Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 12
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fólk á fertugsaldri, fólk á Reykjanesi og einstaklingar eru stærstur hópur þeirra sem sótt hafa um greiðsluaðlögun. Það má lesa út úr gögnum frá embætti umboðsmanns skuldara. 4.099 manns hafa sótt um greiðsluaðlögun síðan úrræðið var kynnt til sögunnar árið 2010. 32,7% þeirra sem sótt hafa um eru á aldrinum 30-39 ára. Minnsti hópurinn sem gögnin ná til er fólk sem er eldra en 60 ára en 9,5% fólks á þeim aldri hafa sótt um greiðsluaðlögun vegna greiðsluvanda. Þegar fjölskyldumynstur er skoðað sést að hjón með börn eru 29% þeirra sem sótt hafa um greiðsluaðlögun. Stærstur hluti þeirra, sem sótt hafa um, eru hins vegar einstaklingar eða 38%. Flestar umsóknir hafa komið frá Reykjavík en stærsta hlutfall umsókna kemur frá Reykjanesi. 27% greiða ekki neitt Eftir að umboðsmaður skuld- ara hefur tekið ákvörðun um það hvort umsókn fær samþykki eða synjun fer það á borð umsjón- armanns sem er milligöngumaður á milli skuldara og kröfuhafa. Hann leggur til greiðsluskilmála skuldara við kröfuhafa. Ef þeir eru samþykktir eru gerðir frjáls- ir samningar á milli kröfuhafa og skuldara um greiðslutilhögun í 1-3 ár að jafnaði. Greiðslugeta fólks sem fer í greiðsluaðlögum er mismunandi og fer eftir ráðstöfunartekjum. Því eru samningarnir mismun- andi. Rúm 27% fólks, sem sótt hefur um greiðsluaðlögun, geta ekki borgað neitt upp í kröfur sínar á samningstíma. Það þýðir að eftir að viðkomandi einstaklingur eða fjölskylda er búin að borga fyrir nauðsynjavörur er ekkert auk- reitis til þess að greiða til ann- arra skuldbindinga. Um 12% þeirra, sem sótt hafa um greiðsluaðlögun, geta greitt meira en 200 þúsund krónur á mánuði upp í skuldbindingar sín- ar á samningstíma. 70-75% samningskrafna niðurfelld „Greiðsluaðlögunarsamningur getur t.d. falið í sér frystingar á afborgunum og eftirgjöf á skuld- um. Að meðaltali eru um 70-75% samningsskulda felldar niður að samningstíma loknum,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi umboðsmanns skuld- ara. Að sögn Svanborgar er gerður greinarmunur á samningskröfum og veðkröfum. Samningskröfur eru þær skuldir sem ekki eru með veði í fasteign. Greiðsluað- lögun nær bæði til veðkrafna og samningskrafna. Þar sem veð- skuldir eru tryggðar með veði, er ekki samið um eftirgjöf af veð- kröfum en hægt er að semja um lægri greiðslur af veðkröfum til skamms tíma. Hins vegar er hluti þeirra krafna, sem eru yfir 100% af markaðsvirði fasteignar í lok samningstímans, felldur niður. Oft í sama hlutfalli og niðurfell- ing samningskrafnanna. ,,Við gerð greiðsluaðlög- unarsamninga er samið um hversu hátt hlutfall er gefið eftir af skuldum. Greiðslugeta fólks yfir greiðsluaðlögunartímabilið er skoðuð og ef greiðslugeta er mikil er minni eftirgjöf. Ef greiðslugeta er lítil er meiri eft- irgjöf. Þó að samið sé um eft- irgjöfina fyrir fram kemur ekki til hennar fyrr en í lok samnings- tímabils. Því er það þannig að ef skuldari stendur ekki við sínar skuldbindingar á samnings- tímabili getur skuldari verið krafinn um alla upphæðina með vöxtum,“ segir Svanborg. Að sögn Svanborgar eru flestar opinberar skuldir auk lána frá Lánasjóði íslenskra lánsmanna utan greiðsluaðlögunarsamninga. Þó er oft samið um greiðsluskil- mála á slíkum skuldum og greiðslum dreift yfir langt tíma- bil. Mestur vandi á Reykjanesi Í gögnum frá umboðsmanni má sjá að ef tekið er mið af umsókn- um um greiðsluaðlögun eftir landsvæðum er skuldavandinn mestur á Reykjanesi. Þaðan hafa komið umsóknir frá 2,8% íbúa. Það er helmingi hærra hlutfall umsókna en komið hefur frá Suð- urlandi þaðan sem næstflestir hafa sótt um, eða 1,4% íbúa. Lægsta hlutfall íbúa hefur sótt um á Vestfjörðum og Austurlandi eða um 0,5% íbúa. Margir eiga eftir að fá úrlausn mála  Hæst hlutfall greiðsluaðlögunarumsókna kemur frá Reykjanesi  Flestir í greiðsluaðlögun á fertugsaldri  Einstaklingar stærsti hópur umsækjenda Hæsta hlutfall umsókna frá Reykjanesi Eigna- og skuldastaða umsækjenda um greiðsluaðlögun Eignir- kröfur í milljónum kr. Jákvæð staða 5,50% 0 - 9,9 m. kr 37,10% -10 -19,9 m. kr 30,50% -20-29,9 m. kr 14,40% -30 - 39,9 m. kr 6,30% -40- 49,9 m. kr 2,60% -50+ m. kr. 3,60% Hlutfall samþykktra umsókna Eignir í milljónum 0 - 9,9 m. kr 37,20% 10-19,9 m. kr 31,70% 20-29,9 m. kr 19,20% 30-39,9 m. kr 6,90% 40+ m. kr 5,00% Hlutfall samþykktra umsókna Skuldir í milljónum 0 - 9,9 m. kr 19,70% 10 - 19,9 m. kr 16,10% 20 - 29,9 m. kr 20,50% 30 - 30,9 m. kr 17,00% 40 - 49,9 m. kr 10,70% 50 - 59,9 m. kr 7,00% 60+ m. kr 8,90% Hlutfall samþykktra umsókna Greiðslugeta pr. mánuð í þús. kr -10 þús kr. 27,30% 10-50 Þús. kr 16,80% 50-100 þús. kr. 20,40% 100-200 þús. kr. 23,50% 200+ þús. kr. 12,00% Hlutfall samþykktra umsókna Fjölskyldugerð umsækjenda Einstaklingar 38% Einstætt foreldri 23% Barnlaus hjón 10% Hjón með börn 29% Búseta umsækjenda Hlutfall umsækjenda af öllum íbúum viðkomandi svæðis 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% Re yk jav ík Hö fuð b.s v. Ve stu rla nd Ve stfi rð ir No rð ur lan d Au stu rla nd Su ðu rla nd Re yk jan es 1,3% 1,2% 1,0% 0,5% 0,5%0,6% 1,4% 2,8% Heimild: Embætti umboðsmanns skuldara Aldur umsækjenda Hlutfall umsækjenda af aldurshóp 20% 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% – 2 4 á ra 25 -29 ára 1,9% Heimild: Embætti umboðsmanns skuldara 30 -34 ára 35 -39 ára 40 -4 4 á ra 45 -4 9 á ra 50 -54 ára 55 -59 ára 60 -6 4 á ra 65 ára + 9,9% 15,8% 16,9% 13,6% 13,3% 11,5% 7,6% 4,7% 4,8% Morgunblaðið/Kristinn Reykjanesbær Flestar umsóknirnar um greiðsluaðlögun koma frá Reykjavík en hæsta hlutfall umsóknanna kemur frá Reykjanesi. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 w w w . s i g g a o g t i m o . i s Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.