Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „150 manns greinast með lungna- krabbamein árlega á Íslandi, þetta er annað algengasta krabbameinið bæði í körlum og konum og það krabbamein sem flestir látast úr. Allt að 120 til 130 manns deyja ár- lega úr þessum sjúkdómi svo þetta er verulegt vandamál,“ segir Hrönn Harðardóttir lungnalæknir. Netsíða til vitundarvakningar Ný heimasíða hefur litið dagsins ljós, lungnakrabbamein.is sem opn- aði á dögunum. Um er að ræða sam- starfsverkefni Landspítalans og fimm lyfjafyrirtækja. „Heimasíðan á eftir að bæta upp- lýsingaflæði til sjúklinga og aðstand- enda. Það hafa ekki verið til nægj- anlegar upplýsingar á íslensku um sjúkdóminn í því formi sem sjúklingar þurfa,“ segir Hrönn. Hún segir heimasíðuna mikilvæga í þeirri vitundarvakningu sem þörf er á og mun hún þjóna fjölbreyttum tilgangi. „Heimasíðan mun koma fólki í tengsl við rétta tengla og stuðnings- net. Hún mun líka vera notuð fyrir fagfólk en þarna eru greinar og upp- lýsingar sem það getur sótt í. Við munum einnig nota síðuna til kennslu en það eru hundrað hjúkr- unarnemar og fimmtíu læknanemar árlega sem þurfa að læra um sjúk- dóminn,“ bætir lungnalæknirinn við. Sparnaður hjá Landspítalanum Auk heimasíðunnar stendur yfir söfnun fyrir berkjuómspeglunar- tæki á Landspítalann sem mun gagnast við krabbameinsleit við lungu og greiningu annarra sjúk- dóma á svipuðum stað. „Þetta er speglunartæki með myndavél framan á sem getur skoð- að ofan í öndunarveginn. Það sem er síðan sérstakt við þetta tæki er að það er hægt að gera ómun og kíkja á bak við berkjavegginn. Það er síðan hægt að stinga á æxli eða eitla sem eru þar sem ekki er hægt að sjá þeg- ar kíkt er með myndavélum,“ segir Hrönn. Tækið hefur í nokkurn tíma verið í forgangi á tækjakaupalista Landspítalans en sökum mikils sparnaðar hefur spítalinn ekki séð sér fært að kaupa búnaðinn. „Bara speglunartækið sjálft kostar 5,6 milljónir án virð- isaukaskatts og er komið upp í 6,8 milljónir með virðisaukaskatti. Tækjakaupasjóður Landspítalans hefur ekki getað fjármagnað nein kaup undanfarin tvö ár. Öll þau tæki sem hafa verið keypt á Land- spítalann á þessum tíma hafa verið keypt með söfnunarfé eða styrk,“ segir Hrönn. Tilfellum fer fækkandi Hrönn svarar því aðspurð að eitt- hvað hafi dregið úr lungnakrabba- meinstilfellum upp á síðkastið. „Það hefur verið fjölgun allt fram að þessum tíma en við erum sjá það á síðustu misserum að kúrfan er að- eins á leið niður á við frekar en upp á við. Við þökkum það náttúrulega hörðum reykingaráróðri og það má ekki láta deigan síga þar. Við verð- um að halda áfram og ná betri tökum á vandanum.“ Hrönn er staðráðin í því að ekki megi draga úr baráttunni gegn reykingum. „Líkurnar á lungnakrabbameini aukast því meira og því lengur sem reykt er. Ef þú ert búinn að vera hættur í fimmtán ár þá minnka lík- urnar allt niður í tvöfalda áhættu á sjúkdómnum,“ segir Hrönn að lokum. Þeir sem vilja styrkja söfnunina er bent á að hafa samband við Hrönn eða Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlækni og prófessor, í gegnum skiptiborð Landspítalans. Vitundarvakning á lungnakrabba Lungnakrabbamein Hrönn og Tómas kynntu heimasíðuna og söfnunina fyrir berkjuómspeglunartækinu á blaðamannafundi í vikunni.  Ný heimasíða til margvíslegra nota  Söfnun fyrir ómspeglunartæki Eitt ár er liðið frá því að plastbarki var í fyrsta sinn græddur í mann- eskju og af því tilefni mun Háskóli Íslands standa fyrir tveimur málþingum í dag. Aðgerðin sem um ræðir vakti heimsathygli. Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítalanum, fram- kvæmdi aðgerðina í samstarfi við Paolo Macchiarini, prófessor við Karolinska Instituet í Stokkhólmi. Barkaþeginn, Andemariam Teklesenbet Beyene, er 36 ára Erí- treubúi. Sama haust og hann kom til landsins árið 2009, greindist hann með krabbamein í barka, en það leiddi til þess að hann byrjaði í með- ferð hjá Tómasi Guðbjartssyni. Um var að ræða sjaldséð krabba- mein í barka og erfitt reyndist að hemja það með geislameðferð. „Við vorum auðvitað mjög smeykir að stíga þetta skref, þetta hafði aldrei verið gert áður,“ segir Tómas, en Andemariam var orðinn mjög veik- ur þegar sú ákvörðun var tekin að græða í hann plastbarka. Nákvæmt plastmót var gert af barka And- emariams og var aðgerðin samhliða undirbúin. „Það var mjög sérstök stemning inni á skurðstofunni, daginn sem að- gerðin var fram- in. Við náttúru- lega vissum ekkert hver út- koman yrði,“ seg- ir Tómas, en að- gerðin gekk vel. Aðgerðin hefur vakið athygli meðal rannsóknahópa um allan heim og fylgjast þeir vel með gangi mála. Fjölskylda Andemariams býr hér á Íslandi, en það voru einkaaðilar sem kostuðu för hennar til Íslands. „Það var auðvitað ein af stærstu stundunum í þessu ferli þegar And- emariam fékk að hitta fjölskyldu sína,“ segir Tómas en Andemariam hafði aldrei séð yngsta barnið sitt fyrir aðgerðina. Aðeins einu sinni hefur svona að- gerð verið framkvæmd eftir að And- emariam gekkst undir hnífinn fyrir ári, en nokkrar aðgerðir eru í bí- gerð. pfe@mbl.is Voru smeykir að stíga þetta skref  Nokkrar aðgerðir í bígerð úti í heimi Tómas Guðbjartsson HALAKOT – SUMARHÚS Til sölu sumarhúsið Halakot 4 Flóahreppi. Um er að ræða sumarhús á landi úr jörðinni Halakot. Mikið gróin lóð kringum bústaðinn. Stutt í alla þjónustu á Selfossi svo sem verslanir, sund, golfvelli og fleira. Mjög snyrtileg eign sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM sími 550-3000. VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gefur óvænt og gagnleg sjónarhorn. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári og er boðið upp á bæði fjarnám og staðnám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.