Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast ER VINN INGS SKÍFA Í PAK KANU M ÞÍNU M? VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hún er glæsileg á að líta, þyrlan sem Þyrluþjón- ustan hf. festi nýverið kaup á. Gripurinn kemur frá Bandaríkjunum og tekur sex farþega og einn flugmann. Hana prýða leðursæti enda þægindi mikilvæg fyrir þyrlu sem fyrst og fremst er ætl- uð til farþegaflutninga. „Hún mun aðallega fara í útsýnisflug með ferðamenn, það er sívaxandi markaður,“ segir Eggert Akerlie, flugrekstr- arstjóri Þyrluþjónustunnar. „Úr þyrlu er hægt að fá allt annað og magnaðra sjónarhorn á land- ið,“ segir Eggert. Aðspurður hvað herlegheitin kosta svarar hann því hlæjandi til að „hún kosti allt of mikið“. Fæst loks til að gefa upp að verð- miðinn hafi hljóðað upp á um þrjár milljónir doll- ara eða um 390 milljónir íslenskra króna. Festu kaup á sjö manna lúxusþyrlu Morgunblaðið/RAX Þyrluþjónustan finnur stóraukinn áhuga ferðamanna á að sjá landið frá óvenjulegu sjónarhorni Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Færeyska seglskútan Westward Ho TN 54 siglir nú til Færeyja með átta Íslendinga og átta Færeyinga innanborðs, en er heilum sólar- hring á eftir áætlun. Áhöfnin er 16 manns en meðal farþega er Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi. Ís- lendingarnir fljúga heim á mánu- dag svo heimsóknin verður í styttra lagi. Færeyingar sigldu skútunni til Íslands fyrir Hátíð hafsins í Reykjavík um síðustu helgi og nú er henni siglt aftur til Færeyja á menningarnótt í Þórshöfn. Í tengslum við hana verður sér- stakur Íslandsdagur bæði í kvöld og á morgun. Því er ljóst að áhöfn- in missir af fyrsta degi hátíð- arinnar. „Við treystum því að þau verði komin á sinn stað hér í Færeyjum þegar móttökuathöfn fer fram á laugardag,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir ástæðu tafarinnar vera aust- an- og norðaustan brælu. „Þau koma þó einhvern tímann á morg- un [í dag]. Allt er í góðu um borð og allir kátir,“ segir Gísli sem sjálfur er staddur í Færeyjum. Ferðin hefur ekki einungis þann tilgang að sækja menningarnótt Færeyja því skrifað verður undir viljayfirlýsingu Viðskiptaráðs Ís- lands og atvinnurekendafélagsins í Færeyjum um stofnun versl- unarfélags Íslands og Færeyja. Að sögn Gísla er um tímamót að ræða. „Verslunarfélög eru milli Íslands og margra annarra landa, en slíkt félag hefur aldrei verið stofnað við Færeyinga. Það er löngu tímabært og á morgun verður lagður horn- steinn að því,“ segir hann. Færeyska fleyið er allt hið glæsi- legasta þrátt fyrir háan aldur, en það er 128 ára gamalt og var smíð- að í Grimsby 1884 og selt til Fær- eyja árið 1895. Aðspurður hvort sólarhrings- seinkunin valdi ekki vonbrigðum í eyjunum segir Gísli svo ekki vera. „Í Færeyjum er það ekki mikill tími, þeir segja að þetta sé „einki problem“ því það komi alltaf meiri tími.“ Færeyska fleyið sólarhring of seint  Borgarfulltrúi meðal farþega í siglingu á færeyska menningarhátíð  Leggja drög að stofnun verslunarfélags Morgunblaðið/Ernir Seglskútan Westward Ho í Reykjavíkurhöfn á Hátíð hafsins um síðustu helgi. Skútan hreppti sterkan mótvind á leið sinni til Færeyja. Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning Reykjavíkur- borgar um kaup á Alliance-húsinu að Grandagarði 2. Húsið stendur á 3.569 fermetra lóð sem fylgir með í kaup- unum. Athygli vekur að Reykjavíkurborg seldi fjárfest- ingarfyrirtæki Ingunnar Wernersdóttur húsið og lóð árið 2007 á 925 milljónir króna. Söluandvirði hússins hefur því lækkað um sem nemur 585 milljónum. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eigna- sviðs, segir ástæðu lækkunarinnar einfalda. „Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að staðan var þannig árið 2007 að fólk átti nægt fé og var framkvæmdaglaðara.“ Til stóð að rífa húsið árið 2006 en komið var í veg fyrir það með friðun árið 2007. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæða- greiðslu um kaupin. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar borgarfulltrúa byggist sú afstaða á því áliti að þeir „telja ekki hlutverk borgarinnar að kaupa upp eignir, sérstak- lega á þessum tímum“. gudrunsoley@mbl.is Reykjavíkurborg kaupir Alliance-húsið aftur Morgunblaðið/Júlíus Bjargað Til stóð að rífa Alliance-húsið árið 2006 en hætt var við það þegar húsið var friðað árið á eftir.  Borgin seldi húsið 2007  Lækkar um 585 milljónir Ákveðið hefur verið að þing- fundur verði haldinn í dag kl. 10:30. Ekkert samkomulag er um þinglok, að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadótt- ur, þingflokks- formanns sjálf- stæðismanna, og verður haldið áfram að ræða frum- varp sjávarútvegsráðherra um veiði- gjöld. Þær umræður voru enn á dag- skrá í gærkvöldi. Önnur umræða um veiðigjöld hófst 1. júní og málið hefur því verið rætt í sjö daga. Tæplega áttatíu mál ríkisstjórnarinnar bíða afgreiðslu, þar á meðal frumvarp um breyt- ingar á kvótakerfinu og rammaáætl- un um vernd og nýtingu orkulinda, einnig tillagan um Vaðlaheiðargöng. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði í hádegisfréttum rík- isútvarpsins í gær að stjórnvöld ætl- uðu ekki að ganga lengra til að mæta sjónarmiðum útgerðarmanna. Al- rangt væri að ekki hefði þegar verið reynt að koma til móts við sjónarmið þeirra. kjon@mbl.is Ekkert samkomu- lag á þingi Ragnheiður Elín Árnadóttir  Haldið áfram að ræða um veiðigjöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.