Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Mikið hefur verið fjallað um þéttingu borgarinnar og hvort stöðva eigi þró- un nýrra bygginga, austan Elliðaáa. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir 25.000 manna byggð í Úlfarsárdal, en nú er ljóst að ekki verður af því. „Það er verið að ganga frá því í aðal- skipulagi borgarinnar. Hverfið verð- ur ekki jafn fjölmennt og stóð til í upphafi, en eigi að síður sjáum við fyr- ir okkur hverfi með skóla og íþrótta- aðstöðu,“ segir Páll Hjaltason, for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar, en ekki liggur fyrir hversu hratt verður farið í það að klára upp- byggingu í Úlfarsárdal. Þétting borgar Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar kemur fram að þétting byggðar sé ríkjandi stefna í sjálfbærri þróun borgarumhverfisins, en gert er ráð fyrir að íbúum Reykjavíkur eigi eftir að fjölga um 25 þúsund fyrir 2030. „Fljótlega mun hefjast vinna við hverfaskipulög, en það mun opna fyr- ir möguleika á þéttingu í öllum hverf- um borgarinnar. Við munum leggja mikla áherslu á uppbyggingu mið- svæðis. Það eru stórir byggingareitir víða miðsvæðis,“ segir Páll. Ítarleg úttekt Í skipulaginu kemur fram að við skipulag þéttingarsvæða þurfi að meta heildaráhrif fyrirhugaðrar upp- byggingar á aðliggjandi byggð og um- hverfi og áhrif umferðarsköpunar á nærliggjandi gatnakerfi. Það feli í sér að gera þurfi ítarlega úttekt á yfir- bragði og byggðamynstri núverandi og nærliggjandi byggðar og öðrum áhrifaþáttum, s.s. þjónustu við svæð- in, skólum, gatnakerfi og öðrum teng- ingum. „Það er mismunandi eftir skólum hversu mörgum nemendum þeir þola að bæta við sig. Ljóst er að huga þarf að skólum og barnagæslu, sérstak- lega í vesturbænum. Þar eru flestir skólar fullsetnir,“ segir Páll. Almenningssamgöngur bættar Umferð og bílaeign í Reykjavík hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Árið 2002 var tala ökutækja í borginni rúmlega 73 þúsund, þar af voru um 66 þúsund fólksbílar. „Gatnakerfið er alls ekki sprungið. Það eru álagspunktar í klukkutíma á morgnana á ákveðnum stöðum. Við stefnum líka að aukinni þjónustu í almennings- samgöngum. Við gerðum t.a.m. samn- ing við ríkið um að bæta einum millj- arði á ári í almenn- ingssamgöngur,“ segir Páll, og bætir við að í samanburði við nágranna- borgir okkar þá sé gatnakerfi borgarinnar í fínum málum. Miðsvæði borgarinnar þétt  Gert er ráð fyrir að íbúum Reykjavíkur eigi eftir að fjölga um 25 þúsund fyrir 2030  Ekki er ljóst hvenær uppbyggingu í Úlfarsárdal lýkur  Áhersla lögð á miðsvæði borgarinnar Morgunblaðið/Júlíus Umferð Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar kemur fram að meta þurfi heildaráhrif fyrirhugaðrar uppbygg- ingar á aðliggjandi byggð og umhverfi og áhrif umferðarsköpunar á nærliggjandi gatnakerfi. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að byggðar verði u.þ.b. 2.600 íbúðir á einstökum þétt- ingarsvæðum innan borg- arinnar.Á þeim svæðum þar sem jafnframt er gert ráð fyrir þéttingu, mun einnig eiga sér stað uppbygging á atvinnu- starfsemi af ýmsum toga. Atvinna Gert er ráð fyrir talsverðri upp- byggingu atvinnuhúsnæðis á einstökum þéttingarsvæðum innan borgarinnar eða 500.000 m2. Uppbyggingin á sér annars vegar stað á endurskipulögðum atvinnusvæðum og sem þétt- ing innan núverandi at- vinnusvæða. Þá er ekki meðtalin viðbótarupp- bygging á núverandi hafnarsvæðum, m.a. á landfyllingum, upp- bygging á nýjum svæð- um í Vatnsmýri, Keldum og Keldnaholti. Atvinnu- svæði þétt ÞÉTTING BYGGÐAR Byggt verður í Vatnsmýri. Lásasmiðir með áralanga reynslu og víðtæka þekkingu Þjónusta og fagmennska Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is • s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár Læsingar/hurðapumpur Peningaskápar Inni/úti Læsingar ▪ húnar ▪ skrár ▪ rósettur ▪ sílindrar Hurðapumpur Komum á staðinn og stillum hurðapumpur gegn vægu gjaldi Bíllyklar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla. Í verslun okkar er mikið úrval, bjóðum heimsendingu og uppsetningu gegn vægu gjaldi á höfuðborgarsvæðinu Lyklakerfi Við smíðum og þjónustum lyklakerfi fyrir fyrirtæki og húsfélög. Hringdu og fáðu ráðgjafa í heimsókn. =

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.