SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Qupperneq 31

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Qupperneq 31
3. júní 2012 31 Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir er búsett íFlórída-fylki Bandaríkjanna þar sem hún æfirsund tíu sinnum í viku, tekur þrekæfingar fjórumsinnum í viku ásamt því að stunda nám í líffræði við University of Florida. Hún segist ekki alveg vera búin að ákveða hvaða námi hún vilji ljúka en stefnir á að klára háskólanám í Bandaríkjunum ásamt því að halda áfram að synda og komast á Ólympíuleikana árið 2016. „Ég prófaði allar aðrar íþróttir áður en ég endaði loksins í sundinu tíu ára gömul,“ segir Hrafnhildur en hún náði sögulegum árangri um síðustu helgi er hún lenti í fimmta sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu. „Ragnar afi minn var hörkusundmaður og ég fékk sundfitin frá hon- um,“ útskýrir Hrafnhildur sem er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í sumar. „Þegar ég er ekki að synda horfi ég á sjónvarpið, slaka á, hangi með vinum mínum, fer að versla og í sólbað. Ég geri sem sagt allt sem venjulegir krakkar á mínum aldri gera nema innan minni tímaramma,“ segir Hrafnhildur og hlær. sigyn@mbl.is Snjólaug og Hrafnhildur æskuvinkonur. Heimsmeistaramótið í Róm árið 2009.Fjölskyldan Lúther, Hrafnhildur, Ingibjörg og Auðunn í brúðkaupi í Hafnarfirði. Sundliðið SH á Íslandsmeistaramótinu 2009. Ásamt vinkonum sínum í sundliðinu Florida Gators í Bandaríkjunum. EM-hópurinn í Tyrklandi 2009. Sundfitin frá afa Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í fimmta sæti á Evrópumótinu í sundi um síðustu helgi. Vinkonurnar á uppskeruhátíð SH.Með afa Ragnari sem er einnig mikill sundkappi. Á fyrsta ameríska fótboltaleiknum. Æfingabúðir í Singapúr með vinkonunni Ingibjörgu. Með Auðuni bróður á Bahama-eyjum. Með bestu vinkonunum, Hildi Erlu og Berglindi, á sundmóti. Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.