Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Liðlega annar hver Íslendingur, eða 56% landsmanna, telur sig ekki vel upplýstan um Evrópumál en þrír af hverjum fjórum telja landa sína heldur ekki vera al- mennt vel upplýsta um þau mál, ef marka má nýja Eurobarometer- skoðanakönnun sem kynnt var á málþingi í Háskólanum á Akureyri í gær. Munurinn bendir til þess að sjálfsálit sumra sé því við góða heilsu hvað þennan þátt varðar. Könnunin var gerð í árslok 2011. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins í Brussel hefur látið gera kannanir af þessu tagi síðan 1973 og eru þær liður í því að kanna viðhorf almennings í aðild- arríkjum ESB. Almenningur í um- sóknarríkjum eins og Íslandi er einnig spurður. Miðaldra og eldri Íslendingar nota einkum sjónvarp og blöð til að fá fréttir af Evrópustjórnmálum, yngra fólkið netmiðla. Fleiri Ís- lendingar álíta sig vel upplýsta um Evrópumál en almenningur í lönd- um ESB gerir og hækkaði þetta hlutfall talsvert hér frá fyrri könn- un árið 2010. Og fleiri karlar en konur telja sig vel upplýsta um Evrópumál; ungt fólk er sáttara en eldra fólk við eigin þekkingu. Margir nota samfélagsmiðla til að fræðast um stjórnmál Almenn fjölmiðlanotkun var könnuð, hvernig fólk nálgast upp- lýsingar og hvers konar miðla það notar. Íslendingar eru Evrópu- meistarar í notkun samfélags- miðla, 54% svarenda í könnuninni nota þá nær daglega. Fjórði hver notar samfélagsmiðla til að afla sér frétta af innlendum stjórnmálum. Að meðaltali notar fimmtungur al- mennings sér samfélagsmiðla nær daglega í löndum ESB. Aðeins fjórar þjóðir lesa meira blöð en við en hvergi nota hlutfallslega jafn margir fréttavefi. En treystir fólk upplýsingum um stjórnmál sem birtast á Fa- cebook og öðrum samfélagsmiðl- um? Um 72% Íslendinga í könn- uninni sögðu þessa miðla vera nútímalega leið til að fylgjast með en jafnframt sögðu 68% að ekki væri hægt að treysta þessum upp- lýsingum. Yngsti aldurshópurinn í þýðinu var mest ósammála því að upplýsingunum væri illa treyst- andi. Eins og oft er reyndin í könn- unum koma þverstæður í ljós. Þannig nota Íslendingar opinbera vefi stofnana minna en aðrir til að fræðast um stjórnmál þótt þorri aðspurðra segist treysta þeim bet- ur en öðrum vefsvæðum. Er þetta traust hvergi jafn mikið í hinum Evrópuríkjunum. Hafa áhyggjur af vanþekkingu annarra á ESB  Nota samfélagsmiðla meira en aðrir Morgunblaðið/RAX Skilaboð Mótmæli gegn ESB við þingsetningu í Reykjavík. Nota sjónvarpsfréttir » Um 43% aðspurðra sögðust fá sínar fréttir af evrópskum stjórnmálum í sjónvarpi en 34% á netinu. » Búseta skipti miklu máli í þessu samhengi. Nær helm- ingur íbúa í Reykjavík notar netið til að fræðast um Evr- ópustjórnmál en aðeins 15% fólks á Norðausturlandi. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Lundavarpið í Vestmannaeyjum er byrjað og það á eðlilegum tíma. Þar að auki hefur verið orpið í fleiri holur en undanfarin ár. Erpur Snær Han- sen, líffræðingur og forstöðumaður vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segist þó ekki þora að vera of bjartsýnn. Vísbendingar séu um að mikið sé um að egg séu afrækt. Eins og kunnugt er hefur lunda- varp gengið hörmulega sunnanlands og vestan síðustu ár og m.a. er talið að lundavarp hafi misfarist með öllu í Vestmannaeyjum í fyrra. Að þessu sinni byrjaði lundinn að verpa í Eyjum um síðustu mánaða- mót, mun fyrr en undanfarin ár. Erpur Snær og samstarfsmenn hans hafa kannað nokkrar lunda- byggðir í Eyjum og niðurstaðan er sú að egg eru í um 37% af lundaholum og það hlutfall aukist vonandi. Á hinn bóginn séu vísbendingar um að um helmingur af lundunum hafi yfirgefið holurnar og gefist upp á varpinu. Erpur og félagar hans ætla eftir helgi að fara með hitamæli í holurnar til að kanna hversu mörg egg eru köld og fúl og þá skýrist myndin betur. Í fyrra hafi um 20% lundanna reynt varp en engum tekist að klekja út eggi. „Persónulega, þá er ég ekki of bjartsýnn,“ segir Erpur. Lundavarp hefur gengið betur norðanlands og þaðan berast fregnir af því að lundinn sé töluvert í sandsíli, loðnu og flekkjamjóna. Árlega stýrir Erpur Snær rann- sóknarferðum í lundabyggðir víðs vegar um landið, svokölluðu lunda- ralli. Það hófst í Dyrahólaey fyrir þremur dögum og kom þá í ljós að varpið var hafið, einnig á eðlilegum tíma, og um helmingur holanna var í kominn í ábúð. Í dag verður farið í Akurey á Kollafirði. Lundavarpið byrjar betur en of snemmt að gleðjast Morgunblaðið/Eggert Íhugull Vonast eftir betri tíð.  Varpið byrjar á réttum tíma  Lundarall einnig byrjað Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæplega 2.200 erlendir ríkisborg- arar voru búsettir í Breiðholti um áramót og hefur þeim fjölgað um hátt í 1.300 á síðasta áratug. Fleiri bjuggu í Austurbæ Reykjavíkur eða hátt í 2.600 og hafði þeim fjölgað um 1.300 í hverfinu síðan árið 2002. Samanlagt búa því orðið 4.800 er- lendir ríkisborgarar í þessum tveim hverfum og gætu þeir því myndað fimmta fjölmennasta bæjarfélagið á landsbyggðinni, á eftir Akureyri, Keflavík, Akranesi og Selfossi. Þetta má lesa út úr tölum Hag- stofu Íslands um fjölda erlendra ríkisborgara í höfuðborginni eftir hverfum á árunum 2002 til 2012. Vesturbær er þriðja fjölmennasta hverfi erlendra ríkisborgara í höfuðborginni en þar bjuggu ríflega 800 árið 2002 en um 1.500 um ára- mótin. Mikil breyting á tímabilinu Hlutfall erlendra ríkisborgara í Austurbænum var 13,2% um ára- mótin samanborið við 6,7% árið 2002. Lætur því nærri að áttundi hver íbúi Austurbæjar sé nú af er- lendu bergi brotinn. Hlutfallið í Breiðholti var 10,5% hinn 1. janúar sl. en var 4,1% fyrir tíu árum. Hæst er hlutfallið á Kjalarnesi eða 13,8% en á bak við það voru 110 erlendir ríkisborgarar um áramótin. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttust hingað 600 erlendir ríkis- borgarar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en 450 frá landinu. Eru aðfluttir því aftur orðnir fleiri en brottfluttir eftir að brott- fluttir voru um hríð fleiri í kjölfar efnahagshrunsins. Hlutfall erlendra ríkisborgara í einstökum hverfum borgarinnar kann því að hækka haldi sú þróun áfram, en það er aðeins ágiskun. Alls höfðu 21.143 einstaklingar erlent ríkisfang 1. janúar 2011 en 20.957 hinn 1. janúar í ár en þeir voru 9.850 sama dag 2002. Eins og sjá má á kortinu er hlut- fall erlendra ríkisborgara lægst í Grafarholti eða um 2,7% og ber þá að hafa í huga að íbúar hins nýja hverfis voru aðeins um 250 árið 2002. Erlendir ríkisborgarar í Reykjavík eftir hverfum 2002-2012 Loftmyndir ehf. Hlutfall erlendra ríkisborgara 2002 2012 Vesturbær 5% 9,2% Austurbær 6,7% 13,2% Norðurbær 3,6% 6,1% Suðurbær 2,8% 5,5% Árbær 2,5% 5% Breiðholt 4,1% 10,5% Grafarvogur 1,8% 3,2% Borgarholt 1,9% 3,1% Grafarholt 1,2% 2,7% Kjalarnes 6,9% 13,8% Óstaðsettir 8,4% 6,6% Mannfjöldi 1. janúar. Austurbær 2002 2012 1.261 2.579 Norðurbær 2002 2012 478 822 Suðurbær 2002 2012 389 775 Árbær 2002 2012 221 525 Breiðholt 2002 2012 890 2.159 Grafarvogur 2002 2012 146 237 Borgarholt 2002 2012 189 321 Grafarholt 2002 2012 3 152Óstaðsettir 2002 2012 39 19 Kjalarnes 2002 2012 52 110 Vesturbær 2002 2012 812 1.492 Miðað er við hverfaskiptingu Borgarvefsjár, vefs Reykjavíkurborgar. Vesturbær er skilgreindur sem hverfi 1,Austurbær sem hverfi 2, Miðborg, og hverfi 3, Hlíðar. Norðurbær er skilgreindur sem hverfi 4, Laugardalur, og Suðurbær sem hverfi 5, Háaleiti. Breiðholt er hverfi 6, Breiðholt, og Árbær er samnefnt hverfi 7.Grafarvogur er sýndur sem samnefnt hverfi 8 og er Borgarholt, sem Hagstofan skilgreinir svo, hér haft norðarlega í Grafarvogi.Kjalarnes er samnefnt hverfi 9. Loks er Grafarholt hér merkt inn á hverfi 10, Úlfarsfell, sem Borgarsvefsjá skilgreinir svo. Hjá borginni fengust þær upplýsingar að líklega væri úrelt að miða við Borgarholt enda væri það ekki lengur álitið sér hverfi í skipulaginu. Áttundi hver Austur- bæingur af erlendu bergi  2.600 erlendir ríkisborgarar búa í borgarhlutanum Bláberin fást í apótekum, heilsuhúsum og Fjarðakaupum Sími 555 2992 og 698 7999 Bláber Nýtt á markaðnum frá Polargodt Í bláberjum eru andoxunarefnin C-vítamín og E-vítamín sem hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans. Þessi efni tengjast hrörnun og þróun ákv. sjúkdóma t.d. krabbameins, æðakölkunar og skýs á auga. (heimild: Landlæknisembættið , Lýðheilsustöð; www.landlaeknir.is/pages/629) Bláber geti m.a. haft áhrif á: • Náttblindu - nætursjón - gláku • Sjónskerpu • Sykursýki • Minnisleysi • Kólesteról
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.