Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Útlitið er bjart fyrir þorskstofninn, þökk sé verndunaraðgerðum undanfarinna ára, en blikur eru á lofti um veiðar á ýsu á næstu árum. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand nytjastofna á Íslandsmiðum og aflahorfur á fiskveiðiárinu 2012- 13 sem kynnt var í gær. Hafró leggur til að aflamark á þorski verði aukið úr 177 þúsund tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 196 þúsund tonn á því næsta sem hefst þann 1. september. Þar er um tæplega ellefu prósenta aukningu að ræða. Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafró, sagði þegar hann kynnti skýrsluna að hrygningar- stofn þorsksins hefði náðst verulega upp og stofninn hefði ekki verið stærri um árabil. Þrír meðalsterkir árgangar muni bera veiðarnar uppi á næstu árum. „Við teljum okkur sjá stórgóðan árangur af uppbyggingu þorsk- stofnsins og menn verða varir við að það sé auðvelt að ná afla. Það er mjög áríðandi þegar vel fer að ganga að menn fari ekki út af farinu heldur haldi áfram skyn- samlegri uppbyggingu stofnsins. Þá gætum við séð allt að 250 þúsund tonna aflamark á næstu árum. Það er hins vegar árangur sem næst ekki nema með stöðugum aga,“ sagði Jóhann. Ýsan í öldusjó Það blæs hins vegar ekki eins byrlega fyrir ýsunni en stofnunin leggur til að kvóti á henni dragist saman úr 45 þúsund tonnum á síð- asta fiskveiðiári í 32 þúsund tonn að hámarki á því næsta. Sagði Jóhann að of geyst hefði verið farið í veiðar á ýsu þegar afli var góður á ár- unum 2003 til 2008. Nú væru hins vegar lélegir og litlir árgangar í farvatninu á milli 2008 og 2011 og stofninn myndi minnka verulega á næstu árum þegar þessir árgangar yrðu burðarstólpinn í veiðunum. Líkur væru á að hrygningarstofn- inn færi niður fyrir hættumörk þegar þessi árangur kæmi inn í hann. Hafró hefur þegar lagt til við stjórnvöld að sett verði aflaregla fyrir ýsu þannig að veiða skuli 40 prósent af 45 cm og stærri fiski í upphafi úttektarárs. Sagði Jóhann að þau mál væru til skoðunar hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Ákveðið var að leggja til nokkra lækkun á aflamarki á ufsa þar til að nýting- arstefna og aflaregla fyrir stofninn lægi fyrir. Rætt hafi verið um 20 prósenta aflareglu á vettvangi Al- þjóðahafrannsóknaráðsins. Því mið- ist tillaga Hafró nú við meðaltal síð- ustu ráðgjafar hennar og þeirri aflareglu sem sé í umræðunni. Óþekkt loðna Almennt sagði forstjórinn að brýnt væri að koma á aflareglum fyrir sem flesta fiskistofna til þess að auka líkurnar á hámarks- afrakstri og lágmarka hættuna á að skemma stofna til frambúðar. „Það er mikilvægt að stjórnvöld leiði þetta áfram með aðkomu grein- arinnar,“ sagði hann. Engar tillögur voru lagðar fram um veiðar á loðnu en Hafró náði ekki að mæla stofninn á síðasta vetri. Það komi hins vegar til með að breytast þegar haldið verði til mælinga í haust og í vetur. Á fisk- veiðiárinu 2011-12 var aflamarkið á loðnu 765 þúsund tonn. Sömu sögu er að segja af öðrum uppsjávarstofnum eins og norsk- íslensku vorgotssíldinni, kolmunna og makríl og mun mat á þeim stofn- um ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Um makrílinn sagði Jóhann þó að stofninn væri sterkur en mik- ilvægt væri að þjóðir sem sæju um fiskveiðistjórnun á honum kæmu sér saman um að halda sig við ráð- gjöf á aflamarki á honum. Nú sé verið að veiða um þrjátíu prósent- um meira en mælt hafi verið með. „Þetta leiðir aðeins til eins á ókomnum árum. Þessar veiðar ógna ekki stofninum á einu ári en þær eru óskynsamlegar til lengri tíma litið,“ sagði hann. Síldin að braggast Í skýrslunni er lagt til að afla- mark á íslenskri sumargotssíld verði aukið úr 45 þúsund tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 67 þús- und tonn á því næsta. Sýking hefur herjað á síldina undanfarin og segir forstjóri Hafró að stofninn hafi minnkað verulega. Horfur séu hins vegar á að sýkingin sé í rénun og því sé talið óhætt að leggja til að meira verði veitt af henni á næsta fiskveiðiári. Skötuselur og rækja í vanda Jóhann sagði að nauðsynlegt væri að taka í taumana á veiðum á skötusel vegna lélegrar nýliðunar í stofninum. Því er lagt til í skýrlsu Hafró að veiðarnar dragist saman úr 2.850 tonnum í 1.500 tonn á milli fiskveiðiára. Í skýrslunni segir ennfremur að fyrirsjáanlegt sé að veiðistofninn minnki ört á næstu árum verði sókn í hann svipuð og undanfarin ár. Þess vegna leggur stofnunin enn frekar til að leitað verði leiða til að draga úr meðalafla ungs skötusels við togaraveiðar. Ástand rækjustofna við landið þykir mjög aumt en Hafró mun fara í rannsóknarleiðangra í haust og vetur til að endurskoða það. Góðar horfur fyrir þorskinn  Ýsustofninn stefnir að hættumörkum vegna lélegra og lítilla árganga undanfarinna ára  Haf- rannsóknastofnunin kynnir skýrslu um ástand stofna og tillögur að aflamarki fyrir næsta fiskveiðiár Morgunblaðið/Ómar Ráðgjöf Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, kynnti skýrsluna í Hörpu í gær. Þar er að finna ráðgjöf um nýtingu hinna ýmsu sjávartegunda. Tillaga Hafró um hámarksaflamark 2012-13 Þorskur 196 177 177 Ýsa 32 37 45 Ufsi 49 45 52 Gullkarfi 45 40 40 Litli karfi 1,5 1,5 - Djúpkarfi 10 10 12 Úthafskarfi - 20 55 (9,8) Grálúða 20 12 25 (13) Skarkoli 6,5 6,5 6,5 Sandkoli 0,5 0,5 0,5 Skrápflúra 0,2 0,2 0,2 Langlúra 1,1 1,1 1,3 Þykkvalúra 1,4 1,8 1,8 Steinbítur 7,5 7,5 10,5 Hlýri 0,9 - - Ísl. sumarg.síld 67 40 45 Norsk-ísl. vorg.síld - 833 833 (121) Loðna 0 765 765 Kolmunni - 391 391 (60) Markríll - 586-639 932 (145) Gulldepla 30 - - Blálanga 3,1 4 - Langa 12 7,5 7,5 Keila 6,7 6,9 7 Gulllax 8 6 - Skötuselur 1,5 2,5 2,85 Hrognkelsi 1,7 3,7 - Humar 1,9 2 2,1 Rækja á grunnsl. 1 2 2 Rækja á djúpsl. 5 7 - Hörpudiskur 0 0 0 Kúfskel 31,5 31,5 - Beitukóngur 0,75 - - Hrefna 229 216 216 Langreyður 154 154 154 fiskveiðiárið 2012-13 (þús. tonn) Aflamark og tillaga 2011/2012 til samanburðar Tillaga Tillaga Aflamark 2012-13 2011-12 2011-12 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Fram kemur í skýrslu Hafró að alls hafi 58 hrefnur veiðst á síðasta ári og var það tveimur dýrum færra en árið 2010. Hámarksaflamarkið sem gefið var út fyrir hrefnu var 216 dýr á síðasta fiskveiðiári. Ennfremur segir að samkvæmt úttektum vísindanefnda Alþjóðahvalveiðiráðsins og Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins sé ástand hrefnustofns- ins við Ísland gott og stærð hans metin nálægt því sem hann var áður en veiðar hófust að nýju árið 2006. Á grundvelli úttekta ráðanna leggur Hafró til að árlegar veiðar á hrefnu fyrir árin 2013 og 2014 nemi að há- marki 229 dýrum á íslenska landgrunnssvæðinu og 121 dýri á Jan Ma- yen-undirsvæði. Hvað langreyði varðar var ekkert dýr veitt í fyrra en 148 árið áður. Hafró leggur til að 154 dýr verði veidd að hámarki árin 2013-14. Leggja til hærri hrefnukvóta HAFRANNSÓKNASTOFNUN UM HVALVEIÐAR Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það er í sjálfu sér fátt sem kemur á óvart í ráðgjöfinni því í flestum tilvikum er verið að fjalla um stofna sem lifa lengi og í rauninni endurtekið mat á flestum árgöngum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, spurður um fyrstu viðbrögð vegna ráð- legginga Hafrannsóknastofnunar. Hann bætir við að það sé mjög jákvætt að þorskstofninn mælist með svipuðum hætti og spáin í fyrra gerði ráð fyrir. „Það þarf að fara aftur til 1981 til þess að finna stærri viðmiðunarstofn, þ.e. fjögurra ára og eldri, og aftur til 1964 til að finna stærri hrygningarstofn heldur en núna,“ segir Friðrik. Um átta milljarða verðmætaaukning Hafró ráðleggur að þorskkvótinn verði á næstkomandi veiðiári hækkaður um 19 þúsund tonn eða úr 177 tonnum og upp í 196 tonn. Að sögn Friðriks jafngildir þetta um átta millj- arða aukningu í útflutningsverðmætum. Þá bendir hann einnig á að útflutningsverðmæti vegna karfa muni aukast um fjóra milljarða ef farið verður eftir ráðleggingum Hafró. Hann segir hinsvegar útflutningsverðmæti vegna ýsu eiga eftir að lækka um fjóra milljarða miðað við ráðleggingarnar. Meiri aukning fyllilega gefin í skyn „Auðvitað er það mjög ánægjulegt að það skuli vera tillögur um að auka þorskaflann. Það hefur að vísu legið í loftinu að svo yrði og ég býst við að margir hafi reiknað með því að tillögurnar yrðu heldur hærri,“ segir Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Samtaka fiskvinnslustöðva, og bætir við: „En engu að síður þá er þarna gert ráð fyrir 10% aukningu og gefið fyllilega í skyn að það geti orðið meiri aukning á næstu árum, sem eru auðvitað líka tíðindi.“ Að sögn Arnars er niðurstaðan í heild- ina séð jákvæð en ekki sé einungis um aukn- ingu að ræða heldur sé einnig verið að minnka magn í sumum tegundum, þá sérstaklega ýsu. „Þegar upp er staðið þá erum við alveg þokkalega sáttir,“ segir Arnar. 250 þúsund tonna kvóti 2016 Að sögn Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, er ánægjulegt að þorskstofninn skuli vera á uppleið en hann hafi þó vonast til þess að ráðlagður yrði meiri kvóti. „Þetta er svona frekar jákvætt finnst mér, það fer flest upp nema ýsan, hún fer niður,“ segir Sævar. Hann segir muna um þau 5 þús. tonn sem ýsan lækkar um miðað við ráðlegging- arnar. „Það gæti skapað líka einhvern vanda að menn eigi þá ýsu sem meðafla til þess að ná öðrum afla,“ segir Sævar. Hann segir það engar smá fréttir í sjálfu sér að á fundinum í gær, þar sem Hafró kynnti til- lögur sínar, hafi verið talað um að ekki sé óhugsandi að hægt verði að veiða um 250 þúsund tonn árið 2016. Tillögur Hafró koma ekki á óvart  Framkvæmdastjóri LÍÚ segir ráðlagða aukningu á þorskkvóta jafngilda útflutningsverðmæta- aukningu upp á 8 milljarða króna  Stjórnarformaður SF segir niðurstöðuna í heildina séð jákvæða Morgunblaðið/RAX Þorskur á flugi Hafró ráðleggur um 10% hækkun á þorskkvóta fyrir næsta veiðiár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.