SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Blaðsíða 45
3. júní 2012 45
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
[I]NDEPENDENT PEOPLE / „SJÁLFSTÆTT FÓLK“ 19.5.–2.9. 2012
ÖLVUÐ AF ÍSLANDI / INSPIRED BY ICELAND 19.5.–4.11. 2012
DÁLEIDD AF ÍSLANDI / HYPNOTIZED BY ICELAND 19.5.–4.11. 2012
HÆTTUMÖRK / ENDANGERED 19.5.–31.12. 2012
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 um sýningar safnsins, „Að hætta sér
inn á land“ í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra.
SAFNBÚÐ, Útskriftartilboð á útgáfum safnsins.
SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn!
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
Listasafn Reykjanesbæjar
MILLILANDAMYNDIR
45 verk eftir ýmsa listamenn
2. júní – 19. ágúst
Bátasafn Gríms Karlssonar
100 bátalíkön og ýmsar sjóminjar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
VERTÍÐIN - Ný sýning
um sögu svæðisins til 1940
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Sunnudagsleiðsögn 3. júní kl. 14:00: Ágúst Ó. Georgsson
leiðir gesti um sýninguna Björgunarafrekið við Látrabjarg
Kvikmyndasýning sunnudaginn 3. júní kl. 15:00:
Björgunarafrekið við Látrabjarg
Fjölbreyttar sýningar:
Björgunarafrekið við Látrabjarg – ljósmyndir Óskars Gíslasonar
TÍZKA – kjólar og korselett
Aðventa á Fjöllum – Ferðalangar á Fjöllum
Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur
Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár
Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár
Spennandi safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17.
Laugardaginn 2. júní kl. 15
Ný sýning verður opnuð
Síðasta abstraktsjónin
Eiríkur Smith 1964 - 1968
2. júní - 19. ágúst
Hús
Hreinn Friðfinnsson
12. maí - 19. ágúst
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
NÝ SÝNING VERÐUR OPNUÐ
FIMMTUDAGINN
7. JÚNÍ KL. 17:
SAGA TIL NÆSTA BÆJAR
(7.6.-14.10.2012)
Opið alla daga
nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
HORIZONIC
rými og víðáttur í hljóðlist
Listamenn frá útjaðri
Norðurlanda
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
Opið fim.-sun. Kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
B
ækur sjálfhverfra rit-
höfunda hafa notið
talsverðra vinsælda
síðustu árin og sumir
þeirra hafa auðgast mjög á bók-
um handa einmana sálum í leit
að tilgangi lífsins, sjálfum sér og
lífshamingju. Þótt Kristian
Lundberg sé ákaflega sjálf-
hverfur í nýrri bók sinni, Allt er
ást, sker hann sig úr að ýmsu
leyti. Eins og sönnum Svía sæm-
ir blandar hann sjálfhverfuna
samfélagslegum vandamálum á
borð við áfengis- og eitur-
lyfjafíkn og ömurlegar aðstæður
barna sem alast upp við geð-
sjúkdóma, auk mannréttinda-
brota gegn „pappírslausu“ fólki
eins og Lundberg kallar „ólög-
lega innflytjendur“. Lundberg
veitir nokkra innsýn í skugga-
hliðar sænska velferðarsam-
félagsins og heim fólks sem er
utangarðs.
Slíkar bækur eru ekki líklegar
til vinsælda, alltént utan Sví-
þjóðar. Sænskir bókmenntavitar
eru þó veikir fyrir utangarðs-
mönnum og Lundberg fékk
bókmenntaverðlaun sænska
ríkisútvarpsins í ár fyrir bókina.
Kristian Lundberg er 46 ára
og hefur skrifað á þriðja tug
bóka, m.a. margar ljóðabækur.
Hann hefur
einnig skrifað
ritdóma fyrir
sænsk blöð
og einn
þeirra vakti
talsverða at-
hygli þegar
hann var
birtur í des-
ember 2006. Lundberg gagn-
rýndi þá krimmann „Fruktans
Makt“ (Vald óttans) eftir blaða-
manninn og rithöfundinn Britt-
Marie Mattsson. Hann komst að
þeirri niðurstöðu að fléttan væri
„fyrirsjáanleg“ og persónurnar
flatar. Hængur var þó á, að
margra mati. Hann var sá að
bókin var ekki til.
Sænskt forlag hafði kynnt
bókina í bæklingi um vænt-
anlegar bækur en ekki varð af
útgáfu hennar. Helsingborgs
Dagblad ákvað að birta ekki
fleiri ritdóma eftir Lundberg og
atvikið mun hafa orðið til þess
að hann hóf störf sem dag-
launamaður hjá mönnunar-
fyrirtæki í heimaborg sinni,
Malmö.
Þá opnaðist nýr heimur fyrir
Lundberg sem skrifaði bókina
Yarden (útg. 2009) um reynslu
sína sem daglaunamaður á
Planinu í höfn Malmö þar sem
glænýir bílar eru geymdir. Nýja
bókin, Allt er ást, fjallar einnig
um þessa reynslu, í bland við
bernskuminningar höfundar og
ást hans á konu sem hann hafði
misst vegna fíkniefnaneyslu
sinnar og síðan endurheimt, um
sinn að minnsta kosti.
Líkt og í óbirtri bók Mattsson
fer ekki mikið fyrir persónu-
sköpun í bók Lundbergs. Les-
andinn fær t.a.m. nánast ekkert
að vita um konuna, sem er elsk-
uð, og líklega á hún að vera ein-
hvers konar tákn. Bókin fjallar
fyrst og fremst um innri baráttu
höfundarins, meðal annars
skömm og sektarkennd hans,
auk uppgjörs hans við foreldr-
ana, vænisjúka móður og
grimman föður sem yfirgaf fjöl-
skylduna og hafði ekkert sam-
band við börnin sín. Þótt ang-
istin sé stundum mikil fellur
höfundurinn ekki í sjálfs-
vorkunn.
Þýðing Þórdísar Gísladóttur á
bókinni er mjög góð. Að öllu
samanlögðu má segja að bók
Lundbergs sé áhugaverð lesning
fyrir fólk sem hefur unun af
ljóðrænni naflaskoðun miðaldra
rithöfunda.
Naflaskoðun og samfélagsmein
Bækur
Allt er ást bbbmn
Skáldsaga
Eftir Kristian Lundberg. Þórdís Gísla-
dóttir íslenskaði. Bjartur, 2012. Kilja,
159 bls.
Bogi Þór Arason
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Það er alltaf erfitt þegarmaður þarf að geraupp á milli hluta einsog ég þarf að gera núna
þegar ég var beðin um að segja
frá uppáhaldsbókinni minni.
Margar bækur koma upp í
hugann en fyrst vil ég nefna
ævisögu Einars Benediktssonar
eftir Guðjón Friðriksson en það
tók mig meira en eitt ár að kom-
ast í gegnum öll bindin. Saga
Einars er fjölskyldusaga sem
margt er hægt að læra af. Í sög-
unni koma fyrir margar merki-
legar persónur sem tóku þátt í
að móta sjálfstæði og sjálfsmynd
Íslendinga, t.d. Þorbjörg Sveins-
dóttir, föðursystir Einars, og svo
að sjálfsögðu Benedikt Sveins-
son, faðir Einars.
Ég byrjaði að lesa ævisögu
Einars í byrjun árs 2008 og lauk
henni nokkrum mánuðum eftir
efnahagshrunið. Það eru margar
samlíkingar með ævi Einars og
margra svokallaðra útrásar-
víkinga og stundum fannst mér
ég vera að lesa Séð og heyrt í nú-
tímanum en ekki fjölskyldusögu
frá því um aldamótin 1900.
Texti Guðjóns í þessari sögu
blandast skemmtilega saman við
texta Einars og Guðjóni tekst vel
að setja mann inn í aðstæðurnar
sem voru á Íslandi um aldamót-
in. Eftir lestur þessarar sögu hef
ég enn frekar heillast af þessum
mótunarárum íslensku þjóðar-
innar og lesið margar bækur um
þetta tímabil um aldamótin
1900 eftir þetta.
Ég vil líka nefna Gyrði Elías-
son en ég las bókina hans Bréf-
bátarigningin sem unglingur og
heillaðist af dulúð og drauga-
gangi í sögunum hans. Finnst
hann alltaf jafn skemmtilegur
höfundur. Kannski hefur það
haft áhrif á mig á sínum tíma að
við Gyrðir erum bæði uppalin á
Sauðárkróki og oftar en ekki
gerast sögurnar hans á
Króknum þótt ég hafi nú aldrei
mætt gangandi íkorna þar.
Annars er ég alæta á lesefni og
les yfirleitt eitthvað á hverju
kvöldi. Við hjónin höfum lesið
fyrir börnin okkar og er það
veganesti sem ég tel að sé afar
gott til framtíðar. Ég las líka
mikið sjálf þegar ég var krakki
og þegar ég var í sveitinni á
sumrin var stundum lesið fyrir
okkur krakkana. Sérstaklega er
mér það minnisstætt að hafa
hlustað á lestur á þjóðsögum
Jóns Árnasonar. Ég sagði afa
mínum það einu sinni að ég ætl-
aði að verða rithöfundur, og er
enn að velta því fyrir mér.
Lesarinn Sigríður Huld Jónsdóttir
skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri
Líkindi með Einari Ben.
og útrásarvíkingunum
Gyrðir Elíasson Guðjón Friðriksson