Morgunblaðið - 19.06.2012, Side 36
Hrunamannahreppur og Land-
græðsla ríkisins hafa gert
samning um tilraunaverkefni
til þriggja ára um notkun
seyru til landgræðslu. „Við vilj-
um kanna í þaula hvernig
gengur að nýta seyru til land-
græðslu og/eða -bóta,“ segir
Jón G. Valgeirsson, sveitar-
stjóri Hrunamannahrepps, en
tilraunin verður gerð á afgirtu
landgræðslulandi á afréttinum.
Jón segir verkefnið vera í þann
mund að hefjast og hefur
hann miklar vonir um
að það skili tilætl-
uðum árangri. „Von-
andi verða þarna
grænar grundir.“
Nýtt verkefni
að hefjast
SEYRA TIL LANDGRÆÐSLU
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Dúxinn fékk 9,9 í einkunn
2. Ætlaði að ná tíunni
3. Með blautan svefnpoka gegn eldi
4. Skemmtilegt en hættulegt sport
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tríó saxófónleikarans Óskars Guð-
jónssonar leikur á KEX Hostel í kvöld
kl. 21. Auk Óskars skipa tríóið gítar-
leikarinn Eðvarð Lárusson og
trommuleikarinn Matthías Hem-
stock. Tríóið mun m.a. fytja eigin út-
setningar á tónlist úr Dýrunum í
Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner.
Tríó Óskars Guðjóns-
sonar á KEX Hostel
Eivør Pálsdóttir
og Mikael Blak
koma fram sem
dúett á tónleikum
í Kaldalóni Hörpu
annað kvöld kl.
20. Jafnframt
leikur hljóm-
sveitin Yggdrasil
frá Færeyjum sem
komið hefur reglulega fram á Íslandi
sl. þrjátíu ár. Tónleikarnir eru nokkurs
konar upphitun fyrir tónleikaferðalag
hópsins til Bandaríkjanna og Kanada.
Eivør, Mikael Blak og
Yggdrasil í Hörpu
S.L.Á.T.U.R. með
hljóðverk í Nýló
S.L.Á.T.U.R. flytur hljóðverk í Ný-
listasafninu í kvöld kl. 20. Flutt verða
verk eftir Þráin Hjálmarsson, Hallvarð
Ásgeirsson Herzog, Jesper Pedersen,
Pál Ivan frá Eiðum, Ríkharð H. Frið-
riksson, Christoph Schiller og Loic
Grobéty. Dagskráin er í tengslum við
sýninguna Volumes for
Sound eftir lista-
mennina Melissa
Dubbin og Aaron
S. Davidson sem
nú stendur yfir í
safninu.
Á miðvikudag og fimmtudag Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s. Skúrir í flestum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 7-15 stig.
Á föstudag Suðvestlæg átt. Víða skýjað með köflum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað með
köflum og síðdegisskúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 15 stig,
svalast við austurströndina.
VEÐUR
Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir, landsliðskona í hand-
knattleik, segir að það hafi
komið skemmtilega á óvart
að Ísland skyldi fá sæti í
lokakeppni Evrópumótsins í
Serbíu. „Þetta eru alveg frá-
bærar fréttir og við stóðum
okkur alveg nógu vel til að
ná inn í lokakeppn-
ina,“ sagði Anna en
Íslendingar taka
sæti Hollendinga í
keppninni. »1
Við stóðum okkur
alveg nógu vel
Danski sóknarmaðurinn Christian Ol-
sen vinnur við löndun á nóttunni í
Vestmannaeyjum og spilar síðan með
liði ÍBV. Hann sló heldur betur í gegn
með því að skora þrennu gegn ÍA á
föstudagskvöldið og er ánægður með
lífið í fótbolta og fiski í Eyj-
um. Olsen er leik-
maður 7. umferðar
hjá Morgunblaðinu
en lið umferð-
arinnar er í
blaðinu í dag.
»2-3
Ánægður í fótbolta
og fiski í Eyjum
Webb Simpson kom flestum á
óvart með því að vinna sigur á
opna bandaríska meistaramótinu
í golfi sem lauk í fyrrinótt. Hann
hafði aldrei áður verið nærri því
að vinna eitthvert stóru mótanna
og á lokahringnum bannaði kylfu-
sveinninn honum að fylgjast með
stöðutöflunni, með góðum ár-
angri. »4
Var bannað að fylgjast
með stöðutöflunni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta gekk alveg rosalega vel. Við
dreifðum 13,2 tonnum af áburði og
um 200 kílóum af fræi. En svo
dreifðum við líka 110 rúllum og 107
stórböggum í rofabörð og á mela,“
segir Esther Guðjónsdóttir, for-
maður Landgræðslufélags Hruna-
manna, en árleg uppgræðsluferð
félagsins í afréttinn var farin 15.
júní síðastliðinn.
Landgræðslufélag Hrunamanna
var stofnað 25. febrúar árið 2007 og
í dag eru meðlimir þess alls 32 tals-
ins. Frá árinu 1992 hefur skipuleg
uppgræðsla á afrétti Hrunamanna
verið unnin af áhugamönnum með
mjög góðum árangri.
Ómetanleg störf sjálfboðaliða
Að þessu sinni tóku 29 vaskir
sjálfboðaliðar þátt í leiðangrinum
og segir Esther hópinn hafa unnið
mikið og þarft verk á skömmum
tíma. Notast var við fjöldann allan
af stórum dráttarvélum og
áburðardreifurum við verkið en
stór hluti þess var þó unninn með
höndum. „Við erum afskaplega
ánægð með hvað fólk var duglegt í
ferðinni,“ segir Esther.
Afréttur Hrunamanna er víð-
áttumikið landsvæði, um 960 fer-
kílómetrar, sem nær frá byggð, inn
með Hvítá að austan, norður fyrir
Kerlingarfjöll að Hofsjökli.
Segir Esther það vera ómet-
anlegt að fólk gefi tíma sinn og
sinni þessu mikilvæga verkefni en
að sögn hennar eru bændur og
áhugafólk á svæðinu meira en fús
til að leggja hönd á plóg. Árang-
urinn leynir sér heldur ekki. Frá
því að skipulögð vinna hófst við
uppgræðslu á afrétti Hrunamanna
hefur tekist að rækta upp áður
ógróin svæði. „Þetta hefur gengið
alveg mjög vel og mikill árangur
náðst með þessu,“ segir Esther.
Eins og gefur að skilja eru land-
græðsluverkefni mjög kostn-
aðarsöm enda áburður og önnur
nauðsynleg áhöld sem notast er við
til ræktunar ekki ódýr.
Fjárstyrkir nauðsynlegir
Hefur Landgræðslufélagið því
reitt sig á styrki frá fyrirtækjum og
öðrum fjársterkum aðilum sem
leggja vilja verkefninu lið.
„Við höfum fengið styrki frá
Landbótasjóði síðustu ár og eins frá
Hrunamannahreppi en einnig hefur
Arion banki styrkt okkur,“ segir
Esther. Í ár veitti Landbótasjóður
tæplega eina og hálfa milljón króna
til verkefnisins og segir Esther alla
fjárstyrki nýtast vel
enda „nauð-
synlegt að
stoppa
uppblást-
urinn“.
Yfir 13 tonnum af áburði dreift
Öflugir sjálfboðaliðar létu til sín taka í afrétti
Hrunamanna um liðna helgi Sáðu 200 kílóum af fræi
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hrunamenn Vinnusamur hópur sjálfboðaliða lagði sitt af mörkum til uppgræðslu lands í Hrunamannaafrétti. Fyrir hópnum fór Esther Guðjónsdóttir.