SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Qupperneq 30
30 3. júní 2012 V iðbrögð landsbyggðarinnar við ákvörðun Landsbankans um lokun útibúa, sameiningu úti- búa og fækkun starfsfólks, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgar- svæðinu hafa verið hörð. Forystumenn einstakra byggðarlaga saka bankann um að kippa stoðum undan þeim og fréttir eru um að fólk hafi fært viðskipti sín í aðra banka. Þetta eru hefðbundin viðbrögð, sem hafa verið endurtekin oftar en einu sinni en eru rök fyrir þeim? Nei. Það hefur orðið bylting í starfsemi banka og viðskiptaháttum viðskipta- manna þeirra með tölvubyltingunni, fjar- skiptabyltingunni og samskiptabylting- unni. Í Morgunblaðinu sl. þriðjudag kom fram, að um 80% samskipta viðskiptavina við banka eru nú rafræn eða um síma. Þetta hlutfall á eftir að hækka. Og þeim viðskiptavinum bankanna, sem hafa þessa tækni ekki á valdi sínu á eftir að fækka. Auðvitað ber bönkunum að sinna þeim sem ekki geta stundað viðskipti við þá með hinum nýja hætti en það er áreið- anlega ódýrara að gera það á annan hátt en þann að hafa útibú opin víðs vegar um landið, sem hljóta að hafa sífellt færri verkefnum að sinna en áður. Fækkun útibúa banka er ekki sér- íslenzkt fyrirbæri heldur alþjóðlegt eins og liggur í augum uppi. Þótt uppsagnir séu sársaukafullar fyrir þá, sem fyrir þeim verða er það samfélag- inu til hagsbóta, að bankastarfsemi eins og önnur starfsemi sé rekin á eins hag- kvæman hátt og mögulegt er. Þess vegna er það frá þjóðhagslegu sjónarmiði hag- stætt að starfsmönnum banka hefur fækkað um 2000 frá hruni eftir því sem fram hefur komið í fréttum, þótt það hafi verið erfið raun fyrir þá einstaklinga, sem hlut áttu að máli. Á öllum tímum leiða tæknibyltingar til slíkrar uppstokkunar í atvinnu fólks. Þeg- ar tölvutæknin hóf innreið sína í blaða- útgáfu varð smátt og smátt að engu starfs- svið setjara, sem áður höfðu verið lykilmenn í prentiðnaði. Á næstu áratug- um á eftir að verða enn meiri bylting í prentiðnaði eftir því, sem lestækjum fjölgar og minna verður um útgáfu á pappír. Það skiptir engu, hvort um banka, prentiðnað eða einhverjar aðrar atvinnu- greinar er að ræða. Breytingar af þess tagi eru alltaf sársaukafullar en þær eru óhjá- kvæmilegar. Þess vegna eiga forystumenn á lands- byggðinni ekki að skamma Landsbankann fyrir að hagræða í sínum rekstri enda munu bankaútibú ekki halda byggðarlög- unum uppi frekar en að bankastarfsemi verði nokkru sinni grundvallaratvinnu- grein Íslendinga, eins og við komumst að raun um í hruninu. Þvert á móti eiga þeir sem nú skamma bankana að tala til þeirra á annan veg. Þeir eiga að gera kröfu um enn meiri hagræðingu, sem skili sér til viðskiptavina í hærri innlánsvöxtum, lægri útlánsvöxtum og lægri þjónustu- gjöldum. Bankar um allan heim eru orðnir of dýrir milliliðir á milli þeirra, sem eiga peninga og vilja ávaxta þá og hinna, sem vilja fá þá að láni til fjárfestinga. Bankarnir taka of mikið til sín eins og sjá má í himin- háum hagnaðartölum og launakjörum og þóknunum til æðstu stjórnenda, sem nú er að verða almenn samstaða um a.m.k. á Vesturlöndum að séu nánast ósiðleg. Á hverjum aðalfundi alþjóðlegra banka á fætur öðrum nú á þessu vori hafa almenn- ir hluthafar risið upp gegn þeim kjörum. Citigroup er dæmi um það og Barclays- banki sömuleiðis. Hrunið á Íslandi varð vegna þess að hin- ir einkareknu bankar kunnu sér ekki hóf. Skuldafenið, sem Írar eru komnir í er ein- göngu til komið vegna þess, að Evrópu- sambandið þvingaði írsk stjórnvöld til þess að taka ábyrgð á öllum skuldbind- ingum banka (sem Geir H. Haarde neitaði að gera). Írsku bankarnir kunnu sér ekki hóf frekar en þeir íslenzku. Spænskum skattgreiðendum er nú gert að leggja 23,5 milljarða evra í einn banka og enginn veit hvað sú upphæð á eftir að verða há, þegar fleiri bankar bætast við. Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, sagði frá því í viðtali við BBC fyrir nokkrum dögum, að hann hefði orðið sem ráðherra að taka símtal frá stjórnarformanni Royal Bank of Scotland, sem sagði honum að bankinn væri að komast í þrot. Hvað höf- um við langan tíma sagði Darling. Nokkra klukkutíma í mesta lagi var svarið. Af hverju mátti RBS ekki fara í þrot? Hver er munurinn á því að banki verði gjaldþrota eða að útgerðarfyrirtæki verði gjaldþrota – frá þjóðhagslegu sjónarmiði? Enginn. Bankar eru fyrirtæki eins og önn- ur fyrirtæki. Þeir stunda viðskipti með peninga. Útgerðarfyrirtækin með fisk. Allt sýnir þetta að bankastarfsemi á Vesturlöndum var komin úr böndum, hagnaðartölurnar sýndarveruleiki og launakjörin í engu samhengi við frammi- stöðu stjórnenda. Þvert á móti. Ísland mun aldrei haldast allt í byggð á grundvelli svona milliliðastarfsemi. Við byggjum landið allt með því að nýta auð- lindir þess bæði til sjávar og í fallvötnum og í iðrum jarðar. Í nágrannalöndum okkar hefur verið unnið hörðum höndum að því að setja nýjar reglur um bankastarfsemi. Turner- skýrslan svonefnda í Bretlandi er til marks um það, svo og starf Michel Barnier, sem sæti á í framkvæmdastjórn ESB og hefur undirbúið víðtækar nýjar starfsreglur fyrir bankakerfið í Evrópu. Hér á Íslandi hefur því verkefni lítið verið sinnt. Bankakerfið er enn of stórt miðað við þarfir samfélags okkar. Kenningin um að við þyrftum stóra banka til að sinna stórum fyrirtækjum reyndist ekki á rök- um reist. Það er meiri ástæða til að hvetja aðra banka til að fylgja í fótspor Landsbankans um enn frekari hagræðingu en að hræða þá frá því með mótmælum. Mótmæli sem engin rök eru fyrir Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Friðsamleg mótmæli kínverskra stúdenta end-uðu í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar íhöfuðborginni Beijing í byrjun júní árið 1989.Mótmælin hófust eftir dauða Hu Yaobang 15. apríl, en námsmenn höfðu talið þennan 73 ára, fyrrver- andi leiðtoga kommúnistaflokksins helsta umbótasinn- ann í hópi forystumanna landsins. Eftir sex vikna mótmæli og kröfur námsmanna um umbætur í landinu ákváðu stjórnvöld á þessum degi, 3. júní 1989, að herinn skyldi hreinsa torgið, þar sem mótmælendur höfðust við, hvað sem það kostaði. Þegar næsti dagur var að kveldi kominn var verkinu lokið; herinn hafði náð yfirráðum yfir Torgi hins himneska friðar, hundruð námsmanna lágu þá í valnum og þús- undir höfðu verið handteknar. Stundum hefur því verið haldið fram að þúsundir borgara hafi verið drepnar í aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælum námsmanna en líklega kemur aldrei í ljós með nokkurri vissu hve margir létu lífið þessa örlagaríku daga, 3. og 4. júní. Raunverulegur leiðtogi Kína, Deng Xiaoping, lét Hu víkja úr embætti í janúar 1987 vegna þess að honum hafði ekki tekist að hafa hemil á andófi námsmanna gegn stjórnvöldum. Minningarathöfn um Hu Yaobang fór fram 22. apríl í Alþýðuhöllinni miklu rétt við torgið. Allt að 50.000 stúdentar ögruðu lögreglu við það tækifæri en ekki kom til átaka. Námsmenn kröfðust þess að ná tali af Li Peng forsætisráðherra en stjórnvöld gerðu ekkert með þær óskir og í framhaldinu hófst mótmælaseta þeirra í skól- unum og raddir um lýðræðisumbætur urðu háværari en áður. Aðgerðirnar voru fordæmdar og kallaðar „and- byltingaráróður“ í Dagblaði alþýðunnar. Mótmæli hófust á torginu 17. apríl; stúdentar kröfðust þar lýðræðis og ýmissa umbóta og var talið að 100.000 manns hafið haldið til miðborgarinnar þrátt fyrir að- varanir yfirvalda þess efnis að fjöldamótmæli yrðu ekki liðin. Verkamenn, menntamenn og ríkisstarfsmenn slógust svo í hópinn og um miðjan maí var talið að um ein milljón manna væri þar saman komin. Herlög tóku gildi í Beijing 20. maí, herflokkar og skriðdrekasveitir voru kölluð til leiks í því skyni að tvístra hópi mótmælenda. Mannfjöldanum tókst hins vegar að hefta för hersins og þremur dögum síðar hörfaði herinn í úthverfin. Svo fór að Li Peng samþykkti að ræða við fulltrúa námsmanna en vonir um að bundinn yrði endi á mót- mælin urðu að engu. Í kjölfarið gaf stjórnin út þá af- drifaríku skipun að torgið skyldi hreinsað. „Með aðstoð hundruð skriðdreka og stórskotaliðs héldu hermennirnir inn í miðborgina og skutu á þá sem í vegi þeirra voru, óbreytta borgara og nemendur vopn- aða mótmælaspjöldum, kylfum og járnstöngum,“ sagði Morgunblaðið þegar atburðirnir voru rifjaðir upp áratug síðar. „Að morgni sunnudagsins 3. júní greip um sig ótti meðal borgarbúa sem urðu varir við að þúsundir her- bifreiða höfðu safnast saman í útjaðri borgarinnar. Íbú- arnir héldu æstir út á göturnar, reiðubúnir til varnar. Í kvöldfréttum voru herlögin, sem tekið höfðu gildi tveimur vikum áður, ítrekuð og fólk hvatt til að halda sig heima fyrir,“ sagði í Morgunblaðinu 1999. „Mestu átökin áttu sér stað við vegatálma sem reistir höfðu verið skömmu áður á helstu breiðgötunum sem liggja að torginu. Tugir óbreyttra borgara týndu lífi sínu í Muxidi, sex kílómetra vestur af torginu, í miskunn- arlausri skothríð hersins á íbúðarhús og aðrir bygg- ingar. Er nær dró miðnætti héldu fyrstu skriðdrekarnir inn á torgið, yfir vegatálmana undir dynjandi byssu- kúlnahríð.“ skapti@mbl.is Torg hins himneska ófriðar Minnistæðasta tákn mótmælanna á Torgi hins himneska friðar, maðurinn sem stóð einn síns liðs, með innkaupapoka í hendinni, í vegi fyrir röð af skriðdrekum. Reuters ’ Er nær dró miðnætti héldu fyrstu skriðdrekarnir inn á torgið, yfir vegatálmana undir dynjandi byssukúlnahríð. Fjöldi fólks gekk um götur Hong Kong um síðustu helgi með borða þar sem krafist var lýðræðisumbóta í Kína. Þess verð- ur víða minnst um helgina að 23 ár eru frá blóðbaðinu. AFP Á þessum degi 3. júní 1989

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.