Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Staða sólarinnar í sólarkorti
sporðdrekans er þannig að athygli ann-
arra beinist ósjálfrátt að honum. Gott ráð
er að laga skilaboðin að viðtakandanum.
Vertu samt varkár.
20. apríl - 20. maí
Naut Það reynir á þig í samstarfi við
vinnufélagana. Kallaðu sem flesta út því
margar hendur vinna létt verk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það getur reynst erfitt að
bregðast rétt við þegar viðkvæm mál eru
borin upp. Einnig gæti rofað til í útgáfu-
málum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur verið nánast óstöðvandi
á liðnum misserum og dirfska þín út á við
hefur leitt til álags í sambandi við maka.
En hverjum kemur það svo sem á óvart?
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú færð stuðning við málstað þinn
úr óvæntri átt og má segja að hann skipti
sköpum fyrir þig. Vinnufélagar þínir eru
samstarfsfúsir og þú ert örugg/ur með
þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ræddu fjárhagsáætlanir og við-
skiptahugmyndir við félaga. Hafirðu eft-
irsjá geturðu aðeins kennt sjálfum þér um
svo það er ekki eftir neinu að bíða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti tíminn til þess að huga að
viðfangsefnum sem útheimta einbeitingu
og gáfur. Að skipta auðveldlega um gír
gæti gefið gull í mund.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Auður þinn mun vaxa á
næsta ári. Verkefni sem krefjast einbeit-
ingar og úthalds liggja vel fyrir þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt ekki eftir að sjá eftir
því að vinna á bak við tjöldin í dag.
Stundum er best að róa sig niður og láta
tímann líða.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Til að vera eins góður og þú
getur verið þarftu að íhuga nokkrar breyt-
ingar. Sýndu vinum þínum umbeðinn trún-
að.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú gætir komst að leyndarmáli
í trúnaðarsamtali. Vertu varkár og eyddu
ekki of miklu fé í skemmtanir og róm-
antík.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér finnst þinn innsti ásetningur
svo skrítinn að þú felur hann fyrir öðrum,
líka sjálfum þér. Sýndu fyrirhyggju í fjár-
málum því óvæntir atburðir geta gerst.
Hjálmar Freysteinsson las fréttiraf því að sést hefði til ísbjarn-
ar á Vatnsnesi, sem gufaði síðan
upp sporlaust. Honum varð að orði:
Ef að ræður rétt ég skil
raunvísindaþinga,
þá er enginn ísbjörn til
sem etur Húnvetninga.
Davíð Hjálmar Haraldsson bætti
við:
Ísbirnir þar allt í kring
urra svöngum hvofti
en hunsa jafnan Húnvetning;
hann er mest úr lofti.
Loks Sigrún Haraldsdóttir:
Fegin öll við fögnum því
og framar öðru blessum
hve matvendnin er mikil í
meinvættunum þessum.
Ólafur Einarsson kennari orti er
honum bárust fregnir af sam-
skiptum hjóna vegna hegðunar eig-
inmanna:
Víða deila verður stór,
veldur sút og trega,
ef að karlinn boðnarbjór
bergir ríkulega.
Svo frétti Ólafur af konu sem
gæti talað endalaust og um ekki
neitt í þokkabót. Honum varð að
orði:
Oftast fylgir þeim yndi og traust,
einu fá menn varla breytt.
Þær geta talað linnulaust,
langmest þó um ekki neitt.
Ekki gat Helgi Seljan stillt sig
„þegar frú Damanakí brosti sem
blíðast til okkar“. Hann orti:
Það er þyngra en tárum taki
þetta taut í Damanakí,
enda frá ESB,
þar sem aldrei er hlé
á erjum og peningahraki.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson vakn-
aði við fuglasöng sem barst inn um
gluggann, svo opinskár og áheyri-
legur að hann festi ekki aftur svefn,
og úr varð baksneidd vísa:
Fuglinn tjáir andans inni opnum hvofti
belgir sig og blæs af krafti –
betur að hann héldi ...
áfram að syngja sem lengst.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Húnvetningum,
lofti og ísbjörnum
GG
æ
saa
mm
a
mm
m
aa
o
g
G
rríí
mm
uu
r
G
re
ttt
iir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
ODDI GETUR SETT UPP
ÞÚSUND MISMUNANDI
SVIPI
EINN
KOMINN...
HLUSTAÐU Á
MIG...
ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚT ÞÁ VIL ÉG
AÐ ÞÚ LÆSIR ÞETTA TEPPI
INNI Í HERBERGINU ÞÍNU.
ÞAÐ ER ALGJÖR SKELFIR!
ER ÞETTA NÓGU GOTT
FYRIR ÞIG?
EDDI, ÞÚ DREKKUR EKKI, FERÐ
EKKI ÚT MEÐ STELPUM, SPILAR
EKKI FJÁRHÆTTUSPIL,
FERÐ EKKI Í PARTÝ!
AF
HVERJU
EKKI?
ÉG ER BARA EKKI
GEFINN FYRIR AÐ TAKA
ÁHÆTTU
ÞÚ SEGIST
VERA SÁTTUR
VIÐ EIGINN
ÚTLIT, EN
HVERNIG
STENDUR ÞÁ Á
ÞVÍ AÐ ÞÚ FERÐ
ÚR HAM Á 4 TIL
6 VIKNA FRESTI?
Undanfarið hafa birst á mbl.is slá-andi fréttir og viðtöl í greinar-
flokknum Váin á vegunum. Þar kem-
ur fram að umferðarslys eru eitt
stærsta heilbrigðisvandamál heims-
ins í dag. Hér á landi slasast hátt í
200 manns alvarlega í umferðinni á
hverju ári og því ljóst að sé litið til
ættingja, vina og kunningja hvers og
eins fórnarlambs þá hafa slysin áhrif
á líf fjölda fólks.
x x x
Víkverji horfði á öll myndskeiðinsem fylgdu fréttunum en í þeim
var jafnt rætt við fólk sem hafði slas-
ast alvarlega eða lítillega, verið í bif-
reið eða á bifhjóli, valdið slysi eða
orðið fyrir því. Hann viðurkennir að
hafa á köflum fundið hroll hríslast
um sig við áhorfið, enda afleiðingar
bílslysa oft skelfilegri en margan
grunar. Þótt fjölmiðlar greini frá því
að fórnarlamb bílslyss sé á batavegi
og hafi verið útskrifað af spítala er
ekki þar með sagt að það sé orðið
heilt heilsu og geti snúið aftur til
fyrra lífs eins og ekkert hafi í skor-
ist. Oft tekur við langt og strangt
endurhæfingarferli og jafnvel að því
loknu þarf viðkomandi að glíma við
afleiðingar slyssins það sem eftir er
ævinnar.
x x x
Vinkona Víkverja las einnig frétt-irnar og horfði á myndskeiðin
og sagðist næstu dagana á eftir hafa
verið með ónotatilfinningu í hvert
skipti sem hún settist inn í bíl sinn.
Hún áttaði sig nefnilega á því að þótt
hún legði sig fram um að vera fyrir-
myndarökumaður, gæfi alltaf
stefnuljós, virti hámarkshraða og
sýndi aðgæslu í hvívetna, væri ekki
þar með sagt að hún væri hólpin,
eins og hún hafði talið sér trú um.
Það þyrfti ekki meira til en augna-
bliks sinnuleysi annars ökumanns og
hún fengi svar við spurningunni um
hvort það væri líf eftir dauðann.
Eftir hverja sláandi lesninguna á
fætur annarri létti Víkverja að lesa
viðtal við Runólf Ólafsson, fram-
kvæmdastjóra Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda. Hann sagði heilt ár án
banaslyss í umferðinni raunhæft en
áður en það tækist þyrfti aftur á
móti að færa heilmargt til betri veg-
ar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum
misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð-
ar himneskur fyrirgefa yður.
(Matt. 6, 14.)
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG
STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
Við sendum hádegismat
í bökkum og kantínum
til fyrirtækja og stofnana
alla daga ársins.
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is