SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Page 19
3. júní 2012 19
því þegar á hólminn er komið.“
Skipulagslýsingin liggur nú fyrir hjá
skipulagsráði og vonir standa til þess
að skipulagsvinna fyrir reitina klárist
nú í haust. Hannes segir að þeir hjá
Laugavegsreitum muni skila inn deili-
skipulagstillögum seinni part sumars.
„Í kjölfarið munum við kynna þetta
vel fyrir áhugasömum aðilum. Við
skiptum svæðinu niður í mátulega
stóra framkvæmdarreiti svo fram-
kvæmdir yrðu ekki undir einum aðila.
Þegar svo stórt verkefni stendur fyrir
dyrum er alltaf hætta á að einn fram-
kvæmdaraðili missi fótanna, þess
vegna skiptum við svæðinu niður svo
heildarverkefnið sé í fullri vinnslu þó
einstakir aðilar lendi í vandræðum,“
segir Hannes
„Okkur er mikilvægt að ná góðri sátt
um framtíðina á svæðinu,“ segir
Hannes að lokum og tekur fram að
núna sé meginmarkmiðið að sjá skipu-
lagið komið í farveg og vonandi sjá að
þetta sé sú framtíðarsýn sem sam-
félagið kjósi.
Ljósmynd/Gunnar Kristinn Hilmarsson
Ljósmynd/Gunnar Kristinn Hilmarsson
Reiturinn af bakhúsi
við Laugaveg
Ljósmynd/Gunnar Kristinn Hilmarsson
’
Mjög faglega var staðið að
samráðinu, tveggja mánaða
vinna fór í að kanna vonir,
væntingar og skoðanir hinna ýmsu
hópa sem að málinu koma..“