Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 39
dóttur og Guðmundar Jónsson- ar. Páll missir föður sinn 1927 þá tíu ára gamall, fer þá í fóstur til Lovísu Grímsdóttur og Guð- mundar Ásmundssonar að Laugalandi. Þar elst Páll upp við gott atlæti en vinnusemi eins og þá var títt. Árið 1944 kvæntist Páll Björgu Sigurrós Jóhannsdóttur, systur minni. Þau festu kaup á jörðinni Mið-Mói og byggðu þar öll hús frá grunni og fluttu þang- að 1947. Það var lítill bústofn sem þau byrjuðu með, en búið óx jafnt og þétt eftir því sem ár- unum fjölgaði. Þau hjón höfðu aðallega kúabúskap hin síðari ár. Það var mikil gestanauð hjá þeim hjónum, þar mátti enginn koma nema þiggja góðgerðir og spjalla. Þeim hjónum var þriggja barna auðið. Guðmundur Óli lög- reglumaður, kvæntur Guðrúnu K. Kristófersdóttur og eiga þau fimm börn. Jónmundur Valgeir, lést 29. okt. 2004, og Sigríður. Jónmundur átti heimili á Mið- Mói öll sín ár og aðstoðaði for- eldra sína eins og tími hans leyfði. Sigríður hefur verið allar stundir með foreldrum sínum og hugsaði um föður sinn eftir að móðir hennar lést. Björg eigin- kona Páls lést 3.2. 2007. Þau hjón voru samstíga um flesta hluti. Það var Páli mikið áfall þegar Jónmundur lést og enn meira þegar eiginkonan lést þremur árum síðar. Páll jafnaði sig nokkuð eftir þessi áföll og átti nokkuð góð þrjú ár í faðmi dóttur sinnar, sonar, tengdadótt- ur og barnabarna. Páll var mað- ur sátta alla sína ævi enda vel liðinn af sveitungum sínum, var hjálpsamur og greiðvikinn. Páll vann utan heimilis aðallega á haustin. Þar á meðal nokkur haust í sláturhúsi í Haganesvík. Einnig átti hann bát sem hann réri á haust og vor. Þetta áttu aðeins að vera nokkur þakkar- orð fyrir langt og gott samstarf og vináttu liðinna ára. Síðasta sinn sem ég og kona mín hittum Pál var í 95 ára afmæli hans sem haldið var í Forsæti 10, 23. apríl sl. Þar voru samankomnir ætt- ingjar og vinir hans. Páll var þá sjúklingur á Sjúkrahúsi Skaga- fjarðar en kom heim til að fagna merkum áfanga. Ég og fjölskylda mín sendum Sigríði, Guðmundi og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur með þökk fyrir allar stundir í gleði og sorg í gegnum árin. Það er huggun harmi gegn að þið eigið eingöngu góðar minningar um kærleiksríkan föður, afa og langafa. Hvíl þú í friðarfaðmi og guði falinn. Ólafur Jóhannsson. Á bjartri vornótt, þegar Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta, kvaddi aldurhniginn öðlingur, Páll Ragnar Guð- mundsson eða Palli á Miðmói eins og ég kallaði hann alltaf, þennan heim. Frá því að ég fór að muna eft- ir mér norður í Fljótum er hann einn af þessum rólegu, traustu og margfróðu mönnum, sem ég var viss um að hefði alltaf rétt að mæla. Palli var afar hæglátur, dag- farsprúður og í mínum huga mikið góðmenni. Hann gekk hljóður til sinna starfa, að yrkja jörðina, var farsæll bóndi til fjölda ára og þótt Miðmór sé ekki stór jörð var þar alltaf nóg að bíta og brenna. Páll var gæfumaður í sínu einkalífi. Kona hans, Björg Jó- hannsdóttir eða Bogga á Miðmói, var í mínum huga harð- dugleg gæðakona, hög í höndum og hjartahlý. Mín tilfinning er sú að þau Miðmóshjón hafi unað glöð við sitt og ekki talið grasið grænna handan við lækinn, þótt þau fylgdust vel með framförum á líðandi stund. Traust vináttubönd voru hnýtt milli foreldra minna og Miðmósfjölskyldunnar. Sú vin- átta var svo traust að ekkert náði að slíta hana í sundur. Eftir að foreldrar mínir fluttu á Sauð- árkrók voru Palli og Bogga og synir þeirra alltaf tilbúin eftir sem áður að rétta þeim hjálp- arhönd. Það var ómetanlegt fyr- ir mig að vita af því og verður aldrei fullþakkað. Hér var ekki ætlunin að tí- unda ævistarf þessarar alþýðu- hetju heldur aðeins gera veik- burða tilraun til að þakka fyrir allt og allt. Við Haukur vottum Siggu, Guðmundi, Guðrúnu og fjöl- skyldu þeirra svo og öllum syrgjendum okkar dýpstu sam- úð og kveðjum Palla frá Miðmói með virðingu og þökk. Hið aldna íturmenni sem okkur kveður nú var hetja prúð í hjarta með hreina sterka trú. Að loknu lífsins starfi sem ljúft í minning er var aftanroðinn indæll í örmum vina hér. (Böðvar Bjarnason) Blessuð sé minning Páls Ragnars Guðmundssonar. Sigurbjörg Björg- vinsdóttir (Sillý frá Fyrir-Barði). Kæri afi er fallinn frá eftir erfið veikindi og er ég ánægður að hann skuli ekki vera lengur með okkur því hann fór frá okk- ur sáttur við sitt og sína eftir 95 ár og þar af leiðandi er ég sáttur við brottför hans. En mikill söknuður er í hjarta mér og mun vera lengi því mér þótti óend- anlega vænt um afa minn. Afi ólst upp í Fljótunum í Skagafirði og var þar alla sína tíð eða þar til hann flutti upp á Sauðárkrók með ömmu heitinni og Siggu frænku, haustið 2006, þar sem hann eyddi síðustu ár- um sínum. Mín kynni af afa voru þau að þarna færi maður sem væri búinn að strita fyrir sínu án þess nokkurn tíma að kvarta yfir því hvað hann hefði mátt hafa fyrir hlutunum. Það hlýtur að hafa verið erfitt að vera á vertíð- um fjarri fjölskyldunni en gott að koma heim í faðm þeirra. Seinna meir fór Jonni heitinn með þér og það hlýtur að hafa verið miklu betra. Ég á margar minningar um afa og má þar nefna eins og þeg- ar farið var að vitja um netin í Haganesvík eða í Flókadals- vatni. Og líka það að tína ull- arlagðana af túnum og fengum við þá að mála felgurnar á trak- tornum í staðinn sem verðlaun. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú komst suður á spítalann í eina viku fyrir nokkrum árum. Ég kom til þín á hverjum degi með blöð til að lesa, tók þig með á rúntinn um Þingvelli, Hafn- irnar og til Línu frænku og kom jafnvel með kjötsúpu handa þér til að bragða á. Mér þykir vænt um þann tíma sem við fengum þá. Þú vissir allt og gjörþekktir jörðina þína og sá ég á þér hvað þér þótti vænt um bæinn þinn, sérstaklega þegar ég fór með þig á rúntinn þangað þegar ég kom norður og fórum við nánast alltaf þegar veðrið og heilsan var góð, og það gladdi mig mikið að sjá hvað var léttara yfir þér að sjá sveitina þína. Þessi ást þín á Fljótunum var mikil og öfunds- verð. Elsku besti afi minn, ég kveð þig með þessum orðum: Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Kristófer Freyr Guðmundsson. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 ✝ GuðbjörgHelgadóttir fæddist á Ökrum á Mýrum 5. ágúst 1918. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 1. júní 2012. For- eldrar hennar voru Helgi Bogason, f. 5. mars 1890, d. 19. apríl 1967, og Jón- asína Elísabet Þor- steinsdóttir, f. 1. júní 1896, d. 12. nóvember 1927. Systkini Guð- bjargar voru þau Steinunn Helgadóttir, f. 28. júlí 1919, d. 7. desember 2003, og Bogi Helga- son, f. 4. október 1921, d. 21. des- ember 2011, Jón Helgason, f. 8. apríl 1934, Valgeir Helgason, f. 22. febrúar 1936, og Ingibjörg Helgadóttir, f. 7. ágúst 1937. Guðbjörg giftist Oddi Sigurðs- syni, f. 27. október 1908, d. 23. apríl 2006. Börn þeirra eru Jón- asína, f. 19. október 1946, gift Reyni Bragasyni og eiga þau þrjú börn, Sigurður, f. 28. september 1947, Helgi, f. 30. nóv- ember 1949, giftur Sigríði Þórð- ardóttur og eiga þau 10 börn, Hjalti, f. 25. ágúst 1951, giftur Elínu Þor- steinsdóttur og eiga þau sex börn, Sess- elja, f. 2. nóvember 1952, gift Lárusi Fjeldsted og eiga þau þrjú börn, Jón, f. 2. nóvember 1954, giftur Herdísi Þórð- ardóttur og eiga þau þrjú börn, og Þorbjörn, f. 7. september 1957, giftur Jóhönnu Þorvalds- dóttur og eiga þau sex börn. Guðbjörg og Oddur bjuggu lengst af í Kolviðarnesi í Eyja- hreppi. Útför Guðbjargar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 9. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Mig langar til að minnast ömmu minnar og nöfnu með fá- einum orðum. Ég var svo hepp- inn að fá að kynnast ömmu strax við fæðingu. Ég var mikið hjá henni þegar ég var lítil og þegar ég var unglingur var ég svo heppinn að fá að vera hjá ömmu og afa í Kolviðarnesi í eitt sumar meðan ég vann á Hótel Eldborg. Amma var frábær kona, alltaf já- kvæð, ljúf og hlutirnir voru aldr- ei neitt vesen. Þeir voru bara gerðir á einfaldan og öruggan hátt. Amma var snillingur í elda- mennsku og gerði besta grjóna- graut og flatbrauð sem ég hef smakkað. Ekki er hægt að minn- ast ömmu án þess að minnast á afa en þau voru mjög samrýmd og t.d. vaskaði afi alltaf upp eftir matinn í Kolviðarnesi og alltaf var hann tilbúin að hjálpa henni og aðstoða ef á þurfti að halda. Þegar við systurnar og Oddur vorum í Laugargerði var mikið sport að labba niður í Kolviðar- nes til að heimsækja gömlu hjón- in og buðum við oft nokkrum út- völdum krökkum með okkur. Þegar amma og afi komu í heim- sókn til okkar á Vörðufelli lum- aði hún alltaf á síríus súkkulaði, brjóstsykri og opal eða öðru góð- gæti sem við systurnar vorum að sjálfsögðu mjög ánægðar með. Ömmu þótt mjög vænt um fólkið sitt og vissi nákvæmleg við hvað hver starfaði eða í hvaða skóla hver var. Eins var amma með alla afmælisdaga á hreinu og komst ég í klípu eitt sinn þegar ég útbjó dagatal með afmælisdögum hjá öllum í fjöl- skyldunni sem voru örugglega hátt í 70 manns en þegar hún opnaði það kom hún strax auga á villu í því. Þetta fattaði gamla konan komin á tíræðisaldur, þannig að ég tók dagatalið og þurfti greinilega að fara mjög vel yfir það og gera það upp á nýtt. Amma var félagslynd og lærði maður fljótt að það þýddi ekkert að heimsækja hana á þriðjudög- um og fimmtudögum því þá var hún að spila og ef maður kom fyrir klukkan kl. 16 fór maður niður í handavinnu til að heilsa upp á hana en eftir hana liggur fjöldinn allur af útsaumsmynd- um. Amma var ekki neyslufrek kona en var mjög ánægð þegar henni voru gefin ný föt en tók það alltaf fram að hún þyrfti þess nú ekki, hún ætti nóg,en henni fannst alltaf gaman að vera vel til fara. Amma og afi voru hjá okkur nokkur jól eftir að þau komu í Borgarnes og er það mjög skemmtilegur tími í lífi okkar sem hefur mótað jólahald- ið hjá okkur. Alltaf var gaman að fylgjast með ömmu þegar við vorum að opna pakkana því hún var ekkert síður spennt en við. Eftir að hún hætti að koma til okkar laumaðist ég alltaf með nokkrar sjávarréttatartalettur til hennar á aðfangadag því henni þótti þær svo góðar. Ég er ævinlega þakklát fyrir að búa í næsta húsi við hana og að hafa getað hlaupið á milli húsa og ekki síst núna síðustu daga til að geta fylgst með heilsu hennar og líðan. Að lokum vil ég þakka fyrir frábæra umönnun sem amma naut á DAB sem hún svo sann- arlega kunni að meta og talaði oft um hversu hlýjar og yndis- legar starfsstúlkurnar væru. Hvíl í friði elsku amma Þín nafna Guðbjörg Hjaltadóttir. Guðbjörg Helgadóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær faðir okkar og vinur, BJÖRGVIN HERMANNSSON húsgagnasmíðameistari, Boðahlein 22, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.00. Vilhjálmur Pétur Björgvinsson, Hermann Björgvinsson, Sigríður Jóhannsdóttir.Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, REYNIS ÍSFELDS KJARTANSSONAR, Klapparstíg 1, Reykjavík. Kristín Hauksdóttir, Pálína Reynisdóttir, Helgi Pálsson, Kristbjörn Ísfeld Reynisson, Ásbjörg Þórhallsdóttir, Petrína Erla Reynisdóttir, Hilmar Hafsteinn Gunnarsson, Guðrún Sigríður Reynisdóttir, Sigurður Þorvaldsson, Jóhann Ísfeld Reynisson, Steinunn Snorradóttir, Bryndís Reynisdóttir, Halldór Jörgensson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMANN TOBÍASSON, Hólavegi 9, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks mánudaginn 4. júní. Útförin verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 16. júní kl. 14.00. Marsibil Þórðardóttir, Kristín Guðmannsdóttir, Eiríkur Ingi Björnsson, Guðbjörg Guðmannsdóttir, Böðvar Hreinn Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Flókagötu 4, Reykjavík, verður jarðsungin mánudaginn 11. júní kl. 11.00 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Valborg Sigurðardóttir, Svavar Sölvason, Gestur Þór Sigurðsson, Vilborg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN JÓNA JÓHANNSDÓTTIR, Boðahlein 8, Garðabæ, sem lést sunnudaginn 3. júní, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.00. Símon Þór Waagfjörð, Kristín Sigríður Vogfjörð, Jónína Waagfjörð, Gunnar S. Sigurðsson, Jóhanna Waagfjörð, Páll K. Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.