Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá umhverfisráðu- neytinu: Vegna fréttar á forsíðu Morgun- blaðsins 9. júlí 2012 um innleiðingu viðskiptakerfis fyrir losun gróður- húsalofttegunda vill umhverfisráðu- neytið taka eftirfarandi fram: Viðskiptakerfi ESB með losunar- heimildir (ETS-kerfið) var tekið inn í EES-samninginn í október 2007. Mjög lítill hluti losunar á Íslandi féll þá undir viðskiptakerfið. Á árinu 2009 lá fyrir að miklar breytingar yrðu á viðskiptakerfinu annars veg- ar frá og með árinu 2012 þegar flug- rekstur félli undir það og hinsvegar frá og með árinu 2013 þegar stóriðja yrði hluti þess. Allt frá þeim tíma hafa ráðuneytið og Umhverfisstofn- un, sem fer með framkvæmd máls- ins, átt náið og gott samráð við Sam- tök atvinnulífsins um málið. Hafa samtökin frá upphafi lagt mikla áherslu á að viðskiptakerfið tæki til íslenskrar atvinnustarfsemi og að málinu yrði hraðað eins og kostur væri, þannig að framkvæmdin gæti orðið sem best frá upphafi árs 2013. Vegna töluverðrar óvissu af hálfu ESB um framkvæmd tilskipunarinn- ar reyndist ekki mögulegt að hefja vinnu við frumvarp um loftslagsmál fyrr en síðla hausts 2011. Frumvarp- ið var unnið í samráði við Samtök at- vinnulífsins og aðra hagsmunaðila, en vissulega setti tímaskortur sam- ráðinu nokkur takmörk. Fundað var með fulltrúa SA áður en drög að frumvarpi voru send út þann 3. febr- úar sl. og aftur með fulltrúum SA og stóriðjufyrirtækja eftir að sameig- inleg umsögn Samtaka atvinnulífs- ins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka álframleiðenda og Samtaka fiski- mjölsframleiðenda hafði borist um frumvarpsdrögin 20. febrúar sl. Eins og fram kemur í athuga- semdum með frumvarpi til laga um loftslagsmál var farið yfir athuga- semdir þessara aðila, svo og ann- arra sem sendu athugasemdir við drögin, og leiddu margar þeirra til breytinga á frumvarpinu. Þá er rétt að ítreka að álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessora við Háskóla Íslands, sem fjallað hef- ur verið um í Morgunblaðinu að undanförnu, snýr að mögulegri inn- leiðingu reglugerðar (ESB) nr. 1193/2011. Lögum um loftslagsmál nr. 70/2012, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 19. júní 2012, var ekki ætlað að innleiða reglugerð (ESB) nr. 1193/2011 í íslenskan rétt. Um- rædd reglugerð sem álit þeirra Bjargar og Stefáns snýr að mun koma til kasta Alþingis þegar fyrir liggur hver niðurstaðan í samning- um ESB og EES EFTA ríkjanna verður. Náið samstarf ráðuneytis og SA Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Kanaríflakkarar 2012 Síðasta Kanaríhátíð í Árnesi, Gnúpverjahreppi 13.-15. júlí Föstudagskvöld: Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar Valdi Hún og Anna skemmta. Laugardagur: Kl. 16.00 fjöldasöngur með Sigga Hannesar á tjaldsvæðinu, að hætti Kanaríflakkara (ef veður leyfir). Hátíðarhlaðborð Gauta kl. 19.00. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi kl. 23.00. Lukkumiðar, flottir vinningar: Kanaríeyjaferðir, gistingar, matur, golf, snjósleðaferð á Snæfellsjökul o.fl. Mætum öll og kveðjum Árnes, Kanaríflakkarar. GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex Bæjarlind 6, sími 554 7030 | Eddufelli 2, sími 557 1730 | www.rita.is | Ríta tískuverslun Útsala 50% afsláttur Aðhaldsföt Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Undirföt Sloppar Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 - nýr auglýsingamiðill Mikill erill var hjá Landhelgis- gæslunni í gær. Þrjú útköll komu hvert á eftir öðru. Á níunda tímanum í gær- kvöldi barst Landhelgisgæsl- unni þriðja út- kallið eftir þyrlu gæslunnar, TF-Líf, vegna sinuelds sem breiðst hafði út nærri Borg- arnesi. TF-Líf er eina þyrla Land- helgisgæslunnar sem útbúin er slökkvibúnaði og þarf að vera í Reykjavík í um klukkustund áður en lagt er af stað á meðan verið er að útbúa vélina fyrir slökkvistörf. Fyrr í gær fór þyrlan að Stein- grímsfjarðarheiði til að sinna bíl- slysi og var síðan kölluð að Búrfelli til þess að sinna öðru bílslysi. Erill hjá þyrlu Land- helgisgæslunnar Þrjú útköll TF-Líf. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið sendi í gær frá sér auglýs- ingu um stöðvun strandveiða á svæðum A og D. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að stöðvun á svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súða- víkurhrepps, gildi frá og með deg- inum í dag. Veiðiheimildir þess svæðis í júlí voru 858 tonn, eins og í júní. Stöðvun á svæði D, sem nær frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Borgarbyggðar, gildir hins vegar frá morgundeginum. Á því svæði voru veiðiheimildir í júlí einungis 225 tonn til samanburðar við 525 tonn í júní. ipg@mbl.is Strandveiðistöðvun á svæðum A og D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.