Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Los Angeles Times. AFP. | Fram hafa komið vísbendingar um að Luka Rocco Magnotta, sem grunaður er um óhugnanlegt morð í Kanada, hafi líkt eftir atriðum í kvikmyndum frá Hollywood. Á meðal myndanna er kvik- myndin „American Psycho“ og fjölmiðlar vestra hafa því kallað morðingjann „kana- díska brjálæðinginn“. Magnotta er 29 ára fyrrverandi leikari í klámkvikmyndum og grunaður um að hafa myrt 33 ára kínverskan námsmann, Lin Jun, limað líkið sundur og sent líkamshluta í pósti á skrifstofur stjórnmálaflokka og í skóla í Kanada. Talið er að Magnotta hafi tekið morðið upp á myndband og birt það á netinu. Þykir það renna stoðum undir þá kenningu að morðinginn hafi verið gagntekinn af hroll- vekjandi kvikmyndum um raðmorðingja. Grunur leikur jafnvel á að Magnotta hafi farið til Hollywood og framið þar annað morð. Verið er að rannsaka hvort hann hafi myrt 66 ára gamlan bankamann, Hervey karlmann við rúm og myrðir hann með ís- haka eftir kynmök. Þá þykir morðið bera keim af atriði í kvik- myndinni „Se7en“ sem fjallar einnig um rað- morðingja, með Brad Pitt og Morgan Freeman í aðalhlutverkum. Magnotta er ennfremur sagður hafa notað dulnefnið Tramell þegar hann fór í rútu frá París til Berlínar eftir að hann flúði frá Kan- ada. Tramell er eftirnafn morðkvendisins sem Sharon Stone leikur í „Basic Instinct“. Magnotta var handtekinn í Berlín á mánu- daginn var, eftir að hann sást á netkaffihúsi að lesa greinar um sjálfan sig. Tíu dögum áð- ur hafði Interpol lýst eftir honum fyrir morð á kínverska námsmanninn. Fregnir hermdu í fyrstu að námsmaðurinn hefði verið í tygjum við morðingjann en það hefur verið borið til baka. Þýskir saksóknarar sögðu í fyrradag að Magnotta yrði líklega framseldur til Kanada fyrir lok mánaðarins. Medellin, sem hafði verið myrtur með svip- uðum hætti og Lin Jun. Höfuð, fætur og hendur Medellins fundust við göngustíg að Hollywood-skiltinu fræga í janúar. Tals- maður kanadísku lögreglunnar sagði að vitað væri að Magnotta hefði verið á vesturströnd Bandaríkjanna á þessum tíma en ekki væri ljóst hvort hann hefði komið við í Hollywood. Notaði eftirnafn morðkvendis Bakgrunnstónlistin á morðmyndskeiði, sem Magnotta er talinn hafa sett á netið, er úr „American Psycho“. Kvikmyndin fjallar um fjöldamorðingja, bankamann sem myrðir m.a. mann með öxi. Á myndskeiðinu virðist Magnotta myrða kínverska námsmanninn með haka og leikið er lag sem notað er í byrj- un „American Psycho“. Morðið minnir einnig á atriði í kvikmynd- inni „Basic Instinct“ frá árinu 1992 með Michael Douglas og Sharon Stone í aðal- hlutverkum. Í myndinni bindur morðinginn Líkti morðinginn eftir kvikmyndum?  „Brjálæðingurinn“ notaði tónlist úr „American Psycho“  Morðið minnir á atriði í „Basic Instinct“ Í haldi Mynd af Magnotta á vef Interpol. AFP Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Óvopnaðir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna komust loks í gær inn í þorp þar sem vígamenn úr röðum stuðningsmanna ein- ræðisstjórnarinnar í Sýrlandi eru sagðir hafa myrt tugi óbreyttra borgara, þeirra á meðal mörg börn. Fréttamaður breska ríkis- útvarpsins var með eftirlitsmönnunum og sagðist hafa séð vísbendingar um að fjölda- morð hefði verið framið í þorpinu og fundið daun af brunnum líkum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, fordæmdi manndrápin og sagði að mikil hætta væri á því að allsherjar borgarastríð blossaði upp í Sýrlandi. Frétta- veitan AFP sagði að Ban Ki-moon hefði skýrt öryggisráði SÞ frá því að samkvæmt fyrstu fregnum frá eftirlitsmönnunum benti flest til þess að hermenn sýrlenska stjórnar- hersins hefðu fyrst umkringt þorpið og víga- menn síðan ráðist inn í það til að fremja „níðingsverk“. Skotið var á eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í fyrradag þegar þeir reyndu að komast inn í þorpið til að rannsaka mann- drápin. Sýrlenskir stjórnarandstæðingar segja að vígamennirnir hafi fjarlægt mörg lík úr þorpinu áður en eftirlitsmennirnir komust þangað. Stjórnarandstæðingar segja að minnst 55 og allt að 78 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í árásinni. Fórnarlömbin bjuggu í litlu þorpi súnníta og talið er að vígamennirnir hafi komið úr nálægum þorpum alavíta, þjóðarbrots sem flestir ráðamenn Sýrlands tilheyra. Stjórnarerindrekar í New York sögðu að fulltrúar Bretlands, Frakklands og Banda- ríkjanna í öryggisráði SÞ væru að undirbúa drög að ályktun um refsiaðgerðir gegn Sýr- landsstjórn. Kínverjar og Rússar hafa tvisv- ar beitt neitunarvaldi í ráðinu gegn slíkum refsiaðgerðum. Óttast að allsherjarstríð blossi upp AFP Stríðsþjáningar Sært barn fær aðhlynningu.  Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komust loks inn í þorp þar sem sýrlenskir vígamenn myrtu tugi óbreyttra borgara  Vígamennirnir sagðir hafa fjarlægt mörg lík áður en eftirlitsmenn komu á staðinn Indversk kona fær svonefnt „fisklyf“ á íþrótta- leikvangi í borginni Hyderabad. Ætt í borginni býr lyfið til úr jurtum samkvæmt leynilegri upp- skrift. Það er síðan sett í kjaft á fiski áður en það er notað til að lækna fólk af asma og fleiri kvill- um í öndunarfærum. Ættin hefur boðið upp á lyfið í 161 ár og venja er að það sé gefið á sér- stökum degi í júní þegar monsúntíminn hefst. Þúsundir manna safnast þá saman til að fá lyfið. AFP Þúsundir manna tóku inn lyf úr fiskkjafti Leynileg blanda af lækningajurtum sögð lækna asma og fleiri kvilla Vísindamenn, sem tilkynntu í september sl. að fiseindir gætu e.t.v. ferðast hraðar en ljósið, viðurkenndu í gær að sú niður- staða væri röng. Niðurstaðan vakti mikla at- hygli á sínum tíma vegna þess að ef hún væri rétt myndi hún kollvarpa afstæðiskenn- ingu Alberts Einsteins. Samkvæmt henni getur enginn hlutur farið hraðar en ljósið. Vísindamenn gerðu fleiri til- raunir og segjast nú vera fullvissir um að niðurstaðan sé röng – og af- stæðiskenning Einsteins rétt. Þeir kenndu ófullkomnum tækjum um. Tilraunin fór fram í 732 km langri braut milli CERN, Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði í Genf og rann- sóknastöðvar á Ítalíu. „Þótt loka- niðurstaðan sé ekki eins spennandi og sumir vildu er þetta það sem við bjuggumst öll við innst inni,“ sagði Sergio Bertolucci, sem stjórnaði rannsókninni. bogi@mbl.is Einstein hafði rétt fyrir sér  Fiseindir ferðast ekki hraðar en ljósið Tölvumynd af fiseindum. Alþjóðaráð Rauða krossins segir að 1,5 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda í Sýrlandi. Skortur sé á matvælum og lyfjum, jafnvel brauð sé af skornum skammti á átakasvæðunum. Æ fleiri þurfi að flýja heimkynni sín og eigi hvergi höfði sínu að að halla. Sýrlenskir stjórnarandstæðingar segja að yfir 13.500 manns hafi beðið bana frá því mótmæli hófust gegn sýrlensku stjórninni í mars á síðasta ári. Vaxandi neyð á átakasvæðunum SKORTUR Á MAT OG LYFJUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.