Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Til að mynda voru þeir dulbúnir eins
og starfsmenn sem hlaða í flugvélar,“
segir Guðni Sigurðsson, talsmaður
Isavia, aðspurður hvernig tveir flótta-
menn gátu verið svo skipulagðir að
þeir komust framhjá allri öryggis-
gæslunni á Keflavíkurflugvelli og
beint inn í flugvél.
Í fréttatilkynningu sem Isavia
sendi frá sér í gær vegna málsins seg-
ir að mennirnir tveir hafi farið yfir
girðingu inn á flugvallarsvæðið og
þaðan inn á flughlaðið við flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Þá segir í tilkynn-
ingunni að hælisleitendurnir hafi
greinilega verið vel skipulagðir og að
við skoðun á verklagi öryggisstarfs-
manna Isavia, á þeim tímapunkti er
umrætt atvik átti sér stað, hafi ekkert
athugavert komið í ljós við störf
þeirra.
Náðust á myndband
Þá munu mennirnir hafa náðst á
myndband og að sögn Guðna er lög-
reglan með það nú til skoðunar.
Morgunblaðið hefur eftir áreiðanleg-
um heimildum að mennirnir tveir hafi
fundist inni á salerni í flugvél við hefð-
bundið eftirlit áhafnarinnar fyrir
brottför. Þegar áhöfnin hafi reynt að
opna salernið hafi hurð þess reynst
lokuð og læst, en mennirnir munu
hafa fundist þar inni eftir að flugvirki
opnaði hurðina.
„Öryggismálin á Keflavíkurflug-
velli, eins og á öðrum flugvöllum, eru
mjög mikilvæg og allt sem fer úr-
skeiðis á því sviði er litið alvarlegum
augum. Verkefnið framundan er að
vinna með þeim sem ber ábyrgðina á
því, sem er Isavia, til að sjá til þess að
svona atvik geti ekki endurtekið sig,“
segir Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair.
„Það er nú ekki gott ef fólk kemst
inn á öryggissvæðið á vellinum og við
ætlum að bíða eftir niðurstöðu rann-
sóknarinnar á því hvernig þetta gerð-
ist og hvernig þessir menn komust
þarna inn,“ segir Heimir Már Péturs-
son, upplýsingafulltrúi Iceland Ex-
press, í samtali við blaðamann.
Aðspurður hvort flugfélagið telji
þetta atvik kalla á aukna öryggis-
gæslu á flugvellinum segist Heimir
Már telja að öryggisgæsla á Keflavík-
urflugvelli hafi verið með ágætum og
menn verði að byrja á að komast að
því hvernig þetta atvik gat átt sér stað
til þess að hægt sé að leggja fram til-
lögur um umbætur.
Höfðu dulbúið sig
eins og hlaðmenn
Flugfélögin koma í veg fyrir að svona atvik endurtaki sig
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hlaðmenn Mennirnir tveir sem fundust inni á salerni flugvélar á vegum Icelandair voru dulbúnir sem hlaðmenn
þegar þeir laumuðust inn á flugvallarsvæðið. Lögreglan er nú með öryggismyndband til skoðunar.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ákvörðun um hvort lundi verður
veiddur í Vestmannaeyjum í sumar
verður tekin á fundi umhverfis- og
skipulagsráðs Vestmannaeyja á mið-
vikudag í næstu viku. Bjargveiði-
félag Vestmannaeyja hefur lagt
fram tillögu um takmarkaðar lunda-
veiðar í vísindaskyni.
Gunnlaugur Grettisson, formaður
umhverfis- og skipulagsráðs, vildi
ekki spá neinu um niðurstöðu fund-
arins. Hann sagði að ekki hefði orðið
vart neinna stórkostlegra breytinga
á ástandi lundans í sumar. „Við mun-
um fá álit bæði fræðimanna og
bjargveiðimanna,“ sagði Gunnlaug-
ur. Hann sagði bjargveiðimenn hafa
sýnt mikla ábyrgð og gott frum-
kvæði í málinu.
Fái að veiða í vísindaskyni
Hlöðver Guðnason, formaður
Bjargveiðifélags Vestmannaeyja,
sagði félagið hafa lagt það til við bæ-
inn að hvert veiðifélag fengi að veiða
100-200 lunda í vísindaskyni. Í Vest-
mannaeyjum eru 8-9 lundaveiðifélög
sem tengjast hinum ýmsu eyjum.
Vísindamenn fái hami fuglanna til
rannsókna en veiðimennirnir fái
kjötið upp í kostnað við veiðarnar.
„Hvert veiðifélag myndi tilnefna
vanan veiðimann til að veiða fuglana.
Hann myndi skrá veiðistaði, veður
og vindátt þegar veiðin færi fram.
Við teljum ekki að lundaveiðar í háf
ógni stofninum,“ sagði Hlöðver.
„Erpur Snær Hansen fuglafræðing-
ur sagði að 30% lundaveiðinnar í
Vestmannaeyjum væri fullorðinn
fugl. Við höfum aldrei fengið neina
skýringu á því hver veiddi þann fugl
og það væri fínt að fá að sjá þessa
rannsókn.“
Hlöðver taldi nauðsynlegt að fara í
eyjarnar og veiða lunda, þótt í litlum
mæli verði. „Við viljum sjá hvað er að
gerast í eyjunum, hvort þar er ein-
hver ungfugl eða hvort þetta er bara
varpfugl.“ Hann kvaðst hafa farið í
svartfuglsegg í Bjarnarey í vor. Þar
var mikið af svartfugli vel orpnum og
á réttum tíma miðað við fyrri ár.
Hins vegar var miklu minna af lunda
en er í eðlilegu árferði. Hlöðver sagði
að enn væri lítið af lunda í Eyjum og
taldi hann líklegt að lundinn elti ætið
norður eða austur fyrir land.
Í fyrra voru lundaveiðar bannaðar
í Vestmannaeyjum en í hitteðfyrra
voru leyfðar takmarkaðar veiðar í
fimm daga í lok júlí.
Vilja veiða nokk-
ur hundruð lunda
í vísindaskyni
Ákvörðun um lundaveiðar í Vest-
mannaeyjum í sumar tekin í næstu viku
Morgunblaðið/Eggert
Lundar Lundastofninn í Eyjum hef-
ur átt erfitt uppdráttar undanfarið.
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Við höfum verið að rækta bygg í
gegnum árin í fóðrun á minknum og
til að fá hálm líka. En erum nú að
gera tilraunir til að ná okkur í soja-
olíu í fóðrið sem við þurfum að kaupa
dýrum dómi,“ segir Sigurður Jóns-
son, loðdýrabóndi á Ásgerði í Hruna-
mannahreppi, aðspurður um mynd-
arlega repjurækt sem þeir Ásgerðis-
bændur hafa ráðist í.
„Við settum þarna í þrjá hektara
af vetrarrepju og hún lítur mjög vel
út, blómstraði snemma og blómin
fallin. Svo sáðum við í tvo hektara af
sumarrepju og hún er í fullum blóma
núna. Hún var svolítið lengi að spíra
því það var svo þurrt í maí, en um leið
og hún fékk raka þá þaut hún upp.
Hún er orðin yfir metra há og feikna-
lega fallega gul, þessir tveir hekt-
arar,“ segir Sigurður.
Til standi að fá Landbúnaðar-
háskólann til samstarfs við að vinna
olíu úr repjunni og segir hann bæði
olíuna og hratið nýtast í fóður. „Þetta
er allt spurning um meltanleika því
meltingarvegurinn í loðdýrum er svo
stuttur og það þarf að gera tilraunir
til að vinna þetta þannig að dýrin geti
náð orkunni úr því.“ Sigurður áætlar
að rúmt tonn fáist af hektaranum og
ef þetta takist þurfi um 20 hektara til
að þau geti verið sjálfu sér næg með
olíu í fóðrið en í Ásgerði er allt fóður í
loðdýrin blandað heima.
Framleiðir eigin olíu í loðdýrafóður
Ljósmynd/Auðunn
Minkafóður Sigurður í sumarrepjunni sem nær honum upp að olnboga. Af hektaranum fæst rúmt tonn af olíu.
Kemur í stað innfluttrar sojaolíu
Blanda allt loðdýrafóður á búinu
Málefni hælisleitendanna
tveggja sem fundust inni á sal-
erni um borð í flugvél Icelandair
hefur vakið athygli á aðstæðum
hælisleitenda á Íslandi.
Hælisleitendurnir eru vistaðir
á farfuglaheimilinu Fit í Reykja-
nesbæ á meðan þeir bíða úr-
lausnar mála sinna, en það tek-
ur yfirleitt um sex mánuði.
MBL Sjónvarp ræddi í gær við
nokkra hælisleitendur sem vist-
aðir eru á Fit og lýstu þeir vist-
inni þar sem aumkunarverðri og
líkti einn þeirra vistinni á far-
fuglaheimilinu við fangelsisvist.
Bíða í sex
mánuði
AUMKUNARVERÐ VIST
HÆLISLEITENDA Á FIT
Hælisleitendur MBL Sjónvarp
ræddi við nokkra hælisleitendur.
Hæstiréttur hefur staðfest gæslu-
varðhald yfir karlmanni sem grun-
aður er um að hafa ógnað manni
með hamri og neytt hann til að taka
út peninga úr hraðbanka. Maðurinn
verður í einangrun til morguns.
Svo virðist sem farið hafi verið
með fórnarlambið út í hraðbanka til
að taka út pening, en málið er til-
komið vegna skuldar.
Maðurinn er einnig til rann-
sóknar vegna fjölmargra annarra
brota, m.a. aðildar að innbrotum í
júní. Þá hefur hann játað aðild sína
að nokkrum innbrotum í júlí.
Að mati lögreglu er gæslu-
varðhald nauðsynlegt til að rann-
saka megi málin, án þess að mað-
urinn nái að tala við ætlaða
vitorðsmenn og spilla gögnum.
Hæstiréttur staðfesti varðhald vegna rann-
sóknar á árás með hamri og ráni úr banka
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtal við
hælisleitendurna.