Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það var fyrir áramót sem égtalaði um að við þyrftumtvo lögfræðinga til við-bótar, nú þurfum við þrjá eða fjóra,“ segir Kristín Völund- ardóttir, forstjóri Útlendingastofn- unar, sem bíður eftir aukafjárveit- ingu til að bæta við starfsfólki til að vinna úr hælisumsóknum. Þegar hafa 37 einstaklingar sótt um hæli á Íslandi á árinu, en voru 22 á sama tíma í fyrra, og segir Kristín að það stefni í að umsóknir verði orðnar um eða yfir hundrað í árslok. Mannekla geri það að verkum að málin hrann- ast upp og segir Kristín fátt benda til annars en að umsóknum muni fjölga með hverju árinu sem líður. Útlendingastofnun bárust alls 76 hælisumsóknir í fyrra en af þeim hefur ein verið samþykkt, 22 eru í efnismeðferð en 15 tilfelli, þar sem umsóknir voru afgreiddar á grund- velli Dyflinnarreglugerðarinnar, hafa verið kærð til innanríkisráðu- neytisins. Kristín segir að áhersla hafi verið lögð á að klára Dyflinn- armálin, sem snúa að umsækjendum sem þegar hafa sótt um hæli annars staðar, en nú verði hafin vinna við þau mál sem bíða efnismeðferðar. Fjóra lögfræðinga í viðbót „Ég er með tvo lögfræðinga í þessum málun, einn sem sinnir Dyfl- innarmálunum og annan sem sinnir efnismeðferðarmálunum, og þetta er bara ekki að ganga upp, það er ósköp einfalt,“ segir Kristín; emb- ættið, sem var úthlutað 170,8 millj- ónum í fjárlögum 2012, hafi ekki burði til að sinna umsóknafjöld- anum. „Ég tel að stofnunin þurfi 30 milljónir til viðbótar og við erum að tala um varanlegar ráðningar,“ segir Kristín en hún metur ástandið þann- ig að stofnunin þurfi að ráða fjóra lögfræðinga til viðbótar til þess að vinna upp eldri umsóknir og þær sem berast á þessu ári. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rún- arssonar um hælisleitendur frá 13. júní síðastliðnum, kemur fram að í árslok 2009 hafði Útlendingastofnun 14 umsóknir til meðferðar, 22 í árs- lok 2010 og 44 í árslok 2011. Þar kemur einnig fram að beinn kostn- aður af umönnun eins hælisleitanda í eitt ár nemi um 2,6 milljónum króna og að lögfræðingur hjá Útlend- ingastofnun, sem sinnir eingöngu af- greiðslu hælisumsókna sem eru til efnismeðferðar, geti afgreitt tvö mál í mánuði, eða 24 á ári, sé ekki tekið tillit til sumarfría. Fá svar um fjármagn í ágúst Þá segir í svari ráðherra að Út- lendingastofnun þyrfti að hafa fimm lögfræðinga að störfum við úr- vinnslu, til að geta afgreitt allar hæl- isumsóknir á innan við sex mán- uðum, „að því gefnu að búið væri að ljúka þeim málum sem nú bíða nið- urstöðu og að fjöldi hælisumsókna aukist ekki frá því sem nú er“. Kristín segir að eins og er taki efnismeðferð mála eitt ár eða lengur en afgreiðsla Dyflinnarmála, sem ætti að vera hægt að afgreiða á tveimur mánuðum, 5-8 mánuði. Inn- anríkisráðuneytið hefur farið fram á það við fjármálaráðherra að í fjár- aukalögum verði gert ráð fyrir fjármagni til að ráða tvo lög- fræðinga til Útlendingastofn- unnar, á þeim forsendum að það myndi skila sér í styttri af- greiðslutíma og minni kostnaði vegna umönnunar hælisleit- enda. Niðurstaða mun hins vegar ekki liggja fyrir fyrr en í ágúst en á meðan lengist málalisti Út- lendingastofnunar, segir Kristín. Vantar 30 milljónir til að afgreiða umsóknir Morgunblaðið/Billi Hæli Kristín segir ólíklegt að gjörningur mannanna sem földu sig um borð í vél Icelandair muni hafa áhrif á afgreiðslu hælisumsókna þeirra. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosningabar-áttan í Bandaríkjunum er smám saman að ná flugi þó að óvíst sé að það verði mikið háflug þegar horft er til þess að oft hefur gustað meira um frambjóðendur en þá tvo sem nú berjast um Hvíta húsið. En þó að kostirnir hafi stundum verið áhugaverðari fer ekki hjá því að frambjóðendurnir, eða í það minnsta ráðgjafar þeirra, skilji hvað það er sem almenn- ingur hefur áhuga á. Eitt af því er að fá að halda sem mestu af tekjum sínum eftir og greiða sem minnst til ríkisins. Þetta er mjög skiljan- leg afstaða kjósenda og ein- skorðast ekki við Bandaríkin. Barack Obama telur að af- staðan til skatta geti ráðið því hvort hann eða Mitt Romney verðaur með lykilinn að for- setabústaðnum eftir kosning- ar. Þess vegna lét hann það fréttast um helgina að hann hygðist í vikunni kynna áform sín um að framlengja tekju- skattslækkun forvera síns, George Bush, um eitt ár til við- bótar. Þessi skattalækkun er ekki ætluð þeim sem eru í hæsta tekjuþrepinu, þannig að hennar njóta aðeins millitekjuhópar og þeir sem lægri laun hafa. Obama telur að það séu þeir sem hafa jafnvirði minna en 2,7 milljóna króna í laun á mánuði. Nú bregður sennilega ein- hverjum við sem eru vanir skattkerfinu sem vinstri stjórn Steingríms og Jóhönnu hefur komið á laggirnar því að hér færast launamenn í hæsta þrep þegar þeir ná 700 þúsund krónum á mánuði, eða fjórð- ungi þess sem miðað er við í Bandaríkjunum. Þar við bætist að skatthlutfallið í efsta skatt- þrepinu hér er mun hærra en þar. Obama, sem talinn er til vinstri í stjórnmálum vestra, er þeirrar skoðunar að há- tekjuþrepið eigi að vera fjór- falt hærra og með mun lægra hlutfalli en vinstri stjórnin ís- lenska álítur sanngjarnt. Get- ur verið að íslensku vinstri mennirnir sé á villigötum? Viðhorf til skatta eru ólík í Bandaríkj- unum og á Íslandi} Hátekjuskattur hér og þar Borgarstjórn-armeiri-hluti Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar er óvenjulegt eintak sveitarstjórnenda. Hann hefur aðeins sýnt „rögg- semi“ þegar hann þarf að koma í veg fyrir að boðskapur um kristin gildi nái eyrum borg- arbarna eða þegar þurfti að tryggja að borgarbúar tylltu tunnum sínum niður ekki fjær en 15 metra frá öskubílnum. Engin skýring var gefin á hinni nýhelgu tölu. Borgarfulltrúarnir eru 15 og er vissulega hugsanlegt að fjarlægðin á milli tunnu og bíls hafi verið miðuð við að verða ekki meiri en sem svaraði ein- um metra á hvern borgar- fulltrúa. Borgin drabbast niður undir stjórn þessa meirihluta svo stór sér á. Og þegar borgar- búar furða sig á umhirðunni á grænum svæðum firrtist sam- fylkingarþingmaðurinn Mörð- ur Árnason yfir því og hefur allt á hornum sér. Þingmað- urinn virðist þeirrar skoðunar að borgaryfirvöld láti illgresið, njólann og þistlana vaxa úr sér til að hlúa að fortíðarþrá mið- aldra borgarbúa, en ekki vegna aumingjadóms, hirðu- og stjórnleysis. Á sama tíma og Mörður talar máli njóla, þistla og ill- gresis birtir DFS, Fréttablað Suður- lands, frásögn með myndum frá Gadd- staðaflötum eftir útihátíð þar. Eru það ókræsilegar myndir og dapurlegur vitnisburður um skammarlega umgengni. Há- tíðahöldin þar virðist eiga sitt- hvað sameiginlegt með meiri- hluta borgarstjórnar í Reykjavík annað en umgengn- ina. Samkoman var kölluð „Besta hátíðin“ vafalítið af sömu hógværð og „Besti flokk- urinn“, flokkur Gnarrs. Aug- ljóst er að yfirvöld á Hellu eiga mikið verk fyrir höndum næstu daga. Þá er ekki gert ráð fyrir því að þau fylgi for- dæmi höfuðborgarinnar og láti viðbjóðinn vera, svo sem eins og minnisvarða um æskutíð ársins 2012. En rétt er að benda á að það gæti verið gust- uk að gefa Merði Árnasyni, þótt utanhéraðs þingmaður sé, færi á að komast á svæðið áður en óþverrinn eftir „Bestu há- tíðina“ er fjarlægður, svo þing- maðurinn geti drukkið í sig ilminn frá æskuárunum og þeim unaði sem honum fylgdi stundum en auðvitað aðeins við „bestu“ aðstæður. Það blöskrar ekki öllum forkastanlegt hirðuleysi borgar- yfirvalda á opnum svæðum} Þingmaður þistla og njóla Þ egar fjölskyldan ók austur Flóann mátti á austurhimni sjá flóka skýja, sem hvert var með sínum svip. Eitt þeirra var þó sýnu sérstæðast, lóð- rétt og steig hátt til himins. Stað- næmst var við Skeiðavegamót til að virða fyrir sér öskugráan hnoðrann sem bólgnaði út og stækkaði með hverri mínútu. Alþekkt er í sál- arfræði að í örlagaþrungnum aðstæðum tekur hjartað gjarnan aukaslög jafnframt því sem hugsun fólks verður ofurlítið bjöguð. Að minnsta kosti þurftum við sekúndur til að átta okkar á atburðarás og áhrifamætti þeirrar stundar, að verða vitni að upphafi Heklugoss. Þennan dag, 17. ágúst 1980, var för heitið austur á Rangárvelli og þar inn á heiðar þar sem heita Rauðnefsstaðir og Þorleifsstaðir. Þar var lengi byggð sem lagðist af í Heklugosi sem hófst síðla vetrar 1947. Möttull svartrar ösku lagðist þá yfir þessa afdalabyggð svo búskap var sjálfhætt. Rústir húsa stóðu og standa að nokkru enn og fyrir vikið var heimsókn þangað spennandi, því eyðibyggðir eru í eðli sínu alltaf leyndardómsfullar og hafa orðið mörgum að yrkisefni í máli og mynd. Ágústgosið 1980 breytti fyrirætlunum fjölskyldu í sunnudagsbíltúr. Í stað þess að fara austur á bóginn lá leiðin að Gaukshöfða í Þjórsárdal, þar sem við fylgd- umst með ótrúlegu og hliðstæðulausu sjónarspili nátt- úrunnar. Myndir frá þessum degi eru enn í hugskoti; fátt hefur orkað jafn sterkt á mig og þegar ég fylgdist níu ára gamall með þessum ótrúlegu nátt- úruhamförum. Að ná ekki settu marki eða hverfa frá hálfn- uðu verki er alltaf frekar leiðinlegt. Því hefur síðustu tuttugu árin eða svo leitað á mig mjög stíft að rétt væri að ljúka ferðalaginu sem hófst 1980. Góðar fyrirætlanir hafa þó að engu orðið, þar til um helgina að málið tók nýja stefnu. Á flakki um Rangárvallasýslu þræddi ég sem oft áður sveitavegi þvers og kruss, fór um Fljóts- hlíð og skyndilega og nánast óvænt var ég kominn að slóðanum sem liggur að eyðibýl- unum tveimur. Jú, þarna var tækifærið komið og nú skyldi látið arka að auðnu. Af greiðfærum vegi eru fimm til tíu kíló- metrar að eyðibýlunum tveimur. Þetta er auð- vitað voðalegt hnoð, ekið um niðurgrafna braut þar sem grjótið skrapaði stundum botninn á bílnum. Brekkur voru teknar með ágjöf og stundum þurfti að víkja út í kant og keyra upp úr hjólförunum svo ná mætti á slóðir þeirra Þorleifs og Rauðnefs. Með lagni og þolinmæði hafðist þetta þó og það var einstaklega gaman og fróðlegt sjá rústir bæja, hlaðna garða og fleiri minjar um mannlíf í veröld sem var. Að skoða staðinn gaf mér nýja tilfinningu fyrir því sem ég hafði áður aðeins lesið um. Og nú er ég kominn heim og hringnum lokað. Er kominn úr lengsta leiðangri lífs míns sem tók alls 32 ár. Og þó hef ég í millitíðinni farið um landið allt og veröld víða. Já, til- vera okkar er undarlegt ferðalag og gos í Heklu alltaf yf- irvofandi. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Lengsta ferðalag lífs míns STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þegar einstaklingar sækja um hæli á Íslandi eru tekin af þeim fingraför til að kanna hvort þeir hafi áður sótt um hæli í öðru ríki. Komi það í ljós, ber skv. Dyfl- innar-reglugerðinni að vísa mál- inu til viðkomandi ríkis en sé mál þeirra hvergi á skrá er umsóknin tekin til efnismeðferðar. Kristín segir ljóst að til þess að ferðast milli landa þurfi fólk að framvísa skilríkjum en al- gengt sé að áður en fólk sæki um hæli, feli það eða eyðileggi skil- ríkin. Hún segir að ekki sé hægt að merkja að fleiri hælisleit- endur komi frá ein- hverju einu landi en öðru en hjá ákveðnum fjölda þeirra, sem einfald- lega hverfa héðan aftur, sé Ísland að- eins viðkomustaður á leiðinni eitthvað annað, t.d. til Bandaríkjanna eða Kanada. Hafa viðkomu á Íslandi HÆLISLEITENDUR Kristín Völundardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.