Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 23
BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfisráðuneytið telur það vera rangt að lagastoð skorti fyrir reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða sem var sett 7. maí síðastliðinn. Reglugerðin gagnrýnd Morgunblaðið greindi í gær frá bréfi Axels Kristjánssonar, hæsta- réttarlögmanns og hreindýraveiði- manns, til umhverfisráðuneytisins en hann telur reglugerðina skorta stuðning í lögum. Einnig hefur Félag leiðsögu- manna með hreindýraveiðum (FLH) gert athugasemdir við reglugerðina. Félagið telur ýmis- legt í reglugerðinni ekki eiga stoð í 14. grein villidýralaganna. Bæði Axel og FLH vilja að reglugerðin verði felld úr gildi. FLH veltir einnig upp þeim mögu- leika að henni verði breytt, en í báðum tilvikum er óskað eftir því að önnur nálgun verði í nýrri reglu- gerð um skotprófin verði hún sett. Ráðherra setji reglur Umhverfisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir: „Fullyrt er í greininni að laga- stoð skorti fyrir reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýra- veiða sem tók gildi 7. maí sl. Þetta er rangt. Alþingi samþykkti breytingar á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villt- um spendýrum 9. júní 2011. Með breytingunni var gerð krafa um verklegt skotpróf fyrir hreindýra- leiðsögumenn og veiðimenn, breyt- ingu sem gerð var með velferð dýra í huga. Samtök skotveiðimanna studdu breytinguna, enda skref í átt að bættu veiðisiðferði. Í 14. gr. laganna (sem fjallar um hreindýr) segir m.a. eftir breyt- ingu: „Veiðimaður þarf að skila inn staðfestingu á að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert. Skili veiðimaður ekki inn staðfestingu skal veiðileyfi hans út- hlutað að nýju. Umhverfisstofnun er heimilt að veita veiðimanni sem fær úthlutað leyfi til hreindýra- veiða eftir 1. júlí frest til að skila inn staðfestingu á verklegu skot- prófi.“ Þá segir í 14. gr. laganna: „Ráð- herra setur að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar nánari reglur um framkvæmdina[...]“ Í þessari setningu er skýr heimild fyrir ráð- herra að setja reglugerð um fram- kvæmd verklegs skotprófs. Þá er í greininni gagnrýnt hversu stutt sé síðan reglugerð um framkvæmd Umhverfisstofnunar á þessum prófum tók gildi. Í því sambandi er vert að benda á að það hefur verið ljóst í rétt ár, eða frá því að ofangreindum lögum var breytt, að hrein- dýraveiðimenn myndu þurfa að skila inn prófi fyrir næstu mánaðamót. Prófið sem um ræðir er bæði einfalt og fljótafgreitt og því ætti sá mánuður sem enn er til stefnu að nægja til að skilyrðum um skotveiðipróf veiðimanna sé fullnægt.“ Segir rangt að lagastoð skorti  Umhverfisráðuneytið segir heimild vera í lögum fyrir ráðherra að setja reglugerð um skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn  Ljóst frá því lögin voru sett að sett yrði á próf þótt reglugerðin hafi komið seint Morgunblaðið/RAX Hreindýr Hreindýraveiðimenn þurfa nú að gangast undir verklegt skotpróf áður en haldið er til veiða. Prófið á að taka fyrir 1. júlí nk. Reglugerðin um prófin og framkvæmd prófanna hafa sætt nokkurri gagnrýni. FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Skotveiðifélag Íslands (SKOT- VÍS) er fylgjandi því að hrein- dýraveiðimenn gangist undir skotpróf því það stuðlar að bættu veiðisiðferði, að sögn Elv- ars Árna Lund, formanns SKOTVÍS. Hann kvaðst vera sam- mála FLH um að búið sé að gera einfalt próf óþarflega flókið. Verklagsreglur Umhverfisstofn- unar (UST) séu flóknari en þörf krefji. „Maður skilur ekki alltaf hvað UST er að fara í þeim efnum,“ sagði Elvar. „Þetta er farið að snúast um skothæfni en ekki að menn kunni að fara með riffil.“ Hann nefndi einnig bann við því að skotið sé af borði í prófinu en starfsleyfi sumra skotsvæða er háð því að skotið sé úr húsi af öryggisástæðum – þar sem eru skot- borð. Elvar sagði einnig gagnrýnivert hvað það tók langan tíma að koma skotprófunum á laggirnar. Hann sagði Skotvís hafa viljað sjá hvernig þetta reyndist þótt búast hefði mátt við gagnrýni. Framkvæmd- in of flókin SKOTVÍS STYÐUR SKOT- PRÓF VEIÐIMANNA Elvar Árni Lund 101 Reykjavík Vesturgata SALA / LEIGA Vesturgata 6-8 800 m2 er fullbúinn veitingastaður með leyfi fyrir allt að 200 manns. Miklir möguleikar 3 inngangar í húsið og því hægt að skipta niður í minni einingar. Vesturgata 10a Íbúðarhús/skrifstofur 350 m² Vesturgata 10 Íbúðarhús/skrifstofur 144 m² Upplýsingar gefur: Karl J. Steingrímsson í síma 892 01 60 eða karl@kirkjuhvoll.is Til afhendingar strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.