Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Nýlega hefur verið skammarlega lítil um- fjöllun um mál móður sem var neydd til þess að flýja danskan barnsföður sinn, sem hún deilir forræði með yfir börnum þeirra þremur. Ástæða þess er líkamlegt og and- legt ofbeldi mannsins í garð barna sinna. Of- beldi sem danskt rétt- arkerfi hundsaði greinilega þegar forræðinu var deilt. Ofbeldi sem ís- lensk barnaverndarnefnd og lög- gæsla hundsar þegar afstaða er tek- in með manninum. Ofbeldi sem við sem þjóð hundsum þegar við leyfum manninum, dönsku réttarkerfi og íslenskri barnavernd og löggæslu og komast upp með framgang sem þennan. Það getur ekki talist eðlilegt að átta löggæslubifreiðir, sjö bílar og mótorhjól, komi saman að taka börn grátandi af móður sinni meðan aðstandendum kon- unnar er haldið frá. Það getur ekki talist eðlilegt að íslensk lög- gæsla og íslensk barnavernd lúti þess- um dómsúrskurði án þess að, að því er virð- ist, huga nokkuð að réttmæti hans. Ég geri mér grein fyrir því að samskipti milli vinaþjóða geta verið flókin og eflaust þá sér- staklega í dómsmálum sem snúa að forræði barna, en það er ekki rétt að velja góð samskipti (og viðskiptin sem fylgja þeim) fram yfir þrjú ung líf. Það getur ekki verið rétt. Rétt hefði verið að átta löggæslu- bifreiðir hefðu komið í Leifsstöð og meinað manninum inngöngu í land- ið. Rétt hefði verið að hópur al- mennra borgara hefði komið saman og staðið vörð um börnin. Rétt hefði verið að land og þjóð hefði komið saman og bannað manninum að sjá börnin þangað til réttlátur og hlut- laus dómur hefði skorið úr um hæfi beggja foreldra og dæmt forræði. Rétt hefði verið að enginn efi væri á því að mannréttinda þriggja ungra lífa væri gætt áður en þau voru send út fyrir landsteinana. Ég sendi móður og aðstandendum barnanna hlýjan hug og bar- áttukveðjur. Af mannslífum og millilandasamskiptum Eftir Stefán Ingvar Vigfússon » Það getur ekki talist eðlilegt að átta lög- gæslubifreiðir, sjö bílar og mótorhjól, komi sam- an að taka börn grát- andi af móður sinni meðan aðstandendum konunnar er haldið frá. Stefán Ingvar Vigfússon Höfundur er úthringimaður og framhaldsskólanemi. Það þykja tíðindi þegar 100 tónlist- armenn og á að giska 450 áhorfendur og hlustendur fylla stórt íþróttahús í 1.300 manna bæ. Staðurinn er Siglufjörður og til- efnið er flutningur á óperunni um kvenna- flagarann og mann- kertið Don Giovanni eftir Wolfgang Ama- deus Mozart sem lokahnykkur á vel heppnaðri Þjóðlagahátíð. Hún var yfirstaðin í þrettánda sinnið á sunnudaginn var enn og aftur und- ir listrænni stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Flutningur ópera í heild er sjaldgæfur atburður utan Reykjavíkur en mörg okkar muna slíkt úr Skagafirði, austan af landi og á Akureyri. Það sást og heyrðist enda af viðtökum gest- anna þennan regn- þrungna dag. Þeir stóðu allir sem einn á fætur og klöppuðu lengi. Flytjendurnir voru flestir fremur ungir að árum. Einsöngvararnir eru flestir í námi, margir erlendis, Há- skólakórinn var lifandi léttur og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins sem fullmönnuð sinfóníugrúppa. Gunnsteinn hélt á tónsprotanum og leiddi þessa löngu og tiltölulega krefjandi óperu en Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari leik- stýrði og þjálfaði með píanóleik- aranum Guðríði St. Sigurðardóttur. Bjarni Thor var líka skemmtilegur sögumaður og söng föðurhlutverkið í verkinu af miklum myndugleika. Í heild var flutningurinn fagmann- legur og þrunginn sönggleði og hljómsveitin lék af smekkvísi. Með litlum sem engum leikmunum tókst að skapa létta og ánægjulega stemningu þrátt fyrir erfiða heyrn í þessum stóra límtrés- og járngeymi sem íþróttahúsið er. Óperan Don Giovanni Mozarts er fyndin á köflum en líka tragísk og endirinn þar sem flagarinn fær makleg málagjöld í faðmi vofu föð- urins sem hann myrti hefur verið endurtekinn þúsund sinnum sem stórdramatískt og ógnandi tónlist- aratriði um allan heim. Með þessu og hverju athyglisverðu atriðinu eftir annað, námskeiðum, vinnustof- um og tónleikum síðan árið 2000, hefur Þjóðlagahátíðin fest kirfilega í sessi sem til dæmis má sjá af ótal fastagestum ár eftir ár. Hún og margt fleira, þar með talin lang- þráð jarðgöng, hafa komið gamla Siglufirði vel á kortið að nýju. Þeg- ar mikið af fréttum af hátíðum og samkomum um allt land snýst um fíkniefni, glæpi og slys er gott að eiga skjól í viðburðum á borð við þessa siglfirsku hátíð. Umfjöllun um hana vantaði að mestu í fjöl- miðlunum, hvað þá þennan óp- eruflutning. Syngjandi flagari og fleira fólk Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Vel heppnaðri Þjóð- lagahátíð lauk með flutningi á óperunni Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart fyrir fullu húsi. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er náttúrufræðingur og er áhugamaður um tónlist. Í þeim deilum sem eru um arð af fisk- veiðum við Ísland og umræðum um skiptingu arðs þá er rétt að benda á að Ísland gæti átt rétt á stærri fiski- miðum. Hvað verður gert við ný og stærri fiskimið sem koma undan ísnum fyrir norð- an okkur þegar hann bráðnar? Kemur þá ekki fiskur handa okk- ur undan ísnum sem bráðnar? Hver fær hann? Lengi var talað um niðurstöðu dóms „Haag-dómsins“ fyrir stríð. Þá létu Danir og Norðmenn dæma í Haag um hvor þessara aðila ætti um- ráð á svæðum á Norðaustur- Græn- landi sem deilt var um. Dönum var dæmt Grænand allt. Sjá mátti eitt kvöldið í sjónvarpinu myndir af dönskum „landamæravörðum“ á hundasleðum uppi í norðausturhorni Grænlands. Danir ætla að passa sitt vel. Á þessum árum fram að stríðinu 1939-1945 vorum við með sameig- inleg landamæri með Dönum svo illa var haldið á hlut okkar í átt til Noregs og í norður. Mátti vera betra. Núna koma þessi vandamál fram í sambandi við makríl. Er þetta það sem koma skal? Menn í Evrópu vilja ekki sætta sig við það, að þessi fiskur syndi hingað og veiðist hér. Við eig- um okkar part með fullum rétti. Veiðist hér. Er þetta byrjun á stærri og nýjum deilum. Ísland vill norður og stærri part með fullum rétti. LÚÐVÍK GIZURARSON hæstaréttarlögmaður. Ný og stærri fiskimið Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Bréf til blaðsins Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.