Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 1
ÆTLAR AÐ KLÍFA HÆSTA FJALL HVERRAR ÁLFU UNGUR FAÐIR OG DRAG- DROTTNING SMÁSAGAN LÍKT OG DÆGURLAG TÆLANDI TYRA 30 KYNGERVI OG KARLMENNSKA 31ÁSTRÍÐAN GEFUR TILGANG 10 Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  159. tölublað  100. árgangur  AFP Verkbann Allt stefndi í verkfall þar til norsk stjórnvöld skárust í leikinn.  Norsk stjórnvöld beittu seint í gærkvöldi neyðarheimild til þess að binda enda á 16 daga verkfall og neyða starfsmenn á olíu- og gas- pöllum til að hefja vinnu á ný. Framleiðslu átti að stöðva á mið- nætti í nótt og hugðust fyrirtæki setja verkbann á starfsmenn í deilu um eftirlaun. „Ég varð að taka þessa ákvörðun til að vernda grundvallarhagsmuni Noregs,“ sagði Hanne Bjurstrøm, atvinnu- málaráðherra Noregs, í gærkvöldi. Verkbannið hefði þýtt að 6.500 manns hefðu verið útilokaðir frá vinnu. Stöðvun afhendingar á gasi og olíu hefði kostað 1,8 milljarða norskra króna á dag, eða 38 millj- arða íslenskra króna. Olíuverkbanni af- stýrt með neyðar- heimild í Noregi Af 4.099 umsóknum um greiðsluað- lögun hefur 2.941 verið samþykkt. Meðalráðstöfunartekjur þeirra sem hafa fengið samþykkta heimild til greiðsluaðlögunar eru rúmar 318 þúsund krónur á mánuði. Meðaltal skuldastöðu þeirra er um 30,5 millj- ónir króna en eignastaða um 15,6 milljónir króna. Meðaltal ráðstöfunartekna þeirra, sem hafa fengið synjun, er um 277 þúsund krónur á mánuði. Að meðal- tali skulda þeir um 57 milljónir króna en eignir þeirra nema að jafnaði um 20 milljónum króna. Allt frá milljón í 60 milljónir Í gögnum frá umboðsmanni má sjá að skuldir þeirra sem eru í greiðslu- aðlögun eru allt frá innan við milljón upp í meira en 60 milljónir. 56% skulda minna en 30 milljónir en til samanburðar eru eignir 88,1% þeirra sem sótt hafa um metnar á 30 millj- ónir eða minna. Tæp 9% fólks í greiðsluaðlögun skulda meira en 60 milljónir króna. Um 5% eiga meiri eignir en þeir skulda en ráða ekki við greiðslubyrði. 95% umsækjenda eru með neikvæða eignastöðu. 67,7% eru með neikvæða eignastöðu undir 10 milljónum. Vinna að 1.755 málum er lokið en 1.910 mál eru á borði umsjónar- manna. Samkomulag hefur náðst á milli skuldara og kröfuhafa í 889 tilfellum. Misjöfn staða skuldara  Meðaltal skuldastöðu fólks í greiðsluaðlögun 30,5 milljónir  Meðaleignastaða 15,6 milljónir  5% með jákvæða stöðu MMargir eiga eftir »12 „Það hefur ekkert verið gert hérna í sumar af viti. Það hefur verið einn maður að vinna,“ sagði Júlíus Freyr Theódórsson í Hrísey en þar komu saman í gær um 50 Hríseyingar til að fegra miðbæinn. Afraksturinn hafi verið um 20 fiski- kör af garðúrgangi. Júlíus segir Akureyrarbæ bera því við að hafa ekki mannskap. Hann segir Hrísey hluta af Akureyrarbæ og því eigi að gilda það sama um Hrísey og önnur hverfi á Akureyri. Hríseyingar komu saman í gær og snyrtu miðbæinn Ljósmynd/Gestur Leó Gíslason  Hjónin Árni Björn Stefánsson og Gunnhildur Stefánsdóttir telja sporin í fjör- unni hafa verið eftir þau en ekki hvítabjörn. Þau áðu í fjörunni við Geitafell á Vatns- nesi eftir að hafa verið í kajakferð og þekktu spor sín þegar þau voru sýnd í fréttum. Gunnhildur sagðist telja líklegt að í víkinni við Geitafell hefði ekki verið hvítabjörn heldur „bara Árni Björn!“ »4 Líklega ekki ísbjörn heldur Árni Björn Björn Voru sporin eftir menn? Skúli Hansen skulih@mbl.is „Út frá öryggissjónarmiðum þá skýtur það skökku við að leitað sé í þaula á farþegum annars vegar og hins vegar komist menn yfir girð- ingu um borð í flugvél. Þetta er mót- sagnarkennt,“ segir Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra, aðspurður út í atvik þar sem tveir menn náðu að klifra yfir girðingu og komast inn á salerni um borð í flugvél Icelandair sem var á leið til Kaupmannahafnar. Að sögn Ögmundar er alveg ljóst að menn muni taka þessi öryggismál til gagngerrar endurskoðunar í ljósi þessa atburðar. Aðspurður hvort málið verði tekið upp innan ráðu- neytisins segir Ögmundur: „Ég geri ráð fyrir því að hafa samband við Isavia og lögregluna á Suðurnesjum, sem hefur öryggismálin á sinni könnu, og fá nánari upplýsingar um málið. Síðan yrði það metið í kjölfar- ið hvort grípa þyrfti til einhverra sérstakra ráðstafana.“ Þá segir Ögmundur, aðspurður, að innanríkisráðuneytið hafi ekki feng- ið nein símtöl frá alþjóðlegum stofn- unum á borð við t.d. Alþjóðlegu flug- málastofnunina. „Almennt tel ég að öryggismálum sé vel komið á Kefla- víkurflugvelli. Þess vegna kemur það manni svo á óvart að þetta skuli gerast,“ segir hann. »2 Vill gagngera endurskoðun  Ögmundur Jónasson segir skjóta skökku við að leitað sé í þaula á farþegum, en tveir menn geti laumast yfir girðingu og um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli Flugvallaröryggi » Tveir menn náðu að laumast um borð í flugvél Icelandair. » Að sögn ráðherra er ljóst að menn muni taka öryggismál til gagngerrar endurskoðunar í kjölfarið.  54.000 farþegar ferðuðust með Herjólfi milli lands og eyja á tímabilinu frá 9. júní til 8. júlí. „Já, þetta er gríðarlegur fjöldi. Inni í þessu eru þrjár mjög stórar helgar, Pæjumót- ið, Shellmótið og Goslokahátíðin. En engu að síður eru þetta rosa- legar tölur. Það voru eitthvað um 12.000 bílar,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herj- ólfs, spurður um málið í gær- kvöldi. Hann telur að um met sé að ræða í farþegaflutningi milli lands og Eyja. Þetta gera rúmlega fjórtán þús- und manns að meðaltali á viku. „Þetta er ofsalegur fjöldi. Það er meira og minna fullt í allar ferðir og endalaus straumur far- þega, bæði Íslendinga og er- lendra,“ sagði Gunnlaugur og kvað það skipta miklu fyrir Vest- mannaeyjabæ að fá þennan fjölda gesta. Hann segir að vel hafi gengið að sigla í Landeyjahöfn frá því siglingar hófust að nýju í apríl. Einungis hafi fallið niður tvær ferðir í vor en nú síðasta mán- uðinn hafi allt gengið áfallalaust. ipg@mbl.is Herjólfur flutti 54.000 gesti og 12.000 bíla til og frá Eyjum síðasta mánuðinn Gunnlaugur Grettisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.