Morgunblaðið - 19.06.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.06.2012, Qupperneq 18
FRÉTTASKÝRING Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Styrkvegasjóður úthlutarstyrkjum til sveitarfélaga ogfélagasamtaka til viðhalds ávegum sem eru utan þjóð- vega, en skortur hefur verið á pen- ingum undanfarið. Styrkvegasjóði bárust á annað hundrað umsóknir í ár sem hljóðuðu samtals upp á 240 milljónir. „Við fáum líklegast að úthluta 50 milljónum í ár til vegastyrkinga,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, for- stöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Sjóðurinn mun því að öllum líkindum ekki geta fullnægt öllum þeim umsóknum sem Vega- gerðinni bárust. Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vega- áætlun til að styrkja samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Þetta á m.a. við um vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir og vegi sem liggja að ferðamannastöðum. Þeir sem njóta styrkja samkvæmt heimild í vegalögum skulu hafa vegina opna fyrir allri almennri umferð og er það frumskilyrði fyrir styrkveitingu. Fá minni fjárhæðir í ár Ekki er ljóst hversu mikla peninga Styrkvegasjóður fær í ár, en vega- áætlun liggur enn fyrir Alþingi. Sjóðurinn fékk um 70 milljónir til út- hlutunar þegar mest var. Fleiri hafa sótt um vegastyrk til sjóðsins en verið hefur undanfarin ár og telur Rögnvaldur að það megi rekja til þess að ný reglugerð var sett í vor um styrkvegi, en samkvæmt henni auglýsir Vegagerðin nú eftir styrkjum. „Sá sem fær styrk er ábyrgur sem veghaldari á veginum og það er eitt af þeim atriðum sem við horfum helst til,“ segir Rögnvaldur, en hann legg- ur áherslu á að þeir sem sækja um styrk þurfi að koma með mótframlag í verkefnin. Hætta á gróðurskemmdum Mikil hætta er á því að gróður- skemmdir aukist þegar vegum er ekki sinnt, en það kæmi Rögnvaldi ekki á óvart ef Íslendingar sæju aukningu í þeim efnum. „Það er fullt af vegum og slóðum um landið sem bjóða upp á aukinn utanvegaakstur ef þeim er ekki sinnt,“ segir Rögn- valdur, en Vegagerðin hefur þurft að taka á sig miklar skerðingar undan- farin ár. Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitar- stjóri Rangárþings eystra sem sótti um styrk í Styrkvegasjóð í ár. „Við sóttum um styrk en höfum ekki feng- ið staðfestingu,“ segir Ísólfur, en mikið hálendi er að finna þar um slóð- ir. Ekki er aðeins þörf á lagfæringu á vegum uppi á hálendi því Ísólfur seg- ir ástandið líka slæmt í þéttbýli. „Við erum með vegi í þéttbýli sem eru ekki samþykktir af Vegagerðinni og við höfum einnig notað styrkvegafé í þá vegi,“ segir Ísólfur, en þetta á m.a. við um vegi sem tengjast skólaakstri barna. Rangárþing eystra þarf mikið á styrknum að halda, en Ísólfur sér þó ekki fram á það að loka þurfi vegum ef sveitarfélagið hlýtur ekki styrk. „Við myndum ekki loka vegum, en við gætum ekki gert mikið fyrir veg- ina,“ segir Ísólfur, en þar í kring eru margir fjallvegir í slæmu ástandi eft- ir veturinn. Góður búnaður skiptir máli Ísólfur hefur ekki orðið var við auknar gróðurskemmdir seinustu ár, en tekur undir sjónarmið Vega- gerðarinnar um að lítið viðhald á veg- um bjóði hættunni heim í utan- vegaakstri. „Menn eru samt orðnir miklu meðvitaðri um umhverfið og fara betur með hálendið en áður,“ segir Ísólfur og bætir við að betri búnaður bíla stuðli að minni spjöllum. Vegir tengdir skóla- akstri barna í hættu Vegagerð Á hverju ári eru lagðir tugir kílómetra af malbiki yfir malarvegi. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Strax eftirþingkosn-ingarnar í Grikklandi fyrir tæpum tveimur mánuðum var eft- irfarandi skrifað á þessum vettvangi: „Úrslit kosninganna um síð- ustu helgi voru fjarri því að fara eftir tilskipunum, sem er afleitt og eru því búrókrat- arnir í Brussel þegar farnir að dreifa þeim hugmyndum að Grikkir verði látnir kjósa aft- ur, sennilega strax í júní.“ Þetta gekk eftir. Kosningarnar í landinu nú fóru fram undir þrýstingi utan frá sem er næsta einstakur í sögunni. En byrjað var heima fyrir. Grískir kjósendur gengu í gegnum hræðsluáróður á heimaslóð sem var jafnvel enn þá ofstækisfyllri en sá sem ríkisstjórnin og Ríkisútvarpið, kunnustu eineggja tvíburar á Íslandi, beittu sér fyrir í að- draganda kosninga um Ice- save á Íslandi. Menn eiga því auðvelt með að ímynda sér hvað hefur gengið á. En það voru þó smámunir hjá þeim hótunum sem komu erlendis frá. Kanslari Þýskalands sagði Grikki ekki fá neinn afslátt á þeirri meðferð sem ESB og AGS settu þá í þegar þeir neyddust til að biðja þau apparöt um aðstoð. Litlu leið- togar álfunnar reyndu að hóta líka þótt af minni efnum væri. Þar sem Grikkir eru smáþjóð (ekki nema 25 sinnum fjöl- mennari en íslenska þjóðin) höfðu þeir verið beittir sér- stöku harðræði „við efnahags- aðstoð“ og sýnt yfirlæti sem Brussel leyfði sér hins vegar ekki við Spán, þegar vandræð- in knúðu dyra þar. Og í að- draganda seinni þingkosning- anna var Grikkjum ekki aðeins sagt að sérhver hrað- banki þeirra yrði tæmdur á kosninganótt og sérhverjum grískum banka yrði svo lokað í kjölfarið kysu þeir ekki rétt. Þeim var bent á að þá myndu þeir prívat og persónulega bera ábyrgð á hruni evrunnar og „Evrópu“ og heimskrepp- unni sem myndi fylgja! Strax morg- uninn eftir kosn- ingar tilkynntu tveir helstu pót- intátar Brussel- valdsins, sem staddir eru í Mexíkó, að nú bæri að mynda ríkisstjórn í Aþenu án tafar og jafnframt tilkynntu þeir hverjir ættu að skipa ríkisstjórnina. Það er ekki einu sinni haft fyrir því lengur að vera með látalæti um að Grikkir sjálfir hafi eitt- hvað með málið að gera. Og vissulega eru kosningaúrslitin í Grikklandi þannig að tveir höfuðandstæðingar grískra stjórnmála síðustu áratugi geta tæknilega myndað meiri- hlutastjórn. Sá möguleiki er fyrir hendi, þrátt fyrir að flokkar sem andsnúnir eru samningum þeim sem gerðir voru við ESB og AGS hafi unnið mest á í kosningunum. Þar sem stærsti hægri- flokkur landsins náði því að vera með örlítið meira fylgi en nýr stjórnmálaflokkur á vinstrikanti, Syriza, fær hann 50 aukaþingsæti í sinn hlut samkvæmt óvenjulegu kosn- ingakerfi landsins. Og þótt hinn hefðbundni valdaflokk- urinn, Pasok, gríska samfylk- ingin, hafi nánast beðið skip- brot í kosningunum hangir hann enn á nægilegum fjölda þingmanna til að tryggja erki- óvini sínum stjórnarforystu í samsteypu þeirra tveggja. Verði af þessari stjórn er ljóst að meirihluti kjósenda kaus gegn henni í kosning- unum. En þess utan er þing- meirihluti hennar brothættur, því hægriflokkurinn fullyrti að hann gæti tryggt að dregið yrði úr kröfunum á hendur Grikkjum. Fyrir þeim fullyrð- ingum var engin stoð. „Markaðirnir“ hlupu til hressari í gærmorgun eftir að leiðtogar ESB-landanna höfðu kallað grísku kosningarnar „sigur Evrópu“. En sú gleði stóð stutt enda eru því miður verulegar líkur á því að vand- inn sé síst minni eftir þessar kosningar en fyrir þær. Flest bendir til að Grikkir séu litlu nær eftir seinni kosn- ingar og evran enn í sínu uppnámi} Evruvandinn ekki minni Styrmir Gunn-arsson skrifar á Evrópuvaktinni: „Aðildarumsókn Íslands að ESB er strönduð innan ESB. Ástæð- an er kröfur þjóða, sem hags- muni hafa af makrílveiðum á Norður-Atlantshafi og þá ekki sízt Íra um að viðræður um sjávarútvegsmál verði ekki hafnar nema með stífum skilyrðum. Samningamenn Ís- lands eru skelf- ingu lostnir og telja, að sjáist þeir skilmálar hér verði málið endan- lega afgreitt.“ Og Morgunblaðið hefur eft- ir traustum heimildum að stækkunarstjóri ESB telji að augljóst sé orðið að ekki verði af aðild í þessari lotu. Aðild velti eingöngu á vilja nýrrar ríkisstjórnar. Af hverju er skrípa- leiknum ekki hætt?}Umræðuefni fyrir þinglok Þ að hefur verið hlægilegt að horfa á þær sjónvarpsfréttir sem hefur verið boðið upp á undanfarið af málunum í Reykjavíkurborg. Síðasta miðvikudag var í tíu- fréttum sjónvarpsins frétt af slætti í Reykja- vík. Eins og borgarbúar hafa orðið varir við er nánast ekkert búið að slá. Grasið á umferðar- eyjum og á öðrum blettum borgarinnar orðið hnéhátt og komið fram í miðjan júní. Borg- arstarfsmaðurinn sem talað var við hélt því fram í fréttinni að það yrði nú búið að slá nán- ast allt í borginni fyrir þjóðhátíðardaginn, það yrðu þá helst smáblettir í úthverfunum sem eftir yrðu. Ég bý miðsvæðis í Reykjavík og keyri Kringlumýrarbrautina á hverjum degi. Í gær var ekki búið að slá grasið við hana, eina mestu umferðargötu borgarinnar miðsvæðis. Stöð 2 var með tvær fréttir um borgarstjórann í síð- ustu viku. Ég var spennt að sjá hvað borgarstjórinn, sem sjaldan birtist í fjölmiðlum, ætlaði að tjá sig um en þá voru það bara einkafréttir. Auðvitað, ekki vill maðurinn tjá sig um borgarmálin en á augljóslega alltaf lausa stund þegar það er eitthvað skemmtilegt að gerast. Fyrra viðtalið fór fram í Ráðhúsinu og snérist um það að Hollywood-leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller vildi fá Jón Gnarr borgarstjóra til að leika í næstu mynd sinni. Jón var ægilega ánægður með þetta og sló um sig með skemmtilegheitum. Ekki spurði fréttamaðurinn hvaða áhrif þessi leikur, ef af yrði, gæti haft á starf hans sem borgarstjóra. Tveimur kvöldum síðar kom önnur frétt um Jón og í þetta skipt- ið um það að hann væri búinn að sitja í tvö ár í embætti og hefði komið á friði í borginni. Aft- ur birtist á skjánum kampakátur borgar- stjóri. Ástæðuna fyrir þessari miklu farsæld í borgarstjórastólnum sagði hann vera að Besti flokkurinn hefði komið á stöðugleika, lægt ólguna sem var í borginni. Ég skil ekki hvernig borgarstjórinn getur haldið slíku fram, aldrei hefur verið jafn mikil óánægja með ýmislegt í rekstri borgarinnar og nú, eins og t.d. í leik- og grunnskólamálum. Málið er að núverandi borgarstjórn hefur ekki náð stöðugleika, það hafa bara allir gef- ist upp á henni. Það hefur sýnt sig að borg- arstjórnin hlustar ekki á borgarana sem hún vinnur fyrir. Borgarstjórnin hefur myndað virki úr þögn í kringum Ráðhúsið og þangað getur enginn komið með erindi lengur. Borgarstjórinn svarar ekki fjölmiðlum nema fréttin snúist um hvað hann sé æðislegur og vinir hans í borgarstjórn hafa tekið upp sama hátt. Það er enginn stöðugleiki í borginni, það eru flestir óánægðir með rekstur hennar en Gnarr og vinir hans vilja ekki vita sannleikann. Þeir vilja ekki eiga samskipti við borgarbúa, sitja bara á sinni ráðhúseyju með lokað fyrir augu og eyru og brosa yfir því hvað allt sé friðsælt eins og vitleysingar. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Allt í gríni í Reykjavíkurborg STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Mikil óánægja er innan ferða- þjónustunnar og á landsbyggð- inni með ástand malarvega, en að sögn vegamálastjóra er það eingöngu til komið vegna fjár- skorts. Malarvegir geta verið mjög varasamir fyrir óvana ökumenn og þá sérstaklega útlendinga, en Vegagerðin hefur ekki getað sinnt hefðbundnu viðhaldi. Vegagerðin leggur á hverju ári tugi kílómetra af malbiki yfir malarvegi og er þeim verk- efnum forgangsraðað eftir magni umferðar á vegunum. Óánægja með ástand LÍTIÐ VIÐHALD Á VEGUM Hætta Malarvegir geta verið vara- samir fyrir óvana ökumenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.