Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Það er með ólíkindum að Skúli hafi lifað þessa atlögu af,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari við aðalmeðferð yfir Guðgeiri Guð- mundssyni í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær en hann hefur játað að hafa ráðist að Skúla Eggerti Sigurz á lög- mannsstofunni Lagastoð í Lágmúla 5. mars sl. „Allt virðist hafa gengið upp sem gat gengið upp.“ Þetta eru orð að sönnu hjá Sig- ríði og kom bersýnilega í ljós hjá Tómasi Guðbjörnssyni, yfirlækni á lungna- og hjartaskurðdeild Land- spítala, sem gaf skýrslu í gærdag. Þegar komið var með Skúla á bráða- móttökuna var hann þegar kominn með merki um lífshættulegt blæð- ingalost. Á líkama hans voru fimm meiriháttar áverkar, hnífsstungur, og voru fjórir metnir lífshættulegir, hver um sig. Skurðirnir voru 10-15 cm djúpir og lágu gegnum lungu, nýru, lifur, þind og fleiri líffæri. Lungun féllu saman og tvö rifbein voru brotin. Beint á aðgerðarborðið Tómas tók þá ákvörðun þegar hann sá ástand Skúla að fara ekki með hann í röntgenmyndatöku eða rannsóknir. Þess í stað var hann lagð- ur samstundis á aðgerðarborðið. Hann sagði að sú ákvörðun hefði að öllum líkindum orðið Skúla til lífs. Ekki þó aðeins sú ákvörðun heldur einnig tilviljanir því aðeins vantaði millimetra upp á að lungnaslagæð færi í sundur. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði það gerst. Skúli er ekki úr allri hættu enn þótt bati hans hafi verið afar góður að undanförnu. Hann var í lífshættu í meira en mánuð og rankaði ekki við sér í þrjár vikur eftir að hann kom á sjúkrahúsið. Sjálfur kom Skúli fyrir dóminn í gærmorgun. Hann sagðist ekki hafa fundið fyrir hnífsstungunum en áttað sig á því hvað var að gerast þegar hann sá blóðið fossa úr sér. Hann skýrði frá því að um mánuður væri síðan hann fór að geta gengið, en hann var studdur inn í dómssal. Þá væri hann með skerta hreyfigetu í hægri hendi, hefði lítið úthald og blóð sem safnast hefði saman í lungum háði honum í öndun. „En miðað við aðstæður er ég þokkalegur,“ sagði Skúli. Vildi valda skaða Skýrsla var tekin af Guðgeiri í gærmorgun og ljóst er af henni að hver sem er hefði getað orðið fyrir árásinni, þ.e. hver sem er á lög- mannsstofunni. Hann sagði það þó ekki hafa vakað fyrir sér að ráða neinum bana, heldur valda skaða. Hann hefði þó ekki hugsað mikið út í mögulegar afleiðingar. Guðgeir gekkst greiðlega við árásinni en hann fór upphaflega á lögmannsstofuna vegna mögulegs uppboðs á íbúð sinni sökum ógreiddra skulda. Hann sagðist sjá eftir árásinni, en sálfræðingur sem kom fyrir dóminn dró það hins vegar í efa. Tilviljun ein að ekki varð mannsbani Morgunblaðið/Andri Karl Járnaður Guðgeir Guðmundsson var leiddur inn í dómssal í handjárnum. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is „Við ætlum að beita okkur annars vegar fyrir betri ráðstöfun ríkisfjár, lægri skattheimtu, sanngjarnari og gegnsærri skattheimtu og síðast en ekki síst að beita okkur gegn reglu- gerðarveldi ríkisins,“ segir Skafti Harðarson, einn forsvarsmanna ný- stofnaðra Samtaka skattgreiðenda. Samtökin, sem Skafti segir vera andsvar við kröfugerðum af hendi hins opinbera og sívaxandi um- svifum ríkisins, voru stofnuð í maí síðastliðnum og eru með aðstöðu í Fákafeni 11 í Reykjavík. „Við hugs- um þetta annars vegar sem hugveitu og hinsvegar sem hagsmunafélag,“ segir Skafti og bætir við að gjarnan komi alls konar hagsmunasamtök fyrir þingnefndir þegar unnið er að löggjöf en skattgreiðendur komi hinsvegar yfirleitt hvergi að borðinu með neinum hætti. Fá hingað fulltrúa frá Svíþjóð Að sögn Skafta hefst starfið af krafti í haust. „Við munum fá í sept- ember fulltrúa frá Samtökum skatt- greiðenda í Svíþjóð til þess að koma hingað því að það kemur örugglega flestum Íslend- ingum á óvart hversu fjár- málum hins op- inbera í Svíþjóð er vel fyrir komið og þó svo að við séum ósammála því háa skattstigi sem þar er þá tóku þeir mjög skynsamlega á sinni bankakreppu á sínum tíma.“ Hann segir hin sænsku skatt- greiðendasamtök vera að öðrum þræði þjónustusamtök sem aðstoði fólk við skattskýrslugerð og veiti því ráðgjöf. „Við höfum ekki áhuga á þeim þætti starfsins þeirra,“ segir Skafti og bætir við: „Við munum hinsvegar og höfum þegar sóst eftir samstarfi við aðila innanlands vegna málsókn- ar á hendur ríkinu m.a. vegna auð- legðarskattsins, sem við teljum vera eignarupptöku, og munum svo í framtíðinni beita okkur gegn margs konar afskiptasemi og gjaldtöku sem í rauninni á sér enga stoð í lögum eða stjórnarskrá.“ Beita sér fyrir sanngjarnari skattheimtu Skafti Harðarson Ríkissaksóknari gerir þá kröfu í málinu að Guðgeir Guð- mundsson verði dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Atlagan hafi verið undirbúin og ásetningur á hæsta stigi. Ekkert sé hins vegar hægt að virða honum til refsilækkunar. Verjandi Guðgeirs hafnaði þessari kröfu og sagði að sak- fella bæri fyrir stórfellda lík- amsárás og að fimm ára fang- elsi væri hæfilegt. Þá hafnaði Guðgeir bótakröfum í málinu, en gaf engar sérstakar ástæð- ur fyrir því. Vill 16 ára fangelsisdóm REFSINGAR KRAFIST Á dögunum birti Morgunblaðið frétt þar sem greint var frá óánægju fólks með að stjórnendur WOW air hefðu þjónað um borð, án tilskilinna rétt- inda, í jómfrúferð félagsins sem far- in var fyrir skemmstu. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands, segir ekkert misjafnt hafa borist þeim en málið heyri ekki undir Flug- málastjórn Íslands þar sem félagið tilheyri litháíska flugfélaginu Avion Express og varði því flugmála- yfirvöld þar í landi. „Í jómfrúfluginu okkar voru átta flugliðar með full réttindi sem hafa setið öll tilskilin námskeið eftir sett- um reglum EASA sem stendur fyrir The European Aviation Safety Agency. Þessir flugliðar sáu um öll öryggismál um borð í vélinni. Í reglugerðum segir að eingöngu sé nauðsynlegt að fjórir flugliðar sjái um öryggi í Airbus 320 vélum. Stjórnendurnir sinntu eingöngu þjónustu um borð og sátu í farþega- sætum í flugtaki og lendingu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsinga- fulltrúi WOW air. Hún segir jafnframt að það gerist sjaldan að jafn margir starfsmenn sjái um öryggisgæslu í flugvél og í nýfarinni jómfrúferð félagsins. davidmar@mbl.is Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Flugliðar Áhöfnin í jómfrúarflugi WOW air var stærri en venjulega. WOW air brýt- ur ekki reglur  Öryggisgæsla um borð meiri en venjulega að sögn upplýsingafulltrúa Hægri grænir, flokkur fólksins, harmar í ályktun, sem flokkurinn sendi frá sér í gær, aðför stjórnvalda og þingmannsins Lilju Mósesdóttur hjá Sam- stöðu gegn heimilunum og fólkinu í landinu með setningu laga, svonefndra „ÁrnaPálslaga“, nr. 151/2010. Lilja hafi sagt já í annarri atkvæðagreiðslu og verið „þægilega fjarverandi“ í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslu um lögin. Með lagasetningunni hafi stjórnvöld og Lilja Mósesdóttir tekið sér stöðu með erlendum vogunarsjóðum gegn fólkinu og fyrirtækjum í land- inu. Þetta sé í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slík afturvirk lög hafi verið sett. Telja Hægri grænir að lögin hafi seinkað uppgjöri 60 þúsund einstaklinga og fyrirtækja og endurgreiðslu ólöglegra gengislána um eitt og hálft ár. Útlit sé fyrir að uppgjör dragist um nokkur misseri í viðbót. Hægri grænir gagnrýna stjórnvöld og Lilju ZUMBA Dansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. • Zumba - þri. og fim. kl. 17:30 • Þjálfari: Lilja Rut - 4 vikur • Hefst 12. júní. Verð 11.900 kr. ÚTILEIKFIMI Hressileg ganga og ýmsar skemmtilegar útiæfingar í nágrenni Heilsuborgar s.s. tröppuganga, valhopp og styrktarþjálfun. Góð tilbreyting frá inniæfingum vetrarins - vertu með! Kennsla á mánu- miðviku- og föstudögum kl. 9:00 (3x í viku) • Þjálfari: Anna Borg, sjúkra- og einkaþjálfari • Hefst 11. júní. Verð 11.900 kr. Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.