Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 ✝ Ingi GunnarBenediktsson fæddist í Reykja- vík 30. júlí 1952. Hann lést að heim- ili sínu 16. maí 2012. Foreldrar Inga Gunnars voru Benedikt Sig- urjónsson, f. 12. apríl 1922, d. 21. september 2009 og Sigríður Sigurðardóttir, f. 8. mars 1924. Ingi átti eina systur Sigrúnu Björk, f. 25. apríl 1961 og er hún gift Valtý Valtýssyni, f. 22. október 1960. Sig- rún og Valtýr eiga þrjú börn. Ingi Gunnar giftist Drífu Konráðsdóttur þann 1. desember 1991, hún lést 20. ágúst 2011. Útför Inga Gunnars hefur farið fram í kyrrþey. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Vertu Guði falinn. Þín mamma, Sigríður Sigurðardóttir. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu’ engan dag fyrir sólarlags stund. Um sólskin kvað fuglinn og sá hvergi skúr, þá sólin rann í haf, var hann kominn í búr. Um sumardag blómið í sakleysi hló, en sólin hvarf, og élið til foldar það sló. Og dátt lék sér barnið um dagmálamund, en dáið var og stirðnað um miðaftans stund. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds. En gott átt þú, sál hver, sem Guð veitir frið, þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið. Um Guðs frið þú syngur og grætur ei skúr, þó geymi þig um sólarlag fanganna búr. Sem barn Guðs þú unir sem blómstur við sól, þótt brothætt sé sem reyrinn þitt lukkunnar hjól. Þó lukkan sé brothætt, þó ljós þitt sé tál, sá leitar þín, sem finnur og týnir engri sál. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. (Þýð. M. Joch.) Góður Guð geymi þig. Sigrún Björk. Ingi Gunnar Benediktsson Tuttugu og fimm ára kom hann fyrst til Ís- lands. Í þá för fór hann dapur vegna vinslita. Hófst för hans með því að hann fór út á flug- völlinn í Lusanne og spurði hvert næsta vél færi. Honum var tjáð að næsta vél væri að fara í beint flug til Akureyrar á Íslandi. Án þess að hika tók hann þetta flug. Á þessum tíma var Serge kominn með hæg- verkandi hrörnunarsjúkdóm sem hamlaði honum svo för að hann var kominn í hjólastól. Fyrstu árin gat hann staðið upp úr stólnum og gengið með. Í þessari ferð til Íslands fór hann fyrst austur að Mývatni og síðan til Reykjavíkur. Þar kynntist ég honum og fórum við á þremur dögum víða um nágrenni Reykjavíkur og kynntumst allvel. Við fórum til Þingvalla, um Hvalfjörð og m.a. á diskótek í Mjóddinni í Breið- holti. Forvitni mín vegna eft- irnafns hans, Clapasson, leiddi til þess að hann sagði mér að afi sinn hefði komið um Ítalíu frá Alsír til Sviss. Mér fannst þetta athyglisvert eftirnafn, ekki síst þar sem afinn kom með það frá Alsír. Ég tengdi það við Vestmannaeyjar og Tyrkjaránið og þá staðreynd að nafn með endinguna -sson gæti ekki staðist í Alsír nema þá með tengslum við fólkið frá Serge Clapasson ✝ Serge Clapas-son fæddist í Sion í Sviss 30. júlí 1961. Hann lést í Bern 31. maí 2012. Sambýliskona hans var Heide Mit- termayer. Bálför Serge fór fram í Bremgarten í Bern 4. júní 2012. Vestmannaeyjum. Þau kynni sem Serge hafði af landinu og fólkinu voru slík að hugs- anleg blóðtengsl við Íslendinga voru honum slík gleði að engin orð fá lýst. Serge og sambýlis- kona hans Heide Mittermayer hafa síðan oft komið til Íslands. Heilsa hans var orðin þannig að ferð hingað til lands var ekki gerleg enda hann nán- ast ósjálfbjarga. Við héldum stöðugt góðu sambandi enda andleg heilsa hans góð og stöð- ug. Sl. sumar varð Serge fimm- tugur. Í aðdraganda afmælis- ins, þegar allt mátti heita frágengið um veisluhöld, spurði Heide Serge hvort eitthvað væri sem hann vildi nefna varð- andi afmælið. Hún lagði eyrað að honum sem sagði þá Krist- inn. Úr þessu varð að okkur hjónunum var boðið til Sviss. Kona mín átti ekki heiman- gengt svo sonur okkar mætti í hennar stað. Urðu miklir fagn- aðarfundir er við birtumst í af- mælinu enda hafði Serge verið leyndur komu okkar. Í viku dvöldum við í miklu vinfengi og ferðalögum með þessum vinum okkar. Hinn 31. maí sl. barst okkur sú sorgarfregn að Serge væri látinn og hinsta ósk hans væri sú að komast enn eina ferð til Íslands og þá til Vest- mannaeyja. Hans elskulega vina Heide Mittermayer hefur fullan hug á að verða við þeirri ósk. Við vinir þeirra munum gera okkar til að sú ósk rætist. Með því vottum við Heide og öðrum vinum Serge virðingu og hlýhug í sorg þeirra. Kristinn Snæland. María H. Guð- mundsdóttir var borin til grafar 5. júní sl. María starfaði í þrjátíu ár fyrir Félag íslenskra hljómlistarmanna, á skrifstofu félagsins og vann þar öll almenn skrifstofustörf en undir lok starfsferils síns starf- aði hún sem gjaldkeri félagsins. María var allt frá upphafi traustur og góður starfskraftur sem ávann sér virðingu meðal félagsmanna FÍH. Hún bar hag María H. Guðmundsdóttir ✝ María H. Guð-mundsdóttir fæddist 23. janúar 1934. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 18. maí 2012. Útför Maríu fór fram frá Fossvogs- kirkju 5. júní 2012. félagsins fyrir brjósti og gætti hans vel. Við sem kynntumst henni upplifðum heil- steyptan einstak- ling sem vildi öllum vel og var ávallt tilbúin að leysa úr vanda ef þess var kostur, með bros á vör. En María átti það til að verða ör- lítið hrjúf í samskiptum við fé- lagsmenn ef henni fannst þeir ekki ganga um félagið af nægj- anlegri virðingu og notaði hvert tækifæri sem henni fannst við eiga til að ala okkur hljómlist- armennina upp. En það hvernig hún gerði það varð til þess að hún öðlaðist virðingu meðal okkar og verður hennar minnst með það í huga. Þeir sem kynntust Maríu nánar áttuðu sig fljótlega á því að þarna starfaði einstaklingur með hags- muni hljómlistarmanna að leið- arljósi og einstaklingur með stórt hjarta. María lauk störfum hjá félaginu þegar hún varð sjö- tug en þá nokkrum mánuðum áður hafði hún greinst með krabbamein. Undirrituðum er það minnisstætt þegar eigin- maður hennar, Ólafur Jensson, hringdi til þess að tilkynna mér um veikindi Maríu og sagði að sjúkdómurinn væri kominn á það alvarlegt stig að hún ætti líklegast stutt eftir. Þetta var mikið reiðarslag fyrir alla hlut- aðeigandi. Það leið ekki nema vika eftir þessi alvarlegu tíðindi að María hringdi í mig og til- kynnti að Óli hennar væri allur. Þetta var árið 2003 og það ár hófst barátta Maríu við sjúkdóm sinn auk þess sem hún tókst á við sorgina sem fylgir ástvina- missi. Hún mætti þessum erf- iðleikum af kjarki og æðruleysi og undirstrikaði það sem við vissum sem þekktum hana að hún var stór manneskja. María lifði með sjúkdómi sínum í níu ár áður en hún varð að játa sig sigraða. Við sem störfuðum með Mar- íu á skrifstofu FÍH fengum að njóta vinfengis hennar löngu eftir að hún hætti störfum. Hún mætti alltaf á allar samkomur sem félagið hélt hvort sem það var á vegum félagsins eða tón- listarskóla sama félags. Þar var María hrókur alls fagnaðar og var ekki að sjá að þar færi ein- staklingur sem væri að berjast við illvígan sjúkdóm. Þegar María var spurð hvernig henni liði þá var svarið þetta: „Ég er bara hress og þakka fyrir hvern þann dag sem mér er gefinn.“ Við söknuðum Maríu þegar FÍH hélt upp á áttatíu ára afmæli í febrúar sl. en María treysti sér ekki til að koma þá. Skýringin er komin og þurfti dauðans al- vöru til þess að María kæmi ekki í þetta sinn. Við hljómlist- armenn og starfsmenn FÍH færum börnum Maríu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Th. Árnason formaður FÍH. „Við munum ei ár eða daga heldur andrár sem geymast í skínandi skúffum í skattholi hugans.“ (Ólafur Ragnarsson) Helga er farin frá okkur svo alltof fljótt. Við kynntumst henni og Guðna fyrir nærri 40 árum þegar við sameinuðumst í baráttunni fyrir betra lífi til handa einhverfum börnum. Þau sem foreldrar en við bara fag- fólk sem fengum að vera með þeim og læra af lífi þeirra og reynslu. Við kynntumst börn- unum þeirra og þá sérstaklega Andra. Það mætti segja langa sögu um baráttu þessara hjóna og annarra foreldra í svipuðum aðstæðum fyrir bættum lífs- kjörum og mannréttindum fyrir barnið sitt. Við vorum svo gæfusamar að fá að vera þátt- takendur með þeim ásamt öðr- um foreldrum og fagfólki í að stofna Umsjónarfélag ein- hverfra barna eins og félagið hét þá. Við minnumst Helgu sem þessarar yfirveguðu, já- kvæðu konu sem lét sér þó ekki allt fyrir brjósti brenna. Með Helga Aðalsteinsdóttir ✝ Helga Að-alsteinsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 4. nóv- ember 1946. Hún lést í Reykjavík 22. maí 2012. Útför Helgu fór fram frá Neskirkju 31. maí 2012. mildi sinni og góðri kímnigáfu gat hún fundið leiðir sem við hin komum ekki auga á og lagði alltaf gott til málanna þegar við stóðum föst. Við dáðumst alla tíð að æðruleysi hennar og seiglu í erfiðum aðstæðum. Aldrei gleymast heldur gleðistundirnar þegar við öll hjálpuðumst að í fjáröflun fyrir félagið og fyrsta meðferðar- heimilið að Trönuhólum. Þegar við með sveittan skallann og oft langt fram á nætur bösluðum við að undirbúa veglega basara sem voru á þeim tíma vinsæl fjáröflunarleið. Þá lét Helga sannarlega ekki sitt eftir liggja og börnin þeirra tóku einnig virkan þátt. Ekki má heldur gleyma þeirri miklu vinnu sem við öll lögðum í útgáfu fyrsta blaðs Umsjónarfélagsins sem var í Morgunblaðsstærð og skartaði mynd af þekktu lista- verki eftir Hring Jóhannesson. Vinátta sem verður til í sameig- inlegri baráttu fyrir réttlætinu er dýrmæt og endist ævina alla. Við gætum nú óskað þess að líf- ið hefði fært okkur enn fleiri samverustundir hin síðari ár en í dag minnumst við Helgu með þakklæti fyrir vináttu og ógleymanlegar stundir. Hugur okkar er hjá Guðna, börnunum og fjölskyldunni allri. Blessuð sé minning Helgu. Lára Björnsdóttir og Sólveig Guðlaugsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýs- ingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstand- endur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvað- an og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina við- vart. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, HÁKONAR KRISTINSSONAR vélsmiðs, Innri-Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Garðvangs, Garði, fyrir góða umönnun. Þorsteinn Hákonarson, Kristín Tryggvadóttir, Stefanía Hákonardóttir, Sigurbjörn Júlíus Hallsson, Bryndís Hákonardóttir, Steinunn Hákonardóttir, Elvar Ágústsson, Guðfinna Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, FRIÐBJARGAR INGJALDSDÓTTUR, Grandavegi 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans, deild A-6, og heimahjúkrunar. Helgi Oddsson, Sigrún Oddsdóttir, Bjarni I. Árnason, Þóra Oddsdóttir, Sigurður B. Oddsson, Iðunn Lúðvíksdóttir, Oddur H. Oddsson, Elínborg Jóhannsdóttir, Pétur E. Oddsson, Margrét H. Kjærnested, Valgerður Oddsdóttir, Friðrik Eysteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. ✝ Faðir okkar, RÚNAR BJARNASON, fyrrv. slökkviliðsstjóri í Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. júní kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Gylfi Rúnarsson, Anna Gulla Rúnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.