Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 23
sinni vorum við ungar og hressar konur og gerðum margt skemmtilegt. Við vorum í sauma- klúbbi og hittumst hálfsmánaðar- lega hver hjá annarri yfir vetur- inn. Að ógleymdum hvernum á Flúðum þar sem við þvoðum þvottinn okkar. Þá voru ekki bílar á hverjum bæ. Við komum með hestvagni en þegar árin liðu var farið að koma á traktorum og bílum að hvernum. Þetta gerðist allt í okkar tíð. Alltaf var glað- værð yfir, þó stundum væri þröngt á þingi. Svo ef sást til ein- hvers á hestvagni þá var sagt með góðlátlegri glettni: „Þarna koma einhverjir fátæklingar!“ Allt var þetta með alúðlegum tón og andrúmsloftið notalegt. Svo má ég ekki gleyma að við Ásta heimsóttum hvor aðra í nokkra vetur. Þá var það þannig að þær á Seljunum komu til okk- ar í Langholtshverfinu. Svo fór- um við til þeirra árið eftir. Í fyrst- unni komu þær Ása, Fjóla og Ásta gangandi yfir mýrina þó það væri dálítill spölur. Þær komu í miðdegismat í Kotið mitt, svo fór- um við í kaffi til Laufeyjar í Ása- túni og kvöldmat til Siggu í Lang- holti. Ábyggilega fengum við líka kvöldkaffi áður en heim var hald- ið. Við komum ekki heim fyrr en búið var að mjólka og svæfa börnin. Þessi góða samvera gerði lífið svo mikilsvert. Og í minning- unni er þessi samvera ótrúlega merkileg að mér finnst núna. Ásta var alltaf með glens og gamanyrði á vör. Þegar hún var hætt að nenna í saumaklúbb á kvöldin spurði dóttir mín hvernig við eiginlega gætum haldið saumaklúbb þegar Ásta væri ekki. Henni fannst ótrúlegt að það væri hægt. Svo man ég líka þegar við fórum með börnin okk- ar í lespróf að Flúðum og mætt- um Ástu í brekkunni að skólan- um. Þá segir Ásta þegar hún sér okkur: „Þarna koma einlemburn- ar!“ Ásta átti nefnilega tvíbura. Svona var Ásta alveg fram á síð- ustu ár en hún varð 101 árs í vor. Veit ég að konunum sem starfa á Blesastöðum þótti vænt um Ástu og vildu að hún fengi að deyja hjá þeim. Kæra Ásta. Hafðu bestu þakk- ir fyrir liðna tíð. Svo kúrum við saman í kirkjugarðinum í Hruna. Það verður notalegt. Katrín. Nú er lokið langri ævi, sem var gæfurík og góð. Þú varst alltaf til staðar, hæglát og ljúf með létta lund og húmorinn í bland. Gerðir gott úr öllu. Minningarnar eru dýrmætar perlur í hjörtum okk- ar. Að kveðjustundu hefur klukkan tifað og kyrrlát nóttin, hulið stjörnusýn. Af djúpum harmi, klökkvi, brjóstum bifað, í bliki af tári, speglast ást til þín. En vör sem titrar, bæn og tregi hljóður og tóm er kallar orðalaust til þín. Er eftirsjá, í mildi blíðrar móður, af minningum sem berast ótt til mín. Hver mynd er ljóð, um yl frá móður barmi, hvert munabrot, er óður kærleikans. Og andvarp hljótt og angurdögg á hvarmi er endurkast af skini græðarans. Í bergmálinu, magnast mjúkur kliður með silfurstrengjum óma verkin þín. Og ástúð þinni, kveðast hljómakviður. Hvíldu í friði, elsku mamma mín! (Höf. Jóhann Jóhannsson) Bestu þakkir til Hildar og starfsfólksins á Blesastöðum fyr- ir hlýhug, ástúð og umhyggju síð- ustu 7 ára. Guðs blessun fylgi ykkur og heimilinu alla tíð. Veri móðir okkar kært kvödd og Guði falin. Jóhanna S. Daníelsdóttir (Hanna Sigga), Ástríður G. Daníelsdóttir (Ásta Guðný), Ásdís Daníelsdóttir (Dísa), Helgi E. Daníelsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Látin er í hárri elli í Reykja- vík malaradóttirin frá Strömsbro í Svíþjóð, tengdamóðir mín Est- er Júlíusson. Útförina ber upp á sama mán- aðardag og hún steig fyrst fæti á Íslandi fyrir 67 árum, 9. júlí 1945. Þá kom hún ásamt manni sínum Friðjóni Júlíussyni, ný- bökuðum búfræðingi, og ársgam- alli dóttur þeirra með Esjunni frá Gautaborg í fyrstu skipsferð sem féll eftir stríð. Í ferðinni var fjöldi Íslendinga sem hafði verið tepptur á meg- inlandi Evrópu árum saman vegna styrjaldarinnar. Enn var áhættusamt að sigla m.a. vegna tundurdufla en föðurtúnin drógu menn til sín og það var óttanum yfirsterkara. Um borð voru 300 farþegar, þar af margir náms- menn, þótt leyfilegur fjöldi væri aðeins 150. Einn farþeganna var Jóhann Svarfdælingur risi, sem tengdamóðir mín minntist oft með mikilli hlýju. Þegar veður ýfðust í hafi og skipið tók að velta urðu hjónakornin Ester í káetu en Friðjón í lest svo illa haldin af sjóveiki að þeim voru allar bjargir bannaðar. Þá tók Jóhann að sér frumburðinn, síð- ar konu mína, og bar á höndum sér enda vanur að stíga ölduna. Fyrir það var Ester honum alla tíð þakklát þótt kunningsskapur- inn stæði hvorki fyrir né eftir að þau velktust saman yfir hafið. Ester átti glaða barnæsku við leik og störf með systkinum sín- um í foreldrahúsum. Faðir henn- ar var áður kornmyllueigandi en aðstoðaði nú konu sína við að reka bakarí í fögru og gróður- ríku umhverfi Strömsbro. Tré og blóm voru Ester lífsnauðsyn. Hún var blómakona. Eina skugg- ann sem bar á æskuna var skyndilegt fráfall móður hennar fyrir aldur fram og óregla föð- urins sem Ester sá þó ekki sólina fyrir og Svíþjóð var ævinlega hennar land. Ung kona lauk hún prófi frá verslunarskóla og var bankamær þegar hún kynntist manninum sem hreif hana með sér á norðurslóðir. Oft hafði Est- er orð á því að það væri hreint undur hvernig Ísland hefði tekið gróðurfarslegum stakkaskiptum frá því að hún sá það fyrst. Og svo mikið er víst að landið kvaddi hana með sínu breiðasta og gróskumesta brosi. Fagurbókmenntir voru henni mikilvægar enda fædd í landi Selmu Lagerlöf og Strindbergs og hún var alltaf með nokkrar bækur í takinu. Meðan hún gekk með sitt fyrsta barn í Svíþjóð las hún Skálholt eftir Guðmund Kamban og ákvað að skíra það Ragnheiði eftir biskupsdóttur. Á Íslandi mat hún Halldór Laxness mest rithöfunda. Ester hafði fölskvalaust yndi af sígildri tónlist og vafalaust hefur fiðluleikur föður hennar á æskuheimilinu haft þar áhrif þótt hún iðkaði ekki hljóðfæra- leik sjálf. Óperusöngvarinn Jussi Björling var þeirra átrúnaðar- goð. Hún átti gott plötuúrval og lagði mikið upp úr vönduðum hljómflutningstækjum til að tón- listin nyti sín sem best. Samt stundaði hún ekki sinfóníutón- leika. Ein af mínum dýrmætustu minningum er engu að síður um Ester I. Júlíusson ✝ Ester I. Júl-íusson, fædd Norström, fæddist í Altuna í Svíþjóð 31. mars 1920. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 29. júní 2012. Útför Esterar fór fram frá Kópa- vogskirkju 9. júlí 2012. hljómleika sem Est- er bauð mér á í Há- skólabíó. Það voru jazztónleikar Cleo Laine og John Dankworth á listahátíð 1974. Við skemmtum okkur konunglega. Ég kveð tengdamóður mína glöðum og þakklátum hug. Hún sáði til bjartr- ar göngu sinnar á Guðs vegum. Sigurþór Aðalsteinsson. Amma Ester bar tilfinningar sínar ekki á torg og minning- argreinar vildi hún engar um sig; engan hégóma. Með þessum skrifum er ég því meðvitað að ganga gegn vilja hennar. En það geri ég í ljósi þess að hún þröngvaði aldrei vilja sínum upp á nokkurn mann og vissi eins og allar lífsreyndar manneskjur; að svo fer sem vill. Það er einmitt með þetta umburðarlyndi; þessa auðmýkt í huga sem ég minnist ömmu minnar. Hún var konan sem kyndir ofninn í ljóði Davíðs Stefánssonar, kveðskap sem sameinar minningu alls þess kærleiksríka og fórnfúsa fólks sem staldrar við á jörðinni til að gera lífið aðeins bærilegra fyrir alla hina. Ekki svo að skilja að Ester hafi ekki átt sér önnur hugðarefni því það átti hún sann- arlega, svo hrifnæm á heimsins listir sem hún var. Það mátti greina í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur, hversu lítilfjörlegt sem það virtist vera. Til dæmis gekk hún ekki í verslunarskóla og bókhaldsstörf af viðskiptaleg- um áhuga heldur vegna þess að hún hafði sérstaka unun af því að handskrifa tölustafi, það var sem sagt fyrst og fremst af fagur- fræðilegum áhuga. Og ég held að þannig hafi hún gengið til allra sinna verka með fegurðina að leiðarljósi. „O, vad vackert!“ heyrði maður hana oft segja þótt samtölin færu annars fram á ís- lensku. Sennilega heyrði ég þessa setningu þó aldrei oftar en þegar ég gekk með henni um sænskt skóglendi í Svíþjóðarför okkar sumarið 1990. Þá stóð hún á sjötugu og leit á heimsóknina sem sína hinstu ættjarðarkveðju þótt það reyndist ekki vera. Sú taug var römm sem tengdi hana Svíþjóð jafnvel þótt fáir væru eftir af nákomnum ættingjum þar í landi. Enda ræktaði hún með afkomendum sínum á Ís- landi einhverjar djúpstæðar sænskar kenndir sem springa út í brjósti manns um leið og fæti er stigið í fyrsta skipti á sænska jörð; einskonar tilfinning um að vera kominn til fyrirheitna landsins. Þannig sáði hún fræj- um sínum að maður varð þess ekki var fyrr en upp sprettur blóm löngu síðar og maður segir ósjálfrátt: „O, vad vackert!“ Högni Sigurþórsson. Þú varst orðin svo veik undir það síðasta og ekki nema svipur hjá sjón. Sem betur fer bý ég að ótal dýrmætum minningum um þig og þá konu sem þú varst áður en hugur þinn varð ellinni að bráð. Á fyrsta ári mínu í mennta- skóla var svolítið gat á milli tíma hjá mér á miðvikudagsmorgnum. Í stað þess að húka uppi í skóla þennan tíma gekk ég yfir dimmt kirkjuholtið og heim til þín og það gerði ég hvern miðvikudags- morgun þá önnina. Ég sat þá við litla eldhúsborðið sem klætt var brúna eldhúsdúknum, drakk heimagerða rabarbarasaft og snæddi brauð með osti. Á meðan Rás 1 ómaði lágt í bakgrunninum spjölluðum við um daginn og veginn inni í þessu gamla og hlý- lega eldhúsi. Það eru stundir sem þessar sem ég mun muna og um leið minnast þess hversu óendanlega vænt mér þykir um þig. Ég verð ævinlega þakklát fyr- ir að hafa átt ömmu og fyrir- mynd sem þig. Og ég mun alltaf sakna þín og samverustunda okkar. Sara McMahon. Elsku fallega amma mín. Ég er glöð að þú hafir fengið friðinn sem þú þráðir svo heitt, ég sé þig sitja með systkinum þínum, sem þú varst alla tíð svo náin, í fallegum sænskum garði fullum af uppáhaldsblómunum þínum með körfu af kantarellu- sveppum og lingon-berjum. Þegar ég hugsa um þig, þá kemur upp í huga mér það fal- lega, hógværa, látlausa, hlýlega og ljúffenga sem náttúran og líf- ið bjóða upp á. Þú varst aldrei tilgerðarleg og þú varst lítið upptekin af útliti enda varstu svo falleg að þú þurftir aldrei að hafa fyrir því að farða þig. Þú hélst mikið í sænsku mat- arhefðirnar og bakaðir alltaf sænskar sortir, sænsk brauð og sænskar kökur enda komin af sænskum bakara. Það var æv- intýralegt að fylgjast með þér að baka bulla af svo mikilli ró og kúnst, enda er mér bakarofninn í Austurgerði 4 minnisstæður. Ég og Sara systir erum staðráðnar í að viðhalda sænskum matarsið- um, og erum þegar farnar að spreyta okkur á uppskriftum frá þér en vin- sælastar eru þó sænsku kjötboll- urnar þínar. Síðustu árin þín voru erfið og oft sveið mig í hjartað þegar ég heimsótti þig, en það var eins og þú færir tuttugu ár aftur í tím- ann þegar ég kom með litlu Hildigunni, barnabarnabarnið þitt, í heimsókn. Þá var eins og amma Ester sem ég man eftir kæmi aftur og ég er ekki frá því að þið Hildigunnur hafið þekkst úr öðru lífi, einhver óútskýranleg tenging var á milli ykkar sem erfitt var að ráða í. Hún fékk brúnu augun sín frá þér og þú hafðir alltaf orð á brúnu augun- um hennar, enda fékkstu oft þá spurningu, í Svíþjóð, hvaðan þú værir þar sem þú varst svo dökk yfirlitum með brún augu að þú gætir varla verið sænsk. Elsku amma Ester, ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu, þú varst vitur og hlý manneskja og kenndir mér ótal margt. Ég mun koma til með að halda áfram að njóta og læra af þinni einstöku lífsspeki í gegnum hana mömmu mína. Hvíl í friði, amma Ester. Rakel McMahon. HINSTA KVEÐJA Við leiðarlok þakka ég mömmu: Fyrir lífið sem hún gaf mér. Fyrir að ala á góðum lífsgildum og vandvirkni. Fyrir að opna augu mín fyrir hinu fagra. Fyrir ósérhlífni og dugnað. Fyrir að vera kærleiksrík og misskunnsöm. Fyrir fylgdina. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU VILHJÁLMSDÓTTUR. Erna Hallgrímsdóttir, Finnbogi Böðvarsson, Helga Hallgrímsdóttir, Konráð Beck, Herdís Hallgrímsdóttir, Sigurður Ólafsson, Pétur V. Hallgrímsson, Hafdís Ragnarsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN I. EYJÓLFSDÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. júlí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 11. júlí kl. 13.00. Karl Gunnarsson, Ingólfur Karlsson, Gerður Helga Jónsdóttir, Hulda Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Aðalbjörg Oddgeirsdóttir, Sólvöllum 4, áður til heimilis að Nýja-Kastala, Stokkseyri, lést laugardaginn 7. júlí að Dvalarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju fimmtudaginn 19. júlí kl. 14:00. Marta Bíbí Guðmundsdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Jens Arne Petersen, Ingibjörg Jónasdóttir, Bára Jónasdóttir, Sæmundur Guðmundsson, Helga Jónasdóttir, Elfar Guðni Þórðarson, Jenný Lára Jónasdóttir, Sigrún Anný Jónasdóttir, Björgvin Þór Steinsson, Geirný Ósk Geirsdóttir, Erik Stöhle, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞORKELSDÓTTIR, Kleppsvegi 62, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 30. júní. Útför hennar fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 15.00. Una Sigurðardóttir, Ólafur Gíslason, Sigfús Jón Sigurðsson, Ragnheiður Sæland Einarsdóttir, Zophanías Þorkell Sigurðsson, Guðrún Ívars, Alma Sigurðardóttir, Magnús Ægir Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN STEINN HALLDÓRSSON skipstjóri, Brúarholti 4, Ólafsvík, sem andaðist á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, miðvikudaginn 27. júní, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 13. júlí kl. 14.00. Hjördís E. Jónsdóttir, Guðlaugur H. Wium, Matthildur B. Jónsdóttir, Þorvaldur H. Einarsson, Kristrún Jónsdóttir, Vilhelm Þ. Árnason, Dröfn Jónsdóttir, Elías Hákonarson, Halldór F. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.