SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Page 36
36 3. júní 2012
hluta til í eigu Mannvits, framleiðir vist-
vænt eldsneyti, lífdísil, fyrir skip. Hefur
það verkefni, að sögn Laufeyjar, tekist
mjög vel.
Laufey Kristjánsdóttir lauk BA-prófi í
matvælafræði frá Háskóla Íslands árið
2000 og MBA-námi með áherslu á fram-
leiðslustjórnun frá háskóla í Leeds í Bret-
landi árið 2005. „Það nám átti afskaplega
vel við mig enda er það skemmtilegasta
sem ég geri að skipuleggja. Hljómar það
nokkuð undarlega?“ spyr hún brosandi.
Laufey hóf störf hjá Hönnun árið 2006
og byrjaði í svokölluðum útseldum verk-
efnum, vann meðal annars í nokkra mán-
uði hjá Norðuráli á Grundartanga. Hún
hefur verið gæðastjóri Mannvits frá stofn-
un fyrirtækisins 2008 og við breytingu á
skipuriti á síðasta ári tók hún einnig við
öryggis- og umhverfismálum.
Reynir á skipulagshæfnina
Eiginmaður Laufeyjar er Valur Norðri
Gunnlaugsson, verkefnastjóri hjá MATÍS,
sem hún kynntist í námi í Háskóla Íslands
og eiga þau tvær dætur, Þórunni, fædda
2008, og Hönnu Kristínu, fædda 2010.
Það getur verið kúnst að ala upp lítil
börn samhliða krefjandi starfi. Laufey
segir það ganga ljómandi vel en við-
urkennir að stundum reyni á skipulags-
hæfnina. Til allrar hamingju er það henn-
ar sérsvið! Hún segir það einnig hjálpa að
vinnutíminn sé sveigjanlegur og stundum
tekur hún tölvuna heim með sér á kvöld-
in.
„Önnur en að hlaupa á eftir börnum?“
spyr Laufey á móti þegar áhugamál ber á
góma. „Í raun ekki. Fjölskyldan á hug
minn allan utan vinnu og ég reyni að
njóta eins margra samverustunda með
manninum mínum og börnum og ég
mögulega get. Þurfi ég virkilega að
hreinsa hugann fer ég út að hlaupa. Ég er
ekki mikill hlaupari en nýt þess samt, auk
þess sem fæ oft góðar hugmyndir á
hlaupunum.“
Talandi um hlaup, þá er viðtalinu lokið.
Blaðamaður ratar auðveldlega út – á
mörgum stöðum – og á leiðinni nemur
hann vitaskuld staðar við ruslakörfu og
flokkar vatnsflöskuna sína og plastglasið.
Batnandi fólki er best að lifa!
Laufey hlæjandi en að öllu gríni slepptu
snúa öryggisráðstafanir einkum að öðrum
þáttum í starfseminni en skrifstofunni.
Má þar nefna mælingar af ýmsu tagi við
fjölfarnar umferðargötur, bygg-
ingastjórnun og rannsóknarstofurnar
tvær, í Reykjavík og á Akureyri, þar sem
ýmis hættuleg efni eru meðhöndluð.
Þar tengjum við beint inn í umhverf-
ismálin en vitaskuld kemur ekki til álita
að hella hættulegum efnum bara beint í
vaskinn. Farga þarf þeim eftir kúnst-
arinnar reglum. „Rannsóknarstofur okk-
ar hafa alla tíð verið mjög ábyrgar en það
sakar samt aldrei að fara markvisst yfir
alla verkferla og skerpa á áherslum.“
Það eru ekki bara rannsóknarstofurnar
sem þurfa að vera á varðbergi eftir vott-
unina, nú þarf hinn almenni starfsmaður
Mannvits að gjöra svo vel að flokka ruslið
sitt. Laufey viðurkennir að sumir hafi
hrist höfuðið yfir þessu til að byrja með en
enginn láti þó sitt eftir liggja. „Við höfum
verið spurð hvort það taki þessu nokkuð,
hvort ruslið sé ekki eftir sem áður allt
urðað í sama haugnum. Þannig er það
ekki. Nágrannaþjóðir okkar hafa margar
hverjar náð frábærum árangri í flokkun
sorps og löngu tímabært að við Íslend-
ingar látum til okkar taka í þessu tilliti. Ég
held að starfsmenn okkar hafi almennt
verið mjög fljótir að venjast þessari ný-
breytni,“ segir Laufey.
Af öðrum vistvænum verkefnum má
nefna að fyrirtækið Orkey, sem er að
tekið vel í áherslubreytingar í umhverfis-
og öryggismálum enda þekki þeir margir
hverjir vel til slíkra mála gegnum verkefni
sem þeir hafi unnið að fyrir ýmsa við-
skiptavini fyrirtækisins, ekki síst álverin,
þar sem öryggis- og umhverfismál eru
snar þáttur í starfseminni. „Sem dæmi
um öryggisáherslurnar hjá álverunum get
ég nefnt að starfsmönnum ber skylda til
að bakka inn í bílastæði. Hugsunin bak
við það er sú að þeir verði fljótari að aka á
brott komi eitthvað upp á.“
Þess má geta að Mannvit á bróðurpart í
fyrirtækinu Vatnaskil, Land & Water í
Bretlandi og er stefnt að gæðavottun þar
samkvæmt ISO 9001 nú í vor.
Laufey hóf störf hjá Hönnun hf. fyrir
sex árum og flutti sig yfir til Mannvits
þegar Hönnun og tvö önnur fyrirtæki,
VGK og Rafhönnun, sameinuðust undir
þeim merkjum árið 2008. Hún segir mikla
hugarfarsbreytingu hafa orðið á þessum
tíma. Starfsmenn séu mun betur meðvit-
aðir um gæða-, umhverfis- og öryggismál
nú og hafi fullan skilning á nauðsyn þess
að þau mál séu í öndvegi. „Til að byrja
með hafa örugglega einhverjir haft efa-
semdir um ágæti þessa vottunarferlis og
verið ófúsir að beygja sig undir einhverjar
nýjar reglur. Í dag er fólk hætt að velta
þessu fyrir sér, reglurnar eru orðnar sjálf-
sagður hluti af verkferlinu. Fólk finnur
ekki lengur fyrir þeim.“
Margar þarfar ábendingar
Mannvit leggur mikla áherslu á endurgjöf
frá starfsmönnum í þessum efnum og
segir Laufey margar þarfar ábendingar
þegar hafa komið fram.
Enda þótt mikill árangur hafi náðst
segir Laufey alltaf mega gera betur.
Mannvit lét nýlega gera fyrir sig þjón-
ustukönnun meðal viðskiptavina og kom
margt gagnlegt fram í henni. „Það er mjög
mikilvægt að vinna náið með við-
skiptavinum okkar og leita eftir endurgjöf
frá þeim og hugmyndum að úrbótum.“
Maður finnur til lítils óöryggis sitjandi í
fundarherbergi í skrifstofuhúsnæði
Mannvits en þar sem starfsemi fyrirtæk-
isins er afskaplega fjölbreytt er að mörgu
að hyggja í öryggismálum. „Við gætum
auðvitað flækt okkur í snúrum,“ segir
E inhvern tíma er allt fyrst. Í þeimfjölmörgu viðtölum sem blaða-maður hefur tekið gegnum tíðinahefur viðmælandinn aldrei áður
byrjað á því að draga spjald upp úr pússi
sínu og benda samviskusamlega á allar
mögulegar útgönguleiðir. Viðmælandinn er
samt, merkilegt nokk, ekki flugfreyja held-
ur sviðsstjóri gæða-, umhverfis- og örygg-
ismála hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæk-
inu Mannviti, Laufey Kristjánsdóttir að
nafni. Ekki svo að skilja að hún óttist að
viðtalið gæti farið úr böndunum, heldur er
þetta einfaldlega liður í öryggisráðstöf-
unum sem fyrirtækið hefur tekið upp. Allir
gestir Mannvits fá fyrirfram að vita hvernig
þeir komast út úr húsakynnum fyrirtæk-
isins gerist þess fyrirvaralaust þörf.
Gæðamál hafa lengi verið í brennidepli
hjá Mannviti og fékk fyrirtækið gæðavott-
un samkvæmt alþjóðlega gæðastjórn-
unarstaðlinum ISO 9001 árið 2009. Á um-
liðnum misserum hefur einnig verið lögð
aukin áhersla á umhverfis- og öryggis-
stjórnunarkerfi, að frumkvæði stjórnenda
fyrirtækisins. Hugsunin er sú að verkferlar
byggist á réttu verklagi sem bætir árangur,
fyrirbyggir mistök og stuðlar að auknu ör-
yggi og velfarnaði allra viðkomandi. Síð-
astliðið haust fékk Mannvit vottun sam-
kvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO
14001 og nú í byrjun mars vottun sam-
kvæmt öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS
18001. Ferlið gekk hratt fyrir sig en vott-
unin fékkst í báðum tilvikum innan árs frá
því byrjað var að vinna markvisst að henni.
Skiptir höfuðmáli
Laufey segir vottun af þessu tagi skipta
höfuðmáli fyrir Mannvit ætli fyrirtækið sér
að vera öflugt í samkeppni á erlendum
vettvangi. Umhverfis- og öryggisstjórn-
unarkerfi koma ekki síst að góðu gagni við
aðkomu Mannvits að stórum verkefnum.
„Þetta er því mikilvægur áfangi fyrir okk-
ur,“ segir Laufey og bætir við að það gildi
jafnt inn á við og út á við. „Auk þess að
ábyrgjast að þessir hlutir séu í lagi hjá okk-
ur sjálfum bjóðum við upp á vistvænar
lausnir fyrir okkar viðskiptavini, þar sem
það á við. Sama gildir um lausnir í öryggis-
málum.“
Laufey segir starfsmenn Mannvits hafa
Öryggið
á oddinn
Gæða-, umhverfis- og öryggismál skipta stöðugt
meira máli hjá íslenskum fyrirtækjum, ekki síst
ætli þau að vera samkeppnisfær á alþjóðavett-
vangi. Laufey Kristjánsdóttir þekkir það mæta-
vel en hún hefur umsjón með þessum málum hjá
verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Mannviti.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Til að byrja með hafa örugglega einhverjir haft
efasemdir um ágæti þessa vottunarferlis og
verið ófúsir að beygja sig undir einhverjar nýjar
reglur. Í dag er fólk hætt að velta þessu fyrir
sér, reglurnar eru orðnar sjálfsagður hluti af
verkferlinu,“ segir Laufey Kristjánsdóttir.
’
Það er mjög mik-
ilvægt að vinna
náið með við-
skiptavinum okkar og
leita eftir endurgjöf
frá þeim og hug-
myndum að úrbótum.