Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 27
ráðs Stjörnunnar um skeið. Þá hefur Eysteinn starfað með Rotaryklúbbi Garðabæjar og sinnt trún- aðarstörfum fyrir klúbbinn. Mikið að gera hjá Garðabæ Þegar Eysteinn er spurður um stundirnar utan vinnutímans segir hann að þær séu nú ekki margar: „Ég vinn mikið og hef nóg við tím- ann að gera enda er Garðabær vax- andi sveitarfélag á flestum sviðum. Ég tek að sjálfsögðu fjölskylduna fram yfir allt annað og vildi gjarnan hafa meiri tíma fyrir hana. Síðan hef ég starfað mikið fyrir Stjörnuna eins og reyndar öll mín fjölskylda. Um tónlist er það að segja að ég hlusta á alla góða tónlist og er ekk- ert að reyna að flokka hana niður með tilheyrandi fræðilegum útlist- unum. Eins les ég hvað sem er þeg- ar ég hef tíma til þess. Ég er t.d. núna að lesa Ævisögu Snorra Sturlusonar, eftir Óskar Guðmunds- son. Ég verð nú að segja að mér finnst upphaf Sturlungaaldar vera óhugnanlega líkt nútímanum: Græðgin, valdabaráttan, tvískinn- ungurinn og jafnvel grimmdin. Kannski að þetta endi á sama veg hjá okkur og hjá þeim fyrir 750 ár- um.“ Fjölskylda Eysteinn kvæntist 28.9. 1974 Finnborgu Laufeyju Jónsdóttur, f. 25.12. 1954, iðnhönnuði. Hún er dóttir Jóns Inga Júlíussonar, f. 24.12. 1932, kjötiðnaðarmanns, og Pálhildar Sumarrósar Guðmunds- dóttur, f. 30.5. 1935, húsfreyju. Börn Eysteins og Finnborgar Laufeyjar eru Kristinn Jón, f. 6.10. 1975, tæknifræðingur á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavík- urborgar, búsettur í Reykjavík en kona hans er Inger Rós Jónsdóttir lífeindafræðingur og eru synir þeirra Víkingur Atli, f. 2006, og Kári Steinn, f. 2009; Axel Þór, f. 15.12. 1979, tölvurekstrarfræðingur hjá Microsoft á Íslandi, búsettur í Kópa- vogi en kona hans er Hildur Gott- skálksdóttir, ferðamálafræðingur og viðskiptafræðingur og eru dætur þeirra Dagný Björt, f. 2006, og Lea Björt, f. 2009; Bjarki Páll, f. 1.4. 1986, með meistarapróf í umhverfis- og byggingaverkfræði frá HÍ og og starfar hjá verkfræðistofunni Eflu, búsettur í Garðabæ en sambýlis- kona hans er Kristín Gunnarsdóttir, nemi í sálfræði; Eydís Lilja, f. 15.1. 1993, nemi við Verslunarskóla Ís- lands en unnusti hennar er Davíð Guðjónsson nemi. Systkini Eysteins eru Kristján Haraldsson, f. 20.10. 1947, orkubú- stjóri Vestfjarða, búsettur á Ísafirði; Sigurbjörn Haraldsson, f. 29.10. 1953, verktaki og húsasmíðameist- ari, búsettur í Garðabæ; Einar Har- aldsson, f. 26.12. 1956, húsasmíða- meistari og framkvæmdastjóri ÍBK, búsettur í Reykjanesbæ; Haraldur Haraldsson, f. 23.6. 1959, húsasmið- ur hjá Ístaki, búsettur í Garðabæ; Hrafnhildur Haraldsdóttir, f. 2.8. 1960, ritari hjá Fálkanum, búsett í Garðabæ; Margrét Ásdís Haralds- dóttir, f. 27.9. 1968, kennari, búsett í Garðabæ. Foreldrar Eysteins voru Har- aldur Axel Einarsson, f. 8.4. 1925, d. 15.7. 2004, húsasmíðameistri í Garðabæ, og Eufemia Kristins- dóttir, f. 2.1. 1930, d. 31.12. 2008, fóstra. Úr frændgarði Eysteins Haraldssonar Jóakim Guðmundsson b. í Hvammi í Fljótum Sigurlína Sigurðardóttir húsfr. í Hvammi Sigmundur Jónsson b. á Vestara-Hóli í Skagaf. Halldóra I. Baldvinsdóttir húsfr. á Vestara-Hóli Guðrún S. Jónsdóttir húsfr. í Litlagerði. Kristján Pálsson smiður og útg.m. í Sæborg Margrét Ásdís Jónsdóttir húsfr. í Sæborg Eysteinn Haraldsson Haraldur Axel Einarsson húsasmíðam. í Garðabæ Eufemia Kristinsdóttir húsfr. í Garðabæ Sigurbjörg Sigmundsdóttir húsfr. á Sigluf. Kristinn Zófanías Jóakimsson vkm. á Siglufirði Kristín M. Kristjánsdóttir húsfr. í Sæborg Einar Jónasson útg.m.í Sæborg á Hjalteyri Jónas Einarsson b. í Litlagerði Afmælisbarnið Eysteinn Haraldsson ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Jón Mýrdal, rithöfundur, fædd-ist 10. júlí 1825 að Hvammi íMýrdal. Foreldrar hans voru Steinunn Ólafsdóttir og Jón Helga- son. Jón hugðist ganga til mennta en varð frá að hverfa vegna fátæktar. Hann fór til Reykjavíkur og nam trésmíði. Fljótlega fluttist hann norður í land og kynntist þar Guð- rúnu Rannveigu Jónsdóttur. Þau slitu samvistum eftir eitt ár og eign- uðust dótturina Kristínu Salóme. Guðrún Jóhannsdóttir, barnabarn Jóns, segir í minningarorðum um afa sinn er birtust í Morgunblaðinu 27. september 1953 að þau hafi ekki átt skap saman, jafnframt hafi Jón „verið tilfinningaríkur, draumlyndur og nokkuð ölkær. Guðrún amma var stórbrotin kona, sem áleit stað- reyndir tryggari fótfestu en hug- myndaflug.“ Jón Mýrdal dvaldi í Kaupmanna- höfn um skeið, fluttist heim og ferð- aðist víða um land og starfaði við smíðar, m.a kirkjubyggingar. Hann var völundur og handbragð hans bar vott um listhneigð og vandvirkni. Penninn var sjaldan langt undan og mörg verkin urðu til á hefil- bekknum. Fjöldi verka liggur eftir hann, kvæði og skáldsögur auk nokkurra leikrita. Þekktasta verk hans er Manna- munur sem kom fyrst út 1872 og hef- ur verið endurútgefið reglulega síð- an. Hann ritaði einnig tvær skáldsögur á dönsku þegar hann bjó í Kaupmannahöfn. Í dvöl sinni þar varð hann fyrir áhrifum ævintýra- bókmennta eins og glögglega sést í Mannamuni. Aðalpersónurnar eru málaðar sterkum andstæðum litum og gegna því hlutverki að vera góðar eða vondar. Æskuvinirnir Ólafur og Vigfús keppast um hylli sömu stúlk- unnar en bréfaskriftir hafa áhrif á gang mál. Heiti bókarinnar er lýs- andi fyrir inntak verksins. Verkið tekur mið af rómönsuhefð, er form- úlukennt og ber öll helstu einkenni vinsældabókmennta. Mannamunur hefur þó enn sinn sjarma sem líkja má við galdur sjónvarpsþáttanna Leiðarljóss. Jón Mýrdal lést 1899. Merkir Íslendingar Jón Mýrdal 90 ára Alfred George Wilmot Andrés H. Guðmundsson Oddur Helgason 85 ára Guðný Guðjónsdóttir Ragnheiður Júlíusdóttir Vigfús Guðmundsson 80 ára Bergvin Halldórsson Guðmundur Friðvinsson Inga Ingólfsdóttir Jóna Erla Ásgeirsdóttir Sigurbjörg Geirsdóttir Vera Kristjánsdóttir 75 ára Ásta G. Thorarensen Helga Sveinbjörnsdóttir Sigrún Jónsdóttir Sveinbjörn Jóhannesson 70 ára Gerður Karitas Guðnadóttir Guðbrandur Orri Vigfússon Hreinn Bernharðsson Jón Jóhannsson Jón Líndal Bóasson Þorbjörg G. Sigurðardóttir 60 ára Agnes Alfreðsdóttir Anne Marie Markan Hanna Soffía Jónsdóttir Rúnar Svanholt Védís Baldursdóttir Þórarinn Egill Sveinsson Þórunn B. Grétarsdóttir 50 ára Auður A. Hafsteinsdóttir Dagbjört Lára Ottósdóttir Guðrún Hallgrímsdóttir Haraldur Jakobsson Harpa Einarsdóttir Ingi Hrafn Traustason Kristína Ragnarsdóttir Kristín Ólafsdóttir Ragna Hreinsdóttir Sigrún M. Guðmundsdóttir Skafti Baldur Baldursson Sólveig Anna Gunnarsdóttir Sunneva Pétursdóttir Vignir Aðalgeirsson Þuríður Björnsdóttir 40 ára Chamlong Duangkaeo Jaruwat Singsawat Jóhannes Ásgeir Eiríksson Justyna Marta Krasowska Karl Björgvin Sveinsson Kristján Ingi Arnarsson Lance Pekonmaki Ólafur Ármann Óskarsson Sigurjón Gunnlaugsson Steingrímur Hallgrímsson Torfi Arnarson Þorgerður Kjartansdóttir 30 ára Anna Bergljót Thorarensen Auðunn Freyr Kristjánsson Berglind Júlíusdóttir Bjarki Þór Jónsson Einar Björgvinsson Frederieke Rusch Guðrún Sædís Harðardóttir Helgi Már Þorsteinsson Hrólfur Örn Böðvarsson Jurgita Subonyte Lilja Ósk Marteinsdóttir Lucie Hosková Rattiyaporn Insorn Svava Dögg Magnúsdóttir Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Vigdís Lúðvíksdóttir 30 ára Lilja Björg er fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum. Hún starfar sem lögfræðingur hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Maki Gísli Geir Tómasson, f. 1980, vélvirki hjá Vinnslu- stöðinni. Börn Tómas Arnar Gísla- son, f. 2008. Foreldrar Þóra Hjördís Eg- ilsdóttir, f. 1953, skólaliði og Arngrímur Magnússon, f. 1950, rafvirki hjá Hitaveitu Suðurnesja. Lilja Björg Arngrímsdóttir 50 ára Olgeir Aðalsteinn er fæddur og uppalinn í Hafnarnesi í Hornafirði. Hann býr á Höfn í dag. Hann vinnur hjá Húsa- smiðjunni. Maki Ragna Pétursdóttir, f. 1969, vinnur hjá Heil- brigðisstofnuninni á Höfn. Börn Hjördís Edda, f. 1981, Elva Björk, f. 1989, Gunnar Örn, f. 1994. Foreldrar Jóhannes Arn- ljóts Sigurðsson og Edda Jónsdóttir. Olgeir Aðalsteinn Jóhannesson 40 ára Helga er Garðbæ- ingur. Hún starfar sem leiðsögumaður hjá Atl- antik og stefnir á ferða- málafræði í HÍ í haust. Maki Vilhjálmur Karl Giss- urarson, f. 1974, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands. Börn Gissur Karl, f. 1999, Ingibjörg Helga, f. 2003, Hrafndís Veiga, f. 2010. Foreldrar Tómas Agnar Tómasson, f. 1939, og Þórunn Árnadóttir, f. 1941, d. 2011, ljósmóðir. Helga Brynja Tómasdóttir Til hamingju með daginn Frábær viðbót á grillið Grillbrauð frá Reyni bakara Kalt með ostum, grískri ídýfu, ólífum, pylsum, hummus, tapernade Sem forréttur meðan beðið er eftir grillinu Hitað á grillinu með steikinni eða fiskinum Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.