svönu, vottum við okkar dýpstu samúð. Ágústa og Hervar. Nú hefur lítil vinkona mín og skjólstæðingur minn í yfir 10 ár kvatt þennan heim og haldið til nýrra heimkynna. Ég kynnist Svanfríði og Hönnu móður henn- ar þegar Svana var nýgreind með alvarlegan sjúkdóm og var að út- skrifast í umsjón heimahjúkrunar langveikra barna. Við tók tími þar sem mamma hennar tók að sér að sjá um flókna umönnun Svönu sérhvern dag og nótt þangað til yfir lauk. Hanna varð fljótt mjög fær í umönnun Svönu og vel að sér í veikindum hennar, sem gerði henni kleift að eiga eins eðlilegt líf og hægt var þrátt fyrir veikindin. Það var lán Svönu að eiga sterka og klára mömmu sem alltaf vissi best hvernig henni leið og hvað klukk- an sló. Svana var lífsglöð og kát stelpa, hún hafði gaman af mörgu eins og krakka er siður og var allt- af eitthvað eitt í forgrunni þá Svanfríður Briana Romant

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.