SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Side 18

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Side 18
18 3. júní 2012 Hljómalindarreiturinn af-markast af Laugavegi,Smiðjustíg, Hverfisgötu ogKlapparstíg. Fyrri eigendur stefndu að stórum byggingum og bíla- kjallara á reitnum en núverandi eig- endur hafa fallið að hluta frá þeim áformum. Laugavegsreitir hafa þess í stað gert skipulagslýsingu fyrir svæðið sem unnin er í nánu samráði við hags- munaaðila, s.s. verslunar- og veitinga- húsaeigendur, húseigendur, íbúa- samtök og hverfaráð miðborgar auk skipulagsyfirvalda. Leitað til samfélagsins frá upphafi „Við veltum því fyrir okkur hvernig best væri að nálgast þetta verkefni sem hefur verið í nokkurri óvissu í tölu- verðan tíma. Borgin og fyrri eigendur náðu ekki samkomulagi svo við ákváðum að taka þann pól í hæðina að ræða við samfélagið, íbúasamtök, hverfaráð og fleiri til að komast til botns í væntingum þeirra til svæðisins. Við fórum af stað án þess að móta okkur nokkrar hugmyndir og ákváðum að byrja upp á nýtt í samvinnu við áð- urnefnda aðila,“ segir Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Lauga- vegsreitum ehf. Að sögn Hannesar vann síðan starfs- hópur sem samanstóð af hags- munaaðilum auk fulltrúa Laugavegs- reita úr niðurstöðum samráðsferilsins. Sú vinna fólst í að gera svokallaða skipulagslýsingu fyrir svæðið sem var send skipulagsráði borgarinnar til um- fjöllunar. Undirtektir við lýsinguna voru jákvæðar og jafnframt var breytt- um vinnubrögðum með aukinni sam- vinnu við hagsmunaaðila fagnað. Þessi nálgun forsvarsmanna er ný- stárleg enda ekki sjaldgæft að tölu- verðar deilur skapist um skipulagsmál, sérstaklega í miðborginni. „Vegferð fyrri eigenda hafði ekki skilað viðhlít- andi árangri. Aðilar málsins, skipu- lagsyfirvöld, borgararnir og fyrri eig- endur, náðu ekki sátt um skipulag á svæðinu. Við hugsuðum með okkur hvort ekki ætti að snúa taflinu við, reyna að ná samkomulagi við sam- félagið og alla þá sem láta sig málið varða. Því vildum við fara í samráðs- ferli, kalla saman rýnihópa og kanna væntingar hlutaðeigandi aðila til svæð- isins. Ef við höfum náð sátt við fólkið þá hlýtur það að auka líkurnar á því að úr verði skipulag sem flestir geti sætt sig við.“ Samræmist nánasta umhverfi Hannes segir umræðuna í rýnihóp- unum hafa einkennst af áherslum á sól, skjól, íbúðir og fjölskyldufólk. Auk þess hafi margir aðilar sem hafa kynnt sér miðborgir annars staðar sagt að nauðsynlegt væri að fá fólk til að búa þar til að viðhalda mannlífi í mið- borgum. „Meginstefið var að fólk vildi fá íbúðir, þjónustu, verslanir og mögu- leika á litlum rýmum svo á reitunum gætu meðal annarra einyrkjar, frum- kvöðlar og listamenn fundið sér farveg. Við einsettum okkur að viðhalda þeim anda sem fyrir ríkir og viðhalda álíka andrúmslofti og Reykjavík býður upp á,“ segir Hannes og tekur fram að stefnt sé að því að uppbyggingin sé í samræmi við nánasta umhverfi. Hann bætir við að fólk sé ánægt að verið sé að tóna niður þær stóru og miklu byggingar sem áður voru fyrirhugaðar á svæðinu. Hannes segir að væntingar til arð- semi hafi strax frá byrjun verið hóf- stilltar. „Fyrir okkur og í raun alla er það miklu nær að ná samkomulagi um skipulag svæðisins, það var fyrri eig- endum mjög kostnaðarsamt að ná aldrei samkomulagi. Ávinningur okkar felst í að ná samkomulagi við sam- félagið og hagsmunaaðila svo allir geti notið góðs af metnaðarfullu skipulagi,“ segir Hannes. „Mjög faglega var staðið að sam- ráðinu, tveggja mánaða vinna fór í að kanna vonir, væntingar og skoðanir hinna ýmsu hópa sem að málinu koma. Við gerum þær kröfur til arkitektanna sem ráðnir hafa verið til verksins að þeir finni andann í verkefninu og þeir fjölmörgu aðilar sem tóku þátt í sam- ráðsferlinu finni að lokum að þeirra aðkoma hafi áhrif á lokaniðurstöðuna.“ Hannes tekur fram að reynt verði að halda mjög í götumynd Laugavegarins en hinsvegar sé staðreynd að nokkur hús á Hverfisgötu hafi verið dæmd ónýt. Hann ítrekar að því verði mætt með fallegri borgarmynd, þar komi vissulega nýjar byggingar í staðinn en þó þannig að fólki upplifi anda mið- borgarinnar í umræddum byggingum. Á Hljómalindarreitnum er í dag opið svæði þar sem oft myndast lifandi og fjölskrúðugt andrúmsloft, Hannes segir að hugmyndir samráðsaðila geri ráð fyrir einhverskonar torgi eða opnu rými á svæðinu. „Þar yrði vettvangur skapaður, miðpunktur fyrir fólk til að koma á eigin forsendum og eiga skemmtilega stund.“ Viðbót við miðbæjarflóruna Að sögn Hannesar er stefnt að því að búa til nýjan sælureit, spennandi við- bót við miðbæjarflóruna. „Við gerum jafnvel ráð fyrir því að þetta verði torg með takmörkuðum afgreiðslutíma og íbúarnir gætu því fundið frið og næði á sínum heimilum. Við hugsum jafnvel til þess að setja í skipulagsskilmála að ekki sé gert ráð fyrir næturklúbbum á reitnum þó erfitt geti verið að stýra Samsett mynd tekin ofan af húsi við Klapparstíg. Samfélagið taki þátt í mótun Hljómalindar- reitsins Nú standa fyrir dyrum áætlanir um uppbyggingu á Hljómalindarreitnum. Laugavegsreitir ehf. keyptu í lok síðasta ár flestar eignir á svæðinu. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Á kortinu má sjá svæðið sem Laugvegsreitir ehf eiga. Hljómalindarreiturinn frá Hverfisgötu.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.