Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 kosningar, svo hægt verði að lækka almennan kosningaaldur. „Fólk í þessum aldurshópi tekur fullan þátt í samfélaginu og borgar gjöld til þess eins og aðrir“, segir Reidar. Telur hópinn vera þroskaðan Reidar gefur lítið fyrir þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki nógu mikinn þroska til að kjósa og segir ekkert hættulegt við það að leyfa þeim að kjósa. Þetta hugarfar minnir Reidar á gamla tíma og seg- ir þetta líkt og þegar upp kom sú hugmynd að leyfa konum að kjósa. Á þeim tíma hafi menn sagt að konur hefðu ekki nægan þroska til að kjósa, þær væru allt of tilfinn- ingaríkar og að konur myndu bara kjósa eins og eiginmenn þeirra og fjölskyldur. Reidar segir að þetta sé nákvæmlega það sama og hann heyrir í dag og bætir við að fólk sé í raun og veru hrætt við breyt- ingar. Þegar Reidar kom fyrst fram með þessa hugmynd voru margir efins og sumir hreinlega hlógu að henni. Efasemdarfólkið spurði hvers vegna hann teldi við hæfi að hafa almennan kosningaaldur 16 ár. Spurt var hvers vegna ekki ætti að leyfa 15 ára unglingum að kjósa, eða jafnvel 10 ára börnum? Reidar svarar þeirri gagnrýni og bendir á að heppilegt sé að marka kosn- ingaaldurinn við þann aldur þegar skyldunámi lýkur. Mikilvægt sé að kjósandinn hafi hlotið einhvers kon- ar grunnmenntun. Reidar heldur því fram að þroski sé afstætt hug- tak og að umræddur aldurshópur sé fullfær um að taka ákvarðanir. Aðspurður hvort hann telji að ungmenni á þessu aldri séu farin að spá í pólitík og stjórnmálaleg álita- efni, segir Reidar: „Menn þurfa ekki að hafa mikið vit á stjórn- málum til þess að geta kosið. Ef þú hefur sterka skoðun á einum hlut, t.d. á byggingu nýrrar sundlaugar í hverfinu þínu, þá ertu tilbúinn til að kjósa.“ Reidar heyrir það reglulega að 18 ára aldurinn sé passlegur kosn- ingaaldur, vegna þess að þá hætti menn að vera börn samkvæmt lög- um. Reidar segir það vera þver- sögn í sjálfu sér og bendir á að menn hljóti ekki öll réttindi við 18 ára aldur. Honum finnst það einnig sérstakt að 15 ára unglingur geti farið í fangelsi, en megi ekki kjósa þá sem setja lögin. Reidar telur mikilvægt að stjórn- málamenn hlusti á unga fólkið og taki mark á skoðunum þess. Reidar tekur sem dæmi þegar Austurrík- ismenn lækkuðu kosningaaldurinn niður í 16 ár. Það hafi leitt til þess að stjórnmálin þar í landi breyttust og stjórnmálamenn fóru að skipta sér meira af málefnum barna og unglinga. „Ef 16 ára einstaklingur er óhæfur til að gera upp hug sinn í kosningum, þá er það skólakerfinu að kenna, ekki þeim sem í hlut á,“ segir Reidar, en hann er bjartsýnn á að fleiri lönd eigi eftir að fylgja í fótspor Austurríkis og fleiri landa. Konur voru taldar of tilfinningaríkar  Umboðsmaður barna í Noregi vonar að Norðmenn lækki almennan kosningaaldur í sextán ár  Er bjartsýnn á að Norðurlöndin lækki kosningaaldur og fylgi þar með fordæmi Austurríkismanna Morgunblaðið/Styrmir Kári Umboðsmaður Reidar hefur barist fyrir lækkun kosningaaldurs. VIÐTAL Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Reidar Hjermann er umboðsmaður barna í Noregi og hefur í þónokk- urn tíma barist fyrir lækkun al- menns kosningaaldurs úr 18 árum í 16 ár. Reidar hefur verið umboðs- maður barna síðan árið 2004, en hann mun láta af embætti á næstu vikum. „Ég vona að þegar Norðmenn ganga næst að kjörborðinu, verði almenni kosningaaldurinn kominn niður í 16 ár,“ segir Reidar, en þetta hefur verið eitt af hans helstu áherslumálum í embætti seinustu ár. Noregur tók þá ákvörðun fyrir seinustu sveitarstjórnarkosningar, sem áttu sér stað árið 2011, að leyfa 16 ára ungmennum að kjósa í nokkrum sveitarfélögum. Þetta var gert í tilraunaskyni og fengu 20 sveitarfélög leyfi til að lækka tíma- bundið kosningaaldurinn. Ekki voru öll sveitarfélög Noregs tilbúin til að prófa þetta, en 146 sveitar- félög sóttu um leyfi til að lækka aldurinn tímabundið. Þátttakan var vonum framar hjá norskum ungmennum og í ljós kom að í fjölmennasta sveitarfélagi Nor- egs var kosningaþátttakan um 82% hjá ungmennum á aldrinum 16-17 ára. Niðurstaðan kom Reidar ekki á óvart og vonar hann að þessi nið- urstaða stuðli að því að Norðmenn breyti stjórnarskránni fyrir næstu Reidar Hjermann er ötull tals- maður þess að lækka almenn- an kosningaaldur niður í 16 ár. Reidar sannfærði ráðamenn Noregs um að best væri að lækka kosningaaldurinn í skrefum. Hann taldi heppilegt að byrja á sveitarstjórnarkosn- ingunum, og var Reidar mjög ánægður með kosningaþátt- töku ungmenna þar í landi. Ef Norðmenn ákveða að stíga skrefið til fulls með lækkun kosningaaldurs, þurfa þeir að breyta stjórnarskránni, en til þess þurfa 2/3 þing- manna norska þingsins að samþykkja breytingarnar. Reid- ar er bjartsýnn á framtíðina, en hann vonar að innan fárra ára verði öll Norðurlöndin búin að lækka almennan kosn- ingaaldur úr 18 árum niður í 16 ár. Reidar hefur verið umboðs- maður barna í Noregi síðan ár- ið 2004 og lætur af embætti stoltur af störfum sínum. Reid- ar mun hætta störfum á næstu vikum og mun kona að nafni Anne Lindboe taka við emb- ættinu. Lætur stoltur af embætti ER MJÖG BJARTSÝNN 2010 2011 21% FJÖLGUN VIÐSKIPTAVINA HREINT ehf. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -1 0 3 9 2010 2011 40% AUKIÐ REKSTRARUMFANG HÓPBÍLAR hf. 2011 2010 32% VELTUAUKNING VEIÐIHORNIÐ VERSLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.