Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Á leið út í heim Diljá hlakkar til að takast á við hið óvænta á heimshornaflakkinu. liding) og skráðu sig því strax á slíkt námskeið sem verður núna í júní. Slakað á í hengirúmi Diljá leggur upp í heimsreisuna í ágúst og ætlar að byrja á því að fara í „road-trip“ frá austurströnd að vest- urströnd Bandaríkjanna. „Planið er að fara suður til New Orleans, Memphis og Austin og reyna að detta inn í skrýtin krummaskuð og svo mun ég heimsækja fjölskyldu og vini í Kaliforníu. Síðan tekur við flakk um Mið-Ameríku, en mig hefur lengi dreymt um að koma til Gvatemala, Kostaríka, Jamaíku, Antígva og eyja- svæðisins þar. Mig langar til að læra köfun þar og stunda fisflugið, en ég mun líka slaka á í hengirúmi og kynn- ast fólki sem verður á vegi mínum. Frá Bandaríkjunum flýg ég senni- lega til Nýja-Sjálands og vonandi fer ég þaðan til eyjanna í Kyrrahafinu, Fiji og Bora Bora. Þetta eru litlar eldfjallaeyjur með fáum íbúum sem lifa á fiskveiðum. Kannski get ég gengið úr skugga um það hvort eitt- hvað sé sameiginlegt í persónuleika okkar Íslendinga og fólksins sem þarna býr.“ Indverskt brúðkaup Þaðan liggur svo leiðin til Jap- ans, en Diljá á heimboð í Tókýó hjá íslenskri vinkonu sinni. „Hún hefur ferðast mikið ein um heiminn og er orðin fyrirmynd mín og hefur gefið mér mörg góð ráð fyrir ferðalagið. Ég hlakka til að ferðast um Japan því ég veit að þar er mikil náttúrufeg- urð,“ segir hún og bætir við að þegar hún kveðji Japan muni nóvember- mánuður ganga í garð en þá stendur til að hitta bestu vinkonuna. „Við höf- um haft fyrir reglu að fara saman í sól í skammdeginu í nóvember og ætlum að reyna að láta þá góðu reglu ekki falla niður, þótt vinkonan þurfi í þetta sinn að fara til Taílands til að hitta mig. Ef af því verður mun þessi hluti af ferðinni verða lúxus-sápukúla og við stefnum á að leyfa okkur að vera á flottu hóteli á fagurri eyju og fá kannski nudd daglega. En á Taílandi langar okkur líka til að stunda vatna- safarí, köfun og annað skemmtilegt. Síðan langar mig til að fara til Nepals þar sem ku vera áhugavert að stunda fisflugið og þar á eftir væri gaman að fara til Indónesíu og Balí. Planið er að enda svo ferðina á Indlandi og væri ég til í að komast í fjögurra daga brúðkaup og á frumsýningu á Bol- lywoodmynd,“ segir Diljá sem hefur verið að læra Bollywood-dansa und- anfarin tvö ár. „Ég geri mér grein fyrir að í þessari ferð verð ég að hafa pláss fyrir hið óvænta og ég vil ekki vera bundin af ofurskipulagi. Ég reyni því að halda þessu gullna jafn- vægi: Að vera skipulögð og hagsýn en líka kærulaus þegar við á og taka á móti því óvænta. Kannski verð ég við lok ferðar búin að gera eitthvað allt annað en planið er.“ Skrifar kannski skvísubók Þegar Diljá sagði vini sínum Hugleiki Dagssyni frá því að brátt yrði hún atvinnulaus, heimilislaus og á leið í heimsreisu, þá sagði hann að þetta væri eins og byrjun á skvísubók og að hún yrði að skrifa hana. „Hann var strax kominn með titil bók- arinnar: Diljá eða nei, finnur hún svarið? Það er aldrei að vita nema ég taki þessari áskorun. Mig langar að skrifa bók sem væri bara gefin út á netinu og ég gæti sett inn í hana myndbönd,“ segir Diljá sem las grein um daginn um þá staðreynd að fólk sér einna mest eftir því á dánarbeði að hafa ekki látið drauma sína rætast og að hafa eytt af miklum tíma í vinnu sem það var ekki glatt í. „Ég er nokk- uð ánægð með að vera búin að krossa við þessi tvö atriði. Mér finnst ég vera að gera rétt og það er mjög góð til- finning. Það er ólíkt mér að fá snöggt ógeð á Reykjavík og vinnubrjálæðinu í íslensku samfélagi. Ég hlakka til að kynnast þessari nýju Diljá í ferðalag- inu,“ segir verðandi heimshorna- flakkari sem ráðgerir að koma heim rétt fyrir jól. „Mér finnst frábært að vita hvorki hvað ég muni fara að vinna við þegar ég kem heim né hvar ég muni búa.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Undrun Þessum pilti leist ekki á blikuna. Fjör Lilli er aðalgaurinn þótt smár sé. Stjórarnir Helga og Eyrún stjórna brúðunum. Notalegt Margir mættu á sýninguna og allir létu fara vel um sig í góða veðrinu. Bros Dýrin eru góð og glöð. Á morgun, sunnudag, mun hljómsveitin The Saints of Boogie street Leonard Cohen tribute band vera með tónleika á Merkigili, Eyrarbakka, kl. 16. Þau verða með aðra tónleika um kvöldið á kaffihúsinu Grænu könnunni á Sólheimum í Grímsnesi kl. 20. Þau ætla að leika lög af nýútkomnum geisladiski. Cohen-bandið með tónleika FRÁBÆR VERÐ Á FLOTTUM MERKJUM frá SPEEDO í miklu úrvali fyrir alla aldurshópa Opið: Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-17 Vínlandsleið 6 113 Reykjavík Dömustærðir Verð: 7.990 - 12.990 kr. Outlet-verð: frá 4.990 kr. Stelpustærðir: Verð: 6.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr. Dömustærðir Verð: 7.990 kr. Outlet-verð: frá 1.990 kr. Stelpustærðir: Verð: 5.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr Herrastærðir: Verð: 5.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr. Strákastærðir: Verð: 4.990 kr. Outlet-verð: 2.990 kr. Herrastærðir Verð:6.990 - 9.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr. Strákastærðir: Verð: 4.990 kr. Outlet-verð: 2.990 kr. Sundföt Bikiní WatershortsSundskýlur Sundbolir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.