Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Flokkur Mahmouds Jibrils, fyrrverandi forsætis- ráðherra bráðabirgðastjórnar Líbíu, virðist hafa unnið afgerandi sigur í þingkosningunum sem fóru fram í landinu á laugardag samkvæmt fyrstu töl- um sem birtar hafa verið. Flokkum íslamista, Rétt- læti og uppbygging og Al-Watan, gekk hins vegar ekki eins vel og spáð hafði verið. Samband þjóðfylkinga, flokkur Jibrils, fékk af- gerandi meirihluta atkvæða víða um land. Svo virðist sem hann hafi fengið um 80 prósent í höf- uðborginni Trípolí og um 60 prósent í Benghazi þar sem höfuðstöðvar bráðabrigðastjórnarinnar NTC voru meðan á uppreisninni gegn Múammar Gaddafi stóð. Ekki er búist við að endanleg úrslit kosninganna liggi fyrir fyrr en undir lok þessarar viku. Jibril bíð- ur sá vandi þegar hann tekur aftur við stjórn- artaumunum að friða sambandsstjórnarsinna í aust- urhluta landsins en þeir felldu tvo og kveiktu í kjörseðlum á nokkrum kjörstöðum á laugardag. Þeir krefjast stærra hlutfalls þingsæta sér til handa. Flokkur Jibrils er talinn hófsamur enda þótt stefna hans, eins og annarra líbískra stjórn- málaflokka, sé sú að lög landsins eigi að byggjast að grunni til á sjaríalögum múslíma. Jibril lýsti því yfir á sunnudagskvöld að hann væri reiðubúinn að vinna með öllum stjórnmálaflokkum í samsteypustjórn. Jibril vinnur öruggan sigur  Minni stuðningur við flokka íslamista í líbísku þingkosningunum en spáð var  Opnar á möguleikann á breiðri samsteypustjórn margra stjórnmálaflokka AFP Sigur Mahmoud Jibril, leiðtogi Sambands þjóð- fylkinga, ræðir við fjölmiðla í Trípolí. Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna sem birtar eru í vís- indatímaritinu Science benda til þess að sú full- yrðing vísinda- manna NASA að þeir hefðu fundið nýja gerð lífveru sem gæti þrifist á arseniki eigi ekki við rök að styðjast. Það var árið 2010 sem vísinda- mennirnir héldu því fram að þeir hefðu fundið bakteríu í stöðuvatni í Kaliforníu sem hefði skipt fosfór út fyrir arsenik en fyrrnefnda efnið er eitt af sex undirstöðuefnum alls lífs á jörðinni. Arsenik svipar til fosfórs en er baneitrað. Tvær sjálfstæðar rannsóknir hafa nú leitt í ljós að GFAJ-1-bakterían hafði ekki náð að skipta fosfór að öllu leyti út fyrir arsenik til að lifa af. Því lýsa rannsakendurnir bakt- eríunni sem jaðarlífveru sem þrífst í arsenikríku umhverfi og sé líklega sérstaklega góð í að safna fosfór við erfiðar aðstæður. Hún sé hins vegar ekki ný lífverugerð. kjartan@mbl.is Ekki um nýja gerð lífs að ræða Baktería Smásjár- mynd af GFAJ-1.  Afsanna fullyrðingar vísindamanna NASA Fögnuður stúlku sem hélt upp á 25 ára afmæli sitt aðfaranótt sunnu- dags í Detroit í Bandaríkjunum end- aði með vofveiflegum hætti. Stúlkan var í útisamkvæmi þegar hún faðm- aði lögreglumann á frívakt aftan frá en við það hljóp skot úr byssu hans sem hann var með í slíðri. Kúlan fór í gegnum lungu stúlk- unnar og hæfði hana í hjartastað. Hún lést síðar á sjúkrahúsi. Að sögn lögreglu mun lögreglumaðurinn sem átti byssuna sinna skrifstofustörfum þar til rannsókn á málinu verður lok- ið og skýrslu hefur verið skilað til saksóknara. kjartan@mbl.is Skot hljóp af við faðmlag Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Búrma, sótti sinn fyrsta þingfund í neðri deild þingsins í Naypyidaw í gær. Um sögulegan áfanga er að ræða í baráttu hennar fyrir lýðræði í landinu hefur um ára- tugaskeið verið undir stjórn hersins. „Ég mun reyna mitt besta fyrir landið,“ sagði Suu Kyi við frétta- menn þegar hún mætti til þingstarfa í fyrsta sinn ásamt 36 öðrum fulltrú- um Þjóðarbandalags hennar um lýð- ræði, NLD. Flokkurinn vann góðan sigur í aukakosningum sem fóru fram í landinu í apríl. Fyrsti þingfundur Suu Kyi átti að vera í síðustu viku en hún frestaði því að hefja störf til að safna kröftum eftir ferðalag til Evrópu og til að ræða við fólk í kjördæmi sínu. Enginn sérstakur viðbúnaður var vegna komu Suu Kyi sem sat og hlýddi á aðra þingmenn taka þátt í umræðum. Þegar hún var spurð í lok dags hvort hún hefði notið þingfund- arins svaraði hún: „Vinna er vinna.“ AFP Þingfundur Friðarverðlaunahafi Nóbels, Aung San Suu Kyi, í fyrsta skipti í sæti sínu í neðri deild Búrmaþings í Naypyidaw í gær. Söguleg stund fyrir lýðræði í Búrma Særðir liðsmenn suður-súdanska frelsishersins ganga í takt í skrúð- göngu í höfuðborginni, Juba, í til- efni af því að eitt ár er nú liðið frá því að Suður-Súdan lýsti yfir sjálf- stæði sínu frá Súdan. Þetta fyrsta ár sjálfstæðis hefur reynst íbúum Suður-Súdans, sem er eitt fátækasta ríki heims, þungt í skauti en það hefur verið litað af bæði innri átökum og skærum við landamærin að Súdan. AFP Fagna eins árs sjálfstæðisafmæli Suður-Súdans Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.